Morgunblaðið - 13.10.1996, Qupperneq 20
20 B SUNNUDAGUR 13. OKTÓBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
j| jf ■ Hfa bk U U A I I V/C? //v A D
i
MYLLAN
Fyrirtækið var stofnað 1959 og er í dag eitt
stærsta matvælafyrirtæki landsins, þar sem
starfsmannafjöldi er um 300. Fyrirtækið á
og rekur fjölda brauðbúða og eitt af markmið-
um þess er að koma vörunni nýrri og ferskri
til neytendans. Hagur neytandans er hafður
í fyrirrúmi og mikil áhersla lögð á ítrasta
hreinlæti og hollustu.
Myllan er reyklaus vinnustaður.
Myllan Brauð hf. óskar eftir að ráða verk-
stjóra í
þrifadeild
Leitað er að einstaklingi, sem hefur reynslu
af verkstjórn og þrifastörfum.
Umsækjandi þarf að vera ákveðinn, skipu-
lagður og snyrtilegur og hafa metnað til að
takast á við ábyrgðarmikið starf.
Fyrirtækið starfar eftir GÁMES gæðakerfi
og því er æskilegt að viðkomandi hafi þekk-
ingu á tölvuforritinu Word og Excel.
Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem
fyrst.
Umsóknum skal skila í afgreiðslu Myllunnar
Brauðs hf., Skeifunni 19, Reykjavík, fyrir
21. október nk.
FISKIÐJAN
SKAGFIRÐINGUR
Viðhaldsstjóri.
Fiskiðjan Skagfirðingur hf. á Sauðárkróki
óskar eftir að ráða viðhaldsstjóra til
starfa.
Starfssvið:
Umsjón með viðhaldi og þjónustu við skip
fyrirtækisins.
Viðhaldsstjórinn:
- er ábyrgur fyrir öllu viðhaldi skipa
fyrirtækisins ásamt útgerðarstjóra og
yfirvélstjóra á hverju skipi.
- gerir viðhalds- og kostnaðaráætlanir og
hefur eftirlit með viðgerðarverkefnum.
- er ábyrgur fyrir skoðunum flokkunarfélaga
og Siglingastofnunar ásamt útgerðarstjóra,
skipstjóra og yfirvélstjóra.
- er staðgengill útgerðarstjóra.
Viðhaldsstjórinn þarf að vera vélfræðingur
með umtalsverða reynslu sem vélstjóri.
Tæknifræðimenntun að auki kæmi sér vel í
þessu starfi.
Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson.
Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til
Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. merktar
"Viðhaldsstjóri 409" fyrir 19. október n.k.
Hagvangur hf
Skeifunni 19
Reykjavík
Sími 581 3666
Ráðningarþjónusta
Rekstrarráðgjöf
Skoðanakannanir
Eftirlitsstofnun EFTA
Laus staða no. 8/96:
Fulltrúi
Skrifstofa - fjármál
Eftirlitsstofnun EFTA í Brussel hyggst ráða
fulltrúa á skrifstofu sína, er helst þyrfti að
hefja störf 1. janúar 1997.
Umsóknarfrestur rennur út 28. október
1996.
Fulltrúinn, sem til stendur að ráða, verður
yfirmaður fjármálasviðs skrifstofu stofnunar-
innar og mun bera ábyrgð á fjármála-, fjár-
málaáætlunar- og fjárstreymisstjórn. Hann
mun bera ábyrgð á tillögum stofnunarinnar
að árlegum fjármálaáætlunum, reikningum
og fjárhagsskýrslum jafnt fyrir notkun innan-
húss sem utan stofnunarinnar og peninga-
legum og fjármálaætlunarlegum þáttum er
tengjast samkomulögum og samningum.
Fulltrúinn mun jafnframt vera staðgengill
framkvæmdastjóra skrifstofunnar og honum
verða hugsanlega falin önnur verkefni á sviði
stofnunarinnar.
Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi háskóla-
gráðu í viðskiptafræði, lögfræði eða hag-
fræði, þar á meðal bókhaldi, hafi gengt
ábyrgðarstörfum á sviði almennrar stjórn-
sýslu, áætlunargerðar, fjármálastjórnunarog
bókhalds og hafi víðtæka þekkingu á tölvu-
kerfum í tengslum við bókhald, fjármál og
áætlanagerð. Þá verður viðkomandi að hafa
fullkomið vald á ritaðri og talaðri ensku,
starfstungu stofnunarinnar. Æskilegt er að
viðkomandi hafi starfsreynslu af sviði al-
þjóðastofnana og þekkingu í frönsku, þýsku,
norsku eða íslensku.
