Morgunblaðið - 13.10.1996, Side 14

Morgunblaðið - 13.10.1996, Side 14
14 B SUNNUDAGUR 13. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ MATUR OG VÍN Eftir Steingrím Sigurgeirsson Frapin og Grande Champagne Frapin-fyrirtækið er langt frá því að vera í flokki stærstu framleiðandanna í Cognac. Það er hins vegar eitt fárra víngerðarhúsa sem geta státað af því að framleiða nær einvörðungu koníak úr þrúgum úr héraðinu Grande Champagne. Steingrímur Sigur- geirsson heimsótti Frapin á ferð um Cognac og ræddi við Max Cointreau stjóm- Morgunblaðið/Steingrímur EIMINGARHUS í klassískum anda Cognac. „Við leggjum mikla áherslu á að sjá um allt ferlið sjálf,“ segir Max Cointreau. „Við notum ein- ungis þrúguna Ugni Blanc og telj- um okkar helsta styrk vera að eiga einungis ekrur í Grande Champagne, eina Grand Cru- svæðinu í Cognac. Pierre Frapin, afi eiginkonu minnar, var einn margra sem átti þátt í að afla þessarar eignar." 300 hektarar í Grande Champagne Alls á fjölskyldan 300 hektara af vínekrum í grennd við Seg- onzac og er vínviður ræktaður á 200 hektörum hveiju sinni en 100 hektarar eru „hvfldir“ með ann- arri rækt. Cointreau segist mjög stoltur af því að framleiðslan nálgist það að vera lífræn, þar sem fyrir- tækið leggi metnað í að nota engin eitur- efni við vínræktina. „Þetta er skylda okk- ar gagnvart næsta kynslóðum," segir Coinraeau. Öll koníök fyrirtækisins, að VS- koníakinu undan- skildu, eru hrein Grande Champagne. Koníök þaðan þurfa langan tíma til að ná fullum þroska og dýpt og því er það ekki síst í dýrari flokkum koníaka, sem eig- inleikar héraðsins nýtast að fullu. Hann segir útflutning til Norð- urlanda vera töluverðan en enn sé Þýskaland stærsti einstaki markaðurinn. Helmingur útflutn- ingsins fari til Evrópu, 10% til Bandaríkjanna og 40% til Austur- landa fjær. Öll koníök fyrirtækis- ins eru sett á fiöskur í borginni Cognac nema Domaine Frapin og Chateau de Fontpinot, sem eru sett á flöskur í höllinni Fontpinot. Þar til kemur að því að setja vín- ið á flöskur er koníakið geymt árum og jafnvel áratugum saman á eikartunnum úr Limousin-eik, sem Cointreau segir eiga betur við Grande Champagne-koníak en annar ’dður. ÞÆR eru ekki margar nýj- ungarnar sem hafa kom- ið frá Þýskalandi til ís- lands á síðustu árum. Þýsk vín hafa ekki verið í tísku og gjalda þau þar líklega fyrst og fremst hinna miklu vinsælda dí- sætu „liebfraumilch“- vípanna hér á árum áður. Smekkur íslendinga hefur orðið mun „þurrari“ síðustu árin, rétt eins og smekkur ná- grannaríkja okkar, og það hafa því verið Chardonnay-vínin frá Nýja- heimslöndunum sem notið hafa mestra vinsælda á kostnað, til dæmis Þjóðveija. Það er hins vegar synd og skömm að Þýskaland skuli ekki njóta meiri athygli en raun ber vitni því að góð þýsk vín eru með bestu hvítvínum, sem fáanleg eru; létt, fínleg og fáguð þegar vel tekst til. Þau vín sem hafa verið fáanleg hér á landi hafa nær öll verið frá þekktustu héruðunum tveimur: Mósel og Rín. Vissulega koma flest bestu vín Þýskalands þaðan en líka óhemju mikið af rusli. Það er því ekki síður ástæða til að beina sjón- um sínum að öðrum héruðum og mæli ég þá sérstaklega með Baden og Franken. Franken-vín hafa ekki verið til sölu hér á landi um langt skeið, og beinn, blóm og lychée-ávöxtur, sem heldur áfram út í gegnum bragðið. Vínið er sýrulítið, eins og flest vín úr þessari þrúgu, en það kemur ekki að sök. Fylling er góð og vínið rennur aldrei út í neina flatneskju. Bullheimer Paradies Silvaner Kabinett Trocken 1992 (1.490 kr.) er vín í klassískum Franken-stíl. Ilmur þægilegur og blómakenndur, bragð jarðvegskennt með léttum ávexti. Bullheimer Paradies Silvan- er Spátlese Trocken 1993 (2.100 kr.) er nokkuð lokaðra hvað ilm varðar, en leynir töluvert á sér. Bragðið er mikið og samþjappað, einkennist af sætum þroskuðum ávexti (ferskjum, apríkósum) og það endist lengi í munni. Hið þokkalegasta vín sem stenst þó vart þær kröfur sem maður gerir til vína.