Morgunblaðið - 13.10.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.10.1996, Blaðsíða 10
10 B SUNNUDAGUR 13. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYNDIR WfMetsölubókin „Prim- ary Colours" vakti miklar umræður þegar hún kom út fyrr á þessu ári, en hún Qallar um kosningabaráttu Clint- ons Bandaríkjaforseta og höfundurinn hélt nafni sínu leyndu. Leik- stjórinn Mike Nichols („The Graduate“) hef- ur gert samning um að stýra mynd byggðri á bókinni og er búist við að hann fái Etnmu Thompson, Tom Hanks og Jack Nichol- son í aðalhlutverkin. Nichols þurfti sjálfur að leggja fram eina og hálfa milljón dollara í myndina tii að samning- ar næðust. MLengi hefur staðið til að James Cameron kvikmyndaði Kónguló- armanninn, sem bygg- ist á samnefndum hasar- biöðum. Ekkert hefur þó orðið úr því, en Cameron er að gera mynd um Tit- anic-slysið nú um stund- ir. Ástæðan fyrir því að við fáum ekki að sjá Kóngulóarmanninn á næstunni, og gráti það hver sem vill, er sú að óvíst er hver eigi höfund- arréttinn. MFramhaldsmyndin Flóttinn frá Los Angel- es hefur verið tekin tii sýninga í Laugarásbíói. Fullt nafn hennar að kröfu leikstjórans er Flóttinn frá New York eftir John Carpenter. Finnst honum sem hann eigi breiðan hóp aðdá- enda sem muni þegar vita að hér er á ferðinni framhald Flóttans frá New York. Hins vegar eru samtök handritshöf- unda í Bandarikjunum lítt hrifrn, því lítið sé gert úr handritshöfund- um með þessu móti. Gleymdu ekki að þú munt deyja ENN hafa Frakkar gert mynd sem spáð er að veki umtal og athygli. Síðast var það Hatur sem fjallaði um spennu í fátækrahverfum Parísar. Nú er það Gleymdu ekki að þú munt deyja eftir ungan franskan kvikmynda- gerðarmann, Xavier Beuvois að nafni. Hann er komungur og efnilegur og skrifar sjálf- ur handrit myndarinnar, leikstýrir og fer með aðal- hlutverkið, Hann leikur Benoit, nem- anda í listasögu sem óttast mjög lögboðna herkvaðningu og setur á svið sjálfsmorð. Þannig vill hann sleppa við herinn og halda áfram nám- inu en ekkert verður úr ráða- gerðum hans þegar herlækn- irinn úrskurðar hann HIV- BRESKT alþýðufólk; úr nýjustu mynd Mike Leigh. Leyndannál oglygar BRESKI kvikmyndahöfundurinn Mike Leigh átti eina af tíu bestu myndunum sem sýndar voru hér á landi árið 1994. Hún hét Nakinn eða „Naked“ og var stórkostlega vel samið rausæisverk og svört kómedía um n.k. heimspek- ing götunnar og skrautlegt safn Lundúnabúa sem hann kynnist. Myndin vakti gríðarlega athygli hvar sem hún fór og svo er einnig um nýjustu mynd leikstjórans, Leynd- armál og lygar eða „Secrets and Lies“, sem hreppti Gull- pálmann á Canneshátíðinni sl. vor. Mike Leigh er einn af fremstu leikstjórum Breta. Líkt og kollegi hans, Ken Loach, fæst hann við þjóðfélagslegt raunsæi og gerir litlar mannlífs- kómedíur fullar af sannleik og lygum. Einhverj- enir Arnam Indriðason það undrum sæta að Leigh hefur ekki verið færður á silfurfati til Hollywood eins og gerist með alla hæfileikamenn í kvikmyndagerð í Evrópu og víðar; og Leigh er einn sá albesti. Óðrum kemur það ekki á óvart. Myndir hans eru eins langt frá því að líkjast Hollywood-glamúrn- um og hugsast getur. Fyrir það fyrsta fjallar Hollywood aldrei um raunverulegt ai- þýðufólk af því það er of ómerkilegt og Hollywood veit ekki nóg um það. í þau örfáu skipti sem drauma- borgin gerir tilraun í þá átt verður það grátlega falskt (Dæmi: Stanley og Iris með Jane Fonda og Robert De Niro; milljarðamæringar leika verkamenn). En þótt Leigh eigi sem betur fer ekki erindi vestur í Kalíforníu á hann erindi við heimsbyggðina með myndum sínum og er óskandi að Leyndarmál og lygar komi sem fyrst hingað í bíóin. Hún íjallar um svertingjakonuna Hortens- íu sem ákveður að finna móður sína eftir að fóstur- foreldrar hennar deyja. Móðirin kemur í ljós að er hvít verkakona sem rekur í fyrstu ekki minni til að hafa sofið hjá neinum svertingja (Brenda Blethyn leikur hana og var kosin besta leikkonan