Morgunblaðið - 13.10.1996, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 13.10.1996, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. OKTÓBER 1996 B 9 MANNLÍFSSTRAUMAR VERALDARVAFSTUR/Er&rjjarlœgbimar milli reikistjamanna byggdar á rúmfræb ilögmálum ? Fegurð vmndakenninga ÞAÐ FER ekki á milli mála að þýski stærðfræðingurinn Johannes Kepler, 1571-1630, á stóran hlekk í keðju þeirra manna og atburða, sem færðu menningu okkar nær vísindalegum skilningi á nánasta umhverfi tilveru okk- ar þar með talið jarðar okkar sem geimfyrirbæris. Kepler var raunar meira en stærð- fræðingur. Hann var einnig meðal fyrstu stjömufræðinganna. En að þeirra tíma siðavenju var hann um leið stjömuspekingur. Og til þess að lýsa betur þeim tíma sem hann lifði á má geta þess að móðir hans var ákærð fyrir galdur í Leonberg í Þýska- landi árið 1620 og rétt slapp við að ettir Einar Þorstein verga pjn{j með til- heyrandi píningartólum þess tíma til að játa það á sig. Kepler lagði alla tíð mikla áherslu á samhljóm eða harmóníu allra þátta í fyrirbærum alheimsins. Og þijár viðurkenndar uppgötvanir hans á sviði stjömufræði ásamt öllum hinum sem ekki eru viðurkenndar hafa án efa styrkt hann í þeirri trú. Hann var hins vegar ekki nema 25 ára þegar hann reit sína fyrstu bók: Leyndar- dómur heimsmyndarinnar. Hún er reyndar ekki háttskrifuð nú um stundir vegna þess að menn einblína um of á misskilning hans sem varðar eitt megininntak bókarinnar. En það er sú einfalda og fallega kenning að grunn-fjölflötungarnir fimm, sem ávallt hafa verið fylgifiskar dular- kyngi- gleði mannkynsins, skilgreini fjarlægðirnar milli sex þá þekktu reikistjamanna. Þrátt fyrir þann dóm samtímans eru vísindamenn okkar heimsmyndar mjög duglegir við að hanna „fallegar" stærðfræðijöfnur sem síðan kenningin og jafnvel hinar eiginlegu athuganir á viðkomandi fyrirbæri eru lagaðar að! Það er gert eftir kenningunni: Allt hið einfaldasta er réttast. Má vera að það sé útaffyrir sig rétt, en þó er af dæmi Keplers hægt að draga þann lærdóm að vara skuli við ofu- reinföldun. Sagan er fræg þegar Kepler sem ungur kennari í Vínarborg æpti upp yfir bekkinn í miðri kennslustund er hugljómuninni um platónsku fjölflöt- ungana og niðurröðun þeirra sem gat passað við fjarlægðirnar milli reiki- stjarnanna laust niður í huga hans. Hann tók sem sé teninginn sem ystu babúskuna, lét umritanlega kúlu um fjórflötung snerta innri fleti hans. Á sama hátt fór hann með tólfflötung innan í fjórflötunginn, þá tuttuguflöt- ung inní tólfflötunginn og síðast átt- flötung innan í tuttuguflötunginn. Hann þurfti raunar að svindla örlítið til þess að þetta gengi upp! Seinna á ævinni lenti hann aftur í slíku dæmi. Hann fékk út misvísandi niðurstöður milli athugana neflausa stjömurannsakandans Tycho Brahe frá danska konungsríkinu og kenninga Kopemikusar: Það munaði allt að átta bogagráðum að athuganir Brahe næðu saman við hringi reikistjamanna um sólu í nýjum kenningum hins síðari um miðlæga sól okkar sólkerfís. En fyrri