Morgunblaðið - 13.10.1996, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 13.10.1996, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. OKTÓBER 1996 B 21 ATVIN NUAUGi YSINGAR Leikskólar Reykjanesbæjar Leikskólakennarar Leikskólinn Tjarnarsel Leikskólakennari eða starfsmaður með aðra uppeldismenntun óskast til starfa við leik- skólann frá og með 1. nóvember. Umsóknarfrestur er til 18. október nk. Nánari upplýsingar gefur leikskólastjóri í síma 421 4204. Leikskólafulltrúi. Dalvíkurbær Laust starf hjá veitustofnunum Dalvikurbæjar Laust er til umsóknar starf við veitustofnan- ir og áhaldahús Dalvíkurbæjar. Dalvíkurbær hefur um árabil samrekið veitu- stofnanir og áhaldahús. Starfsmenn eru tveir auk veitustjóra. Dagleg störf felast í eftirliti og viðhaldi á hita- veitu, vatnsveitu og fráveitu bæjarins, ásamt ýmsum öðrum minni og stærri verkum sem til falla á vegum bæjarins. Iðnmenntun og/eða starfsreynsla af sam- bærilegum störfum æskileg. Umsækjandi þarf að vera þjónustulipur og eiga gott með að umgangast fólk. Umsækjandi þarf að geta hafið störf eigi síð- ar en 15. desember 1996. Nánari upplýsingar veita veitustjóri og/eða bæjarstjóri í síma 466 1370. Umsóknir skulu berast veitustjóra, Ráð- húsinu, 620 Dalvik, fyrir miðvikudaginn 23. október nk., ásamt greinargóðum upp- lýsingum um menntun og fyrri störf. GG Ríkisútvarpið auglýsir laust til umsóknar starf skrifstofustjóra Rásar 2 Skrifstofustjórinn annast í umboði fram- kvæmdastjóra útvarps og að höfðu samráði við dagskrárstjóra Rásar 2 daglega rekstrar- stjórn Rásar 2, vinnur að gerð fjárhagsáætlun- ar og hefur eftirlit með framkvæmd hennar. Um er að ræða fjölbreytt og áhugavert starf með skemmtilegu fólki hjá lifandi fjölmiðli. Umsækjendur skulu hafa viðskiptafræði- eða lögfræðimenntun. Viðkomandi þarf að geta hafið störf frá 1. janúar 1997. Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri Útvarps eða starfsmannastjóri, Ríkisútvarp- inu, Efstaleiti 1, Reykjavík. Sími 515 3000. Umsóknarfrestur er til 5. nóvember nk. og ber að skila umsóknum til Ríkisútvarpsins, Efstaleiti 1, á eyðublöðum sem þar fást. JFMM RÍKISÚTVARPIÐ Sérstæð gjafavöruverslun óskar eftir starfskrafti. Þarf að hafa þjónustulund og þekkja mikil- vægi góðrar þjónustu. Heiðarleiki og gott lundarfar skilyrði. Umsóknir sendist til afgreiðslu Mþl. fyrir 21. október, merktar: „Reyklaus 30 - 45“. Starfsmenn í sölu- og markaðsdeild Marel hf. óskar að ráða starfsmenn í sölu- og markaðsdeild. Undanfarin ár hefur Marel hf. verið í örum vexti. Nú starfa rúmlega 160 manns hjá fyrir- tækinu og aukin umsvif eru framundan við sölu á búnaði til fisk-, kjúklinga- og kjötiðnað- ar. í boði er fjölbreytt og krefjandi starf. Starfið felst í sölu og öflun verkefna, tilboðs- og samningagerð, tæknilegri söluráðgjöf og stuðningi við umboðsmenn Marels hf. Krafist er góðrar tækniþekkingar, verk- eða tæknifræðimenntunar. Vönduð vinnubrögð, frumkvæmði, góð tungumálakunnátta og já- kvætt viðhorf í samskiptum við aðra eru skil- yrði. Einhver reynsla af markaðsmálum er æskileg. Eldri umsóknir skulu endurnýjaðar. Skriflegum umsóknum skal skilað til Marels hf., Höfðabakka 9, 112 Reykjavík, fyrir 21. október nk. Marelhf., Höfðabakka 9, 112 Reykjavík. Sími 563 8000 - fax 563 8001. Barnaverndarstofa Laus staða sérfræðings Barnaverndarstofa annast daglega stjórn barnaverndarmála í umboði fé- lagsmálaráðuneytisins. Meginverkefni hennar felast annars vegar í eftir- liti, ráðgjöf og frœðslu vegna starfsemi barnaverndarnefnda í landinu og hins vegar að hafa yfirumsjón með rekstri meðferðarheimila fyrir börn og ungmenni sem rekin eru skv. barnaverndarlögum. Á vegum stofunnar starfar fagteymi, m.a. skipað