Morgunblaðið - 13.10.1996, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 13. OKTÓBER 1996 B 5
Morgunblaðið/Erlendur Sveinsson
PÍLAGRÍMAR komnir að dómkirkju heilags Jakobs í Santiago de Composteia eftir göngu yfir Pýreneafjöllin.
ELSTI hiuti dómkirkju heilags Jakobs.
V erndari
ferða-
langa og
sæfarenda
Ásdís Egilsdóttir, lektor við Háskóla ís-
lands, fjallaði á ráðstefnu á Spáni nýlega
um þá mynd sem höfundur Hrafns sögu
Sveinbjarnarsonar dregur upp af Hrafni sem
vemdardýrlingi ferðalanga og sæfarenda.
Pétur Gunnarsson hitti Ásdísi að máli og
____bað hana að lýsa dýrlingsefninu_
Hrafni Sveinbjamarsyni.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Ásdís Egilsdóttir
RÁÐSTEFNAN sem Ásdís
sótti var haldin í Galisíu
á Spáni, í grennd við
Santiago de Compostela
þar sem sagt er að gröf Jakobs
postula sé að fínna. Pílagrímar tóku
að streyma til Santiago de Compo-
stela á miðöldum og er talið að ein-
ungis Róm, þar sem Pétur postuli
bar beinin, hafi verið fjölsóttari
meðal pílagríma. Enn í dag leggja
þúsundir trúaðra land undir fót og
þramma 800 km leið yfir þveran
Spán frá landamærum Frakklands
og Spánar til þess að kveikja á
kerti í dómkirkju heilags Jakobs og
skreyta föggur sínar skeljum, sem
eru tákn þeirra sem handgengnir
eru heilögum Jakob.
Þetta var í annað skipti sem um
það bil 30 sérfræðingar í sögu,
bókmenntum og listum miðalda
hittast á fjölfaglegri og fjölþjóðlegri
ráðstefnu til að bera saman mið-
aldaheimildir um hvaðeina sem
tengist heilögum Jakobi og píla-
grímsferðunum til Santiago de
Compostela. Tveimur íslendingum
var boðið, Sverri Tómassyni, sem
talaði um landaþekkingu og heims-
sýn íslendinga á miðöldum, og Ás-
dísi sem flutti erindi um pílagríminn
og píslarvottinn Hrafn Sveinbjarn-
arson.
Hrafns Sveinbjarnarsonar minn-
ast sjálfsagt flestir íslendingar úr
sögunni fyrir læknisgáfu hans og
vegna þess að hann var svikinn í
tryggðum og tekinn af lífi. Ásdís
hefur rannsakað sagnir af Hrafni
og staðnæmst við aðra þætti; kenn-
ing hennar er sú að ritun Hrafns
sögu hafi e.t.v. verið nokkurs konar
tilhlaup að því að gera Hrafn að
verndardýrlingi ferðalanga og sæ-
farenda.
Hrafn Sveinbjarnarson var
óvenjulega víðförull maður á sinni
tíð. „Það má segja að Hrafn hafi
verið fyrirmyndarmiðaldatúristi.
Hann fór á alla helstu pílagríma-
staði nema Jerúsalem," segir Ásdís
og minnir á að rætt sé um píla-
grímaferðir miðalda sem upphaf
túrismans í heiminum. „Hann fór
til Kantaraborgar í Englandi að
heimsækja heilagan Tómas, til St.
Gilles í Frakklandi þar sem heilagur
Egedíus var grafinn. Auðvitað gekk
hann suður til Rómar og svo til
Santiago de Compostela.
í sögu Hrafns er ekki sagt frá
þeirri ferð. Það er sagt frá því að
eftir að hafa farið til St. Gilles hafi
hann síðan farið „vestur til Jak-
obs“. Það er þá ljóst að allir hans
samtíðarmenn hafa vitað að það
að fara vestur til Jakobs þýðir að
fara til Santiago de Compostela."
Ásdís nefnir einnig að í íslenskum
miðaldakveðskap sé Galisía kölluð
Jakobsland og kennd við heilagan
Jakob.
Hrafns saga Sveinbjarnarsonar
er talin skrifuð tveim áratugum
eftir að Hrafn var tekinn af lífi
árið 1213. „Sagan tilheyrir Sturl-
ungu en er einnig til í sérstakri
útgáfu, lengri og fyllri. í Sturlungu
er sagan að vissu leyti afhelguð og
megináherslan er þar lögð á deilu
Hrafns og Þorvaldar Vatnsfirðings.
Það er fyrst og fremst þessi sér-
staka saga sem ég gerði að umtals-
efni í mínum fyrirlestri. Hún er
mjög sérkennilega samansett; að
sumu leyti dæmigerð íslensk deilu-
saga en líka mjög helgisagna-
kennd,“ segir Ásdís.
„Hrafni er lýst sem guðhræddum
einstaklingi, manni sem hafnar ver-
aldlegum gæðum og er mikill lækn-
ir. í sögunni kemur fram það hugar-
far samtíðarmanna hans, að lækn-
ingin sé guðleg náðargáfa. Ætt
Hrafns þiggur læknislistina frá Ól-
afi helga. Hrafn er fær um að veita
líkn en guð er hinn eiginlegi lækn-
ir. Frásagnirnar af lækningum eru
þess vegna keimlíkar jarteinum sem
dýrlingar gefa. En það er ekki bara
læknisgáfan, sem Hrafn býr yfir,
samkvæmt sögunni því hann virðist
hafa vald til að stilla storma á sjó.
Í vígsluför með biskupsefninu Guð-
mundi Arasyni lenda þeir í miklum
hrakningum á sjó og þá biður Guð-
mundur góði Hrafn um að stýra
og það er hann sem kemur skipinu
farsællega í höfn.
