Morgunblaðið - 13.10.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 13.10.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. OKTÓBER 1996 B 7 „Frumbyggjarnir í Ástralíu tala 750 ólík tungumál. Hóparnir skilja ekki hver annan. Ég lærði nauðsyn- legustu orðin og náði sambandi við þá með handapati og svo fylgdist ég mjög vel með því hvernig þeir fara að. Hver hópur á sitt svæði. Þú þarft leyfi hópsins til að fá að dvelja meðal þeirra. Ég ferðaðist ein, sem á að vera mjög hættulegt og hitti þá frumbyggja sem fóru með mig á sín svæði. Ef einhver úr hópnum býður manni, má maður vera. En maður er ekkert boðinn velkominn. Þeir gefa þér sjens í tvær vikur. Ef þú drepst - þá er það fínt, en ef þú lifir af, tala þeir við þig. En fyrstu tvær vikurnar láta þeir eins og þeir sjái mann ekki og það myndi aldrei hvarfla að þeim að hjálpa manni.“ - Og þú bjóst meðal frum- byggja meira og minna í eitt og hálft ár. Hvers vegna? „Ég hef alltaf haft mjög mikinn áhuga á frumbyggjum; menningu þeirra og lífsstíl. Eg er heilluð af þessari einföldu leið til að komast af; að þurfa ekki að hafa alla þessa þarflausu hluti i kringum mig, plast og gervimunað. Þeir lifa í samræmi við náttúruna og í mjög nánum tengslum við sitt fólk. Þeir eru mjög ólíkir þeim frumbyggjum sem sjást í bæjum og borgum Ástralíu. Þar eru þeir spilltir og drykkfelld- ir.“ Var í fimm störfum og tilheyrði mörgum þjóðum „Annað sem ég lærði af frum- byggjunum var að enginn er ómissandi. Það kemur alltaf maður í manns stað. Áður en ég lagði af stað í þessa ferð, hafði ég svo mikið að gera. Ég tilheyrði mörjg- um þjóðunr, ég er Tékki, var í Is- landsfélaginu og hvítu indíánunum og svo vann ég á fimm stöðum. Ég var gæðaeftirlitsmaður á veit- ingastöðum, kenndi dans og hegð- un og framkomu, vann sem þýð- andi úr rússnesku og þýsku, auk þess sem ég vann hjá föður mín- um, sem rekur leigumiðlun og bændagistingu. Við, fjölskyldan, veitum leiðsögn um héraðið og svo þurfum við að þrífa bústaðina þeg- ar ferðamennirnir fara. Síðan var ég blaðamaður í hlutastarfi. Við og við vann ég svo hjá því sem kallað er „Network 21“, sem er sölustarf í heimahúsum. Það ætla ég örugglega aldrei aftur að gera. Það er eintómar blekkingar og spilling. En ég varð að vinna svona mik- ið vegna þess að launin voru hræði- leg og ég vildi ekki taka lán. Mér fannst ég líka alls staðar ómiss- andi. Áður en ég lagði af stað, hafði ég áhyggjur af því hver ætti að kenna dansinn og sjá um hitt og þetta. Áður en ég lagði af stað, seldi ég allt sem ég átti; skartgripi, föt, alla dansskóna mína, geislaspilar- ann, sjónvarpið, fjallahjólið - og sambýlismaðurinn minn keypti minn hlut í bílnum.“ - Og hefur sá peningur enst þér? „Nei, ég hef oft soltið og verið svöng. Stundum hef ég ekki borðað neitt i þijá daga,“ segir Ivana hugsi og bætir svo við: „Eg veit að það fylgja því ekki heilsusamlegar mat- arvenjur oft á tíðum að vera á svona flakki, en í Ástralíu var þetta þó auðveldara. Þar lifði ég á múslí, brauði og vatnsmelónum. Þær eru svo ódýrar þar. Hér á Islandi hef ég lifað á sveppum og betjum. Frumbyggjarnir í eyðimörkinni vinna bara einn tíma á dag - til að hafa eitthvað að borða. Svo tala þeir saman allan daginn. Eitt af því sem ég lærði