Morgunblaðið - 13.10.1996, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 13.10.1996, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. OKTÓBER 1996 B 13 Dagbók Háskóla íslands DAGBÓK Háskóla íslands fyrir vik- una 13. til 19. október. Allt áhuga- fólk er velkomið á fyrirlestra í boði Háskóla íslands. Handritasýning Árnastofnunar í Árnagarði verður opin á þriðjudög- um, miðvikudögum og fimmtudögum frá kl. 14 til 16 frá 1. október 1996 til 15. maí 1997. Tekið er á móti hópum á öðrum tímum þessa sömu daga ef pantað er með dags fyrir- vara. Mánudaginn 14. október: Unnsteinn Stefánsson, prófessor emeritus, flytur fyrirlestur kl. 17 í stofu 158 í húsi Verkfræðideildar að Hjarðarhaga 2-6. Fyrirlesturinn nefnist: „Hafið sem umhverfi." Þriðjudaginn 15. október: Dr. Ingo Seidler, prófessor í þýsk- um bókmenntum við Michigan- háskóla í Bandaríkjunum, flytur opinberan fyrirlestur í boði heim- spekideildar kl. 17.15 í stofu 101 í Odda. Fyrirlesturinn ber yfirskriftina „Brecht - A Writer with a Past but No Future" og fjallar um þýska ljóð- skáldið og leikritaskáldið Berthold Brecht. Ingibjörg Harðardóttir, kennslu- stjóri rannsóknatengds framhalds- náms í læknadeild, flytur fyrirlestur um fituefnaskipti á þriðju hæð í Læknagarði kl. 16.15 og nefnist fyr- irlesturinn „Lípóprótein og apólípóp- rótein, bygging og samsetning." Fimmtudaginn 17. október: Dr. Petra von Morstein prófessor í heimspeki við Calgary-háskóla í Kanada, flytur opinberan fyrirlestur í boði heimspekideildar kl. 17.15 í stofu 101 í Odda. Fyrirlesturinn nefnist „Can We Live Without Philo- sophy?“ (Er unnt að lifa án heim- speki?) og verður fluttur á ensku. Föstudaginn 18. október: „Milli himins og jarðar. Maður, guð og menning í hnotskurn hugvís- inda.“ Guðfræðideild og heimspeki- deild standa fyrir hugvísindaþingi í aðalbyggingu Háskólans föstudag- inn 18. og laugardaginn 19. október. Þingið hefst kl. 9 báða dagana og lýkur með pallborðsumræðum um stöðu og framtíð rannsókna í hugvís- indum á íslandi kl. 14-16. Öllu áhugafólki um mannleg fræði gefst kostur á að kynna sér rannsóknir fimmtíu fræðimanna í hugvísindum. Chris Evans sérfræðingur flytur erindi í efnafræðistofu ki. 12.20 í stofu 157, VR II sem hann nefnir „2-Naphthol Complexation by beta- Cyclodextrin: Influence of Added Short Linear Alcohols." Gísli Már Gíslason, prófessor í líf- fræði, flytur fyrirlestur í hjá Líf- fræðistofnun kl. 12.20 í stofu G-6 að Grensásvegi 12. Fyrirlesturinn nefnist „íslenskar ár.“ Laugardaginn 19. október: Hugvísindaþing í aðalbyggingu kl. 9 til 16. Sjá dagskrá föstudags. Námskeið á vegum Endur- menntunarstofnunar HI. 14.-15. okt. kl. 8.30-12.30. Unix fyrir almenna notendur - síðari hluti. Kennari: Helgi Þorbergsson, PhD. tölvunarfræðingur hjá Þróun hf. 14. okt.-4. nóv. kl. 20.15-22.15 (4x). Trú, töfrar og særingar: „ís- lensk galdramenning fyrr á öldum.“ Kennari: Matthías Viðar Sæmunds- son, dósent í íslenskum bókmenntum við HÍ. 14., 15. og 21. okt. kl. 8-13. „Gæðakerfi - ISO 9000.“ Kennari: Pétur K. Maack prófessor og Kjartan J. Kárason, framkvæmdastjóri hjá Vottun hf. 14.-15. okt. kl. 8.30-12.30. „Stefnumótun í markaðsmálum." Kennari: Þórður Sverrisson rekstrar- hagfræðingur, ráðgjafi hjá Forskoti ehf. 14.-15. okt. kl. 16-19. „Nýsköp- unarstyrkir Evrópusambandsins Tækifæri og umsóknartækni.“ Um- sjón: Starfsfólk Kynningarmiðstöðv- ar Evrópurannsókna og Fram- kvæmdastjórnar Evrópusambands- ins í Brussel. 14. okt.-14. nóv. kl. 20-22 (lOx). „Bytjendanámskeið í japönsku.“ Kennari: Jón Egill Eyþórsson, BA í kínverskum bókmenntum (lærði í Japan). 14., 17. og 21. okt. kl. 13-16. „Vefsmíðar 1 - Hönnun og noter.da- viðmót“ Kennari: Gunnar Grímsson vefmeistari hjá this.is og IO - Inter- Organ. 15. okt.-19. nóv. kl. 20.15-22.15 (6x). „íslenskar bamabókmenntir. Saga, hugmyndafræði, verklag val- inna höfunda." Kennari: Silja Aðal- steinsdóttir bókmenntafræðingur, auk gestafyrirlestra íslenskra bama- bókahöfunda. 15.-16. okt. kl. 16.-19.30. „Inter- net - kynning." Kennari: Jón Ingi Þorvaldsson, kerfisfræðingur hjá Nýheija. 15. okt.