fulltrúum Barna- og unglingageðdeildar og Meðferðarstöövar ríkisins, sem fjallar um allar umsóknir um innlögn barna og ungmenna á meðferðarheimili og stofnanir, sem rekin eru ó vegum ríkisins skv. barnaverndarlögum. Barnaverndarstofa auglýsir lausa stöðu sér- fræðings sem m.a. er fólgin í eftirfarandi meginverkefnum: - Að annast úrvinnslu umsókna um vistun á meðferðarheimili og stofnanir sem rek- in eru undir hatti Barnaverndarstofu og hafa umsjón með starfi fagteymis. - Að annast samskipti við meðferðarheim- ilin vegna vistana barna og unglinga, veita ráðgjöf, m.a. vegna gerðar með- ferðaráætlana, og skipuleggja fræðslu til handa starfsfólki heimilanna. - Að sinna samskiptum við barnaverndar- nefndir, þ.m.t. ráðgjöf vegna vistana þarna og ungmenna. - Að sjá um úrvinnslu upplýsinga ervarðar meðfarðarvistanir. Háskólamenntun á sviði sálfræði, félagsráð- gjafar eða uppeldisfræði ásamt reynslu og þekkingu á meðferðarmálum áskilin. Um- sóknarfrestur er til 20. október og skal skila umsóknum til Barnaverndarstofu, Austur- stræti 16, pósthólf 53, 121 Reykjavík. Umsóknir skv. auglýsingu þessari gilda í sex mánuði frá birtingu hennar. Nánari upplýs- ingar veitir forstjóri í síma 552 4100. Prentsmíði Ég er 30 ára lærður prentsmiður með mikla þekkingu og reynslu af öllum helstu forritum sem notuð eru í prentiðnaði. Einnig góða kunnáttu á sviði margmiðlunar, t.d. Director, Internet. Óska eftir starfi þar sem reynsla og þekking mín nýtist sem best. Allar nánari upplýsingar í síma 551 1591. Samvinnuháskólinn á Bifröst er fagháskóli á sviði rekstrar og stjórn- unar. Skólinn hefur starfað sem háskóli í átta ár og útskrifar rekstrar- fræðinga að loknu tveggja ára námi og B.S.-rekstrarfræðinga að loknu þriggja ára námi. í þessum 100 nemenda skóla er fyrst og fremst kennt með verkefnum og hópstarfi, og lögð áhersla á raun- hæf verkefni, alþjóðleg viðfangsefni og notkun upplýsingatækni. Samvinnuháskólinn er staðsettur í fögru umhverfi í Norðurárdal í Borgarfirði, um 150 km frá Reykjavík. Bókasafnsfræðingur Samvinnuháskólinn á Bifröst óskar eftir að ráða bókasafnsfræðing til starfa. í starfinu felst umsjón með Upplýsingamiðstöð skól- ans og frekari þróun á upplýsingaöflun og upplýsingavinnslu skólans. Nauðsynlegt er að umsækjendur hafi góða innsýn inn í beitingu tölvutækni. Gert er ráð fyrir að störf hefjist í janúar. Allar nánari upplýsingar veitir rektor Sam- vinnuháskólans. Skriflegar umsóknir þurfa að berast rektor fyrir 26. október. Samvinnuháskólinn á Bifröst Sími: 435-0000, bréfsími: 435-0020, netfang: samvinnuhaskolinn@bifrost.is, veffang: http.//www.bifrost.is/ Veiðarfærasölu Við viljum ráða Yfirmann veiðarfærasölu í Vöruhús íslenskra sjávarafurða. Starfssvið: ► Ábyrgð á gerð markaðs- og innkaupaáætlana veiðafæra í samráði við deildarstjóra vöruhúss og sölustjóra. ■- Samskipti og samningar við erlenda og innlenda birgja. ► Birgðastýring og pantanagerð frá innlendum og erlendum birgjum. Við leitum að starfsmanni með: •- Viðskipta- eða rekstrarmenntun ► Reynslu at' sölu- og markaðsstörfum •- Góða enskukunnáttu og tölvukunnáttu Æskilegt er að viðkomandi hafi þekkingu á veiðarfær- um. Viðkomandi þarf að hafa til að bera frumkvæði og metnað, reynslu af sjálfstæðum vinnubrögðum og lipurð í mannlegum samskiptum. Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf fljótlega. Nánari upplýsingar aðeins veittar hjá Benjamín Axei Árnasyni ráðningastjóra Ábendis. Farið verður með allar umsóknir og fyrirspumir sem trúnaðarmál Vinsamlegast sækið um sem fyrst, en I síðasta lagi fyrir hádegi 21. október á eyðublöðum sem liggja frammi á skrifstofu okkar. A 3 <5 fyJ >1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.