Morgunblaðið - 13.10.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.10.1996, Blaðsíða 16
16 B SUNNUDAGUR 13. OKTÓBER 1996 morgunblað: Margarete Weinmann Uili Siegenthaler Anne Lise Siegenthaler í Reykjarfirði á Hornströndum, langt í burtu frá skarkala heimsins dvöldu síðla sumars, sjö ævintýraþyrstir ferðalangar frá Sviss og Þýskalandi. Þorkell Þorkelsson tók myndir og Hrönn Marinósdóttir spjallaði við þrjá úr hópnum í lok ferðar. EIN í HEIMINUM „ÞAU eru óendanlega hrifin af íslandi,“ segir Björn Guðmundur Markússon leiðsögumaður. „Flest hafa þau komið hingað nokkrum sinnum áður en sá sem á metið, eini Þjóðverjinn í hópnum, var hér í sjöunda sinn á aðeins fjórum árum.“ Ekki höfðu þau hugmynd um hvers konar ferð var í vændum en Björn Guðmundur skipulagði hana með það í huga að koma þeim verulega á óvart. „Ég vissi þó að þau vildu dvelja í óbyggðum, njóta útiveru og fara í gönguferðir og þess vegna urðu Homstrandir fyrir valinu." segir hann. í sjö daga, gistu ferðalangarnir sjö ásamt Birni Guðmundi, í gömlum bóndabæ í Reykjarfirði en búskapur lagðist þar af árið 1959. Þaðan voru síðan gengnar mismunandi dagleiðir ýmist jökulgöngur, strandgöngur, fjallgöngur eða heiðagöngur. Reykjarfjörður er umkringdur háum fjöllum en Drangajökull gnæfír yfir og hæstu tindar hans Hrollaugsborg, Reyðarbunga og Hljóðabunga. Undirlendi er mikið í firðinum og hefur aukist töluvert en skriðjökulhnn hefur hopað um 200 metra frá síðustu aldamótum. Gróðursældarlegt er um að litast en fjörðurinn dregur nafn sitt af heitum hveram sem þar era. Sumarlangt halda þarna til hjónin Sjöfn Guðmundsdóttir og Ragnar Jakobsson en hann er þar fæddur og uppalinn. Pínulítil kona á jökli „Vestfirðir eru hrjóstragir og í náttúranni er ekki áberandi fjölbreytni en allt þetta smáa heillaði mig, mosinn, grösin og blómin, ótal afbrigði af grænum litum,“ segir Anne Lise Siegenthaler frá Sviss sem var í sinni fyrstu íslandsferð. „Einnig fmnst mér himinninn hér öðruvisi en annars staðar, skýin eru svo neðarlega og skapa alls kyns kynjamyndir. Gönguferðin á Drangajökul var að • TIL að komast í Sigluvík þurfti að vaða ískalda jökulóna flestra mati hápunktur ferðarinnar. Anne Lise komst þá í fyrsta sinn í návígi við jökul. Þegar komið var upp á jökulsporðinn var sest niður og snæddur hádegisverður. Heiðskírt var og lognið svo mikið að hægt hefði verið að kveikja á kerti. Flestir í hópnum gengu á þrjá hnjúka en jökullinn er töluvert erfiður yfirferðar og því er nauðsynlegt að vera vel útbúinn og fara varlega. Á Hrollaugsborg er mikið víðsýni yfir Hornstrandir. Gestakomur eru ekki tíðar, aðeins 40 ferðahópar hafa skrifað í gestabókina þar á undanfömum 11 árum. í um 200 metra fjarlægð sá hópurinn jökulgos, en þegar jökullinn skríður fram lokast vatnshólf sem spýta vatni hátt á loft. „Það var mikilfengleg sjón og mikill hamagangur en í einni svipan þeyttist vatn Ragnar fer til selveiða og stundar rekaviðinn sem mikið er af og kemur m.a. alla leið frá Síberíu. Auk þess hafa hjónin byggt upp ágætis aðstöðu fyrir ferðafólk s.s. séð um viðhald sundlaugarinnar sem er með elstu útilaugum landsins, sem var vígð árið 1938. háttáloft." Farið var að bregða birtu þegar komið var