Morgunblaðið - 23.10.1996, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 1996
MINIMINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
GUÐNILÚTHER
_ SALÓMONSSON
+ Guðni Lúther
Salómonsson
fæddist í Ólafsvík
6. september 1912.
Hann lést á sjúkra-
húsinu í Stykkis-
hólmi 30. sept-
ember siðastliðinn
og fór útför hans
fram frá Ólafsvík-
urkirkju 8. október.
Þeir hverfa einn af
-nfirum, sem settu svip
sinn á lífið í Ólafsvík
á mínum uppvaxtar-
árum. Einn af þeim var
hann Lúlli frændi minn, Guðni Lút-
her hét hann og var oftast kallaður
Lúlli, eða Lúlli Sal. Hann var föður-
bróðir minn og var hluti af mínu
lífi. Hann var bæði góður og traust-
vekjandi.
Eg varð fyrir því á unga aldri
að missa móður mína. Hjá þeim sem
verða fyrir slíkum missi, brestur
eitthvað í tilverunni og tilhneiging
verður til að leggja ofurtraust á þær
persónur í lífinu sem eru traustvekj-
andi. Ég leit mikið upp til hans
Lúlla og fannst hann traustvekjandi
"persóna.
Lúlli og pabbi minn voru góðir
bræður. Eg man hvað mér fannst
notalegt að sitja hjá þeim við eld-
húsborðið heima í Oafsvík og hlusta
á þá spjalla saman um daginn og
veginn, um aflabrögð bátanna og
lífið í litla „plássinu" okkar heima.
Einnig minnist ég Lúlla með munn-
hörpuna sína og pabba með harm-
onikkuna. Þeir bræður voru mjög
tónelskir og höfðu gaman af að
spila. Þeir höfðu ekki lært á hljóð-
*S36ri og ekki veit ég til þess að
þeir hafi þekkt nótur. Allt var spil-
að eftir eyranu.
Ég flutti ung frá Ólafsvík, en
kom svo aftur mörgum árum seinna
sem fullorðin með mína fjölskyldu.
Þá kynntist ég frænda mínum aftur
og átti oft notalegar stundir með
honum og konu hans Fríðu. Fríða
var óþreytandi að koma með heitar
kleinur, pönnukökur og fleira góð-
gæti til okkar íjöiskyidunnar. En
fyrsta árið sem ég bjó í Ólafsvík
eftir að ég flutti þangað aftur,
þjuggum við í sömu götu og þau.
Asamt því að vinna í fiski tók Lúlli
að sér að vinna sem löggæslumaður
á hinum ýmsu samkomum í Ólafs-
og nágrenni. Þetta var oft erf-
itt starf og vanþakklátt, en honum
fannst þetta líka skemmtilegt og
lærdómsríkt. Hann kynntist mörg-
um góðum mönnum sem unnu með
honum við löggæsluna. Margir
þeirra urðu siðar góðir vinir hans
og mat hann þá mikils.
Lúlla frænda mínum fannst mik-
ið til þess koma, þegar kosningar
voru heima í Ólafsvík og Alexander
Stefánsson og fleiri frammámenn
fengu hann til að vinna á kosninga-
stað við dyravörslu. Lúlli tók þetta
starf mjög alvarlega og var mikið
í mun að skila þessari vinnu sam-
viskusamlega. Hann hlakkaði alltaf
Íil kosninga og hefði viljað láta
jósa oftar.
Frænda mínum þótti afskaplega
vænt um litla bæinn sinn, Ólafsvík.
Hann var einn af þeim
sem byggðu þennan bæ
upp og vildi honum allt
það besta. Hann fylgd-
ist með þróun staðar-
ins, frá fátækt og alls-
leysi lítils þorps til fal-
legs og vel megandi
bæjar með mikla
möguleika.
Það var þeim hjón-
um Lúlla og Fríðu erf-
itt, þegar þau þurftu
heilsu sinnar vegna að
flytjast úr húsi sínu
Sandholti 14 á Dvalar-
heimilið Jaðar í Ólafs-
vík. Þau voru aldrei sátt við þennan
flutning. Einnig þurftu þau síðan
að flytja á sjúkrahúsið í Stykkis-
hólmi. Sá flutningur fór einnig mjög
illa í þau. Öllu því góða fólki sem
annaðist þau Lúlla og Fríðu, bæði
á Jaðri i Ólafsvík og sjúkrahúsi
Stykkishólms, vil ég færa kærar
þakkir fyrir góða umönnun. Fríða
lést hinn 13. maí síðastliðinn.
