Morgunblaðið - 23.10.1996, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 1996 15
ERLEIMT
Krappar haustlægðir valda veðurofsa í Bandaríkjunum
Metúrkoma og flóð
í norðausturríkjunum
AFLEITT veður gekk á mánudag
yfir hluta Nýja Englands og varð
til þess að ríkisstjórar Maine,
Massachusetts og Nýja Hampshire
lýstu yfir neyðarástandi á flóða-
svæðum meðfram strandlengju ríkj-
anna, samkvæmt Reutcrs-íréttum.
Flæddu ár víða yfír bakka í tveimur
síðast töldu ríkjunum. Veðrið olli
manntjóni og usla í New York-ríki
og Nýju Jersey sl. laugardag. Að
sögn íslenskra veðurfræðinga verð-
ur lægðin, sem valdið hefur þessu
veðri, að engu orðin þegar hún berst
hingað til lands.
Gífurleg úrkoma fylgdi veðrinu
og mældist hún til að mynda 35
sentimetrar á mánudag. A Logan-
flugvellinum í Boston var 101 árs
gamalt rigningarmet slegið en þar
mældist úrkoman 19,8 sentimetrar
á mánudag. Gamla metið var 12,26
sm. I Portland í Maine-ríki mældist
úrkoman 20,1 sem en fimm ára
gamalt met, frá því fellibylurinn Bob
gekk þar yfir 1991, var 19,3 sm.
Verst urðu íbúar í strandhéruðum
í norðanverðu Massachusettsríki úti
og urðu hundruð manna að leita
skjóls í neyðarskýlum, sem opnuð
voru. í bænum Newburyport stóð
vatn i hnésbætur og olli miklu tjóni
á íbúðarhúsum.
Haglél í Texas
Illviðri gekk yfír norðurhluta Tex-
asríkis á mánudag og olli tjóni á
mannvirkjum ásamt því sem sam-
göngur fóru mjög úr skorðum. Eyði-
lögðust íbúðarhús og misstu hundr-
uð manns heimili sín. Fjöldi fólks
slasaðist er það varð fyrir fljúgandi
þakplötum en vindhraðinn var um
120 kílómetrar á klukkustund.
Gífurleg úrkoma féll á stuttum
tíma með þeim afleiðingum að víða
flæddi fyrirvaralaust og olli það
umferðaröngþveiti í Dallas og Fort
Worth. Þá skemmdust bifreiðar og
hús af völdum hagléls þar sem korn-
in voru á stærð við tennisbolta.
Féll fímm sentimetra snjór á mörk-
um Texas og Oklahómaríkis.
Búist var við áframhaldandi
stormaveðri í Texas en orsök þess
var sögð kuldaskil sem smokrað
hafa sér inn yfír Bandaríkin frá
Kanada og öflugir háloftavindar
yfír Nýju-Mexíkó.
Eldar í
Kaliforníu
Her slökkviliðsmanna freistaði
þess í gær, að ná tökum á skógar-
og kjarreldum sem geisa á nokkrum
stöðum í suðurhluta Kalifomíu og
höfðu eyðilagt 80 villur og 8.000
hektara gróðurlands.
Vatni var meðal annars sturtað
úr sértilbúnum flugvélum og þyrlum
yfír eldana en ekkert fékkst við þá
ráðið. Hættulegastir eru eldar í San
Diego-sýslu sem ógna byggð. Þús-
undir manna höfðu yfírgefíð heimili
sín af ótta við eldana. Eyðilögðust
60 hús í borginni Carlsbad og var
bærinn San Marcos í hættu en bæj-
arbúum var fyrirskipað að drífa sig
á brott þaðan. Stefndu eldamir til
sjávar og þótti byggð ríkra manna
á Malibu-ströndinni vera í hættu.
Reuter
SLÖKKVIFLUGVÉL sturtar vatni yfir kjarr- og skógarelda í Corral-gljúfri við Malibuströndina
í Kaliforníu í gær.
Ný bandarísk lög um sjálfbærar fiskveiðar
Nokkrar gerðir af
í^rsnaku,daskói«.
Svart, brúnt, rautt, gr*nt.
I Verð kr. 1.900
Barnaspariskór
Ug^Svart, hvitt, rautt, btótt.
SKÓVERSLUNIN
m
KRINGLUNNI
SÍHfll 568 9345
Tvísköttunarsamningar
sem stjórntæki í
alþjóðaviðskiptum
Þorvaröur Gunnarsson
Þóröur Magnússon
Félag viöskipta- og hagfræðinga heldur
morgunarverðarfund um tvísköttunarsamninga,
á Hótel sögu, Skála kl. 8:00 - 9:30. fimmtudaginn
24. okt. Efni fundarins er tvísköttunarsamningar
í alþjóðlegum fyrirtækjarekstri. Á fundinum verður
m.a. komið inn á:
■ Hvað eru tvísköttunarsamningar og hvaða
not eru af þeim?