vísindi viðurkenndu auðvitað að- eins miðlæga jörð. Hér var úr vöndu að ráða. Átti hann aftur að slaufa á að þetta væri einungis vegna óná- kvæmra athugana Brahes? Nei, nú brást Kepler öðravísi við, því hann þekkti nákvæmni Tycho Bra- he og niðurstaðan varð því alveg nýr skilningur á ferðalagi reikistjamanna um sólu. Það era nefnilega ekki hrein- ir hringir heldur hringferlar (ellipsur). Þetta var hrein bylting fyrir vísindin, enda þótt það drægi aðeins úr reglu- leikanum og fegurðinni í leiðinni! En Kepler gaf alls út 11 rit um aðskiljanleg eftii. Samhljómar heims- ins kom út árið 1619. Þar er, auk kenninganna þriggja um reikistjöm- umar sex, mikið af alls konar harm- ónískum kenningum, til dæmis um hljómkviður stjömuhvolfsins. Kepler telur sjálfur í innganginum að bókin geti vel beðið lesandans í hundrað ár, eins og Guð hafí beðið áhorfandans í 400 ára gömul koparstunga eftir hugmyndum Johannesar Kepler af samspili platónsku fjölflötunganna og fjarlægð- anna milli reikistjarnanna ár- ið 1596: Mysterium Cosmo- graphicum (Leyndardómur heimsmyndarinnar). sex þúsund ár! Með öðram orðum; hann skilur að aðeins seinni tími mun að fullu skilja á hvaða hringferli hann var sjálfur... En fyrir okkur hér á „toppi heims- ins“ er einkar forvitnilegt að lesa bók- ina um stjömufræði á tunglinu frá 1621. Þar lýsir Kepler nákvæmlega ferð til tunglsins. Þetta er því ein fyrsta vísindaskáldsagan. Hún fer fram í sólmyrkva og hefst á íslandi. Aðalper- sónumar era einnig íslendingar og greinargóð lýsing er héðan eins og menn í Evrópu töldu þá vera hér umhorfs. - Ef til vill er hér komin spásagnarhugmynd um framtíðar- verksvið landans eftir að fiskveiðar leggjast af! Enda grandvöllurinn kom- inn með EES-lagabálki um geimferðir íslendinga samþykktum á því háa al- þingi. í umsögn um Kepler segir Wem- er von Braun, hinn þekkti eldflauga- hönnuður hjá nasistum jafnt sem NASA, meðal annars: „Ég tek undir það með Kepler að við öll ættum að nota til viðmiðunar þann regluleika heimsmyndarinnar sem athuganir hans og annarra hafa leitt í ljós, til þess að lifa í friði og harmóníu við náttúrana og okkur sjálf.“ - Geram við það á nokkum hátt betur en að hver byiji að hreinsa til í sínu hugskoti? ingin bakkar sé henni tekið opnum og heilum huga, þá vinnur hún sitt verk og við erum fijálsari, hamingju- samari og sterkari á eftir. Forðumst því súkkulaðisvall og kaupæði. Ég ætla að gefa ykkur hér eina góm- sæta og holla uppskrift, sem má snæða sér til huggunar og eins jafn- vel verðlauna sig með eftir að hafa tekist á við einhveija þolraun lífsins siálfur án nokkurra hiálpargagna., sem þó hjálpa ekki þegar allt kemur til alls. Sveppasúpa (Uppskriftfyrir4) 1 meðalstór laukur (flysjaður og niðursneiddur) 1 msk. ólífuolía (eða önnur matarolía) 100 gsveppir (skolaðir og niðursneiddir) 425 mlvatn 2 tsk. sojasósa salt og pipar Steikið laukinn í 3-4 mínútur og blandið honum síðan saman við vökv- ann og sveppina. Setjið allt saman í pott. Látið suðuna koma upp og lát- ið malla við lágan hita í u.