Lúlli og Fríða voru með fjárbú-
skap í mörg ár. Þeirra unaðsreitur
var í Klettakoti í Fróðárhreppi, en
þar dvaldi Fríða mörg sumur við
heyskap og Lúlli þegar hann var
ekki bundinn við aðra vinnu. Þau
hjón voru mjög gjafmild. Þau voru
sígefandi til vina og vandamanna,
kjötið á haustin, harðfiskinn sem
Lúlli herti og saltkjötið góða, sem
smakkaðist svo vel og var svo frá-
bærlega lagað af honum frænda
mínum.
Lúlli vann mest alla ævi sína í
Ólafsvík við hin ýmsu störf, mest
við fiskvinnslu. Hann dvaldi um
tíma í Keflavík, þá ungur maður.
En það sem honum Lúlla var minn-
isstæðast frá bernskuárum sínum
og hann talaði oft um, var þegar
hann var sendur í sveit. Honum
fannst erfitt að fara frá foreldrum
og bræðrum og erfitt að vinna á
engjum langan vinnudag, oftast
blautur og kaldur á fótum. En það
var ekki til siðs að kvarta og ekki
alltaf hlustað á börn. Þeir voru
ekki réttháir litlu „vinnumennirnir"
sem urðu að vinna fyrir sér snemma
á öldinni.
Ég hef oft hugsað um það, hvað
lífsbaráttan hefur verið hörð hjá afa
mínum og ömmu, sem þurftu að
senda syni sína svona unga að heim-
an. En það var ekkert val. Þau
voru fátæk og erfitt að brauðfæða
mörg börn.
Ég sá frænda minn seinni hluta
sumars í síðasta sinn. Var hann þá
orðinn mjög þreyttur og farinn að
heilsu. Ég og fjölskylda mín kveðj-
um Lúlla og þökkum honum fyrir
allt það sem hann hefur gert fyrir
okkur.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Hvíl í friði, kæri frændi minn.
Guð blessi minningu þína.
Ragnheiður S. Helgadóttir.
+ Vigdís Ólafía
Jónsdóttir
fæddist í Reykjavík
8. janúar 1917. Hún
lést á kvennadeild
Landspítalans 12.
október síðastlið-
inn. Foreldrar
hennar voru Lilja
Guðríður Brands-
dóttir, f. 22. maí
1889 í Króki í
Hraungerðishreppi
í Árn., d. 25. júlí
1959, og Jón Gríms-
son sjómaður, f. í
Keflavík 12. júlí
1892, d. 5. ágúst 1977. Hálfsyst-
ir Vigdísar var Aðalheiður
Tryg&vadóttir, f. 10. nóvember
1912, d. 22. september 1994.
Alsystkini Vigdísar eru: Guðný,
f. 24. júní 1914, d. 25. júlí 1918,
Sigurður, f. 23. mars 1918, d.
8. október 1972, Jóhanna, f. 20.
mars 1920, d. 11. júní 1973,
Unnur f. 23. ágúst 1921, Stef-
Elskulega svilkona okkar.
Þú komst sem gleðigjafi inn í
fjölskylduna, svo blíð, brosmild og
söngelsk, þegar þú giftist Friðvini
Þorbjörnssyni elsta bróðurnum, sem
andaðist 22. júní 1991 eftir langvar-
án, f. 7. maí 1923,
Bragi, f. 9. október
1925, og Logi, f. 29.
ágúst 1928.
Hinn 24. septem-
ber 1955 giftist Vig-
dís Friðvini Sigur-
tryggva Þorbjörns-
syni múrara frá
Siglufirði, f. 15.
nóvember 1923, d.
22. júní 1991. Börn
þeirra eru: Odd-
björn, f. 20. septem-
ber 1956, kvæntur
Sólveigu Ólafsdótt-
ur og eiga þau þijú
börn; Jón Þór, f. 20. febrúar
1958, kvæntur Jódísi Gunnars-
dóttur og eiga þau fjögur börn;
Lilja Guðný, f. 29. apríl 1959,
gift Ófeigi Guðmundssyni og
eiga þau tvær dætur.
Utför Vigdísar fer fram frá
Fossvogskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 15.
andi veikindi. Þú hugsaðir um hann
og þú hjúkraðir honum af allri þinni
góðvild, svo aðdáun vakti.
Börnin ykkar bera vitni um gott
uppeldi frá góðum foreldrum.
Við svilkonurnar, Svanbjörg, gift
næstelsta bróðurnum Sigurði; svo
kom Hallgrímur Þór, sem drukkn-
aði aðeins tvítugur að aldri, ókvænt-
ur; og Hulda, gift Guðjóni yngsta
bróðurnum, minnumst að á okkar
heimilum var alltaf gleði þegar
Vigga og Friðvin komu í heimsókn.