aftur í Reykjarfjörð. Þá vora 35 km _að baki, 13 klukkustunda ganga. Bjöm Guðmundur kom þeim þá á óvart, einu sinni sem oftar. „Á meðan við skoluðum af okkur rykið gerði hann hlýlegt og notalegt í húsinu og matreiddi ljúffengan mat. Ánægjulegur endir á góðum degisegir Anne Lise. ísland er kalt en samt heitt Margarete Weinmann frá Sviss fyllist söknuði ef hún kemur ekki reglulega til íslands. „ísland er dulrænt og seiðandi land en ferðin í ár er það allra besta sem ég hef upplifað hér til þessa. Hornstrandir era mér sem himnaríki og því ég hefði viljað dvelja þar mikið lengur. Þar skiptir engu máli hvað tímanum líður eða hvaða dagur er. Einstakt fannst mér að drekka hreint vatn úr ám og vötnum, anda að sér fersku lofti og horfa á norðurljósin." Hún segir veðráttuna hér vera kaldari en hún á að venjast en íslendingar era að mati Margarete afar hlýlegir í framkomu og gestrisni þeirra mikil. „Sjöfn, húsfreyjan í Reykjarfirði, snaraði okkur stundum fyrirvaralaust inn í stofu til sín og bauð upp á pönnukökur og kaffi,“ segir hún ánægð á svipinn. Björn Guðmundur hafði meðferðis gasprímus og í súpurnar vora tíndir sveppir og alls kyns náttúrakrydd. „Eitt sinn sauð hann selkjöt og bar það fram með söltuðu selspiki og rúgbrauði. Mjög athyglisverður málsverður," segir Margarete. í leit að kyrrð og ró Fólksfæðin, óspjölluð náttúra, kyrrð og friður finnst Svisslendingnum Ulli Siegenthaler mest hrífandi við ísland. „Áð vera sjö daga á ferðalagi án þess að rekast á nokkurn mann er alveg einstakt og nokkuð sem hvergi annars staðar er hægt að upplifa. I stórborgum gleymist hve lítils megnugur maðurinn er í samanburði við náttúruna en í svona ferð verður það hins vegar augljóst. Veðrið kom okkur á óvart, hlýtt var og hægviðri allan tímann nema síðasta daginn, þá gengum við í svartaþoku í 9 klukkustundir ofan í Hrafnsfjörð, þaðan sem við fórum sjóleiðis til Isafjarðar," segir hann. Fjöruskoðun í Þaralátursnesi fannst honum eftirminnileg en þangað er skemmtileg 5 til 6 tíma ganga. „Spakir og forvitnir selir fylgdu okkur inn Þaralátursfjörð og að Hvítusöndum þar sem eru skjannahvítar sandstrendur og margar skemmtilegar klettamyndanir. I Þaraláturfirði hvfldum við okkur á gönguferðum og smíðuðum stóran fleka úr rekaviðinum og fleyttum okkar síðan yfir ósana,“ segir Ulli. Áf sjávarhömranum fyrir ofan Sigluvík var fylgst með gæfri refafjölskyldu sem á þar greni í rekaviðarstafla. „Til að komast að víkinni þurftum við síðan að vaða kalda jökulána og það fannst okkur afar spennandi.“ Á kvöldin var stundum kveiktur varðeldur og sungin þjóðlög frá Sviss og Þýskalandi. Björn Guðmundur las þá ljóð sem hann þýddi á þýsku. Einnig sagði hann okkur álfa- og draugasögur, afar eftirminnilegar, eins og reyndar ferðin í heild sinni,“ segir Ulli. Svo ánægð vora þau með ferðina að í deiglunni er að koma aftur næsta sumar og hefur Björn Guðmundur tekið að sér að skipuleggja aðra óvissuferð fyrir þau. • SALTAÐ selspik og rúgbrauð í hódegismaf. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. OKTÓBER 1996 B 17 • KVÖLDVAKA með Ijóðaupplestri í Reykjarfirði. • SUNDLAUGIN í Reykjarfirði er um 20 metra löng.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.