■ Hver er reynsla íslenskra fyrirtækja af
tvísköttunarsamningum?
■ Verða íslensk fyrirtæki af viðskiptatækifærum
vegna vöntunar á tvísköttunarsamningum?
■ Hvaö hafa önnur lönd verið að aöhafast
í þessum málum?
■ Geta tvísköttunarsamningar aukið erlenda
fjárfestingu hérlendis?
■ Notkun tvísköttunarsamninga í erlendum
fjárfestingarákvörðunum.
Frummælendur verða:
Þorvarður Gunnarsson, lögg. endurskoðandi.
Endurskoðunarskrifstofu Sig. Stefánssonar
Deloitte &Touche
Þórður Magnússon, framkvæmdastjóri
HF. Eimskipafélags íslands
FÉLAG VIÐSKIPTAFRÆÐINGA
OG HAGFRÆÐINGA
Fundurinn hefst kl. 8:oo, stendur til 9:30 og er öllum opinn.
Veiðileyfagjald mest
3% af andvirði afla
NÝ LÖG um sjálfbærar fiskveiðar í
Bandaríkjunum kveða á um að sett
verði á veiðileyfagjald, sem nema
megi allt að þremur hundraðshlutum
af andvirði afla.
í lögunum er viðskiptaráðherra
falið að sjá um framkvæmd veiði-
leyfakerfisins. Veiðileyfagjaldið á að
taka til tvenns kyns kvóta, einstaka
fískveiðikvóta, sem að hluta til má
millifæra, og byggðakvóta, sem
bundnir eru við ákveðið byggðarlag.
Gjaldið má nema allt að þremur
prósentum þeirrar íjárhæðar, sem
útgerðarmaður fær fyrir fiskinn þeg-
ar hann kemur frá borði. Veiðileyfa-
gjaldinu er ætlað að ná aftur beinum
kostnaði af rekstri og framkvæmd
kvótakerfisins.
Hluti gjalds til
að lána sjómönnuni
í Bandaríkjunum eru svæðisbund-
in fískveiðiráð og verður þeim sam-
kvæmt nýju lögunum heimilt að
mæla með því að fjórðung veiðileyfa-
gjalda af einstökum kvótum og
byggðakvótum megi nota til að veita
smábátum og nýliðum í greininni lán
til að kaupa kvóta eða veiðileyfí, sem
úthlutað er.
Lögin gilda út september árið
2000 og má viðskiptaráðherra ekki
samþykkja nýja áætlun um einstaka
kvóta þangað til. Ráðherranum er
gert að skila skýrslu um mitt ár
1999 þar sem hann gerir grein fyrir
umdeildum atriðum varðandi ein-
staka kvóta, þar á meðal hveijir fái
slíka kvóta í upphafí, millifærslu
kvóta og erlent eignarhald á kvótum.
Lögin eru viðbót við hin svokölluðu
Magnuson-lög, sem sett voru fyrir
um 20 árum, meðal annars til þess
að stugga útlendingum burt úr 200
mílna efnahagslögsögu Bandaríkja-
manna.
í skýrslu viðskipta-, vísinda- og
samgöngunefndar öldungadeildar
Bandaríkjaþings um lögin segir að
þótt tekist hafí að mestu leyti að
tryggja að Bandaríkjamenn einir
veiði í efnahagslögsögunni hafi það
ekki haft í för með sér að afli banda-
rískra sjómanna yrði stöðugur og
stofnarnir sjálfbærir eins og búist
hafi verið við.
Afla má auka
um 30%
Segir í skýrslunni að samkvæmt
mati vísindamanna geti sjálfbær afli
bandarískrar útgerðar náð 10,3 millj-
ónum tonna á ári, sem sé 30% meira
en ársaflinn um þessar mundir. Seg-
ir enn fremur að mat af þessu tagi
kunni að vera ónákvæmt, en engu
að síður geti bætt vemdun og físk-
veiðistjórnun leitt til þess að hægt
verði að treysta á meiri afla til langs
tíma til mikilla hagsbóta fyrir Banda-
ríkjamenn.
TOSHIBA
myndbandstækin
meö Pro-Drum myndhausnum
eru bylting frá eldri gerðum.
40% færri hlutir, minni
bilunartíðni, skarpari mynd.
Toshiba Pro-Drum nr 1
á topp 10 lista What I/ideo.
Verð frá kr. 38.610 star.
<0 O Ö - V)--«- táu: rrtr -
!:!■
Einar Farestveit & Co. hf.
Borgartúni 28 - Sími 562 2901 og 562 2900
- kjarni málsins!