Morgunblaðið - 03.10.1996, Page 47

Morgunblaðið - 03.10.1996, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 1996 47 H Ú I > . j I I I J I í I I I I 3 , j I AÐSEIMDAR GREINAR Hver ræður? FLUTNINGUR op- inberra stofnana frá Reykjavík er iiður í ijöl- þættum aðgerðum gegn byggðaröskun- inni í landinu. Nauðsyn slíkra aðgerða hefur á síðari árum hlotið al- menna viðurkenningu. Fólksflutningarnir til höfuðborgarsvæðisins, einhæfni atvinnulífsins í öðrum landshlutum, margvíslegur aðstöðu- munur eftir búsetu og fleiri einkenni þjóðfé- lagsþróunarinnar á síð- ari áratugum hafa í æ ríkari mæli mótað stjórnmálaum- ræðuna í landinu. Allir þingflokkar og fjölmörg hagsmunasamtök hafa lýst yfir stuðningi við flutning ríkis- stofnana sem lið í byggðastefnu opinberra aðila. a) Stofnanaflutningur dregur úr miðstýringu og stuðlar að vald- dreifingu í þjóðfélaginu. b) Flutningur einstakra ríkis- stofnana og stofnun útibúa frá öðrum eru liðir í jöfnun aðstöðu þegnanna til að njóta hinnar marg- víslegu þjónustu sem opinberir aðil- ar inna af hendi. c) Flutningur rikisstofnana stuðlar að íbúafjölgun út um land. Með stofnunum myndu flytjast hópar fólks úr sérhæfðum starfs- stéttum sem nú eru nær eingöngu bundnar höfuðborgarsvæðinu. d Stofnanaflutningur hefði í för með sér fjölþættari atvinnutæki- færi utan höfuðborgarsvæðisins. e) Tilvist ríkisstofnana víða um land hefði í för með sér aukin umsvif í viðskipta- og athafnalífi landsbyggðarinnar. f) Flutningur tiltekinna stofn- ana getur styrkt uppbyggingu ákveðinna atvinnugreina í einstök- um iandshlutum. Markmið: 1. Stofnanaflutningur sé liður í almennum byggðaþróunaraðgerð- um. 2. Stofnanaflutningur dragi úr miðstýringu, stuðli að dreifingu valds og leiði til aukins lýðræðis. 3. Stofnanaflutningur jafni að- stöðu þegnanna um allt land til að njóta þjónustu ríkisins. 4. Stofnanaflutningur leiði til fjölgunar íbúa landsbyggðarinnar og dragi úr þenslu höfuðborgar- svæðisins. 5. Stofnanaflutningur leiði tii jafnari dreifingar atvinnutækifæra um iandið með því að skapa sér- menntuðu fólki starfsgrundvöll ut- an Reykjavíkur. 6. Stofnanaflutningur styrki efnahagskerfi einstakra landshluta með því að auka viðskipti og fram- kvæmdir innan þeirra og fjár- magnsstreymi frá miðstöðvarsjóð- um ríkiskerfisins. 7. Stofnanaflutningur dragi úr húsnæðiskröfum í miðbæjarhverf- um Reykjavíkur og geri þannig skipulagsvanda höfuðborgarinnar á því sviði minni en ella. 8. Stofnanaflutningur leiði ekki til lakari virkni einstakra hluta þess. 9. Stofnanaflutningur skerði ekki starfsgetu stofnunar þótt tímabundnir erfiðleikar séu eðlilega oft samfara siíkri breytingu. 10. Stofnanaflutningur hafi að- eins minniháttar kostnaðarauka í för með sér fyrir einstakar stofnan- ir og helst meiri hagkvæmni fyrir þjóðarheildina vegna ódýrari og fljótvirkari samskipta þegnanna við ríkiskerfið. Landhelgisgæsla íslands hefur þá sérstöðu meðal stofnana ríkisins að meginþáttur starfseminnar fer ekki fram á ákveðnum stað, heldur er á sjó og í lofti. Þetta eðli Land- helgisgæslunar gerir hana hæfari til flutnings en ella. Það má teljast kostur að fjarlægð iíeflavíkur frá höfuðborgarsvæði er svo lítil að til hagræðis má vera á umþóttunartíma. Þarf þá ekki að tefja þótt einhver aðstaða, svo sem fyrir varðskip og flugvéiar, kunni