Morgunblaðið - 13.10.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.10.1996, Blaðsíða 2
2 B SUNNUDAGUR 13. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ ELÍN byggir frásögn sína á einkabréfum, dag- bókum, frásögnum, sem lifað hafa í munn- legri geymd, og öðrum óprentuðum og prent- uðum gögnum. Hún gefur lesandanum inn- sýn í aðstæður einstaklinga en lýsir um leið lífí fólksins í landinu á þessum tíma. Þannig er bókin aldarspegill þar sem að- stæður kvenna fyrr á tíð eru í brenni- punkti en kallast jafnframt á við nútímann. Dramatísk lífssaga MEÐ . ortiðina í FAR TESKIN U SÓLVEIG, dóttir Sigurveigar og uppalin hjá ömmu sinni maddömu Hólmfríði, með dætrum sínum Herdísi og Pálínu í fremri röð og fyrir aftan þær Jórunn, Steinunn og Hólmfríður. í formála bókarinnar greinir Elín Pálma- dóttir frá tildrögum þess að hún hóf að grafast fyrir um þessar konur úr ætt sinni og spinna um þær sagnavef: „Saga er alltaf uppgötvun, ævintýri byggt yfír nokkur spor. Þau eru ekki þrösk- uldurinn. Þau má með elju rekja úr skrám, bréfum, dagbókarbrotum og frásögnum, munnlegum eða skráðum, sem iðulega eru líka sögusagnir er gengið hafa manna í milli og skrifaðar hafa verið eftir minni einhvers. Þetta má tína fram en það er því miður ekki sagan öll. Sagan samanstendur af tengslunum milli þessara oft strjálu spora og persóna. þar verður að brúa bilin. Það er reynt að gera í þessari sögu, með skoðun á tíma, aðstæðum og umhverfí — og leyft sér svolítið hugmyndaflug þar sem stak- steina vantar tii að stikla á. A þetta vað var ekki lagt af ásetningi og með stefnu á áfangastað. Kveikjan nán- ast hending. Símhringing um miðnætti. Grúskari spurði formálalaust: Hvar eru bréfín sem hann Jónas skrifaði henni Hólm- fríði? Hvaða Hólmfríði? Henni Hólmfríði formóður þinni! Og hvaða Jónas? Nú hann Jónas Hallgrímsson! Um kynni þeirra reynd- ust skrifaðar sögusagnir. En við leit að þessum bréfum komu í ljós önnur sem vöktu forvitni. í annan stað nálgaðist höfundur Sólveigu ömmu sína og Jón afa við það að vera skikkaður til að segja frá æviferli þeirra á ættarmóti. í þeirri heimildaleit vakti ekki síður spumingar dramatísk lífs- saga Sigurveigar, móður Sólveigar. Fyrr en varði var höfundur lagstur í að skoða líf þessara þriggja kvenna frá 1821-1946, samferðafólk þeirra og umhverfi, drifinn áfram af meðfæddri forvitni og fagþjálf- un blaðamannsins að spyrja og leita. Fróðleiksmolar tíndust til. Af rælni fór höfundur í sumarleyfi að fella þá saman í eina mósaíkmynd og lagði sér til í líminguna afkomanda sem hefði get- að verið til ef Páli Sólveig- arsyni hefði enst líf. Af- komanda sem kom utan að, úr lífí við ríkidæmi og munað, svo óralangt frá þeirra lífí í lágreistum bæjum þar sem fólk fæddist, elskaði og dó í nálægð hvert við annað. Og hvað svo, á enn hraðfleygari tímum? Frá þessum staksteinum liggja nokkuð greiðir vegir til allra átta. Hverfa í mistur framtíðarinnar. Enn óljóst hvem þeirra ís- lensku konurnar, handhafar hennar, ætla að velja. Að fortíð skal hyggja þá framtíð skal byggja, segir gamall vísdómur. Hversu mikið hald skyldi afkomendunum, í heimi sem breytist með ógnarhraða, verða í reynsluheimi formæðranna við valið á vega- rnóturn." Nútímakonan Elín Pálmadóttir tengir sögu formæðra sinna saman með persónu sem hún býr til. Hún er kölluð Unní og hefur lifað hátt í útlöndum en er nú komin til íslands á ættar- mót: „Nú er hún komin til gamla landsins. Guð má vita hvers vegna. Og brunar á góðum bílaleigubíl eitthvað út í sveit — á ættarmót þar sem hún þekkir engan. Hafði ákveðið það þama í París og var komin af stað áður en hún hafði í rauninni tekið nokkra ákvörðun um það. Flúði. Ekki þurfti hún þó að fara alla leið til íslands. Hvað svo þegar hún kemur á leiðarenda ef hún fínnur þá þetta sveitahótel þar sem hún á að gista? Ætli þar sé nokkur almenni- legur matur, eða bar? Ekki veitir henni af einum. í bréfínu hafði staðið Reykjahlíðarætt, einn angi af henni. Hún mundi eftir Sól- veigu ömmu, fallegu gömlu konunni sem allir dáðu, og Jóni afa, hlýlega og snyrti- lega skeggumum, eins og hún kallaði hann þegar hún var lítil. Raunar hafði hún ekki þekkt þau neitt. Þau bjuggu úti á landi. Og hún fór svo snemma að heiman. Ein með henni í fjarlægu landi hafði mamma hennar malað um þessar stólpakonur, for- mæður þeirra. Einmitt Hólmfríði þessa, dóttur Jóns í Reykjahlíð, sem talað var um í bréfínu og var amma hennar ömmu henn- ar og fóstra. Maddama Hólmfríður, eins og mamma hennar sagði með stolti í rödd- inni, gift séra Jóni Sveinssyni. Langömm- una þar á milli, Sigurveigu móður Sólveig- ar, hafði hún lítið minnst á og ekkert á þennan langafa Eggert. Nöfnin sá hún í bréfinu um niðjamótið. Hvernig skyldu þessar formæður hennar annars hafa verið, Sólveig, Sigurveig og Hólmfríður? Líf þeirra í íslenskri sveit fýrir svo'ævalöngu getur varla haft neina snert- ingu við hennar líf í ríkidæmi í öðru landi. Auk þess hálf öld liðin síðan sú yngsta þeirra, Sólveig, lést. Og meira en öld leið frá því sú elsta, Hólmfríður, fæddist og þar til Sólveig lést. Hvað er hún, nútímakonan, að velta þessu fyrir sér? Þetta er fárán- legt. Úr því sem komið er væri þó líklega best að vera þarna í nótt og hlusta svo á fyrirlestrana fyrir siða sakir. Hún getur þá farið hvenær sem er.“ Tvær konur á slóðum óvætta Ferð Unníar á vit fortíðinnar hefst á Sigurveigu sem fer ung í vist til prests sem fær brauð norður í landi. Hún neyðist til að fylgja húsbóndanum og er send gang- andi yfir Kjöl með kýr klerksins ásamt gamalli vinnukonu á bænum, Gunnu ein- eygðu: „Sigurveig mjakar sér nær Gunnu, hallar sér að henni og strýkur á henni handlegg- inn. Líklega er hún ekki eins slæm og hún hafði haldið. Um morguninn feta þær sig saman yfír ána á eftir kúnum á Lambavað- inu þar sem ijárgöturnar liggja út í og hafa stuðning hvor af annarri. Handan ár- innar er land Hóla, vel gróið og grösugt og stutt niður að bænum. Þar er þeim vel tekið og veittur góður beini. Fólkið hristir höfuðið yfír þessu ferðalagi á tveimur konukindum norður Kjöl. Þeim er boðin gisting enda þurfa kýrnar líka tíma til að úða í sig grængresinu áður en lagt er á auðnina þar sem víða eru grasleysur. Þetta er síðasti bær í byggð og varla er þess að vænta að hitta ferðamenn svo fáfarinn sem Kjalvegur hefur nú lengi verið. Fáir leggja þangað Ieið sína nema grasafólk að norðan og sunnan síðan þingferðir lögðust af um aldamótin. Tungnamenn eru rétt að byrja að tala um að fara aftur að nota afréttinn þar inn frá sem hafði lagst af löngu fyrr. Frá þessum efsta bæ í byggð er talin hálf fímmta þingmannaleið (160 kílómetrar) þar til aftur er komið í byggð að Mælifelli í Skagafírði. Það mundi áreiðanlega taka tvær vikur. [...] Það setur að henni kvíða. Hún hefur heyrt svo margar sögur af Kili. Eiga þær ekki að fara með kýrnar um Illagil? Nafnið eitt vekur hroll. Á hugann sækja sögur um I útilegumenn á fjöllum, kannski eru þeir enn í Þjófadölum, ekki svo langt frá þeirra leið. Þótt Gunna sé svarkur treystir hún því | ekki að hún hafí neitt í útilegumenn, hvað , þá tröll.