Morgunblaðið - 03.10.1996, Side 53

Morgunblaðið - 03.10.1996, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ MINNIIMGAR FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 1996 53 ARNA STEINÞÓRSDÓTTIR + Arna Steinþórs- dóttir fæddist í Reykjavík 4. maí 1958. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur 22. september síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Bessastaða- kirkju 2. október. Elsku Arna. Mig langar að kveðja þig og það er erfitt. Þú gafst okkur svo mikið af kærleika þínum og visku. Betri nágranna hefur ekki verið hægt að hugsa sér. Alltaf varstu tilbúin að hugsa um stelpurnar mínar og aðstoða í öllum málum sem ég bar undir þig. Einnig varstu mikill félagi minn og sýndir mér mikinn hlýhug, bæði með framkomu þinni og gjöfum. Þér treysti ég svo vel fyrir stelpun- um mínum. Þær eru alltaf svo ánægðar á heimili þínu. Upp í hug- ann kemur margt. T.d. þegar þú leist oft eftir yngri dóttur minni nýfæddri heima hjá mér, svo ég þyrfti ekki að hafa hana með mér til og frá leikskóla með eldri börnin okkar. Þá man ég líka eftir fyrsta skiptinu sem hún fór í langan tíma í pössun utan fjölskyldunnar, sex mánaða gömul, þegar pabbi minn var jarðaður. Þá treysti ég þér best fyrir henni. Hægt er að telja endalaust upp það sem þú hefur gert fyrir mig og fjölskyldu mína og það á ég áfram í minningunni um þig. Við vildum örugglega flest líkjast þér. Alltaf ráðagóð, sátt, lítillát, æðru- laus, alltaf að hugsa um aðra. Ynd- isleg móðir, eiginkona, dóttir og allt sem hægt er að nefna, ekki síst nágranni og vinur. Það var svo gott að hafa þig við hliðina á okk- ur. Þú sýndir mér líka traust og treystir mér fyrir þínum börnum. Þú leyfðir þeim að koma til mín. Það er alltaf ánægjulegt og gott að hafa þau hjá okkur, börn sem eru vel upp alin og skemmtileg, sem hafa fengið mikla ástúð og um- hyggju. Nú bið ég góðan Guð að styrkja mig og gefa mér nægan kærleik til að gefa þínum börnum og þinni fjölskyldu. Ég veit að þú hefðir gert það fyrir mig í sömu sporum. Þú átt yndislega fjölskyldu sem við fáum að hafa áfram við hliðina á okkur. Þú hefur gefið henni mikið. Þakka þér fyrir allt. Um leið og ég kveð þig í bili, með miklum söknuði, trúi ég að þú sért núna í faðmi Guðs. „Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, held- ur hafi eilíft.“ (Jóh. 3.16.) Elsku Andrés minn, Ása, Arnþór Ingi og Auður Ásta mín. Við íjöl- skyldan vottum ykkur okkar dýpstu samúð, elsku vinir. Við munum áfram biðja Guð að blessa ykkur og styrkja um alla framtíð. Éinnig vottum við Ástu móður Örnu inni- lega samúð. Við vottum líka föður, bróður, tengdaforeldrum og fjöl- skyldum ykkar beggja, samstarfs- fólki Örnu og vinum, okkar innileg- ustu samúð og biðjum Guð um styrk handa ykkur öllum. Eins vil ég biðja Guð um kærleik handa hreppsbúum í framtíðinni til að sýna Andrési og börnunum. Blessuð sé minning Örnu. Sólbjörg Karlsdóttir. Fyrir hönd Foreldra- og kennara- félags Álftanesskóla viljum við koma á framfæri innilegu þakklæti fyrir óeigingjörn störf Örnu Stein- þórsdóttur í þágu barna í Álftanes- skóla mörg undanfarin ár. vizku þinnar, ástjarðar ljúfasta ljós. (Jónas Hallgr.) Kæri Andrés, Ása, Arnþór Ingi og Auður Ásta. Við sendum ykk- ur okkar inniiegustu samúðarkveðjur. Stjórn Foreldra; og