Morgunblaðið - 13.10.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 13.10.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. OKTÓBER 1996 B 3 gjörnu leirflögum og gljúpu hraunfláum og hestarnir gripið niður. Síðasta tækifærið til að teyga svalt vatnið áður en lagt er til uppgöngu að Kröflu. Þau leggjast hlið við hlið á bakkann og drekka úr köldum lækn- um. Vatnsdropar glitra á andliti stúlkunn- ar.“ Afdrifarík kynni Leiðir Hólmfríðar og Sigurveigar áttu síðan eftir að liggja saman. Sigurveig varð vinnukona hjá presthjónum í Siglufírði, Hólmfríði og Jóni Sveinssyni og fylgdi þeim síðar að Mælifelli. Þegar hér er komið sögu er Sigurveig 42 ára en sonur Hólmfríðar og Jóns sextán ára: „Frammi á Mælifellsdal sér Unní fyrir sér grannvaxna limamjúka konu, Sigur- veigu. Hún hefur verið send í beitarhúsin eftir taði sem vantar í eldinn. Eggert er að gefa sauðunum í beitarhúsunum. Hún fer inn í hlöðuna til að hjálpa honum að leysa heyið, svo þau geti orðið samferða og hann hjálpað henni heim með taðið, eins og henni hefur verið uppálagt. Hvað hann er orðinn glæsilegur piltur. Svo hár og vöðvastæltur. Hún hefur tekið eftir því í vetur að hann horfír svo skrýti- lega á hana þegar hún er að fækka fötum og búa sig í rúmið í baðstofunni. Hefur haft dálítið gaman af því. Svo langt síðan piltur hefur gefíð henni auga. Það fer að Hvernig skyldu þessar formæður hennar annars hafa verid, Sólveig, Sigurveig og Hólmfríður? Líf þeirra í íslenskri sveit fyrir svo ævalöngu getur varla haft neina snertingu við hennar líf í ríkidæmi í öðru landi. Hvað er hún, nútímakonan, að velta þessu fyrir sér? koma í hana fíðringur þegar þau stijúkast hvort við annað í göngunum. Drengurinn er bara orðinn karlmaður. Henni hefur alltaf þótt dálítið vænt um hann þessi fímm, sex ár sem hún er búin að vera á heimilinu, Hann er svo ljúfur og blíður í sér þótt hann sé orðinn slíkur rumur. Vefur öllum um fíngur sér. Jafnvel maddö- munni, sem bráðnar þegar hann tekur utan um hana og lyftir henni frá gólfí, ef hún ætlar að skamma hann. Það er þetta sem skipti sköpum um að hún gat ekki staðist hann þegar hún síðar hugsaði til þessara stunda. Hann lagði vangann svo blíðlega að kinn hennar um leið og hann hallaði sér að henni þarna í hlöðunni. Karlmenn höfðu svo sem girnst hana fyrr en hún hörfað undan látunum í þeim og frekjunni. Svona blíðu hafði hún aldrei þekkt. Það gerði gæfumuninn. Og hún gat ekki hætt að njóta hennar þegar tækifæri gafst. Það varð henni afdrifaríkt.“ „Eggert horfði bara á hana skelfdur og sagði ekki neitt. Hann var svo ljúfur, mundi P aldrei hafa kjark til að segja PN prestinum eða móður sinni hvernig komið var. Hvað átti hún að gera? Ekki gat hún hugsað sér að vera þarna kyrr eftir að hún færi verulega að þykkna undir belti. Skömmin of mikil. Hvað gat hún tekið til bragðs? Henni verður hugsað til Gísla langafa síns sem hafði kosið að fara í fljótið þegar hann gat ekki lifað við skírlífisbrot. Svartáin rennur þarna rétt fyrir neðan og mundi skila henni í Héraðsvötnin eins og honum í Sog- ið. Hún treystir sér ekki til að tala um hugarangur sitt við neinn. Hún veit alltof vel að ekki er vel séð að vinnukonur eignist börn, hvað þá eins og þarna er háttað. Hafði hún ekki heyrt ein- hvern komumann hafa eftir ummæli Magnúsar Stephensens dómstjóra um vinnukonur sem þungaðar urðu af völdum karla á efnaheimilum þegar hún eitt sinn var að bera fyrir gesti matinn frammi í stofu? Hann átti að hafa sagt að stúlku sem þetta henti bæri að reka strax úr vistinni því hún álitist hafa ginnt manninn til sam- legu til að veiða hann sér til mannsefnis. Þessi ummæli höfðu geymst í huga henn- ar. Heldri piltur hlaut að vera hrekklaus meðan hún, blásnauð vinnukonan, hlaut að vera freistarinn. Hvað þá þegar pilturinn var svona ungur. Nánast barn. Hún hlyti að hafa ginnt hann til fylgilags við sig. Hún gæti ekki litið upp á nokkurn mann heimilinu. Þótt ef til vill væri farið að taka eitthvað mildara á þessu núna þá fór ekki á milli mála að allt samfélagið vann beint og óbeint gegn barneignum vinnukvenna. Á sumum bæjum talaði enginn við þær all- an meðgöngutímann, hafði hún heyrt. Það fór ekki á milli mála að vinnuhjú höfðu engan siðferðilegan rétt til að æxlast. Það lá í loftinu. Hvað gat hún tekið til bragðs?“ Ávöxtur kynna Sigurveigar og Eggerts varð Sólveig sem er þriðja aðalpersóna bókarinnar Með fortíðina í farteskinu. Verð: 38.000 kr. m.vsk HP DeskJet 820 Cxi Tæknilegar upplýsingar: Prenthraði: alit að 6,5 blaðsíður á mín. i sv/hv, allt að 4 blaðsíður á min. i lit. Prentar undir Microsoft Windows (95, 3.1). 600x600 dpi í sv/hv. 600x300 dpi í lit. C-REt tækni og Color Smart sem hámarkar litagæðin. t li uerju ^JJeujÍett J ^cicLcircl meót heypti prentari í Leimi Viðurkenndir © er Sterkustu rökin fyrir að kaupa HP DeskJet 820 Cxi prentara færðu þegar þú berð hann saman við aóra prentara. Prentaðu i lit eóa svart/hvítu á venjulegt Ijósritunarblað meó HP 820 Cxi prentaranum - þú veist um leið aó hann er rétti prentarinn! Prófaðu siðan að prenta sama skjalió á sambærilegan pappír með öórum prentara. Þegar þú berð saman gæði, prenthraða og rekstrarkostnað verður þér Ijóst aö HP 820 Cxi prentarinn á i reynd engan keppinaut. Gerðu kröfur -HP DeskJet 820 Cxi uppfyllir þær! sölu- og þjónustuaðilar : HEWLETT PACKARD AC0, Skipholti 17, s. 562 7333 Boðeind, Mörkinni 6, s. 588 2061 Einar J. Skúlason, Grensásvegi 10, s. 563 3000 Heimilistæki hf Tœknival Uppfýsing«ti«km Heimiiistæki, Sætúni 8, s. 569 1500 Tæknival, Skeifunni 17, s. 550 4000 Upplýsingatækni, Ármúla 7, s. 550 9090 HP býður glæsilegt úrval af bleksprautuprenturum allt frá 20.000 kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.