“ Jónas Hallgrímsson og heimasætan Hólmfríður Jónsdóttir sem síðar varð prestfrú á Mælifelli er ein þriggja aðalper- sóna í bók Elínar Pálmadóttur. Hún ólst upp í Reykjahlíð í Mývatnssveit þar sem hún kynntist ungu skáldi og r.áttúrufræð- ingi, Jónasi Hallgrímssyni. Og er jafnvel talið að hann hafí ort ástarljóðið fagra ’ Ferðalok um hana: | „Jónasi veitir ekki af uppörvun þegar | hann kemur í Reykjahlíð og fær til fylgdar heimasætuna Hólmfríði sem er á átjánda ári. Hún er sögð lagleg stúlka, þykir glæsi- legust þeirra Reykjahlíðarsystra. Og dill- andi kát. Jónas hefur orð* fyrir að hrífast af fögrum konum. Sjálfur er hann ekki sneyddur aðdráttarafli. Konur virðast alls staðar sverma um hann, jafnvel ásækja hann eins og kerlingin í Reykjavík sem [ hann kvartar undan við bæjarfógeta. Að sjálfsögðu hrífst skáldið á fögrum sumar- dögum af ungri stúlku sem ríður með hon- I um um sveitir og áir í lautum. Og hún, unga sveitastúlkan, hrífst af skáldinu sem kemur frá útlöndum með nýjan andblæ. Eins og hans er háttur hefur Jónas mikinn útbúnað og heldur sig til. Hann kann því ávallt illa að hafa á sér betlibrag. Er skartmenni. Ber sig ríkmann- lega eins og hann sé barón, hafði Páll Melsted orðað það í bréfi til Jóns Sigurðs- P sonar forseta. ^ Þau ríða úr hlaði framan við burstirnar i fimm á bænum í Reykjahlíð. Fólkið er allt í heyskap og horfir á eftir þeim. Jónas er í bláum frakka niður á læri. Hólmfríður tággrönn í aðskornu svörtu peysunni og hefur brugðið styttubandi á pilsið. Ljóst hárið og litríki skúfurinn í djúpri prjónahúf- unni flaksar þegar hún slær í hestinn og þeysir af stað á undan. Þau ríða inn með lyngi vöxnum brekkum og stefna á hlíðina j; með sólskinsblettunum í Námafjalli. Eins og það logi. Upp yfir sést á efsta kollinn á ^ Kröflu. Þar ætlar náttúrofræðingurinn að I skoða gamlar gosstöðvar. En áður en þau yfirgefa móana og halda upp brekkuna á Námaskarðið þarf að æja. Hestarnir grípa niður. Þau halla sér aftur á bak í laut í lyngbrekkunni. Það glampar á blátt Mývatnið framundan í logninu. Við vatnið sjást þessar fagurmynduðu gígahóla- og eldminjar sem Jónas hefur svo mikinn áhuga á að skoða. Kyrrðin er alger. Aðeins I heyrist í stöku önd og öðru hveiju hóstakj- | öltur. Skáldið bregður hönd að munni og | snýr sér undan. Lautin er mjúk, lyngi vax- * in og skreytt birkifjólu, blágresi, skraut- punti og Mývatnsdrottningu með langa klasa af gulum blómum. Hún grípur vönd og vefur stríðnislega um hárið á honum. Blómin brosa og stúlkan hlær dillandi hlátri við þessum manni sem kemur frá Kaup- mannahöfn og hefur ort ljóð. Þegar hún nefnir ljóðin hans kveðst hann | lítið hafa mátt vera að því að sinna ljóða- gerð undanfarin ár. Það þykir henni slæmt. Hann yrkir svo fallega um allt sem er blítt I og elskulegt, seiðir í ljóð sín ilminn úr jörð- inni, fuglasöng og lækjarkjarr. Hann verður að halda áfram að yrkja. Það er svo fallegt. Tíndum við á fjalli tvö vorum saman, blóm í hárri hlíð. Knýtti ég kerfi # í kjöltu þér lagði ljúfar gjafír. | Hlóðstu mér að höfði ^ hringum ilmandi bjartra blágrasa, einn af öðrum, og að öllu dáðist, og greipst þá aftur af. Þau yfirgefa blómabrekkuna og ríða upp í Námaskarðið og inn í lítinn dal sem af- g markast af fjallinu. Fjallshlíðin er vaxin víði og ilmandi birkirunnum. Við selið frá f Reykjahlíð innar í dalnum rennur lækur. I Þar geta þau áð í þessum vatnslausu rok-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.