af þeim var að við ættum að tala miklu meira sam- an. Við eyðum alltof miklum tíma í þarflausa hluti. Það eina sem er raunverulegt er að fylla magann. Við eigum að leita að innra friði og þroska, en ekki viðurkenningu annarra. Éf við reynum að klífa upp metorðastigann, eigum við að gera það vegna þess að við viljum það en ekki vegna þess að það sé viðeigandi og gerir okkur að ein- hveiju í augum annarra. Við eigum að læra að skilja nátt- úruna, en ekki að nota hana. Allt í náttúrunni er þar af einhverri ástæðu." Ivana hefur áhyggjur af öllum þeim dýra- og jurtategundum sem eru að deyja út á jörðini og ræðir mikið um hversu hættulegt það sé fyrir allt líf hér. En hún og hvítu indíánarnir reyna að leggja sitt af mörkum til að stemma stigu við eyðileggingunni. „Hvítu indíánarnir í Tékklandi fara til Slóvakíu á hveiju ári til að vernda fálkahreiður," segir hún. „Það er til mikið af fólki sem ræn- ir hreiðrin og selur eggin fyrir háar fjárhæðir. Við dveljum í 1-2 vikur, klæðumst indíánafatnaði og erum með boga, örvar og exi. Ræningj- arnir koma með vasaljósin sín og verða orðlausir þegar þeir rekast á indíána. Það nægir þeim yfírleitt að sjá okkur. Þeir verða svo hrædd- ir að þeir leggja á flótta.“ • - Hefurðu gómað ræningja? „Já, tvisvar.“ Hugleiðsla í stað einsemdar Ivana ferðast alltaf ein, fyrir utan þau örfáu skipti sem hún ferð- ast á puttanum, eða með áætlunar- bifreiðum. Þijú ár eru langur tími og ég spurði hvort hún yrði aldrei einmana. „Ekkert sérstaklega. Ég hef lært að vera ánægð með sjálfri mér. Ég lærði mjög magnaða hugleiðslu í Ástralíu. Þetta var námskeið sem tók tíu daga. Það var ókeypis en maður fékk mat og varð að fara algerlega eftir reglunum. Á þessu námskeiði má ekki segja eitt ein- asta orð í tíu daga, eða tjá sig á nokkurn hátt, ekki einu sinni líkam- lega. Við máttum ekki horfa hvort á annað og konur og karlar voru mjög strangt aðskilin. Það eina sem maður mátti gera í tíu daga, var að sitja og hugsa um augnablikið til að skynja sjálfan sig; skynja öndunina - hvernig loft- ið kemur inn um nef og munn og niður í lungu; skynja hveija hrær- ingu líkamans. Og við máttum ekki einu sinni hugsa um tvær síðustu mínúturnar, heldur nákvæmlega augnablikið. Þegar þú hefur lært þetta, hef- urðu hreinsað hugann af þarflaus- um hlutum og kemst dýpra í sjálfa þig. Þetta er mjög heilbrigt og þú verður aldrei einmana." Ivana segist hafa_ eytt sjötíu enskum pundum á íslandi þann mánuð sem hún ferðaðist um land- ið. „Eftir þriggja ára ferðalag hef ég vanið mig á að kaupa bara það sem ég lífsnauðsynlega þarf. Ég held að reynsla mín hafi breytt við- horfum mínum til muna og þau séu mun heilbrigðari en þau voru. Ef ég yrði forseti yfir allri veröldinni, myndi ég skylda alla til að eyða að minnsta kosti einu ári í svona ferðalag um heiminn. Þá yrði þetta betri heirnur." Aftur til íslands - Þú virðist ekki hafa orðið ýkja hrifin af okkur Islendingum á ferðalagi þínu um landið. Heldurðu að þú komir aftur? „Ójá. Þú mátt ekki misskilja mig, þótt drykkjusiðir ykkar hafí verið mér áfall. Það hafa öll lönd sín vandamál, líka Tékkland. En þau má bæta. Landið ykkar er eitt- hvert það fegursta í Evrópu og mér finnst íslendingar vera mun þægilegri en aðrar