Morgunblaðið - 23.10.1996, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 23.10.1996, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 1996 25 Hugsað stórt á annarra kostnað ÉG HEF stundum velt því fyrir mér hvort það sé séreinkenni okkar íslendinga að deila um grundvallar- atriði sem allir ættu að vera sammála um. Þetta kom mér í hug þegar ég las grein framkvæmdastjóra Kaupmannasamtaka íslands þann 4. okt. sl. í Morgunblaðinu. í greininni fjallar fram- kvæmdastjórinn um samráð kaupmanna um verð plastpokum og íjargviðrast út af því að talsmenn Neyt- endasamtakanna skuli hafa leyft sér að benda samkepnnisráði á að enn séu kaupmenn að bijóta lög með samráði sínu. Þetta telur framkvæmdastjórinn að stafi af Hvers vegna er ekki boðið upp á umhverfis- vænni umbúðir, spyr Jóhannes Gunnars- son, til dæmis pappírspoka. athyglisþörf ákveðinna einstakl- inga eða skorti á skynsemi. Auk þess eru það ekki neytendur sem borgi brúsann þrátt fyrir þá stað- reynd að þeir geri það. Einnig að nauðsynlegt sé að draga úr notkun umhverfisspillandi plastefna og skattlagning kaupmanna á neyt- endur því réttlætanleg. Að lokum sé um svo litlar fjárhæðir að ræða að það sýni best smásálarskap tals- manna Neytendasamtakanna að vera að gera athugasemdir við að kaupmenn komi sér saman um að bijóta lög í landinu. Af hverju? Ég þekki greinarhöfund ekki af öðru en öllu góðu og af kynnum mínum við hann er hann bæði greindur og víðsýnn. Því kemur á óvart að hann skuli komast að þeirri niðurstöðu að við talsmenn Neytendasamtakanna séum allt öðruvísi. En lífsreynslan segir manni að hver þurfi að bera sinn hatt með reisn hversu krumpaður sem hann kann að vera. Og fram- kvæmdastjóri Kaupmannasamtak- anna getur heldur ekki annað en að tjalda því sem til er og óháð því hvort það sé rétt eða rangt. Samstaða um markaðsþjóðfélag Neytendasamtökin og Kaup- mannasamtökin voru sammála um að beijast fýrir afnámi verðlags- hafta, þannig að markaðsþjóðfé- lagið starfaði eðlilega. Verðlagning var gefin fijáls í stað opinberrar miðstýrðrar verðlagningar og sam- keppnislög voru sett. Grundvöllur þeirra laga er að fijáls samkeppni skuli ákvarða verð á vörum og þjónustu og að bannað sé að selj- endur hafi samráð sín á milli um verð. Ef samkeppni er ekki næg er heimilt að beita öðrum úrræð- um. Þannig voru talsmenn neyt- enda og kaupmanna sammála um að lögfesta reglur, sem þegar höfðu verið lögfestar í okkar heimshluta, um eðlilega samkeppni og um leið eftirliti með því að sam- keppni sé virk. Það sem er bannað er bannað Fijáls samkeppni þýðir að selj- endur mega ekki koma sér saman um verð. Það skiptir ekki máli hvort um er að ræða skóreimar eða bíla, smáa hluti eða stóra — dýra hluti eða ódýra. Ekkert af þessu skipt- ir máli því verðsamráð er bannað. Engin regla er þó án undantekninga ef rík ástæða er talin til og því hægt að sækja um undanþágu frá banni við verðsamráði. Það gerðu Kaup- mannasamtökin líka varðandi verð á plast- pokum svo hægt væri að styrkja þjóðþrifa- málefni, s.s. upp- græðslu örfoka lands og farið var fram á að samkeppriisráð heimilaði þeim samráð um að selja plastpoka á 10 kr. þó að þeir kosti