Morgunblaðið - 13.10.1996, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 13.10.1996, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. OKTÓBER 1996 B 25 A’TVmWMtMAUGLYSINGAR Bakari Bakari óskast til starfa í Bolungarvík. Þarf að vera sjálfstæður og vanur. Upplýsingar gefur Sævar í síma 456 4770 eða 456 5068. Sölumaður - matvæli Fyrirtæki í framieiðslu og innflutningi mat- væla óskar eftir að ráða sölumann. Um er að ræða tímabundið starf, sem felst í sölu og kynningum á vörum fyrirtækisins. Þekking á matvælum, reynsla í sölumennsku, ásamt góðri framkomu, er æskileg. Áhugasamir sendi svör til afgreiðslu Mbl., merkt: „Mat - 18157“. Sölumenn óskast! 1. október nk. mun koma út hjá Iðunni glæsi- leg handbók, sem höfðar sterkt til ákveðins markhóps. Við óskum eftir nokkrum sölumönnum 20 ára og eldri. Umsækjendur þurfa að hafa bíl til umráða og geta hafið störf strax. Reynsla af sölumennsku er æskileg en ekki skilyrði. Umsóknir berist til afgreiðslu Mbl., merktar: „Iðunn - 1206“. ÍÐUNN . VANDAÐAR BÆKUR í 50 ÁR* pn vLi □m o u\ "T) \U Lh uu Skrifstofumaður - ritari Óskum eftir skrifstofumanni til alhliða skrif- stofustarfa. Góð bókhaldskunnátta og áhugi á bókhaldi nauðsynlegur auk góðrar ís- lensku- og enskukunnáttu. Aðeins kemur til greina einstaklingur með góða framkomu. Skriflegar umsóknir sendist til Netverks ehf., Þverholti 14, 105 Reykjavík, fyrir 22. október nk. Nánari upplýsingar veitir Einar Bergsson í síma 561 6161. Farið verður með allar umsóknir og fyrir- spurnir sem trúnaðarmál. Ný störf hjá Flugleiðum Sölufólk á söluskrifstofu Flugleiða í nýju Kringlunni Flugleiðir opna í nóvember nýja söluskrif- stofu í glæsilegu húsnæði þar sem áður var Borgarkringlan. Við leitum eftir sölufólki til starfa á þessari nýju skrifstofu, fólki sem þekkir vel til ferða- mála og hefur reynslu af störfum á ferðaskrif- stofum eða hjá öðrum flugfélögum. Gert er ráð fyrir að viðkomandi geti hafið störf um miðjan nóvember. Umsóknareyðublöð liggja frammi hjá starfs- mannaþjónustu Flugleiða á aðalskrifstofu félagsins við Reykjavíkurflugvöll. Umsóknum ber að skila ekki síðar en föstu- daginn 18. október. Veitingastaður Glaðlegur og hress starfskraftur óskast í sal á litlum veitingastað frá og með 14. nóv. Skrifleg svör berist til afgreiðslu Mbl. fyrir 18. október, merkt: „V - 4080“. Frönskumælandi Starfsmaður óskast á litla skrifstofu. Óaðfinnanleg frönskukunnátta í töluðu og rituðu máli algjört skilyrði. Ákjósanlegt að umsækjandi hafi haldgóða þekkingu/reynslu í bókhaldi og tölvuvinnslu (PC) eða viðskiptafræðimenntun. Umsóknarfrestur er til 18. október. Svör merkt: „F-4186“, sendisttil afgreiðslu Mbl. Heilsugæslustöð Siglufjarðar Sjúkrahús Siglufjarðar Læknar Laus er ein sérfræðingsstaða í heimilislækn- ingum við Heilsugæslustöð Siglufjarðar. Stöðunni fylgir hlutastarf við Sjúkrahús Siglu- fjarðar. Staðan veitist frá 1. nóvember eða eftir samkomulagi. Umsóknir berist til stjórnar sjúkrahúss og heilsugæslustöðvar Siglufjarðar fyrir 1. nóv- ember næstkomandi á þar til gerðum eyðu- blöðum, sem fást hjá tandlæknisembættinu. Einnig óskast læknir tímabundið þartil ráðið verður í stöðuna. Nánari upplýsingar gefa yfirlæknar heilsu- gæslu og sjúkrahúss í síma 467 2100. Snyrtivörur Óskum eftir snyrtifræðingi og/eða förðunar- fræðingi til sölu- og kynningarstarfa. Umsækjandi verður að vera/hafa: • Snyrtilegur • Góða söluhæfileika • Auðvelt með að umgangast fólk • Vera á aldrinum 25-35 ára. • Hæfileika til að vinna undir miklu álagi • Reglulega hress og jákvæður • Stundvís og samviskusamur Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Fullum trúnaði heitið. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf, og annað sem máli skiptir, til afgr. Mbl. fyr- ir 23. okt. merktar: „S - 15313“. Umsjónarmaður félagsheimilis Húsvörður óskast að félagsheimilinu Sólgarði í Eyjafjarðarsveit. Staf húsvarðar felst í umsjón og eftirliti með félagsheimilinu og lóð þess, ásamt því að sjá um útleigu og annast minni háttar við- hald á húsinu og búnaði þess. Aðstaða fyrir vinnustofu er möguleg í tengsl- um við félagsheimilið. Góð íbúð fylgir starf- inu, en gert er ráð fyrir að húsvörður búi á staðnum. Auðvelt er að stunda aðra vinnu með starfinu. Umsóknarfrestur er til 25. október nk. og skal umsóknum skilað til formanns húss- stjórnar, Rósants Grétarssonar, Kálfagerði, 601 Akureyri. Hann veitir einnig nánari upp- lýsingar í síma 463 1292. Tæknimaður Ört vaxandi fyrirtæki á Akureyri óskar eftir tæknimanni til viðgerða á skrifstofutækjum. Starfið er fjölbreytt, þó aðallega við þjónustu á Ijósritunarvélum innan fyrirtækisins og hjá viðskiptavinum. Viðkomandi þarf að hafa frumkvæði, samskiptahæfni, vandvirkni og helst reynslu af ofangreindu. í boði eru góð laun og vinna hjá vaxandi fyrir- tæki í góðum vinnuanda. Umsóknir sendist til afgreiðslu Mbl., merktar: „Tæknimaður - 196“. Gagnfræðaskólinn í Mosfellsbæ Forfallakennari óskast í 2/3 stöðu. Upplýsingar veitir Ragnheiður Ríkharðsdóttir í síma 566 6186. MENNTASKÓLINN í KÓPAVOGI Umsjónarmaður Menntaskólinn í Kópavogi óskar eftir að ráða starfsmann til afgreiðslu og umsjónar með kaffiteríu nemenda. Um er að ræða fullt starf. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu skólans í síma 554 3861. Skólameistari. Hjúkrunarfræðingar Stopp Ertu nýútskrifaður hjúkrunarfræðingur, sem þyrstir í góða reynslu? Ertu búin(n) að vinna lengi á sama stað og jafnvel farin(n) að staðna á ákveðnu sviði? Hefur þú áhuga á fjölbreyttu starfi, sem fléttar saman í hæfilega blöndu hinum ýmsu sviðum hjúkrunar, s.s. bráðahjúkrun, öldrunarhjúkrun, krabbameinshjúkrun, hjúkrun hjartasjúklinga o.fl.? Viltu vinna á hæfilega stóru og streitulitlu sjúkrahúsi með góðu fólki? Ef svarið er já við einhverri af þessum spurn- ingum lestu þá áfram! Á Siglufirði er vel búið sjúkrahús, sem þjón- ar íbúum Siglufjarðar og nágrannasveita, auk sjómanna sem stunda veiðar úti fyrir Norður- landi. Það gefur því auga leið að starfið get- ur verið mjög fjölbreytt og gefandi. Á Siglufirði býr félagslynt fólk sem tekur vel á móti nýju fólki. í bænum er öflugt félags- og tónlistarlíf, góður tónlistarskóli og nýtt barnaheimili. Næsta nágrenni bæjarins býður upp á mikla möguleika til útivistar, s.s. gönguferðir, fjall- göngur, stangveiðar o.fl., enda getur veður- sældin á sumrin verið mikil. Á vetrum er eitt besta skíðasvæði landsins rétt við bæjar- dyrnar. Er þetta ekki eitthvað fyrir þig? Hafðu samband og kynntu þér kaup og kjör. Upplýsingar gefa hjúkrunarforstjóri eða framkvæmdastjóri í síma 467 2100.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.