Morgunblaðið - 13.10.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.10.1996, Blaðsíða 8
8 B SUNNUDAGUR 13. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Ohrædd hugsjónakona Dapurlegt er að horfa daglega á skjánum upp á Palestínu- araba og ísraela komna marga reiti afturábak, eins og þegar teningum er kast- að í Matador. Svo ágætar sem lýðræðislegar kosningar eru get- ur það teningsspil allt eins fært menn afturábak og áfram. Ekki síst þegar sá sem talar skamm- sýnast og upp í þrengstan hóp hefur mesta möguleika. Einkum hjá hræddum og óöruggum kjósendum eins og í ísrael. Fleiri kosningar koma við sögu, eins og glöggt kom fram í Reykjavík í svari Emmu Bonino, sem fer með sjávarútvegs, neytenda-, mannúðar- og mannréttindamál hjá ESB. Hún var spurð hvort Evrópuþjóðirnar ætluðu ekkert að koma að þessu máli. Hún átti því miður ekki von á að mikið yrði tekið í taumana, einkum þar sem Bandaríkjafor- seti gæti lítt hreyft sig vegna yfirvofandi kosninga í sínu landi, þar sem hvorki mætti styggja fólk af kyni ísraela né araba. Þessi hreinskilna kona kvaðst ekki eiga von á að Evrópuþjóðir mundu gera neitt. En eftir kosn- ingarnar 5. nóvember þegar Bandaríkjamenn færu að taka á málinu, þá mundu Evrópuþjóðir eflaust vaða fram með skömmum og aðfinnsl- um. Þær hefðu bara ekk- ert gert allan þann tíma sem Bandaríkjamenn voru með bundnar hend- ur. Alveg eins og í fyrrum Bos- níu. Þegar þeir komu inn vissu allir hinir hvemig átti að taka á málum og fundu að. Kannski er að renna upp fyrir fólki hverj- ir hafa getu og vilja til að hætta einhveiju þegar knífir í heimin- um. Það er nefnilega ekki sjálf- gefið að kjósendur landa vilji leggja sína ungu menn í lífs- hættu úti í heimi af velvilja, eins og t.d. við friðargæslu SÞ, þó við sem stöndum álengdar full hneykslunar vitum alltaf hvað gera á. Það er hollt og gaman að komast í snertingu við embætt- ismann og það á alþjóðavett- vangi sem er alls óhræddur við að segja hvar sem er skoðanir sínar afdráttarlaust. Eins og þarna; þótt hún sé fulltrúi lands síns Italíu og þeirra Evrópu- landa sem hún var að ásaka. Enda svaraði hún hiklaust spumingunni hvort ekki ætti að útiloka frá þjóðasamfélaginu Tyrki sem fremja mannréttinda- brot á Kúrdum, að ekki væri sú aðferð vænleg. í hennar eigin landi væri hægt að halda mönn- um föngnum í sjö mánuði án dóms. Mest hressandi fannst mér þó að sjá að þessi snaggara- lega kona, sem ekki hefur drukknað í atvinnumennskunni sem stjórnmálamaður eða emb- ættismaður, heldur áfram að vera óvæginn hugsjónamaður í mannúðarmálum, heldur ótrauð sinni stefnu. M.a. las ég að þessi afkastam- ikla kona hefði meðvitað ákveð- ið að koma sér ekki upp heimili og bömum á kostnað þeirra hugsjónamála sem hún leggur lið. Hefur því eflaust dugað fleiri börnum í heiminum en eigin bami, sem slík manneskja hefði vísast ekki forsómað að veita tíma og orku. Það var skondið að sjá hve undr- andi íslendingar urðu við að kynn- ast Bonino, því ófá skipti hafði maður heyrt kjamyrta karla tala um þessa freku kerlingu sem ekkert vissi, af því að hún er ekki sammála okkur um fisk og fiskveiðar í Atlantshafí. Það var snjallt hjá Þorsteini Pálssyni að bjóða henni hingað til opinna orða- skipta - ekki bara á fund með sérfræðingum og pólitíkusum. Það er fyrsta skrefið til að skilja hvert annað. Svipað og fyrir botni