að hámarki í innkaupum 4 krónur. Hluti álagningarinnar skyldi látinn renna í Umhverfissjóð verslunar- innar og afgangurinn af álagning- unni rennur til kaupmanna fyrir þá manngæsku þeirra að gæta að almannahag með þessum hætti. . Samkepnnisráð sagði nei og var það eðlileg niðurstaða þar sem kaupmenn hafa ekki skattlagning- arvaldið. Samkeppnisráð sagði samráð bannað og að hætta yrði samráði ekki síðar en 1. júlí 1996. Sá dagur rann upp og ekki hættu kaupmenn. Verðið skiptir ekki máli Neytendasamtökin telja að hér sé um grundvallaratriði að ræða. Ef ákvörðun er tekin um bann við verðsamráði þá er ákvörðun tekin og því ber að hlíta. Einræða fram- kvæmdastjóra Kaupmannasam- takanna í áðurnefndri grein minnir á viðræður Jóns Hreggviðssonar við sjálfan sig í íslandsklukkunni um það hvenær maður drepur mann og hvenær ekki og endirinn er keimlíkur. En eins og á þeim tíma verður að fara eftir lögum sama hvort menn telji þau slæm eða góð. Neytendasamtökin og sá sem þetta skrifar höfðu ákveðna samúð með Umhverfissjóði verslunarinn- ar. Neytendasamtökin féllust því á að þeim yrði heimilað samráð svo fremi að neytendum stæðu til boða sambærilegir pokar ódýari og án álags í Umhverfissjóðinn. En upp- hæðir skipta engu í þessu sam- andi. Hvað ef innflytjendur bíla kæmu sér saman um að leggja aukaálagningu að upphæð 100.000 kr. á hvern bíl, láta svo 70.000 kr. til mengungarvarna en taka 30.000 kr. til sín. Telja Kaup- mannasamtökin að slík gjörð væri eðlileg? Væntanlega ekki en þó er hér um að ræða það sama þó að upphæðirnar séu aðrar. Upphæð- irnar skipta því ekki máli. Grein framkvæmdastjóra Kaupmanna- samtakanna segir mér það eitt að enn sé um ólögmætt verðsamráð kaupmanna að ræða um verð á burðarpokum. Er ekki ástæða til að að við skoðum grundvallaratriði markaðasþjóðfélagsins og náum samkomulagi um að það er hvorki verkefni kaupmanna né neytenda að taka ákvarðanir um skattlagn- ingu og getum við ekki líka verið sammála um að lögum beri að hlíta? Hvað með pappírspoka? Rétt í lokin fyrst kaupmönnum er svona umhugað um að draga úr notkun plastburðarpoka. Því er neytendum ekki boðið upp á um- hverfísvænni umbúðir, t.d. pappírs- poka? Mér hefur skilist að þetta mál snúist a.m.k. að hluta til um umhverfissjónarmið hjá versluninni. Höfundur er framkvæmdastjóri Neytendasnmtakanna. Jóhannes Gunnarsson Kvótinn - sameign þjóðarinnar Á UNDANFÖRNUM vikum og mánuðum hefur mikil umræða átt sér stað um aflaheimild- ir (kvóta) útgerðarfyrir- tækja og þau verðmæti sem í þeim felast. Rætt hefur verið um að kvót- inn sé að færast á færri hendur, hópur manna auðgist á óeðlilegan hátt á kvótaviðskiptum og samfélagið (ríkis- sjóður) fái ekki viðun- andi þóknun fyrir um- ræddar heimildir, sem teljast þó vera sameign þjóðarinnar. Fram hafa komið hugmyndir um að ríkissjóður bjóði aflaheimildir til leigu og leigi hann hæstbjóðendum, eða innheimti veiðileyfagjald af hand- höfum aflaheimilda. Einnig hefur því verið haldið fram að sú hefð, sem skapast hefur um úthlutun aflaheimilda, hafi í raun áunnið handhöfum þeirra tilkall til aflaheimilda sem erfitt geti verið að taka af þeim án greiðslu bóta. Hér á eftir