á Cannes-hátíð- inni). Henni þykir aðra dótt- ur sína skorta ástríki í sinn garð og sambandið við bróður hennar er í molum, en hann býr með skoskri eiginkonu í úthverfi hinna aðeins betur settu. Ofuráhersla Leigh á raunsæi, sérstaklega í per- sónusköpun, gerir kröfur um nokkuð sérstakt vinnu- lag. Hann vinnur ekki með handrit á tökustað og leik- ararnir eiga ekki minnstan þátt í útkomunni. „í stað þess að skrifa handrit og ráða leikara eins og venju- lega er gert,“ segir hann í blaðaviðtali, „safna ég sam- an hópi leikara og þeir vinna saman í langan tíma áður en tökur hefjast - í fimm mánuði í tilfelli Leyndarmála og lyga. Á þessu tímabili er ég með allskyns hugmyndir í gangi en bind mig ekki við neina þeirra. Vinnan felst í því að skapa andrúmsloft myndarinnar, persónurnar og sambönd þeirra á milli, baksviðið, heim persón- anna. Síðan fer ég á töku- stað með leikurunum og tökuliðinu og bý til myndina jafnóðum - vinn með spuna sem þróast í hið nákvæma, úthugsaða, eimaða efni sem kemur á tjaldið." Hvernig sem hann kýs að fara að því er árangurinn hnossgæti. HlV-jákvæður; Beauvo- is í Gleymdu ekki... jákvæðan. Benoit ákveður að lifa lífinu til fulls og tekur sér allt það fyrir hendur sem honum dettur í hug. Hann flækist í eituriyfjasmygl, rán og hommavændi. Þegar leik- urinn berst til Ítalíu fellur hann fyrir Claudiu, en þaðan fer hann til vígvallanna í Bosníu. Chiara Mastroianni, dóttir leikarans fræga, leikur Claudiu og Beuvois fær mjög jákvæða dóma sem ný rödd í franskri kvikmyndagerð. Stór- slysa- mynd Stallones STÓRSLY S AM YNDIR er aftur komnar í tísku ef ein- hver hefur ekki tekið eftir því og Sly Stallone hefur hellt sér í stórslysaslaginn. Nýjasta myndin hans er „Daylight" sem Rob Cohen leikstýrir en hún gerist eftir slys í neðanjarðargöngun- um á milli New Jersy og Manhattan. Þegar er farið að stimpla myndir.a sem „Die Hard“- eftirlíkingu en Cohen segir að myndin sé líkari Posei- don-slysinu nema hún gerist undir Hudson-ánni. Spreng- ing verður í göngunum (ekki af völdum hryðju- verkamanna) og Stallone ryðst inn í þau til bjargar borgarbúum frá bráðum bana. Hann hlaut 17,5 millj- ónir fyrir viðvikið, sem hlýt- PÓSEIDON-SLYSIÐ undir Hudson-ánni; Stallone í „Daylight". ur að teljast gott kaup sé Neðanjarðargöngin voru miðað við að næstum hver endurbyggð að hluta í kvik- einasta mynd hans frá myndaveri í Róm, eitt af „Cliffhanger“ hefur tapað fáum sem var nógu stórt stórfé. . fyrir sviðsmyndina. ÍBÍÓ ÚRVALIÐ í kvikmynda- húsunum undanfamar vikur hefur ekki verið uppá marga fiska. Hver hortitturinn hefur rekið annan. Tímar vondra B- mynda hafa verið mjög ríkjandi eins og dæmin sanna. Sparkmyndir eins og „Crying Freeman“ og Hættuför em ekkert sætabrauð. „White Squ- all“ er þreytandi eftirlík- ing af Bekkjarfélaginu. Mynd sem heitir Hæpið ætti að heita Hæpin en hún er skelfing ómerkileg háðsádeila á hnefaleika- bröltið í Bandaríkjunum. Þá er körfuboltamyndin Sunset Park-liðið ekki upp á marga fiska og það er erfitt að sjá hvaða er- indi hún á út fyrir amer- íska landsteina. „Dia- bolique" leikur iila franskt meistaraverk og Tvo þarf til er lttilla vatna. Hvflíkur munur að fá alvöru bíó eins og Djöfla- eyjuna til að bæta úrvalið. SÝND á næstunni; Costner í „Tin Cup“. 9000 Djöfla- eyjuna DJÖFLAEYJA Friðriks Þórs Friðrikssonar byrjaði með hvelli um síðustu helgi en þá sáu hana um 9000 manns í Stjörnubíói og Bíóhöllinni. Eftir síðustu helgi höfðu 19.000 manns séð Truflaða tilveru í Sambíóunum, 5.200- „Happy Gilmore", ^24.000 Storm, sem einnig er í Há- skólabíói, 37.000 Sendiför- ina, sem einnig var í Há- skólabíói, 13.500 „Kingpin", 26.500 „Erazer“, 13.500 Fyrirbærið, 9.500 Guffagrín og 38.500 Klettinn. Næstu myndir Sambíó- anna eru m.a. „Tin Cup“ með Kevin Costner, „Fear“ eftir James Foley, „The Fan“, „The Glimmer Man“, „Heav- en’s Prisoners" og „Killer" með James Woods.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.