Mið- jarðarhafsins, þar sem hver hefur vantreyst og staðið eins og hundur á sínu roði, verður þriðji aðili að koma að til að takið linist, eins og dæmin sanna. Ég man að ágætur maður, þrautþjálfaður samningamaður á alþjóðavettvangi, sagði að í svona deilum (þá Bosníu) hefði hann ekki trú á þessum umræð- um með öllum saman í kringum stórt borð. Þær yrðu formlegar, menn væru hræddir hver við annan og við aðra sem hlusta. Við þær aðstæður væri ekki hægt að ná fram neinni eftir- gjöf. Hann kvaðst alltaf tala fyrst við hvem fyrir sig. En í þessum langvinnu orðaskiptum kæmi að því að maður yrði að hafa hugmyndaflug til að koma fram með eitthvað. Til að skýra formúluna riijaði hann upp gömlu söguna um rabbínann, sem fær heimsókn pars í hjóna- erjum. Maðurinn segir sögu sína og rabbíninn svarar: Þú hefur alveg rétt fyrir þér! Kona segir sina sögu og fær svarið: Þú hefur alveg rétt fyrir þér! Þau hittast fyrir utan og spyrja hvað rabbíninn hafí sagt. Hann sagði að ég hefði alveg rétt fyrir mér, segja bæði. Það sagði hann líka við mig. Þau rjúka inn aftur með þeim orðum að ekki geti hann sagt að bæði hafi rétt fyr- ir sér. Og rabbíninn svarar: Þið hafið alveg rétt fyrir ykkur! Við- mælandi minn bætti við: „En rabbíninn verður að koma upp með formúlu þar sem tveir rétt- ir geta orðið einn réttur. Eftir að hlusta á alla með opnum huga verður maður að hafa hugmyndaflug, eitthvað í ætt við list sem jaðrar við innsæi, geta komist út úr hefðbundnum hugmyndum og komið fram með eitthvað alveg nýtt, sem pressar engan upp við vegg. I þessu hlutverki eru Bandaríkjamenn í Austurlöndum nær, því miður, með handjám fram í næsta mánuð. Og kannski er þetta formúlan sem viðhafa þarf í fiskveiðideilum á úthöfunum, að fá einhvem til að hlusta og stinga upp á einhverju nýju sem allir geta fallist á og haldið reisn sinni heima. eftir Elínu Pálmadóttur MAIMNLÍFSSTRAUMAR LÆKNISFRÆDI/Geturn vib ordid alvarlega veik af matnum sem vid borbum? Fæðuofnæmi ogfæðuóþol AÆTLAÐ hefur verið að um 2% af fólki þjáist af fæðuofnæmi eða fæðuóþoli, en sumir telja að þessi vandamál séu mun algengari vegna þess að vægari tilfellin komist aldrei á blað. Reikna má út að meðalmað- ur neyti 50-100 tonna af fæðu á ævinni og sé þannig útsettur fyrir miklu magni af alls kyns eiturefnum sem geta valdið sjúkdómum. Yfir- leitt þolist þetta allt vel og má þakka m.a. saltsýru magans, meltingar- hvötum, ónæmiskerfinu og þarma- bakteríum. Efni í fæðunni sem geta valdið okkur vandræðum eru t.d. náttúruleg eiturefni (sveppaeitur, bakteríueitur) eða efni sem er bætt í fæðuna, oftast til að bæta útlit og auka geymsluþol (litarefni, rotvarn- arefni o.fl.). Þessi efni valda sjaldan sjúkdómum nema hjá þeim sem hafa ofnæmi eða óþol fyrir efnunum. Og sumir hafa einnig ofnæmi eða óþol fyrir einhverjum af eðlilegum inni- haldsefnum fæðunnar. Fæðuofnæmi er algengast í æsku og eldist oft af fólki en það getur einnig kom-ið fram hvenær sem er ævinn- ar. Kannanir hafa leitt í ljós að mjög margir telja sig hafa fæðuofnæmi eða fæðuóþol en við nánari athugun hefur komið í ljós að fæstir þeirra hafa nokkuð slíkt. Sem dæmi má nefna að rannsókn á 23 einstaklingum sem töldu sig hafa of- næmi eða óþol fyrir fæðu leiddi í ljós að aðeins 4 þjáðust raunverulega af slíku. Mikilvægt er að gera greinarmun á fæðuofnæmi og fæðuóþoli. Fæðuofnæmi er það þegar ónæmis- kerfið er óeðlilega viðkvæmt og snýst gegn efni, oftast próteini, í mmmmmmm^m fæðunni. Fæðupró- | ^ efni' sein ‘ ræðst inu. Þetta setur í ?. 