verður núverandi fyr- ifkomulagi á úthlutun aflaheimilda lýst lauslega og gerð grein fyrir hugmyndum að breytingum á því kerfí, sem eru þjóðhagslega hag- kvæmar og til þess fallnar að leysa flest þau ágreiningsmál sem að framan hafa verið nefnd og mörg önnur. Ef þær breytingar á núver- andi kerfi, sem kynntar eru í grein þessari, verða teknar upp munu þær stuðla að mikilli hagræðingu í veið- um og vinnsiu auk þess sem gagn- rýni á úthlutun aflaheimilda mun ekki lengur eiga við. Núverandi fyrirkomulag í stuttu máli byggir núverandi kerfí á því að árlega er útgerðarfyr- irtækjum úthlutað heimildum til veiða á ákveðnu magni af þeim fisktegund- um sem háðar eru aflatakmörkunum. Hver úthlutun gildir fyrir eitt fisk- veiðiár í senn. Ef skerða þarf afla á ákveðnum físktegundum eru heimild- ir allra skertar hlutfallslega. Ef afli er hins vegar aukinn eru heimildir allra auknar með sama hætti. Sérstök athygli er vakin á að einungis þeir sem eiga fiskiskip geta fengið úthlut- að aflaheimildum og eru þær bundn- ar ákveðnum fískiskipum. Aflaheimildir, sem útgerðarfélög- um er úthlutað, er heimilt að nýta með því að veiða heimilaðan afla á skipum sem hljóta viðkomandi út- hlutun, flytja hann á milli skipa í eigu sömu útgerðar, eða leigja þær öðrum útgerðum. Einnig er nokkuð um að umræddar aflaheimildir séu seldar og eru þær þá færðar varan- lega frá fískiskipi í eigu seljanda til fískiskips í eigu kaupanda. Sameign í fyrstu grein laga um stjórnun fiskveiða segir m.a. að nytjastofnar á íslandsmiðum séu sameign ís- lensku þjóðarinnar og að markmið laganna sé að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Nokkuð ósamræmi er á milli þeirr- ar staðhæfmgar að nytjastofnar á fslandsmiðum séu sameign þjóðar- innar og þess að þeim einum, sem eiga fískiskip, er úthlutað aflaheim- ildum án endurgjalds. Til að leið- rétta þetta ósamræmi ber að skilja á milli nokkurs konar eignarhalds (úthlutunar) á aflaheimildum og heimildar til að stunda fiskveiðar í atvinnuskyni. Með slíkum aðskilnaði er verið að tryggja að allir lands- menn geti eignast tilkall til aflaheim- ilda án þess að eiga fiskiskip eða hafa veiðileyfi í íslenskri fiskveiði- lögsögu. Með slíkri breytingu er staðfest að aflaheimildir séu í raun sameign íslensku þjóðarinnar, en ekki einhverra útvalinna aðila. Með tillögu þessari er ekki verið að koll- varpa þeim reglum sem gilt hafa um úthlutun á aflaheimildum sam- kvæmt núgildandi lög- um. Þvert á móti er lagt til að þær verði með sama hætti og verið hefur, þannig að þeim sem nú er úthlutað afla- heimildum verði úthlut- að þeim áfram. Einung- is er gert ráð fyrir að aðilar, sem ekki stunda fiskveiðar, geti keypt varanlegar aflaheimild- ir þegar þær verða boðnar til sölu. Nýr fjárfestingar- valkostur Sú tillaga að skilja á milli nokk- urs konar eignarhalds á aflaheim- ildum og heimildar til að stunda fiskveiðar í atvinnuskyni er grund- völlur þeirra breytinga sem hér eru kynntar. Núverandi rétthafar afla- heimilda kunna að tortryggja slíka breytingu á þeirri forsendu að hún geti kippt grundvelli undan fisk- veiðum þeirra. I þessu sambandi má benda á að í tillögum þessum er ekki