Umsækjendum ber að útfylla umsóknareyðu-
blað stofnunarinnar eða senda víðtækt ævi-
ágrip til:
EFTA Surveillanve Authority,
Director ofAdministration,
Rue de Tréves 74,
B-1040 Belgium.
Fax: 00 32 2 286 1800.
Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð
er hægt að nálgast í síma 00 32 2 286 18 91.
Munt þú blómstra..
Nýherji getur □ sig
blómu
bætt
Lotus Notes
Nýherji er með öfluga Lotus Notes deild og nú viljum við
stækka hana enn frekar. Við leitum að kerfisfræðingum,
tölvunarfræðingum, góðum Notes forriturum eða fólld með
forritunarreynslu með löngun til að kynnast þessu frábæra
hópvinnukerfi og þróa í því lausnir.
Hvað er Lotus Notes?
Lotus Notes. Besta leiðin til boðskipta, samvinnu og samhæf ingar.
Lotus Notes er vinsælasti hópvinnubúnaður í heimi. Milljónir manna
í þúsundum fyrirtækja nota Notes í dag til að ryðja úr vegi
hefðbundnum hindrunum og skapa viðtæk sambönd, innan sem utan
veggjafyrirtækjanna.
Með útgáfu 4 af Lotus Notes verða boðskipti á milli starfsfélaga,
samvinna um verkefni og samhæfing viðskiptaferla auðveldari er
nokkru sinni fyrr. Lotus Notes gegnir lykilhlutverki við skilvirka
meðhöndfun upplýsinga. Hvort sem markmiðið er að afla sér
upplýsinga, flokka þær, breiða þær út eða deila með öðrum og hvort
sem upplýsingarnar er að finna í gagnagrunni, tölvupósti,
ritvinnsluforriti eða á Internetinu, er lausnina að finna í Lotus Notes.
Allt sem fyrirtækið þarf á að halda til að nýta sér styrk Lotus Notes er
biðlari, miðlari og netkerfi.
Viltu vita meira um Lotus Notes?
Sjá http://www.lotus.com
Hjá Nýherja starfar hresst félk sem leggur metnað sinn í að bjéða
íslensku atvinnulíf i upp á góða þjénustu og ráðgjöf á sviði
upplýsingatækni.
Nýherji hýður upp á géða aðstöðu og fyrsta flokks þjálfun.
Nánari upptýsingar eru veittar hjá Sigurði Ólafssyni, starfsmannastjóra
Nýherja. Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál.
Vinsamlega sældð um á umsóknarblöðum sem Iiggja frammi í móttöku okkar
í Skaftahlíð og á slóð http://www.nyherji.is/umsokn/. Umsóknir og nánari
upplýsingar má einnig fá með tölvupósti: sigol@nyherji.is
Umsóknarlresturertil 18. október 1996.
...á okkar akri? <33> NÝHERJI
Rœstingadeild SECURITAS ehf. er stcersta Jyrirtœkið hérlendis á sviði rœstinga- og hreingerningaþjónustu. Hjá
rœstingadeildinni eru nú starfandi á fimmta hundrað starfsmenn er vinna við rœstingar á vegum fyrirtœkisins
víðsvegar í borginni og nágrenni.
Ertu vanur verkstjórn og viltu vinna óreglulega ?
Óskum eftir að ráða verkstjóra hreingeminga hjá Ræstingadeild Securitas ehf.
Starfið felst í verkstjóm með hreingemingum í hinum ýmsu fyrirtækjum á vegum Securitas.
Verkstjóra er að taka út verk, annast undirbúning verka, koma áhöldum og tækjum á áfangastað,
annast eftirlit með verkum og taka þátt í þeim auk þess að skila búnaði aftur “í hús”. Jafnframt þarf
verkstjóri að sinna skýrslugerð og öðm tilfallandi. Um framtíðarstarf er að ræða.
Hæfniskröfur era að umsækjendur séu samviskusamir og vinnufúsir, ábyrgir, útsjónarsamir, liprir
í mannlegum samskiptum, reglusamir og reyklausir. Æskileg reynsla af ræstingum.
Umsóknarfrestur er til og með 18. október n.k. Ráðning verður skv. nánara samkomulagi. í boði
era góð laun fyrir réttan aðila.
Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á skrifstofu, sem opin er frá kl.10-16, en viðtalstímar frá kl.10-
13.
STRA GALLUP
STARFSRAÐNINGAR
Mörkinni 3, 108 Reykjavík Sími: 588 3031, bréfsími: 588 3044
Guðný Harðardóttir