'r . gang eins konar , Magnus Johonnsson |eðfuverkun efha. breytinga sem valda bólgu og ert- ingu á vissum stöðum í líkamanum. Þessi óþægindi geta komið strax eftir að fæðunnar hefur verið neytt eða nokkrum mínútum eða jafnvel mörgum klukkustundum síðar. Fæðuóþol hefur yfírleitt ekkert með ónæmiskerfið að gera heldur stafar oft af því að vissa efnahvata vantar í meltingarfæri eða annars staðar í líkamanum. Óþægindin sem fylgja fæðuofnæmi og fæðuóþoii eru í stór- um dráttum þau sömu; þau eru eink- um frá húð (útbrot, kláði), öndunar- færum (bjúgur í hálsi og barka, hnerri, hósti, nefstífla, öndunarerf-. iðleikar) og meltingarfærum (upp: köst, niðurgagngur, verkir). í versta falli getur orðið ofnæmis- lost með öndunarerfiðleikum, blóðþrýstingsfalli, meðvitund- arleysi ogjafnvel dauða. Það gerir greiningu erfiðari að sama fæða getur valdið mismunandi einkennum í mismunandi einstaki- ingum og sami ein- staklingur getur feng- ið mismunandi ein- kenni af mismun- di fæðu. Grein- íg getur verið erfið og er sjálf- sagt að láta sérfræðing í ofnæmissjúkdómum um slíkt. Ein af aðferðunum til greiningar er að útiloka alla fæðu sem liggur undir grun í eina viku og bæta síðan við einni fæðutegund í einu á 3-7 daga fresti. Nauðsynlegt er að skrá allt sem neytt er og öll einkenni sem koma fram. Stundum er beitt húð- prófum, sem gefa niðurstöðu fljótt en eru af mörgum talin frekar óá- reiðanleg við að greina fæðuofnæmi. Þeim sem eiga foreldra eða systk- ini með fæðuofnæmi eða fæðuóþol er hættara en öðrum að fá þessa kvilia þannig að greinilegur erfða- þáttur er til staðar. Einnig má geta þess að börn sem fá brjóstamjólk fá síður fæðuofnæmi. Mjög margar fæðutegundir geta valdið ofnæmi eða óþoli, en sumar hafa meiri tilhneigingu til þess en aðrar. Nokkrar fæðutegundir sem valda oft ofnæmi eru jarðhnetur, físk- ur, skelfískur, egg, mjólkurprótein, hveiti og sojabaunir. Dæmi um fæðu- tegundir og efni sem bætt er í fæðu og valda óþoli eru mjólkursykur, glút- en, natríumglútamat og súlfít. Þeir sem eru til dæmis með ofnæmi fyrir próteinum í mjólk verða að forðast allar matvörur sem innihalda fólk eða mjólkurafurðir. Þetta getur verið snú- ið vegna þess að innihaldsefnalýsing- um á matvöru er oft ábótavant. Hér á landi eru skýr fyrirmæli um merk- ingar matvæla, m.a. innihaldsefna- lýsingar. Mér sýnast þessar reglur oft vera brotnar, einkum af innlend- um matvælaframleiðendum og er greinilega þörf á aðhaldi í þeim efn- um. Hollustuvemd ríkisins hefur gef- ið út ágætan bækling um fæðu- ofnæmi og fæðuóþol, þar sem ýmsar nánari upplýsingar er að finna, m.a. um merkingar matvæla. Þeir sem greinst hafa með fæðu- ofnæmi eða fæðuóþol geta lítið ann- að gert en að forðast viðkomandi fæðutegund og allar matvörur sem innihalda hana. Einnig ættu þeir að bera á sér viðvörunarmerki (t.d. Medic Alert) þar sem greint er frá ofnæminu eða óþolinu. MATARLIST/T/kY/é) er best ad borba vib gráti? Huggunarát UM DAGINN rakst ég á grein í blaði, umfjöllunarefnið var grátur, þ.e. hvetjir gráta mest eða minnst og við hvaða aðstæður. ítalir voru ofarlega á blaði, ef ekki efstir varðandi gráttíðni, bæði karlar og konur, konurnar gráta þó ívið meira. En