gert ráð fyrir að núverandi tilkalli aðila til aflaheimilda verði breytt og því er ekki verið að skerða áunnin réttindi þeirra. Einungis er verið að leggja til að heimila aðilum, sem standa utan við fiskveiðarnar sjálfar, að fjárfesta í aflaheimildum. Hér er gert ráð fyrir að fjárfesting í aflaheimildum verði fjárfesting- arvalkostur hjá aðilum sem vilja ávaxta fé til skamms eða langs tíma. Fjárfestingar í aflaheimildum verða því sambærilegar fjárfesting- um í hlutabréfum í félögum. Sá sem kaupir hlutabréf í félagi gerir það væntanlega í von um að þau hækki í verði og að félagið muni greiða honum arð. Á sama hátt má ætla að fjárfestar kunni að hafa áhuga á að fjárfesta í aflaheimildum í þeirri von að þær muni hækka í verði. Arður af fjárfestingunni yrði þá í formi leigutekna sem fjárfestar hefðu af leigu á aflamarki á tilteknu fiskveiðiári til aðila sem hefðu veiði- Fjárfesting í aflaheim- ildum verði fjárfesting- arvalkostur, segir Alex- ander G. Eðvardsson, í fyrri grein sinni um kvótann. leyfi í íslenskri fiskveiðilögsögu. Hafa verður í huga að þótt tilkall til aflaheimilda færist til fjárfesta verða það eingöngu aðilar sem hafa veiðileyfi í fiskveiðilögsögunni sem geta stundað fiskveiðar. Af þeim sök- um þurfa sjómenn og útgerðarmenn ekki að óttast að verið sé að taka frá þeim veiði og þar með atvinnu. Að sjálfsögðu getur veiði flust milli aðila innan fiskveiðiárs og milli fiskveiði- ára enda er slíkur tilflutningur nú þegar algengur og fyllilega í sam- ræmi við þær reglur sem í gildi eru. Vert er að hafa í huga að hag- kvæmt getur verið fyrir útgerðir fiskiskipa að gera langtímasamn- inga um leigu á aflamarki í stað þess að kaupa aflaheimildir. Þeirra hagur á að vera sá að veiða fisk á sem hagkvæmastan hátt án þess að þurfa nauðsynlega að fjárfesta í aflaheimildunum. Hætt er við þeir sem eignast til- kall til aflaheimilda, en hafa ekki veiðileyfi, geti sett upp það hátt leigugjald að útgerðir geti ekki eða vilji ekki greiða leiguna. Hér verður að hafa í huga að það er hagur handhafa aflaheimilda að leigja þær á sama hátt og það er hagur þess sem hefur veiðileyfi að fiska. Ef sett er upp of hátt leigugjald getur handhafi aflaheimilda ekki leigt og þar með hefur hann ekki tekjur af fjárfestingu sinni. Því verður að telja að jafnvægi muni skapast um leigu- gjald sem er hagkvæmt fyrir bæði Ieigusala og leigutaka. Höfundur er endurskoðandi hjá KPMG Enduiskoðun hf. Sértilboð til London 4. nóvember frá kr. 16.930 Nú bjóðum við síðustu sætin á sértilboði hinn 4. nóvember, hvort sem þú vilt aðeins flugsæti eða gista á einu vinsælasta hótelinu okkar, Butlins Hotel, einföldu en góðu hóteli skammt frá Oxford stræti. Öll herbcrgi með sjónvarpi. síma, baðherbergi. Og að auki getur þú valið um fjölda annarra hótela í hjarta London. Síðustu sætin 4. nóvember Verðkr. 16.930 Flugsæti. Verð með flugvallarsköttum, mánudagur til fimmtudags t' nóvember. 19.930 Verð kr. M.v. 2 í herbergi, Butlins Hotel með morgunverði, 4. nóvember, 3 nætur. Skattar innifaldir. HEIMSFERÐIR Austurstræti 17, 2. hæð • Sími 562 4600 TöT Alexander G. Eðvardsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.