-5. nóv. kl. 20.15-22.15 (4x) „Sjálfshjálp við depurð og kvíða." Kennarar: Sálfræðingamir Jón Sigurður Karlsson, Kolbrún Baldursdóttir, Guðrún íris Þórsdóttir og Loftur Reimar Gissurarson. 15. -17. okt. kl. 9-17. „AutoCAD - grunnnámskeið." Kennari: Magnús Þór Jónsson, prófessor í HÍ. 16. okt.-27. nóv. kl. 20-22 (7x). „Listin að yrkja.“ Kennari: Þórður Helgason, bókmenntafr. og rithöf- undur, lektor í KHÍ. 16., 23. og 30. okt. kl. 13-16. „Umbætur og gæðastarf - Gæða- stjómun í heilbrigðisþjónustu.“ Kennari: Guðrún Högnadóttir for- stöðum. gæða- og þróunarsviðs Rík- issp. 16. okt. kl. 13-18 og 17. okt. kl. 8.30-13. „Innri gæðaúttektir fyrir stofnanir og fyrirtæki.“ Kennarar: Kjartan J. Kárason, framkvæmdastj. hjá Vottun hf., og Einar Ragnar Sig- urðsson, rekstrarráðgjafi hjá Ráð- garði hf. 16. okt.-l. des. og 8.-2. jan. kl. 17.10-19.45 (12x). „Frán?ais la carte“ Hvemig á að láta viðskipti við Frakkland ganga upp? Kennari: Petrína Rós Karlsdóttir D.E.A., stundakennari í HÍ. 16. okt.-4.des. kl. 17.10-19.10 (8x). „Námskeið í ritþjálfun í spænsku fyrir lengra komna.“ Kenn- ari: Dr. Juan de la Cruz er prófessor í málvísindum við háskólann í Malaga á Spáni. Hann hefur kennt málvís- indi við háskóla víða um heim og mun vinna að rannsóknum á íslandi í haust. 17. og 18. okt. kl. 8.30-12.30. „GPS-landmælingar.“ Umsjón: Frey- steinn Sigmundsson, jarðeðlisfræð- ingur hjá Norrænu eldfjallastöðinni. 17.-18. okt. kl. 16-19. „Sjóð- streymi." Kennarar: Ámi Tómasson stundak. HI, lögg. endurskoðandi hjá Löggiltum endurskoðendum hf. og Stefán Svavarsson, dósent í HÍ og formaður Reikningsskilaráðs. 18.okt. 9-16 og 19.okt. 9-13. „Fötlun, langvarandi veikindi og meðvirkar fjölskyldur - Nálgun fag- fólks, breyttar áherslur, nýjar hug- myndir.“ Umsjón: Andrés Ragnars- son og Wilhelm Norðfjörð sálfræð- ingar. 19. okt. kl. 10.00-15.00 og 21.-24. okt. kl. 17.00-22.00. „Að vera arkitekt á íslandi - Námskeið fyrir nýútskrifaða arkitekta.“ Haldið í samvinnu við Arkitektafélag ís- iands. Umsjón: Geirharður Þorsteins- son og Sigurður Harðarson arkitekt- ar. .Myndir |)iá frnia okkniF ef vicí segíimi sér aí Það er eiginlega eina vandamálið okkar. Hvernig getum við sannfært fólk, sem ekki hefur reynt rúmin okkar, um að þau séu þægilegri en önnur rúm? Hvernig eigum við að útskýra fyrir þér, vinum þínum og kunningjum að þið fáið sennilega ekki eins góðan nætursvefn og þið gætuð? Við gætum talið upp alla kosti rúmsins, hvernig það er samansett og hversvegna. Við gætum svæft þig úr leiðindum með tæknilegum staðreyndum og vísindalegum prófunum um svefngæði. Þér myndi líklega skiljast að DUX framleiðir gæðarúm - fyrir líkamlega og andlega vellíðan, en það segði þér samt ekki neitt um þá ljúfu og notalegu tilfmningu, sem DUX-rúmin veita. Kannski getum við náð athygli þinni með því að segja þér frá viðbrögðum fólks eftir fyrstu nóttina í DUX-rúmi. T.d. um manninn sem brást reiður við og skildi ekki hversvegna enginn hefði sagt honum frá þessu fyrr. Hann hafði sofið í 40 ár á dýnu sem hann taldi góða. Eða um rokkstjörnuna sem tók DUX-dýnuna með sér af hótelinu í flugi heim til Bandaríkjanna. Eða fjögurra barna móðurina sem vaknaði að morgni og sagði: „Krakkarnir skulu fá þetta líka.“ \ ið vitum að liver maðm’ er einstatur, en við fullyrtfum að Lemsí á sömii skoðun og viá, að DUX-rúmið sé það þregilegasí'a sem þú iiafir prófaá. K.annski höfum viá nú náð atlirgli |>inni, en ]>ú átí eftir að reyna sjáifur. Donnlu og rerndn DUX og gefðu ]>ér góðan líma, leggstu niáur í róleglieifum og Imláu ]>ig. :R<vvndu sioan önnur rúm, við nvetjum ]>ig til ]>ess, vegiia ]>ess að |>egar ]>ú hefur reyní rúmin okkar ]>á finnur }>ú muniim. Við gætum farið f orðaleik og sagt: „Þægilegra en...,“ „Eins þægilegt og...,“ en málið snýst ekki um orðaleiki. DUXIANA DUX & GEGNUMGLERIÐ Faxafeni 7 - Sími: 568 9950 fr >ÍJI mm Oriel VfesT liofur verið í'ádipn scm jýjulfari hjá ÍBetn Hann mun sjá um yoga og dansnæOinamskciO. ÍSUHI, H Uriel West ínnritun i sitna 565 8898. r- "T 7Z.Vjg* * '*¥**■■ i:Z"i£r aK.S* ‘'Tí? ~ Garðátorgi f, Gárðabæ. Nvmiva }

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.