ekki strax að vera fullbúinn fyrir hendi í nýjum heimkynnum, þar sem notast má áfram við það sem búið var við meðan ráðrúm gefst til nauðsynlegra að- gerða. Margt stuðlar að því að flutningur Landhelgisgæslunnar til Keflavíkur megi komast í framkvæmd án langs aðdraganda. Sala varnarliðseigna Samningar um kaup varnarliðs- ins á vörum og þjónustu skulu verða gefnir frjálsir. Öllum sem áhuga hafa á slíkum viðskiptum verður gefinn kostur á að taka þátt í útboðum, uppfylli þeir ákveð- in efnisleg skilyrði. Markmiðið er að tryggja öllum seljendum vöru og þjónustu jafnan aðgang að samningum við varnarliðið. í ofangreindri tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu segir enn- fremur að með þessum breytingun- um sé brugðist við ítrekuðum at- hugasemdum við rekstur Sölu varnarliðseigna með hagræðingu og því að fela stofnuninni aukin verkefni og ítrekað er að flytja skuli rekstrareiningu Umsýslu- stofnunar til Suðumesja til hag- ræðis og vegna nálægðar við Kefla- víkurflugvöll. Til umhugsunar: Ofangreint er samtíningur úr nefndaráliti nefnd- ar sem skipuð var til að kanna staðarval ríkisstofnana 1975 og úr nefndaráliti nefndar sem skipuð var til að vinna að tillögugerð um flutn- ing stofnana frá höfuðborgarsvæði til landsbyggðar 1993. Báðar nefndirnar voru skipaðar af forsæt- isráðuneyti. Auk þessa er vitnað til tilkynningar frá utanríkisráðu- neyti vorið 1995 sem fjallaði um flutning Sölu varnarliðseigna til Suðurnesja. Þetta er birt hér til upplýsingar vegna umræðu um flutning ríkis- Hverjir ráða ferðinni? Frið.ión Einarsson spyr hvort allt hvíli á pólitísku handafli og' klíkuskap? stofnana undanfarið i fjölmiðlum og til þess að varpa ljósi á mark- mið og ástæður. Það vekur furðu undirritaðs að þrátt fyrir nefndar- álit og tillögugerðir virðist engin fastmótuð stefna vera til í þessum málum. Flutningur ríkisstofnana frá höfuðborgarsvæði til lands- byggðar virðist velta á valdi ein- stakra embættismanna og í engu samræmi við ofangreindar tillögur þing- og embættismanna. Undirrit- aður veltir því fyrir sér hveijir ráði ferðinni og hvort allt hvíli á póli- tísku handafli og klíkuskap? Nefna má sem dæmi flutning Umsýslustofnunar til Suðurnesja. Það var ákveðið að flytja rekstrar- einingu til Suðurnesja vegna hag- ræðis og sparnaðar vorið 1995 og voru embættismenn tíðir gestir á Suðurnesjum til að undirbúa flutn- ing og skoða aðstæður. Enn hefur ekkert gerst í því máli og hafa yfirlýsingar embættismanna vérið í allar áttir og þegar spurt er hvern- ig gangi koma engin svör. Emb- ættismennirnir segja að ástæða þess að ekkert hafi gerst í málinu sé vandræðagangur í pólitísku valdatafli og að starfsmenn stofn- unarinnar séu á móti flutningnum til Suðurnesja. Er nokkur furða að menn spyiji hver sé stefna ríkisstjórnarinnar í þessum málum og hver í raun ráði ferðinni, stjórnmálamenn, embætt- ismenn eða einstakir starfsmenn stofnana. Það verður að gæta jafnvægis í þessum málum og vinna að þeim á þann hátt að mark sé takandi á yfirlýsingum og ákvarðanatöku ráðamanna. Virðingarfylist. Höfundur er framkvæmdastjóri Markaðs- og atvinnumála- skrifstofu Reykjanesbæjar. OROBUU KYNNING AFSLÁTTUR af öllum OROBLU sokkabuxum fimmtudaginn, 3- okt. og föstu- daginn, 4. okt. kl. 13.00-17.00. ■ BONJOUR 30 Nýjar frábærar lycra stuðnings/ nuddsokkabuxur - 50 den. Venjulegt verð 467 kr. - kynningarverð 374 kr. Ath. Leitið ekki tangtyfir skammt - lægsta verðið á 0R0BLU sokkabuxunum er á íslandi 1 1 APÓTEK AU STLTRBÆJAR Háteigsvegi 1 -Sími 562 1044 Friðjón Einarsson * Utgerðarfélagið Stakksvík hf. - Reykjanesbæ auglýsir eftirtaldar eignir félagsins til sölu: Húsið er um 4.400ferm. að stœrð og hefur að stórun hluta verið endumýjað til að uppfylla ströngustu kröfur Evrópusambandsins. Húsið er að hluta til í leigu. Fiskvinnsluhús á Vatnsnesvegi 2, Keflavík (Stóra-milljón). Hlutir og hlutabréf í: Skipaafgreiðslu Suðumesja. Um er að rœða 25% ífélaginu að nafnvirði kr. 5.500.000. Olíusamlagi Keflavíkur og nágrennis. Um er að rœða 9,7% ífélaginu að hókfœrðu verðmœti skv. reikningum þess ca kr. 10.700.000. Fiskmarkaðinum hf., Hafnarfirði. Hlutur að nafnverði kr. 420.000. Einnig er möguleiki á sölu félagsins í heild ásamt eignum og skattalegri stöðu þess. Allar nánari upplýsingar veitir: Böðvar Jónsson, stjómarformaður Stakksvíkur hf. Hs. 421 1743, vs. 421 1700, GSM 896 0362. RANNIS Rannsóknarráð Islands auglýsir styrki úr eftirfarandi sjóðum með umsóknarfrest til 15. nóvember 1996 Vísindasjóði er hefur það hlutverk að efla vísindarannsóknir. Tæknisjóði er hefur það hlutverk að styðja nýsköpun í íslensku atvinnulífi með því að efla tækniþekkingu, rannsóknir og þróunarstarf. Bygginga- og tækjasjóði er hefur það hlulverk að styrkja tækjakaup og uppbyggingu á aðstöðu til rannsókna í vísindum og tækni. Umsækjendur geta verið: Vísindamenn og sérfræðingar. Háskólastofnanir og aðra vísinda- og rannsóknastofnanir. Fyrirtæki, einstaklingar og samtök er hyggjast vinna að rannsóknum og nýsköpun. Veittir eru femskonar styrkir úr ol'angreindum sjóðum sem hér segir: 1. "Verkefnisstyrkir" til fræðilegra og hagnýtra verkefna. Miðað er við að upphæð styrkja geti numið allt að 5.000 þús kr. 2. "Forverkefna- og kynningarstyrkir" * til undirbúnings stærri rannsókna- og þróunarverkefna, allt að 600 þús kr. * til að fylgja eftir og koma á framfæri niðurstöði verkefna sem lokið er styrkir til undirbúnings umsókna í 4. rammaáætlun Evrópusambandsins, allt að 300 þús. kr. 3. Starfsstyrkir" Veittar verða tvær tegundir starfsstyrkja: * "Rannsóknarstöðustyrkir" eru veittir úr Vísindasjóði til tímabundinna starfa vísindamanna, er nýlega hafa lokið doktorsprófi eða hlotið samsvarandi menntun við viðurkennda háskóla. Styrkir era veittir til allt að 3ja ára við innlenda stofnun og nema launum sérfræðings. * "Tæknimenn í fyrirtæki" er heiti styrkja sem veittir eru úr Tæknisjóði til fyrirtækja í þeim tilgangi að ráða vísinda- og/eða tæknimenntað fólk til starfa. Styrkir eru veittir til allt að 3ja ára og nema hálfum launakostnaði sérfræðings. * 4. "Bygginga- og tækjakaupastyrkir" * Veittir eru styrkir út Bygginga- og tækjasjóði til að styrkja kaup á tækjum og búnaði og byggja upp aðstöðu til rannsókna fyrir vísinda- og rannsóknasarfsemi Eyðublöð á tölvudisklingi og leiðbeiningabæklingur verða tilbúin til afhendingar fimmtudaginn 3. október nk. hjá Rannsóknarráði íslands, Laugavegi 13, sími 562 1320, fax 552 9814. Eyðublöðin er einnig hægt að ná í á Internetinu á heimasíðu RANNÍS. Slóðin er: http://www.centrum.is/rannis/ - kjarni máisins!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.