Morgunblaðið - 03.10.1996, Side 62

Morgunblaðið - 03.10.1996, Side 62
62 FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ )Ve£aini^urenít STJÖRNUR HAUSTSINS Gréta Boöa, föröunaniicistari. kynnir nýju haust- og oetrar- litina í dag og á morgun. • Glæsilegir litir. • Glæsileg tilboð. • Verið velkomin. • Vinsamlegast pantið tíma í förðun. Snyrtivönaierslunin -^ Hafnarfiröi ' Hber-CMtell í dag og á morgun frá kl. 15:00 - 18:00 Kynnir S Vilbergsdóttir Faber Caste myndlistavörur, þar á meðal e athyglisverðar nýjungar. kiptavinum er veittur 1 sem kynningin afsláttár OKABUÐI Laugavegi 11 Mikið úrval af haust- fatnaði. inraarion Reykjavíkurvegi 64 Halnarfirði Sími 565 I 147 opið á laugardögum frá kl. 10-14. I DAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: lauga@mbl.is Strætóraunir KÆRA Þórdís. Ég las bréf þitt í Morg- unblaðinu föstudaginn 27. september sl. og sam- hryggist þér. Ég skil vel hvernig þér líður. Mér hef- ur liðið eins, þótt ekki hafi strætó steypt lífi mínu í glötun! En reynsla mín af strætó eftir 15. ágúst sl. er þessi: 1. Til að komast í mið- borgina get ég nú valið um tvo vagna í stað fjögurra áður (ég bý í Smáíbúða- hverfi). 2. Náinn vinur minn á að mæta í vinnu kl. 2 en kemur alltaf of seint, hvað hann ekki gerði áður. 3. Ég er mun lengur en áður að komast í miðborg- ina. 4. Strætó er því miður, oftar en hitt, of seinn. Um daginn lagðist ætt- ingi minn inn á Sjúkrahús Reykjavíkur, Fossvogi. Ég heimsótti hann einn dag- inn eftir hádegið, en þurfti að ná í banka fyrir kl. 16. Vagninn átti að vera á Sléttuvegi kl. 15.48 og á Grensási kl. 15.55. Þar sem ég ætlaði í útibú Is- landsbanka á Réttarholts- vegi, átti þetta að nást. En ég missti af bankanum, því strætó kom of seint. Ég veit að ekki er við vagn- stjórana að sakast. Þeir gera sitt besta. Með bestu kveðju, Þór- dís, og vona ég að þú end- urheimtir líf þitt. Einar Nafnlaus bréf SÍFELLT berast til Morg- unblaðsins bréf og ábend- ingar frá fólki sem lætur ekki nafns síns getið, eða lætur nafn fylgja með, en hvorki heimilsfang né síma. Blaðið getur hvorki birt nafnlausar ábendingar né greinar og því er nauð- synlegt að nafn viðkom- andi, heimilsfang og/eða símanúmer fylgi bréfum af þessu tagi. Það sama gildir um þá sem hringja, en vilja ekki láta nafns síns getið. Velvakandi Þakkir til starfsfólks Blómavals ÉG FÓR í Blómaval sl. fimmtudagskvöld, en þá var fræðslukvöld um haustlauka og haust- skreytingar. Þetta var ekki einungis fræðsla, heldur stóð starfsfólkið sig mjög vel og flutti bæði fróðleg og skemmileg erindi. Mig langar að þakka Blómavali og starfsfólki þess fyrir frábært framtak og þjón- ustu. Kristjana Birgis, Yrsufelli 12, Reykjavík. Grimmd gagnvart dýrum GRIMMD gagnvart dýrum er meiri á Islandi en marg- ir gera sér grein fyrir. Refsdrápið nýverið er eitt af mörgum dæmum um slíkt. Nákvæm lýsing fréttamanns af grimmdar- verkinu er furðuleg. Fyrir nokkrum dögum birtist mynd í Morgunblaðinu af stoltum veiðimanni með byssu í hendi og fallegu hreindýri liggjandi í valn- um fyrir framan hann. Slíkar myndir birtast nú- orðið á þessum árstíma og eru yfirleitt öllu verri en þessi mynd, því oftast liggja dýrin í blóði sínu á þessum myndum. Hreindýrin á Islandi hafa það oft erfitt á hörð- um vetrum þegar snjór liggur yfir öllu mánuðum saman. Þá leita þau til byggða eins