þ.b. 5 mín. Smakkið til. Gott er að strá brauðteningum yfir súpuna áður en hún er borin fram. Þessi súpa er til- valin allan ársins hring því alltaf má fá bæði nýja sveppi og lauk í hana. Ef þið viljið hafa súpuna þykk- ari er hægt að setja 1 tsk. af maís- mjöli út í hana. Meðlæti: Skerið niður mjög gróft brauð í þykkar sneiðar. Skerið skorp- una af. Skerið brauðið í teninga. Steikið í mjög heitri matarolíu og snúið þeim á allar hliðar. Dreifið yfir súpuna á meðan teningarnir eru enn heitir. Miðið við ca 'h brauð- sneið á mann. Einnig er gott að setja u.þ.b. 1 tsk. af brúnum hrísgijónum út í hvern súpudisk til að fá meiri fyllingu. Fyrst minnst er á hráefni sem hægt er að fá allan ársins hring ferskt þá kemur hér smálisti: svepp- ir, gulrætur, agúrkur, kartöflur, hvít- laukur, tómatar, grænn pipar t.d. Við erum núna á lauk-, róta- og káltímabili þó að fleiri grænmetis- og ávaxtategundir fáist vitanlega. Þegar við kaupum ávexti og græn- meti skulum við kaupa lítið í einu en frekar oftar. Það eru ótrúlega margir sem kaupa fullt af grænmeti og ávöxtum og nota það síðan ekki svo dögum skiptir. Þarna komum við aftur að gerviþörfum og raunvera- legum þörfum. Trésmíðavélar/efnislager Tilboð óskast í eftirfarandi: Sambyggð Stenberg '58, afréttari, fræsari, þykktarhefill, sög, tappavél, 3ja fasa. Startrite plötusög '66 lítil með bút- iandi og gráðum, 3ja fasa De Walt bútsög '62 7". Cuma bandpússvél '59 150x7200 mm 3ja fasa. Delta bandsög '58 235 cm, stækkanl. í 250 cm. Rockwell borvél í standi '58 m. hulsu. Köld spónlagningarpressa með 3 spindlum 220x90. Prima Vent 3ja poka spónsög ca '70 motor 8,3 amp. 2ja mót- ora Nilfisk iðnaðarryksuga 1000 vött. Rafmagnsmótor, gæti hentað f. loftræstingu eða lakkklefa 9,5 amp. 1450 sn. pr mín. Geirneglingarborð f. handfræsara, handþvingur, 3 lengdir, veggrekkar, hillujárn frá Ofnasmiðjunni, 4 stk. verk- færaskápar á vegg og 2 hefilbekkir. Hægt er að skoða hlutina á Skemmuvegi 18, (bleik gata) s. 557 6300 frá og með mánudeginum 14. okt. Réttur er áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Flug Verð pr. mannfrá kr.: ÞRJAR NÆTUR! ALLT AÐ SELJAST l)PP! Bókið strax! OKTÓBER 14. okt. ÖRFÁ SÆTILAUS 17. okt. 10 SÆTILAUS 20. okt. 2 SÆTI LAUS 24. okt. UPPSELT 28. okt. UPPSELT NOVEMBER I l.nóv. | 8SÆTILAUS */nnifalið: Flug, flugv.skattar og gisling í 2ja m. herb. 3 nœtur. Brottfór: 14. október KANARI Á EINSTÖKUM KJÖRUM Verð pr. mannfrá kr.: 42.865,- riug og gisting pr. mann. Flugv.skattar innif. Verðiö miðast við gistingu í 11 daga á Aguacates 4. jan. 2 fullorðnir og 2 börn 2 - 11 ára. Fli ig og gisting pr. Flugv.skattar ii mann. innif. Verðið miðast við gistingu í 11 daga á Aguacates 4. jan. 2 fullorðnir saman í íbáð Verð pr. mannfrá kr.: 59.800.- Farþegar PLÚSferða fljúga 00 eingöngu með Flugleiðum. Nánari upplýsingar hjá sölumönnum. OPIÐ Á LAUGARDÖGUM kl.: 10-14 FERÐIR Faxafeni 5 108 Reykjavík. Stmi: 568 2277 Fax: 568 2274

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.