Morgunblaðið - 13.10.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 13.10.1996, Blaðsíða 24
24 B SUNNUDAGUR 13. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ jtfyriMMi| aj j(rij yJIIYICJAR Bifvélavirki Óskum eftir vönum bifvélavirkja til starfa strax. Reynsla áskilin. Áhugasamir sendi svör, með upplýsingum um nafn, síma og aldri, til afgreiðslu Mbl. fyrir 17. okt., merkt: „Kraftur - 853“. FJÓRPUNOSSJÚKRAHÚSIP Á AKUREYRI Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri Hjúkrunarfræðingar Stjórnunarstaða - aðstoðardeildarstjóri Laus er til umsóknar staða aðstoðardeildar- stjóra öldrunarlækningadeildar Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri. Deildin er 25 rúma deild og þróunar- og uppbyggingarstarf stendur yfir. Staðan er heil staða og veitist frá 1. nóvember nk. Aðstoðardeildarstjóri ber, ásamt deildarstjóra, fag-, stjórnunar- og rekstrarlega ábyrgð á hjúkrun deildarinn- ar (verkefnaskipting). Aðstoðardeildarstjóri er staðgengill deildarstjóra. Við ráðningu er lögð áhersla á faglega þekk- ingu, frumkvæði og reynslu í stjórnun, ásamt hæfileikum á sviði samskipta, samvinnu og- sjálfstæðra vinnubragða. Umsóknarfrestur er til 27. október nk. Upplýsingar gefur Þóra Ákadóttir, starfs- mannastjóri hjúkrunar, í síma 463 0273. Umsóknirsendisttil hjúkrunarforstjóra Fjórð- ungssjúkrahússins á Akureyri, pósthólf 380, 602 Akureyri. Staða tæknimanns við eðlisfræðistofu Raunvísindastofn- unar Háskólans er laus til umsóknar. Tæknimanninum er ætlað að hafa umsjón með rekstri og viðhaldi rannsóknatækja stof- unnar. Um er að ræða flókinn dælubúnað, lofttæmikerfi, kælikerfi og sýnagerðarbúnað, en auk þess tækjakost til Ijós- og rafmæl- inga. Umsækjandi þarf að vera reiðubúinn að mennta sig og þjálfa á þessum sviðum. Almenn tölvukunnátta er æskileg. Starfið hæfir nýútskrifuðum verkfræðingi eða véltæknifræðingi, en önnur menntun getur hentað. Ráðningartími er þrjú ár, en fram- lenging kemur til greina. Nánari upplýsingar gefur forstöðumaður eðlisfræðistofu, Hafliði P. Gíslason, prófess- or, í síma 525 4800 og tölvupósti: haflidi- @raunvis.hi.is Laun greiðast samkvæmt launakerfi starfs- manna ríkisins. Umsóknir, með upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist til framkvæmdastjóra Raunvísindastofnunar Háskólans fyrir 1. nóvember nk. Raunvísindastofnun Háskólans. Laus störf 1. Aðstoðardeildarstjóri hjá stóru þjón- ustufyrirtæki í byggingariðnaði. Starfið er við áhaldaleigu og felst í þjónustu við viðskiptavini, viðgerðum o.fl. Vélvirkja- eða sambærileg menntun æskileg. 2. Skrifstofustarf hjá þjónustufyrirtæki miðsvæðis í Reykjavík. Almenn skrif- stofustörf og launaútreikningar. Reynsla af starfsmannahaldi æskileg. Vinnutími kl. 8-16. 3. Ritari hjá sérhæfðu fyrirtæki miðsvæðis í Reykjavík. Um er að ræða fjölbreytilegt og lifandi starf. Góð tungumálakunnátta (enska, Norðurlandamál og íslenska) nauðsynleg. Viðkomandi þarf að hafa til að bera þjónustulund og lipurð í mannleg- um samskiptum. Vinnutími kl. 9-17. 4. Bókari hjá útgáfufyrirtæki miðsvæðis í Reykjavík. Starfið felst í umsjón með bókhaldi (Tok). Um er að ræða starf í eitt ár. 65% starf. Vinnutími sveigjanlegur. Umsóknarfrestur er til og með 16. október nk. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á skrifstofu Liðsauka, sem opin er frá kl. 9-14. Fólk og þekking Lidsauki ehf. Skipholl 50c, 105 Reykjavík sími 562 1355, fax 562 1311 F élagsmálastofnun Rey kj avíkurborgar AÐSTOÐARMAÐUR GIKIiIKIDI EiiiiEeeKii EiKEElIEIEI Starf prófessors í taugasjúkdóma- fræði Laust er til umsóknar starf prófessors í taugasjúkdómafræði við læknadeild Háskóla íslands. Gert er ráð fyrir að starfið verði veitt frá 1. janúar 1998 eða eftir samkomu- lagi. Prófessorinn er jafnframt yfiræknir taugalækningadeildar Landspítala. Til greina kemur að ráða í dósentsstarf ef enginn umsækjenda dæmdist hafa hæfi prófessors. Umsóknum þarf að fylgja greinargóð skýrsla um náms- og starfsferil, kennslu- og stjórn- unarreynslu og vísindastörf og einnig eintök af helstu fræðilegum ritsmíðum. Umsækjendur þurfa að gera grein fyrir því, hvaða rannsóknaniðurstöður þeir telja vera markverðastar, og jafnframt lýsa hlutdeild sinni í rannsóknum, sem lýst er í greinum þar sem höfundar eru fleiri en umsækjandi. Umsækjendur skulu gera grein fyrir hug- myndum sínum um fræðilega uppbyggingu á sviðinu. Umsóknargögn þurfa að vera á ensku og ritgerðum á öðrum tungumálum fylgi útdrátt- ur á ensku. Laun skv. kjarasamningi Félags háskóla- kennara og fjármálaráðherra. Umsóknarfrestur er til 1. desember 1996 og skal umsóknum skilað í þríriti til starfsmanna- sviðs Háskóla íslands, Aðalbyggingu við Suðurgötu. Nánari upplýsingar m.a. um launakjör og viðmiðunarkröfur læknadeildar um aðstöðu fyrir kennara, sem hafa aðstöðu á sjúkra- stofnunum, veitir Einar Stefánsson, forseti læknadeildar, í síma 525 4880. Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar óskar að ráða aðstoðarmann yfirmanns öldrunarþjónustudeildar. Framtíðarstarf. Ábyrgðarsvið/verksvið: Ábyrgð aðstoðarmanns yfirmanns tekur til skipulags-og stjómunarverkefna innan deildarinnar sem hann vinnur að samkvæmt nánari fyrirmælum og í umboði yfirmanns hveiju sinni. Aðstoðarmaður samræmir verkefni á aðalskrifstofu og fer með daglega stjórn hennar. Heldur hönd um skipulag fimda, fundargerðir, bókanir, boðleiðir, skráningu upplýsinga og vörslu gagna. Aðstoðarmaður er staðgengill yfirmanns öldrunarþjónustudeildar í fjarvem hans. Drög að starfslýsingu liggja fyrir. Menntunar-og hœfniskröfur: Viðurkennt háskólapróf á sviði félagsvísinda. Viðkomandi þarf að viðhafa sjálfstæð vinnubrögð og frumkvæði í starfi. Hæfni í mannlegum samskiptum og góð tök á ffamsetningu máls í ræðu og riti er skilyrði. Viðkomandi þarf að kunna skil á Öflun, meðferð og úrvinnslu tölfræðilegra upplýsinga og góð leikni í tölvunotkun er mikilvæg. Reynsla í stjórnun og þekkingu á meðferð einstaklingsmála er einnig mikilvæg. íboði er: Ábyrgðarmikið trúnaðarstarf sem er nýtt starf hjá einum mikilvægasta málaflokki hjá Félagsmálastofhunar Reykjavíkurborgar. Upplýsingar um ofangreint starf eru einungis veittar hjá Katrínu S. Óladóttur, Ráðningarþjónustu Hagvangs. Með allar umsóknir verður farið með sem trúnaðarmál og þeim öllum svarað. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir ásamt mynd, prófskírteinum og meðmælum til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.