Það er líka greint frá því að
Hrafn veiti öllum húsaskjól og hann
á skip sem feijar menn yfir Amar-
fjörð og Breiðafjörð þannig að
myndin sem brugðið er upp af
Hrafni er mynd af manni sem alla
ferðalanga og sæfarendur mundi
dreyma um að hitta fyrir á sinni
leið; manni sem er líkur verndar-
dýrlingi sæfarenda og ferðalanga,
heilögum Jakob.“
En helgisagnaminnin í Hrafns
sögu Sveinbjarnarsonar eru fleiri.
Ásdís rekur aðdraganda þess í sög-
unni að Þorvaldur Vatnsfirðingur
rýfur sættir og lætur taka Hrafn
af lífi: „Skömmu áður hafði Þor-
valdur komið til Hrafns og þeir
sættust. Þá er frá því sagt að Hrafn
hafi gefið Þorvaldi og hans mönnum
málsverð og síðan annast hann um
fætur þeirra; hann þvær þó ekki
fætur þeirra heldur gefur þeim nýj-
an skóbúnað. Þegar þeir kveðjast
kyssir Þorvaldur Hrafn að kveðju-
skyni; það er júdasarkoss. Það má
segja að þetta sé síðasta kvöldmál-
tíðin upp á vestfirsku."
Fleira er haft til sannindamerkis
um helgi Hrafns í sögu hans, m.a.
er frá því greint að eftir dauða
hans hafi hijóstrugur aftökustaður-
inn orðið grænn og gróskumikill
völlur.
Allt er á huldu um höfund Hrafns
sögu annað en að talið er ljóst að
hann hafi verið lærður maður sem
skrifað hafi söguna tveimur áratug-
um eftir fall Hrafns árið 1213.
Ásdís segist hafa farið að velta
fyrir sér hvort þessar lýsingar á
Hrafni væru eingöngu helgisagna-
minni eða hvort leggja beri í þær
aðra merkingu. „Mér finnst sú hug-
mynd freistandi að þegar Hrafn var
fallinn frá hafi farið að myndast
um hann sagnir og þá hafi menn
trúað að hann hafi að minnsta kosti
verið efni í helgan mann og líkur
þeim dýrlingi sem hann heimsótti,
heilögum Jakobi, verndara sæfar-
enda og ferðalanga,“ segir Ásdís
Egilsdóttir. Auðvitað sé engin leið
að vita hvernig hinn raunverulegi
Hrafn Sveinbjarnarson hafi verið.
„Það er þekkt að menn sem talið
var að hefðu fallið fyrir óréttlæti
voru teknir í dýrlingatölu. Það virð-
ist sem höfundur Hrafns sögu hafi
litið á Hrafn sem píslarvott.
Hrafn hefur sjálfsagt þótt upp-
lagt dýrlingsefni. Sagan er þess
vegna eins og tilhlaup að dýrkun
sem hefur lognast út af síðar af
einhveijum ástæðum. Menn hafa
kannski verið að bíða eftir því að
sjá traustari merki. Það sem gaf
til kynna að maður væri helgur var
jú fyrst og fremst það að einhveijir
merkir atburðir gerðust eftir dauða
hans.
Mér finnst líka gaman að íhuga
hvort einmitt á þessu landsvæði,
Vestfjörðum, hafi vérið talin þörf
fyrir dýrling af þessu tagi, verndara
sæfarenda og ferðalanga — og
fiskimanna. Sagan segir að nóttina
áður en hann var veginn hugleiði
hann ævi Andrésar postula, eftir
að það var lesin fyrir hann Andrés-
ardrápa. Andrés er sums staðar
verndari fiskimanna. Þannig að
samkvæmt sögunni er eins og
Hrafn hafi haft allt til að bera sem
menn hafi þurft á að halda í helgum
manni á þessum slóðum.“
- Hvað varð til þess að vekja at-
hygli þína á þessari sögu?
„Áhuginn kviknaði í kennslu. Ég
fæst einkum við helgisögur og hef
gert undanfarin ár. Mig langaði til
að vinna meira úr þessu efni og þá
fannst mér þetta áhugaverðast og
þegar mér var boðið á ráðstefnuna
sá ég svo í þessu tilvalið umfjöllun-
arefni. Ég held að Hrafns saga sýni
okkur vel inn í miðaldaheiminn þar
sem menn voru stöðugt að leita sér
að árnaðarmanni, sem er gamalt orð
um meðalgöngumann milli guðs og
manna. Það virðist sem margir hafi
verið kallaðir en færri útvaldir."
Aðspurð hvort framhald verði á
rannsóknum hennar á Hrafns sögu
Sveinbjamarsonar segir Ásdís hugs-
anlegt að hún rannsaki nánar tildrög
sögunnar; hveijir gætu hafa haft
áhuga á helgisögulegri ritun um
Hrafn og „markaðssetningu“ hans
sem dýrlingsefnis á 13. öld.
Hún hlær við þegar hún er spurð
hvort hún eigi von á að athuganir
hennar verði til þess að hleypa nýju
lífí í baráttuna fyrir því að Hrafn
Sveinbjarnarson verði tekinn í tölu
dýrlinga. „Ég hugsa að það gæti
orðið torsótt leið en á ráðstefnunni
tóku menn þessum hugmyndum
ótrúlega vel. Það er ekki aðeins að
menn hafi séð í Hrafni prýðilegt
dýrlingsefni heldur einnig og ekki
síður fengið áhuga á öðrum Islend-
ingi; höfundi sögunnar, manninum
sem skapaði þessa merkilegu ímynd
af Hrafni Sveinbjamarsyni og gaf
honum endurskin af heilögum Jak-
obi.“