kennarafélags Álfta- nesskóla. Hún Arna okkar er dáin! Þeir sem misst hafa ástvin þekkja tilfinninguna, hrollinn sem hríslast um mann, spurning- arnar sem aldrei var spurt og svör- in sem ekki fengust. Svo virðist sem jörðin hætti augnablik að snúast og grasið að gróa. En dauðinn ger- ir sjaldan boð á undan sér, svo þeg- ar allt í einu er klippt á þessa til- veru bregður manni. Hversu vel sem við þykjumst undir hann búinn kem- ur hann okkur jafnan í opna skjöldu. Hann er hinn kaldi veruleiki, stað- reynd sem enginn fær flúið. Kynni okkar Örnu mágkonu hóf- ust þegar hún og Andrés bróðir fóru að vera saman og ekki leið á löngu þar til mikill vinskapur tókst með okkur. í huga mínum er það orðið lánsemi sem kemur fyrst upp í hugann þegar ég hugsa um hana Örnu mína, svo ótrúleg lánsemi að hafa átt þess kost að kynnast henni. Þú barst með þér sólskin og svalandi blæ, það sáu víst flestir er komu á þinn bæ. þó harmandi væru og hryggir í lund þá hressti og nærði þín sænverustund. (Ágúst Jónsson) Heiðarleiki, traust og trú voru einkenni Örnu en ef henni mislíkaði eitthvað, skóf hún ekki utan af því. Hún var alla tíð boðin og búin að rétta hjálparhönd, sérstaklega ef börnin voru annarsvegar, því börn voru henni líf og yndi. Jafn- barngóð kona og Arna var vand- fundinn. Arna lifði fyrir fjölskyldu sína og hef ég sjaldan séð eins sam- rýnd hjón og Örnu og Andrés. Það var eins og þau væru mótuð í sama steininn. En eitt er víst að stórt skarð hefur verið höggvið í raðir okkar sem ekki verður hægt að fylla. Sár ástvinamissir verður aldr- ei bættur og það getur enginn kom- ið í annars stað. Það er fátt sem manni finnst jafntilgangslaust og hörmulegt og þegar ung móðir er kölluð burt frá þessu jarðlífi frá börnum sinum. Én sólargeislarnir ykkar Andrésars þau Ása, Arnþór Ingi og Auður Ásta, munu alla tíð verða lifandi minning um þig. Þrátt fyrir veikindi sín bar Arna höfuðið hátt og tók því sem koma skildi með fádæma stillingu. Já- kvæð hugsun og hugarró taldi hún vænlega í baráttu við þann vágest sem sótti að henni og fram á sið- asta dag kvartaði hún aldrei og var full af lífsgleði og bjartsýni. Það er erfitt að sætta sig við að Arna er ekki á meðal okkar, en við verð- um hins vegar að læra að sætta okkur við að hún er farin og munum alltaf minnast þess tíma sem við áttum með henni. Minninguna um hana geymum við í hjarta okkar og gleymum aldrei. Með ástkærri þökk fyrir umliðna tíð, örugga vináttu og orðin þín blíð. Við kveðjum þig vinur sem fórst okkur frá og framar á jarðriki megum ei sjá. (Ágúst Jónsson) Elsku Andrés, Ása, Amþór Ingi, Auður Ásta, Steinþór, Ásta, Erlend- ur, Vendý, mamma, pabbi og aðrir ástvinir. Guð styrki okkur öll og styðji á þessari erfiðu stundu. Minn- umst orða Kahlils Gibran: Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur hug þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess sem var gleði þín og þeim mun dýpri sem sorgin grefur sig í hjarta manns, þeim mun meiri gleði getur það rúmað. Helga María, Þorsteinn, Hlynur, Eyþór og Bryndís. „Sorgin er gríma gleðinnar. Og lindin, sem er uppspretta gleðinnar, var oft full af tárum. Og hvernig ætti það öðruvísi að vera? Þeim mun dýpra sem sorgin grefur sig í hjarta manns, þeim mun meiri gleði getur það rúmað. Er ekki bikarinn, sem geymir vín þitt, brenndur í eldi smiðjunnar? Og var ekki hljóðpípan, sem mildar skap þitt, holuð innan með hnífum? Skoðaðu hug þinn vel, þegar þú ert glaður, og þú munt sjá, að aðeins það, sem valdið hefur hryggð þinni, gerir þig glað- an. Þegar þú ert sorgmæddur, skoð- aðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín.“ (Úr Spámannin- um). Okkar innilegustu samúðarkveðj- ur til aðstandenda. Kveðja. Bekkjarsystur úr Fóstru- skóla Islands. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BJARNl EINARSSON, frá Túni á Eyrarbakka, Grettisgötu 52, andaðist í Landspítalanum aðfaranótt 2. októbers. Jarðarförin auglýst síðar., Guðrún Guðmundsdóttir, Halldór Bjarnason, Ingibjörg Bjarnadóttir, Halldóra Bjarnadóttir, Gunnar Þorvaldsson, Guðmundur Bjarnason, Sigurrós Ólafsdóttir, Ingibergur Bjarnason, Elsa Þ. Dýrfjörð, barnabörn og barnabarnabörn. Gleðji þig guðs stjörnur, sem gladdi bezt mig, og mörgu sinni, vegstjarnan fagra t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, PÉTUR HJALTESTED málarameistari og kaupmaður, Brávallagötu 6, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 7. október kl. 15.00. Guðrún Ófeigsdóttir Hjaltested, Valgerður Hjaltested, Ófeigur Hjaltested, Pétur Hjaltested, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, FRIÐRIK ÁGÚSTSSON prentari, Heiðarlundi 7a, Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju föstudaginn 4. október kl. 13.30. Herdís Gunnlaugsdóttir, Gunnlaugur Friðriksson, Ágúst Friðriksson, Dagmar Kaldal, Sigríður J. Friðriksdóttir, Erla Friðriksdóttir og barnabörn. t Eiginmaður minn, sonur, faðir, tengda- faðir og afi okkar, SVAVAR ÁRMANNSSON aðstoðarforstjóri, Álfheimum 48, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 4. október kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Krabbameinsfélagið. Ingibjörg Egilsdöttir, Ármann Jakobsson, Hildur Svavarsdóttir, Halldór Svavarsson, Ásta Svavarsdóttir, Ingibjörg Svavarsdóttir, Brynja og Ingibjörg Halldórsdaetur. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar PÉTURS I. GUÐJÓNSSONAR bifvélavirkja, Akranesi. Sérstakar þakkir til starfsfólks dvalar- heimilisins Höfða, Akranesi, fyrir ein- staka umönnun og hlýhug. Sigrún Clausen, Arnór Pétursson, Áslaug Magnúsdóttir, Guðfinna Pétursdóttir, Smári Vilhjálmsson, Guðjón Pétursson, Maria Sigurbjörnsdóttir, Arinbjörn Pétursson, Jóhanna Jónasdóttir, Þorsteinn Pétursson, Gerða Bjarnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug vegna fráfalls og jarðarfarar eig- inmanns míns, föður, stjúpföður, tengdaföður, afa og langafa, GUÐNA MAGNÚSSONAR málarameistara, Hlévangi, áður Suðurgötu 35, Keflavik. Vignir Guðnason, Birgir Guðnason, Eirikur Guðnason, Steinunn Guðnadóttir, Árnheiður Guðnadóttir, Ellert Eiriksson, Hansína Kristjánsdóttir, Guðríður Arnadóttir, Harpa Þorvaldsdóttir, Þorgerður Guðfinnsdóttir, Neville Young, Jónas H. Jónsson, Guðbjörg Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall móður okkar, tengdamóður, ðmmu og langömmu, MARÍU MAGNÚSDÓTTUR, Hagamel 53, Reykjavik, Magnús Leopoldsson, Björk Valsdóttir, Hallur Leopoldsson, Guðrún Gísladóttir, Elvar Steinn Þorkelsson, Guðný Ósk Diðriksdóttir, Þórhallur Björnsson, Unnar Þór Gunnarsson, Maria Sif Gunnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.