og flestir vita og valda oft tjóni í görðum fólks. Mig langar að beina þeirri spurningu til Sam- bands dýraverndarfélaga íslands hvort ekki væri rétt að gefa þessum dýrum sjórekið hey á harðasta tímabilinu? Að lokum langar mig að spyija Samband dýra- verndarfélaga íslands hvort ekki sé kominn tími til þess að annaðhvort banna útigöngu hrossa á íslandi, eða skylda eigend- ur þeirra til að koma sér upp yfirbyggðum skýlum fyrir hrossin og_ að gefa þeim reglulega? Ótal dæmi eru um skaðsemi útigangs- hrossa í þessu harðbýla landi. Ragnheiður Sigurðard. Gæludýr Kettlingar FIMM fallegir kettiingar fást gefins á gott heimili. Upplýsingar í síma 567-2168. Köttur tapast í Þingvallasveit STEINGRÁR fressköttur týndist við Kárastaði í Þingvallasveit 22. septem- ber sl. Hann er með rafgul augu, óvenju langt skott, er mjög mannelskur og gegnir nafninu Kúri. Hann er ómerktur. Ef einhver hefur séð til ferða hans síðan er hann beðinn um að láta vita í síma 587 2899. HOGNIHREKKVISI Farsi LJAIS&LASS/ceúLTMfí-T „ 00 hcf oJcjrei sk./l)& af fu/e/ýu pa& eru f&stirpappirarci stáersitu- shj-fborðunuryt, ■" Víkveiji skrifar... EGAR umræður spruttu hér á landi um úrbætur í vega- málum, i kjölfar heimsóknar for- seta íslands til suðurhluta Vest- fjarða, varpaði vinur Vikverja meðal annars fram þeirri hugmýnd að fyrirtæki, stofnanir og einstakl- ingar tækju að sér vegarkafla og sæju um viðhald þeirra. Þessi hug- mynd, sem vinurinn varpaði fram meira í gamni en alvöru, minnti Víkverja á það sem hann sá á ferðalagi í Bandaríkjunum fyrir skömmu. Meðfram hraðbrautum þar í landi eru víða reistir veggir, eða hljóðmanir, en sá hængur er á, að veggirnir verða fljótt skítug- ir, skemmdarvargar krota á þá ýmis misskemmtileg skilaboð og svo mætti iengi telja. Til að tryggja að veggirnir líti vel út hafa ýmis félagasamtök, fyrir- tæki og heilu fjölskyldurnar „ætt- leitt“ veggjarhluta. Sá hluti er kyrfilega merktur „fósturforeldr- inu“ og ýtir þannig undir að fólk standi við stóru orðin og haldi veggnum fallegum. Víkveiji efast nú reyndar um að þetta fólk fari sjálft á staðinn með skrúbb og sápu. Líklega greiðir það fasta upphæð til að standa straum af viðhaldskostnaði og tryggja fag- urt umhverfi, en niðurstaðan er a.m.k. hin sama. xxx Ú ÞEKKIR Víkverji ekkert til vegamála í Bandaríkjun- um og veit því ekki hvort ríkisvald- ið þar hefur eyrnamerkt háar fjár- hæðir til vegamála og innheimtir þær í bensínverði. Ef til vill hugsa margir Bandaríkjamenn sem svo, að nógu háir séu nú skattarnir og aðrar álögur, þó menn fari nú ekki í þokkabót að greiða aukalega fyrir framkvæmdir. Hins vegar eru ávallt einhveijir fúsir til að leggja meira af mörkum. Bandaríkja- menn hafa jú meðal annars vakið athygli utan landsteinanna fyrir að „ættieiða“ hvali, svo það ætti ekki að koma nokkrum manni á óvart þó þeir taki að sér hluta úr vegg. Islendingar gætu tekið þetta sér til fyrirmyndar og „ættleitt" holurnar í þjóðvegunum. Svo er auðvitað hægt að yfirfæra hug- myndina yfir á ýmsar fram- kvæmdir aðrar. Það hafa Banda- ríkjamenn líka gert og þar er kom- in skýringin á öllum mannanöfn- unum, sem víða má sjá greypt í steinhellur í opinberum görðum. Þar hafa einstaklingar greitt ákveðna upphæð fyrir og þar með auðveldað borgaryfirvöldum að prýða umhverfið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.