Morgunblaðið - 08.10.1996, Page 27

Morgunblaðið - 08.10.1996, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 8. OKTÓBER 1996 27 Trúðaskól- inn í æfíngu BYRJAÐ er að æfa barna- og fjöl- skylduleikritið „Trúðaskólinn“ eftir Friedrich Karl Waecther og Ken Campell hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Bessi Bjarnason leikur prófessorinn. Lævísan trúð leikur Halldóra Geirharðsdóttir, Belg trúð leikur Eggert Þorleifs- son, Bólu trúð leikur Helga Braga Jónsdóttir og Dropa trúð leikur Kjartan Guðjónsson. Höfundur búninga er Helga Rún Pálsdóttir, leikmynd gerir Steinþór Sigurðs- son, lýsingu annast Lárus Björns- son, hreyfingar og dans Lára Stefánsdóttir, leikstjóri og þýð- andi er Gisli Rúnar Jónsson. Felunet fyrir anda og gæsaskyttur Irr. 4.900. Tvöfaldar kuldaúlpur fyrir rjúpnaskyttur og alla fjölskylduna, kr. 3.800. Afgreiðum í póstkröfu hvert á land sem er Gámapokar ehf., Langholtsvegi 109, 104 Reykjavík sími 568 7821, fax 588 9318. Sumarliði ísleifsson Nýjar bækur • ÍSLAND - framandi land er eftir Sumarliða ísleifsson sagn- fræðing. íslendingum hefur löngum leikið forvitni á að vita hvaða augum útlendingar líta þá og þessi bók er nýnæmi að því leyti að þar er að finna eins konar heildaryfírlit yfir margvíslegar hugmyndir Vest- ur-Evrópubúa um ísland og íslend- inga á liðnum öldum. „Höfundur lýsir á afar aðgengilegan en jafn- framt fræðilega og traustan hátt hvernig land og þjóð voru sýnd í myndum og á landakortum og hvernig þessar hugmyndir breyttust frá öndverðu til loka 19. aldar, eink- um á tímaskeiðinu frá 1500 til 1900“, segir í kynningu. Fyrstu frásagnir af íslandi eru an á sig aðra mynd þegar menn fóru að venja komur sínar til lands- ins og skrifa ferðalýsingar og íslend- ingar sjálfír að semja varnar- og landkynningarrit. Sumarliði ísleifsson styðst við mikinn fjölda rita og mynda og eru rúmlega 200 myndir birtar í bók- inni^ margar þeirra í lit. Utgefandi er Mál og menning. Bókin er 241 bls. í stóru broti, Birg- ir Andrésson gerði kápu og prent- vinnslu annaðist Prentsmiðjan Oddi hf. Fullt verð erkr. 4.990, en hún er bók mánaðarins í október og kost- arkr. 3.490 þann mánuð. • BÓKMENNTAFRÆÐISTOFN- UN Háskóla íslands og Háskólaút- gáfan hafa gefið út ritið Litteratur og kjonn í Nord- en (Kynferði og bókmenntir á Norðurlöndum) undir ritstjórn Helgu Kress, prófessors í al- mennri bók- menntafræði við _ Háskóla ísladns. í því eru 87 erindi eftir jafnmarga höfunda sem flutt voru á 20. þingi International Association for Scandinavian Studies (IASS, AI- þjóðasamtaka um norræn fræði) en það var haldið í Reykjavík sumar- ið 1994. Skrifa höfundar á norsku, dönsku og sænsku, auk ensku og þýsku. Greinar í ritinu fjalla um bók- menntir og kynferði frá ýmsum sjón- arhólum og er þeim raðað í 11 hluta eftir tímabilum og bókmenntateg- undum, frá miðöldum til samtímans. Bókin gefur áhugamönnum um bók- menntir yfirlit yfir strauma og stefn- ur í nýrri bókmenntaumræðu. Kápu prýðir ljósmynd af verki Ásmundar Sveinssonar, „Jónsmessumótt". Sigrún Sigvaldadóttir hannaði kápu. Ritið erí stóru broti, 755 bls. að stærð og fyigir því ítarleg nafna- skrá. Bókin er til sölu í Bóksölu stúd- enta við Hringbraut, Bókabúð Máls og menningar og hjá Eymundsson í Reykjavík, auk nokkurra bókaversl- ana úti á landi. Dreifingu annast Bókmenntafræðistofnun og Háskóla- útgáfan í sameiningu. Helga Kress opnir LANDSFUNDUR r^ 1# SJALFSTÆÐISFLOKKSINS rundir um EI N STAKLINGSFRELSI -JAFNRÉTTI í REYND Fjölskyldan, sameiginleg ábyrgð foreldra Hótel Saga - A salur Erindi flytja: Þórunn Gestsdóttir, upplýsinga- og ferðamálafulltrúi Sólveig Pétursdóttir, alþingismaður FLjálmar Jónsson, alþingismaður Jóhanna Vilhjálmsdóttir, nemi Fundarstjóri: Jónmundur Guðmarsson, stjórnmálafræðingur Launamunur kynjanna Hótel Saga - Sunnusalur Erindi flytja: Inga Jóna Þórðardóttir, borgarfulltrúi Sigríður Anna Þórðardóttir, alpingismaður Pétur H. Blöndal, alþingismaður Inga Dóra Sigfúsdóttir, stjórnmálafræðingur Fundarstjóri: Glúmur Jón Björnsson, Völd og áhrif kynjanna Grand Hótel - Setur Erindi flytja: Lára Margrét Ragnarsdóttir, HK alþingismaður Margrét K. Sigurðardóttir, viðskiptafrædingur og formaour Hvatar Drífa Hjartardóttir, bóndi og formaður Kvenfélagasambands íslands Árni M. Mathiesen, alþingismaður Fundarstjóri: Jón Helgi IFjörnsson, P ífn “• rekstrarhagfræðingur Freísi og jafnrétti Grand Hótel - Hvammur Erindi flytja: Katrín Fjeldsted, læknir Ásdís Halla Bragadóttir, aðstoðarmaður menntamálaráðherra Ólafur Þ. Stephensen, blaðamaður Ellen Ingvadóttir, löggiltur dómtúlkur og skjalapýðandi Fundarstjóri: Þorsteinn Jóhannesspn, forseti bæjarstjórnar ísafjarðarbæjar Menntun, ungt fólk og jafnrétti Grand Hótel - Gallery Erindi flytja: Katrín Gunnarsdóttir, fulltrúi Arnbjörg Sveinsdóttir, alþingismaður Guðlaugur Þór Þórðarson, formaður SUS Svanhildur Hólm Valsdóttir. nemi Fundarstjóri: Halldór Guðmundsson, arkitekt

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.