Morgunblaðið - 13.10.1996, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 13.10.1996, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. OKTÓBER 1996 B 31 I Fimm opnir fundir um jafnréttismál 1 á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins Sameiginleg , ábyrgð tengd ■ launum SAMEIGINLEG ábyrgð foreldra á heimili tengdist óhjákvæmilega launamáium að því er fram kom í máli Sólveigar Pétursdóttur alþing- ismanns á einum af fimm opnum m fundum Sjálfstæðisflokksins um I jafnréttismál á Landsfundi. Sólveig 3 talaði á fundi undir yfirskriftinni M Fjölskyldan, sameiginleg ábyrgð for- ® eldra. Yfirskriftir hinna fundanna voru Launamunur kynjanna, Völd og áhrif kynjanna, Menntun, ungt fólk og jafnrétti og Frelsi og jafnrétti. Sólveig sagði í niðurlagi erindisins að foreldrar ættu sjálfsagðan rétt á að taka jafnan þátt í uppeldi barna sinna. Sameiginleg ábyrgð foreldra á heimili tengdist óhjákvæmilega launamálum. „Hér er um grundvall- aratriði að ræða þar sem með auk- inni ábyrgð karla inni á heimilum eykst um leið möguleiki kvenna til jafnra tækifæra á vinnumarkaði. Ríkjandi viðhorf um verkaskiptingu kynjanna hafa beint konum og körl- um inn á ákveðnar brautir og skert þannig valfrelsi beggja kynja varð- andi lífsstíl, starfsframa og barn- eignir. Breyting á verkaskiptingu er því ein forsenda sjálfstæðis kvenna,“ sagði Sólveig og lagði ríka áherslu á hversu mikilvægt væri að eyða hinum kynjabundna launamun. Barátta gegn gamaldags viðhorfum í erindi á opnum fundi undir yfir- skriftinni Frelsi og jafnrétti tók Olaf- ur Stephensen blaðamaður fram að jafnréttisbaráttan væri ekki ein- göngu barátta kvenna og því síður eitthvert stríð kynjanna heldur væri hún barátta hugsandi fólks af báðum kynjum gegn gamaldags viðhorfum og að mörgu leyti úreltum efnahags- legum og lagalegum kringumstæð- um. Ólafur taldi eðlilegt að karlar berð-- ust sérstaklega fyrir rétti sínum til að fá foreldraorlof, þ.e. fæðingaror- lof, til jafns við konur. Karlmenn ættu að hafna yfirvinnudýrkun og gera frekar tillögur um breytingar í átt til aukinnar framleiðni og styttri vinnutíma. Að auki ættu karlar að sýna fram á að, rétt eins og konur, kynnu þeir að skipuleggja vinnutím- ann til að komast að jafnaði heim úr vinnu um klukkan fimm. Að lokum vildi hann að karlar skelltu skolleyrum við ......karla- grobbinu í miðaldra yfírmönnum, sem riija upp dreymnir á svip að - þegar þeir voru ungir starfsmenn fyrirtækisins hafi þeir ekki séð börn- in sín nema á náttfötunum af því að þeir hafí verið að vinna.“ Ólafur bætti við að menn áttuðu sig kannski betur á því nú en áður að það væri líka vinna að hlúa að fjölskyldu sinni. I.O.O.F. 19 = 17710148 = I.O.O.F. 10 = 1771014 = Sp □ Mímir 5996101419 III 1 Frl. I.O.O.F. 3 = 17810148 = Sp. □ Gimli 5996101419 I 1 Frl. □ Helgafell 5996101419IV/V 2 Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í dag kl. 14.00. Áruteiknimiðillinn Guðbjörg Guðjónsdóttir verður í Rvk. næstu daga. Ég teikna áru þína og les úr henni, hvernig þú tengist verald- legum og andlegum þáttum lífs þins. Einnig get ég teiknað and- legan leiðbeinanda fyrir þá sem lengra eru komnir inn á andlegu brautina og komið með upplýs- ingar frá honum til þin. Uppl. í s. 421 4458 og 897 9509. |k W Cranio 'ý Sacral-jöfnun Nám í þremur hlutum. 