í þessum verðflokki. Það hefur löngum einkennt Fran- ken-vínin að þau hafa verið dýrari en önnur vín Þýskalands. Það sama á greinilega við hér á landi. Fyrir áhugasama um þýsk vín er þetta hins vegar spennandi tækifæri til að kynnast Franken-vínum í góðu meðallagi. Þessi vin öll eru ágætis matarvín og ættu til dæmis að henta ágætlega með austurlenskum mat og einfaldari fiskréttum. arformann fyrirtækisins. MAX Cointreau Fyrstu Franken-vínin SAGA Frapin-fjölskyldunn- ar spannar heilar tuttugu kynslóðir. Fjölskyldan getur rakið rætur sínar til Charente í suðvesturhluta Frakklands allt til ársins 1270. Þekktasti forfaðir núverandi með- lima Frapin-ættarinnar er efalítið rithöfundurinn Fran^ois Rabelais, sonur hjónanna Antoine Rabelais og Catherine Frapin, sem á sautj- ándu öld ritaði hinar snilldarlegu sögur um risann Gargantúa. Eitt af bestu koníökum Frapin-fyrir- tækisins er skírt í höfuðið á hon- um, Cuvée Rabelais. Um fimm alda skeið stóð fjöl- skyldan í því að stækka vínekrur sínar og er nú stærsti eigandi vínekra í Grande Champagne á svæðinu í kringum bæinn Seg- onzac. í stjómartíð Pierre Frapins á síðustu öld hóf fyrirtækið út- CHATEAU Fontpinot, höll Frapin-fjölskyldunnar, umlukin Grande Champagne-vínekrum. flutning á afurðum sínum og vann koníakið m.a. hæstu verðlaun á heimssýningunum í New Orleans árið 1885-og í París árið 1889, sem gerði Pierre Frapin kleift að auka umsvifin enn frekar. Núverandi stjórnendur eru Geneviéve Cointreau, eiginmaður hennar Max Cointreau og dóttir þeirra Beatrice Cointreau. Max Cointreau er með virtustu mönnum vínheimsins, hann stjórnaði Cointreau-fyrirtækinu í 36 ár áður en hann tók við stjórn Frapin. Um langt skeið var hann formaður samtaka franskra vínútflytjanda og samtaka fran- skra vínframleiðenda. Þrátt fyrir að hann hafi nú dregið sig úr daglegum rekstri kemur hann enn mjög við sögu víngerðarinnar og fylgist grannt með framvindu mála jafnt á ekr- unum sem kjöllurunum í samráði við hinn unga yfirblandara Olivier Paultes. Auk þess hefur hann yfirumsjón með þróun útflutn- ings. Dóttirinn Béatrice sér nú um allan daglegan rekstur og stjórnar kampavínsfyrirtækinu Gosset, sem Frapin-fjölskyldan festi kaup á fyrir nokkrum árum. Það kemur ekki að sök því að í Franken eru framleidd einhver bestu vín úr þeirri þrúgu, sem frá Þýskalandi koma. Því miður er einnig að finna þó nokkuð magn úr hinum einföldu Bacchus- Op- tima- og Perle-þrúgum, sem hvergi eru til stórræðanna. Aðstæður góðar Franken er austasta vínhérað Þýskalands og það þar sem ein- kenni meginlandsloftslags eru sterkust. Oft eru aðstæður góðar í Franken þótt uppskeran bregðist í öðrum þýskum héruðum en jafn- framt geta vorfrost valdið miklum usla. Af vínunum fjórum ber fyrst að nefna hið einfaldasta, Tauberzeller Bacehus 1992 (1.310 kr.). Ilmur þess er sætur og minnir á blandaða niðursoðna ávexti og berjasaft. Vínið bragðast svo sem ekki illa en bragðið er einhæft og fremur flatt. Sulzfelder Maustal Miiller-Thur- gau Kabinett 1994 (1.380 kr.) er öllu meira vín. Ilmur raunar hreinn að minnsta hef ég ekki orðið var við þau. Rakst ég á þau í fyrsta skipti á vínsýning- unni í Perlunni í janúar og fyrir skömmu helltust ein fjögur Fran- ken-vín inn á sérpöntun- arlista ÁTVR, sem verður sífellt meira spenn- andi kostur fyrir vínáhugamenn. Öll eru þessi vín frá einum og sama framleiðandanum, Weinkellerei Glocke. Vínhéraðið Franken er að finna í kringum ána Main á milli borganna Aschaffenburg og Schweinfurt í Bæj- aralandi. Hjarta héraðsins er í kringum borgina Wurzburg og þar er jafnframt að finna frægustu ekru Franken, Wtirzburger Stein. Vínin eru auð- þekkjanleg á lágri flatri flösk- unni er á þýsku nefnist Bocksbeutel og er mjög áþekk flöskunni sem port- úgalska Matéus-vínið er selt í. Franken-vínin hafa nær ávallt verið mjög þurr, þurrari en flest önnur þýsk vín, og hin sígilda þrúga héraðsins er Silvan- er. Upp á síðkastið hefur Miiller-Thur- gau hins vegar sótt verulega í sig veðrið og er hún orðin að mikil- vægustu þrúgu héraðsins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.