Morgunblaðið - 13.10.1996, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 13. OKTÓBER 1996 B 15
Jarðarbúar í litlu
áliti hjá Marsbúum
Chicago. Reuter.
EKKERT lát er á „geimveruæðinu"
í Bandaríkjunum og æ fleiri Banda-
ríkjamenn trúa þvi að vitsmunaverur
þríflst á öðrum hnöttum.
Samkvæmt viðhorfskönnun, sem
gerð var nýlega, telja 53% fullorðinna
Bandaríkjamanna að viti bornar ver-
ur lifí á öðrum hnöttum og 40% eru
sannfærð um að þær séu í sólkerfí
okkar. Jafnvel hörðustu efasemda-
menn segja að þetta hlutfall eigi eft-
ir að aukast þar sem framleiðendur
sjónvarps- og kvikmynda sýna þessu
sviði æ meiri áhuga.
Nýbúar frá Mars?
Áhugamenn um fljúgandi furðu-
hluti efndu til málþings í Chicago á
dögunum og ræddu ýmis mál, til að
mynda þann álitshnekki sem mann-
kynið er talið hafa beðið meðal geim-
vera.
„Mannkynið hefur ákveðinn orðs-
tír í sólkerfí okkar. Hann er ekki upp
á marga fiska um þessar mundir og
versnar ef við snúum baki við nauð-
stöddum nágrönnum okkar," sagði
Courtney Brown, aðstoðarprófessor
í stjómmálafræði við Emory-háskóla,
á málþinginu. Á meðal þessara „ná-
granna" eru nokkrir Marsbúar sem
Brown segir að hafí tekið sér ból-
festu á jörðinni og bíði þess að mann-
kynið sýni meiri náungakærieika til
að fleiri Marsbúar geti leitað hér
hælis.
Nokkur bandarísk tryggingarfélög
hugsa sér gott til glóðarinnar vegna
„geimvemæðisins" og bjóða upp á
tryggingar ætlaðar þeim sem óttast
að geimverur nemi þá á brott eða
handa konum sem ínýs hugur við
því að verða bamshafandi af völdum
geimvera.
Sviptingar á
dagblaðamarkaði
Eyiólfur
Miðvikudaginn 16. októberboðar
Félag Viðskipta- og hagfræðingatil
hádegisverðarfundar að Hótel Sögu
(Skála 2. hæð). Gestur fundarins er
Eyjótfur Sveinsson framkvæmdastjóri
Frjálsrar fjölmiðlunar hf. Á fundinum
mun Eyjólfur fjalla meðal annars um:
■ íslenskan dagblaðamarkað
■ Sameiningu Tímans og Dags
■ Samþjöppun á fiölmiðtamarkaði
Fundarstjóri er Hallur Baldursson
framkvæmdastjóri Yddu.
FÉLAG VIÐSKIFTAFRÆÐINGA
OG HAGFRÆÐINGA
noveml
Ida Davidsen er landsmönnum af
góðu kunn fyrix stórskemmtileg
tilþrif á sviði mataigerðarlistarinnar.
Ber þar hæst jólahlaðborð hennar
sem í ár verður á Hótel Loftleiðum.
Þar mun Ida ásamt eiginmanni
sínum Paul Sösby koma öllum í
sannkallað jólaskap með gimilegum
dönskum jólaréttum.
Marenza Poulsen mun ganga með
gestum í kringum kræsingar og gefa
góðar ábendingar.
Fundurinn hefst kl. 12:00, stendur til 13:30 og er öllum opinn