1. stig 8.-15. nóvember. Síðasti byrjendahópurinn í þessu frábæra meðferðarformi. Kennari Svarupo Pfaff, „heil- praktikerin" frá Þýskalandi. Uppl. í s. 564 1803 og 562 0450. Friðarvaka alla þriðjudaga kl. 21.00 í Dóm- kirkjunni í Reykjavík. Hugleiðsla og bæn. Friður og kærleiki með- al mannkyns án tillits til trúar- eða lífsskoðana. Kaffi og opnar umræður. Allir hjartanlega velkomnir. FRIÐUR 2000 (esús er kærleikUr^ Rauðarárstíg 26, Reykjavík, sfmar 561 6400, 897 4608 Guðsþjónusta sunnudag kl. 20 og fimmtudag kl. 20. Altaris- ganga öll sunnudagskvöld. Prestur: Sr. Guðmundur Örn Ragnarsson. Fjölskyldusamkoma í Aðal- stræti 4B kl. 11.00 f.h. Fræðsla fyrir börn og fullorðna. Guðbjart- ur Árnason kennir. Almenn samkoma i Breiðholts- kirkju kl. 20.00. Guðmundur Jónsson predikar. Mikil lofgjörð og fyrirbænir. Allir velkomnir. aui m f é I Samkoma í dag kl. 16.30. Predikun: Helga Zidermanis. Mikil lofgjörð og tilbeiðsla. Drottinn gerir kraftaverk! Barnastarf á meðan á samkomu stendur. Miðvikudagur: Kl. 20.30 Biblíulestur Allir velkomnir. Á VEGURINN Kristið samfélag Smiðjuvegi 5, Kópavogi Morgunsamkoma kl. 11.00 Eiður H. Einarsson predikar. Skipt í deildir. Líf, gleði og friöur fyrir alla fjölskylduna. Kvöldsamkoma kl. 20.00 Paula Shields predikar. Kynning á nýútkominni bók hennar Lækning sálarinnar. Þjónusta í Heilögum anda. Jesús elskar þig. Allir hjartanlega velkomnir. Sálarrannsókna- félag Suðurnesja Skyggnilýsingafundur Miðlarnir María Sigurðardóttir og Björgvin Guöjónsson verða með fjöldafund í húsi félagsins í dag, sunnudag, 13. okt. kl. 20.30. Húsið opnað kl. 20.00. Allir velkomnir. Verð fyrir félags- menn 1.000 kr. Aðrir 1.200 kr. Stjórnin. Orð lífsins, Grensásvegi8 Samkoma og sunnudagskóli kl. 11. Ásmundur Magnússon préd- ikar. „Fyrstu skrefin" í kvöld kl. 20.00. Lækningasamkoma á miðvikud. kl. 20. Jódís Konráðs- dóttir prédikar og biður fyrir sjúkum. Allir hjartanlega velkomnir! KROSSINN Sunnudagur: Almenn samkoma kl. 16.30. Barnagæsla er meðan á samkomunni stendur. Þriðjudagur: Biblíulestur kl. 20.30. Laugardagur: Unglingasamkoma kl. 20.30. Samkoma í dag kl. 17:00 Ræðumaður: sr. Kjartan Jóns- son. Barna- og unglingasamver- ur á sama tíma. Allir velkomnir. Hvítasunnukirkjan Ffladelfia Almenn samkoma kl. 16:30. Ræðumaður Vörður Traustason forstöðumaður Hvítasunnukirkj- unnar á Akureyri. Það verður barnablessun, lofgjörðarhópur Fíladelfíu leiðir söng. Barna- gæsla meðan á samkomu stend- ur. Það er gleði, líf og fögnuður f húsi Guðs, láttu sjá þig, þú ert innilega velkominn. Dagskrá vikunnar framundan: Þriðjudagur: Samvera á vegum systrafélagsins kl. 20.30. Miðvikudagur: Lofgjörð, bæn og biblíulestur kl. 