þjóðir. Þið eruð sjálfstæðir einstaklingar, kurteisir og mun bjartsýnni einstaklingar en ég á að venjast. Hvað drykkjuna varðar, þá má vel vera að þig drekkið ekkert meira en aðrir. Kannski eruð þið bara háværari. Það hefur verið mjög góð reynsla fyrir mig að koma hingað. Þið eruð svo opin að það er ekkert mál að snúa sér að næsta manni og hefja samræður um allt mögulegt. Mér finnst líka heillandi að sjá og heyra að þótt þið fylgið Vesturlöndum í lífsgæðum, er hugur ykkar bundinn því sem er mikils virði; innri veru- leika ykkar. Mér finnst forlagatrúin og trúin á álfa og huldufólk mögn- uð. Þið eigið dásamlega náttúru og hafið nóg pláss til að njóta henn- ar.“ Ströndin ÞEGAR ég var að alast upp í Vesturbænum, kallaði maður ávallt fjöru þar sem mættust sjór og land. Aldrei var talað um strönd nema í víðari skilningi. Menn sáu strönd landsins frá skipsfjöl og landið hafði strand- lengju. Fjaran var sko eitthvað allt annað. Það hefðu verið rekin upp stór augu og hlegið, ef sagt hefði verið sem svo: „Ég ætla niður á strönd að gá að flöskum.“ En nú á seinni árum hefir fjaran að miklu leyti látið í minni pokann fyrir ströndinni. Ég veit ekki almennilega hvernig þetta hefir gerst en líklega hefir hún ekki þótt nógu fín til þess að íslandsmenn gætu lagst í sólbað á hana í útlöndum. Og þá þykir fólki enginn rómantískur ljómi stafa af henni. Niður í fjöru fara bara strákar til að bisast og svo eru þar gamlir kallar eitthvað að snapa. Þar er líka mikið af gargandi fugli og stundum renn- ur þar klóak í sjóinn og hent er þangað drasli. Oft er þar kalsa- veður og brim. Þar er gijót og svartur sandur. Ströndin er aftur á móti í út- löndum og þar er alltaf sól og hiti. Sandurinn er mjúkur og hvítur, stundum brúnn og jafnvel gulllitaður. Sjórinn er hlýr og hreinn og það er dásamlegt að fá sér þar sundsprett eða bara leggjast á bakið og láta hægar öldurnar vagga sér. Á sólar- ströndunum verða allir ástfangn- ir og pörin spranga um sandinn hönd í hönd. Þar vagga pálmar og sólin skín. Þar er rómantík. Hérna í henni Ameríku eru miklar sandfjörur eða strendur, ef þið endilega viljið nota fína orðið, bæði austan- og vestan- megin á álfunni. Flórida á hvað frægustu baðstrendurnar, og þær má nota allan ársins hring. Hérna austan megin á skaganum er Atlantshafíð úti fyrir, en vest- an megin, þar sem standa St. Petersburg, Sarasota og fleiri fagrir bæir, er flóinn stóri, sem kenndur er við Mexíkó. Við aust- anfólk höldum því fram, að Atl- antshafsströndin sé betri, því þar sé einlægt hafgola, sem er til mikils hagræðis á mjög heitum dögum. Hér rétt undan landi er að finna Golfstrauminn, sem færir íslandi og öðrum Evrópulöndum hlýja sjávarstrauma og mildara loftslag. Það þarf ekki að sigla Þórir S. Gröndal nema stuttan spöl frá landi til að sjá greinilega skilin milli straumsins og heimasjávarins, sem ekki vill ferðast norður á bóginn í kaldari sjó. í hinum grænbláa Golfstraumi, sem upp- haf sitt á í Mexíkóflóanum, er bezta fiskivonin og þangað fara menn til að draga bein úr sjó. Ef símbréfs- og póstburðargjöld- in hækka mikið enn, gæti verið athugandi fyrir mig að stinga þessum pistlum mínum í flöskur og henda í Golfstrauminn! Þótt margt fólk spóki sig á ströndinni er samt nóg