austantjaldsþjóðimar virtust vera mun harðari af sér af þessari merku rannsókn að dæma. Maður sá þó nokkur tár falla hjá fim- leikastúlkum þeirra sumum á Ólympíuleikunum þegar einkunnin náði ekki 9,5 (minnir mig). Og hvarer svo grátið? Mikið á flugvöllum, lestarstöðvum, bryggjum og öðrum brottfararstöðum við kveðjustundir. Við jarðarfarir, í ástarsorg, í bíó, við laukskurð, á tónleikum, á fótboltaleikjum, þegar á móti blæs og náttúrlega grætur bamið þegar það dettur og meiðir sig. Við margar af þessum aðstæðum fínnst viðkomandi hann eiga bágt og eiga skilið einhverja huggun harmi gegn. Sumir gera vel við sig, fara í sund, út að borða eða e.t.v. í bíó eða leikhús, aðrir grípa til flösk- unnar og deyfa sig fyrir sársaukanum, sem þá náttúrlega kemur aftur af enn meiri þunga er vím- an fer að dvína. Sumir fá kaupæði, gleðjast e.t.v. um stund yfír fallegri peysu eða kjól, en þetta eru bara dauðir hlutir sem engan hugga og svo kemur Visa- reikningurinn og þá bömmerinn yfír honum. Enn aðrir leggjast í „súkkul- aðihíðið", þ.e. huggunarátið, mjög margir leita huggunar hjá stómm og stæðilegum súkkulaðistykkjum, kartöfluflögum, ís, skyndibitamat, s.s. hamborgurum og pizzum og drekkja síðan sorginni endanlega (að því að þeir halda) í gosdrykkjafossi. En vellíðanin endist aðeins stutta stund. Sykursjokkið kemur fljótlega og maður verður pirraður, stressaður og vanlíðanin kemur á ný, nú enn meiri en fyrr. Svo virðist sem fullur magi, eða ef svo ber undir fullir skáp- ar veiti fólki öryggiskennd, sama hvort innihald fæðunnar er næring- arríkt eða hlutir skápsins hagnýtir. Okkur hættir til að greina ekki á milli okkar raunverulegu þarfa og gerviþarfanna. Huggunarátið nota menn sem sé oft þannig að ómeðvit- að ætla þeir að borða sig frá vandan- um, deyfa sig með alls kyns gúmmul- aði eins og t.d. súkkulaði, yfirfullir af því eru þeir vitanlega ófærir um að takast á við vandann, en aðeins um stund, eða þar til sljóleikinn hverfur og komið er aftur til sjálfs sín. Hverju er þá hægt að hugga sig með, með góðri samvisku og góðum árangri? Ef maður er einmana eða eitthvað öryggislaus er gott að láta knúsa sig og stappa í sig stálinu, ef maki eða einhver góður vinur er ekki til staðar er gott að knúsa heim- ilisdýrið og í versta falli bangsa gamla ef hann er enn þá til. Ef maður leitar alltaf í huggunarátið er gott að fá sér Ab-mjólk og morg- unkorn, e.t.v. með litlum súkkulaði- bitum út í, agúrkur, tómatar og gulr- ætur eru einnig afar huggandi fyrir líkama og sál að ég tali nú ekki um alla ávextina. Sársauki krefst þess að maður horfist í augu við sjálfan sig og í raun er engin formúla eða huggun til gegn honum, nema sú að gefa sig á vald hinni brýnu kröfu hans um sjálfsvitund. Flestir eru jú með fulla meðvitund, en því miður ekki eins margir fulla sjálfsvitund. Þótt mörg- um fínnist það hljóma þversagna- kennt er það þannig að þjáningin vekur okkur upp og oft til umhugsun- ar og við ættum að gleðjast yfír því að þurfa að takast á við lífið og þar með einnig sársaukann, en ekki reyna alltaf að komast undan honum, með alls kyns leiðum s.s. kaupæði eða huggunaráti. Huggunarátið er s.s. í lagi ef borðaðar eru fæðuteg- undir sem deyfa hvorki né slæva hugann, því það er fyrst þá sem þján- eftir Álfheiði Hönnu Friðriksdóttur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.