20:00. Föstudagur: Krakkaklúbburinr kl. 18:00 fyrir öll börn á aldrinum 3-12 ára. Unglingasamkoma kl. 20:30. Nýbýlavegi 30, Kópavogi, gengið inn Dalbrekkumegin Krabbameinssjúklingar - námskeið Nú eru að byrja námskeið fyrir fólk sem hefur greinst með krabbamein og | hefur áhuga á að ____________I læra aðferðir sem stuoia að bættri líðan og eflingu ónæmiskerfisins. Stuðst verður við efni frá Bristol Cancer Help Center í Bretlandi, sem er braut- ryðjandi í aðstoð við krabba- meinssjúklinga og aðstandend- ur þeirra. Kennari verður Þóra Björg Þór- hallsdóttir, hjúkrunarfræðingur, sem hefur margra ára reynslu i hjúkrun krabbameinssjúklinga og hefur sótt nám til Bristol Cancer Help Center. Námskeiðið byrjar miðvikudag- inn 16. okt., kl. 16-18, og er haldiö í húsnæði Sjálfeflis, Ný- býlavegi 30, Kópavogi. Hist verður einu sinni í viku í 3 vikur. Upplýsingar og innritun er í síma 554 1107 milli kl. 9 og 13, ann- ars símsvari. Hugleiðslukvöld Opið hugleiðslukvöld í kvöld. Allir velkomnir. ingar Hjálpræðis- herinn Kirkjustræti 2 Sunnudagaskóli kl. 14.00. Hjálpræðissamkoma kl. 20.00. Káre Morken stjórnar, Aslaug Haugland talar. Allir velkomnir. Mánudagur kl. 16.00: Heimila- samband. Aslaug Haugland talar. Allar konur velkomnar. fomhjólp Almenn samkoma í Þríbúðum, Hverfisgötu 42, í dag kl. 16. Mikiil almennur söngur. Samhjálparkórinn tekur lagið. Vitnisburðir. Barnagæsla. Ræðumaður Gunnbjörg Óla- dóttir. Kaffi að lokinni samkomu. Allir velkomnir. Samhjálp. zmmsmmm Dagsferð 13. október kl. 10.30 Þingvellir, haustlita- ferð. Létt ganga um skógarstíga og þingstaðinn. Verð kr. 1.400/1.600. Dagsferð 20. október kl. 10.30 Þjóðtrú, 2. ferð; huldu- fólksbyggðir. Jeppanámskeið 19. okt. kl. 10.00. Námskeið um breyt- ingar á öllum tegundum jeppa. Fyrirlesarar verða starfsmenn Toyota-umboðsins. Haldið á Nýbýlavegi 8, enginn aðgangs- eyrir. Allir velkomnir. Netslóð: http://www.centrum.is/utivist Gjafir jarðar Heilunarorka úrríki náttúrunnar 10 vikna námskeið í ilmjurtaheilun verður haldið í sal Lifssýnar í Bolholti 4, 4. hæð. Nám- skeiðið hefst mánudaginn 21. október kl. 19.30. Meðal efnis: llm- kjarnaolíur, áhrif og notkun þeirra, slökunarnudd, vinna með orku- stöðvar líkamans og heilun. Allar frekari upplýsingar færðu hjá Björgu í sima 565 8567 og Arnhildi f síma 557 1795 og GSM 897 4996. Björg Einarsdóttlr, sjúkranuddari og reikimeistari, Arnhildur Magnús- dóttir, ilmolíunuddari og svæðanuddari. FERÐAFÉLAG ÍSIANDS MÖRKINNI 6 - SlMI 568-2533 Sunnudagur 13. október - dagsferðir: 1) Kl. 10.30 Stíflisdalur - Kjölur - Vindáshlíð. Ekið að Stíflisdal og gengið það- an um Kjöl að Vindáshlíð í Kjós. Fjölbreytt gönguleið. Verð kr. 1.200. 