pláss fyr- ir blessaða fuglana, enda voru þeir komnir þar á undan okkur. Mest ber á ýmsum mávategund- um, en þar er einnig að finna margar tegundir vaðfugla, sem eyða hér vetrum en verpa á norð- lægum slóðum á björtum sumr- um. Hitt þefi ég sendlinga, sem verpa á íslandi og hafa flogið margar ferðir yfir úthafið. Hafa þeir sagt mér fréttir að heiman, en ekki hafa þeir samt verið kunnugir fjörunni í Vesturbæn- um. Hér má finna tvær kríuteg- undir, konunglegu kriuna og litlu kríuna. íslenzku kríurnar stoppa hér ekki, heldur fljúga alla leið niður á Suðurhvel og eyða þar vetrinum. Úti fyrir ströndinni sjást oft hinir kostulegu pelíkan- ar á veiðum. Hætta þeir skyndi- lega að fljúga og láta sig detta í sjóinn og opna svo sinn stóra gogg rétt undir yfirborðinu og góma fisk í pokann. Margir hafa gaman af að leita skelja og kuðunga á ströndinni. Með þolinmæði má finna ýmsar gersemar. Litur og glerungur skelja slá oft út það, sem beztu postulínsverksmiðjur geta fram- leitt. Galdurinn er að fínna þær heilar og óbrotnar. Mikill meiri- hluti þeirra þolir ekki hnjaskið og nuddið, sem sjávaröldurnar skapa og koma á endanum upp á ströndina máðar og brotnar. Dettur mér í hug, að samlíkingu megi draga af ferð skeljanna og lífshlaupi mannskepnunnar. Við byijum lífið heil og falleg eins og skeljarnar, en komumst ekki öll upp í fjöruna úr lífsins sjó ósködduð. Stundum hafa landar vorir spurt um það, hvort ekki séu hér fyrir utan landsteinana grimmir tannfiskar, sem skaðað geti óvanan ferðamanninn af Fróni. Það er ákaflega sjaldan sem maður heyrir um að vargar, eins og t.d. hákarlinn,- geri fólki mein hér um slóðir. Þótt undarlegt megi virðast, lenti samt íslenzkur maður í því fyrir næstum 20 árum, að verða bitinn í fótinn á Miami Beach af barracuda fiski. Einhver gárungi sagði mér, að fiskurinn hefði líklega aldrei séð svona marmarahvítan fót og haldið, að þetta væri eitthvert sælgæti! Fyrir manninn var þetta ekki fyndið, en ég held samt, að hann hafi alveg náð sér. Hér hefir slíkt ekki gerst, hvorki fyrr né síðar, eftir því sem bezt er vitað. Hérna í Suður Flórida sem víða annars staðar í Atlantshafs- ströndinni, er háð stöðugt bar- átta við Ægi konung, en hann vill gleypa sandinn sinn af ströndinni og draga hann ofan í hafdjúp. Ymis ráð hafa verið reynd til að hefta landbrotið, en lítið áunnist. Á undanförnum árum hefir verið gripið til þess, með miklum tilkostnaði, að dæla sandi upp af sjávarbotni til að breikka strendurnar þar sem ágangurinn hefir verið hvað mestur. Þá verður jafnan handa- gangur í öskjunni hjá skeljasöfn- urunum, því mikið kemur á land af heilum skeljum, sem frelsaðar hafa verið frá öldugangi og brimi. Við förum helzt á ströndina á sunnudagsmorgnum og líkar bezt að flatmaga þar sem heitir Hollywood Beach. Sá staður er mikið uppáhald frönskumælandi Kanadamanna, sem reyndar kalla svæðið litlu Quebec. Þetta fólk hoppar upp í bíla sína í frosti, kulda og myrkri vetrar og ekur hingað, um 2.000 kíló- metra leið, eins og ekkert sé, enda eru vegirnir góðir. Það er mikið lán fyrir ísland, að lands- menn skuli ekki geta ekið bílum sínum til sólarlanda, því þá yrðu fáir eftir til að veiða fisk og verka.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.