2) kl. 13.00 Á slóðum Hraun- fólksins (eyðibýlin á Þingvöllum). Fróðleg ferð - saga Hraunabæj- anna. Verð kr. 1.200. Brottför frá Umferðarmiðstöð- inni, austanmegin og Mörkinni 6. Fræðslurit F.I.: Ný bók um Heng- ilssvæðið, komin út. Höfundar: Sigurður Kristinsson, kennari, og Kristján Sæmundsson, jarð- fræðingur. Ferðafélag [slands. Námskeið „Taktu sólina inn í sálina" Andlegar tenging- ar, sjálfsheilun, hugleiðsla, aukin næmni, innri sýn. Námskeið, sem hjálpar þér að koma á meðvitaðri tengingu við „æðra sjálfið" og finna þannig leið sálarinnar. Þú eflir næmni þína þar sem hún er sterkust, en eykur einnig og opnar fyrir næmni á öðrum sviðum. Meðal efnis: Tengingin við æðra sjálfið, heilun orkustöðva, skynj- un orkuflæðis, tilfinningaheilun, karmasambönd, fyrri líf o.fl. Næsta námskeið hefst þann 16. október kl. 20.00. Skráning og upplýsingar hjá Björgu i síma 565 8567. Námskeiðin eru haldin í Lífssýn- arsalnum, Bolholti 4, 4. hæð. Björg Einarsdóttir, sjúkranuddari og reikimeistari. Pýramítinn - andleg miðstöð Ragnheiður Ólafsdóttir, teiknimiðill, verð- ur með einkafundi dagana 16.-25. október. Byrj- | endanámskeið 19. og 20. okt. í að rækta og læra á næmni, æðri skynjanir, áruhjúpinn, sköpun, sjálfstyrkingu og sjálfs- tjáningu. Framhaldsnámskeið 26. og 27. okt. Þeir sem eru á biðlista fyrir einkafundi og á námskeiðunum, vinsamlegast hafið samband. Þetta verða síðustu einkafundir og námskeið þar sem Ragnheið- ur tekur sér frí um óákveðinn tlma. Tímapantanir og nánari upplýs- ingar um námskeiöin í símum 588 1415 og 588 2526. Pýramítinn, Dugguvogi 2. KRISTILEG.. MlÐSTOÐ Hverfisgötu 105,1. hæð, simi 562 8866 Predikun kl. 20 f kvöld. „Postulleg smurning fyrir okkur í dag.“ Hilmar Kristinsson predikar. Frelsishetjurnar - krakkakirkja kl. 11.00 sunnudagsmorgun. Þriðjudagskvöld: Kl. 20 almenn samkoma. Föstudagskvöld: Bænastund kl. 20. GEN-X kvöld kl. 21 fyrir unga fólkið. Opið hús til kl. 01.00. Allir velkomnir. Vertu frjáls, kíktu í Frelsið. Fræðslumiðstöð and- legrar vitundar Dulrænukvötd Sunnudagskvöldið 13/10 kl. 20 verður dulrænt með Svönnu, Andrési, Siggu Júl. og fleirum, í Dugguvogi 12. Skyggnilýsingar, talnaspeki, lófalestur, spár og margt, margt fleira. Jón Rík- harðsson leikur og syngur gosp- el. Miðasala við innganginn. I fræðslumiðstöð- inni starfa m.a.: Andrés Karlsson: Spámiðlun og tarotlestrar. Bryndís Júlíus- dóttir, kinesio- log: Unnið með jafnvægi hugar og líkama í samræmi við heildræna sýn á tilveruna: Streitulosun, sjálfsþekking, jákvæð ' hugsun, orkumæling. Lára Halla Snæ- fells: Spámiðlun. Sigrfður Júlíus dóttfr, spámiðill: Dulvísindi, talna- speki, lófalestur, litir frá reikistjörn- um, spilaspár og ráðgjöf. Svanfríður Guð- rún Bjarnadóttir: Náttúruleg heilun og sambandsmiðl- un. Valgerður Her- mannsdóttir, kinesiolog: Leitar orsaka likamslegs og andlegs ójafn- vægis og vinnur á þeim. ‘Vinnur með námskvíða, ein- beitingarskort, sviðsskrekk, próf- kvíða o.fl. Lffönd- un, ilmolíunudd, sogæðanudd, The Seven Key Case og höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð. Gunna Stfna Einarsdóttir: Mennt- uð í kínverskum nálastungum í Sviþjóð og Kína. Fyrirbænir: Hringið eða komið sjálf og skráið í fyrirbænabókina. Dulheimar, simi 581 3560.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.