Börnin okkar geisluðu af gleði og
spurðu hvort eitthvað væri í tösk-
unni hjá Viggu. Þar leyndist alltaf
eitthvað fyrir börnin. Þú elskaðir
börnin, þú söngst fyrir þau og sagð-
ir þeim sögur. Börnunum þótti jafn
vænt um þig og okkur þeim eldri.
Við munum kærleikann hjá ykk-
ur (þið voruð eldri en við) þegar
von var á fyrsta barninu hjá ykkur,
og öðru og þriðja barninu. Þetta
voru gleðidagar, tíminn leið hratt,
börnin stækkuðu, þá var strax farið
að huga að ferðalögum, og þá voru
veiðiferðir efst á lista.
Friðvin átti gamlan, en góðan og
traustan jeppa. Þétt var raðað í
jeppann, því allir urðu að komast
með. Þetta eru ógleymanlegar ferð-
ir. Nú er komið að ferðinni löngu.
Við vitum að vel er tekið á móti
þér; af kærleik og hlýju.
Óskir okkar til barnanna þinna
og okkar eru að þeim hlotnist gæfa
til að líkjast þér.
Blessuð sé minning þín.
Besti faðir, bama þinna gættu,
blessun þín er múr gep allri hættu.
Að oss hlúðu, hryggð burt snúðu,
hjá oss búðu,
orð þín oss innrættu.
(Pétur Guðmundsson.)
Hulda og Svanbjörg.
VIGDÍS ÓLAFÍA
JÓNSDÓTTIR
ARNYSVALA
KRISTJÁNSDÓTTIR
+ Árný Svala
Kristjánsdóttir
fæddist í Hafnar-
firði 1. janúar 1927.
Hún lést á Sjúkra-
húsi Reykjavíkur
12. október síðast-
liðinn. Foreldrar
Árnýjar voru Guð-
björg Elín Jónsdótt-
ir og Kristján Bene-
diktsson. Systkini
Árnýjar: Ölafur,
Jón og Margrét.
Árný giftist
Nando Welpo Whil-
es, þau slitu sam-
vistir. Börn Árnýjar: Oddur
Árni og Margrét Lilja.
Útför Árnýjar fór fram í
kyrrþey að hennar ósk.
Mig langar að minnast Svölu
vinkonu minnar í fáum orðum.
Hún fæddist í Hafnarfirði og 6
mánaða gömul fer hún í fóstur til
föðurömmu sinnar, Margrétar
Steinunnar Guðmundsdóttur, að
Þorbergsstöðum í Laxárdal. Hún
er þar til 12 ára aldurs eða þar til
amma hennar lést. Þá fer hún til
föðursystur sinnar,
Lilju Benediktsdóttur,
og Sigurðar Björns-
sonar brúarsmiðs í
Reykjavík og er hjá
þeim í 6 ár.
Hún fer að vinna
fljótlega eftir ferm-
ingu. Vann mikið við
matargerð, var m.a.
10 ár á sama stað
matráðskona hjá Sem-
entsafgreiðslunni. Hún
vann um tíma í Kefla-
vík í mötuneyti og þar
kynntist hún mannin-
um sínum. Þau
bjuggu um tíma í Bandaríkjunum
og þar fæddist dóttir þeirra Mar-
grét Lilja. Þau slitu samvistir.
Ég kynntist Svölu þegar við
unnum á sama vinnustað á sjúkra-
húsi fyrir rúmum 30 árum. Við
áttum oft samleið á morgnana.
Hún var þá einstæð móðir, komin
heim frá Bandaríkjunum. Það var
erfitt hjá einstæðri móður á þess-
um árum, en Svala var dugleg og
þetta gekk vel. Hún var aldrei í
vandræðum með að fá vinnu, hún
var bæði dugleg og samviskusöm.
Hún minntist stundum á
bernsku sína, hvað hún naut mik-
ils ástríkis hjá ömmu sinni á Þor-
bergsstöðum. íbúð keypti hún sér
fyrir 7 árum, í Suðurhólum í Breið-
holti. Þar átti hún fallegt heimili.
Hún gekk ekki heil til skógar sein-
ustu árin og hætti að vinna fyrir
tæpum þremur árum, 67 ára. Þá
hafði hún meiri tíma fyrir fjölskyld-
una, að heimsækja dóttur sína,
tengdason og börn, og eins að taka
á móti þeim.
Seinustu árin voru langömmu-
börnin tvíburarnir Karen og Katrín
Baldvinsdætur og nafna hennar,
Svala, augasteinarnir hennar.
Ég vil að lokum þakka henni
samverustundir okkar og vináttu
og við Jói kveðjum hana með þess-
um versum.
Þinn andi, Guð, til Jesú Krists mig kalli
og komi mér á hina réttu ieið,
svo ætíð ég að bijósti hans mér halli
í hverri freisting, efa, sorg og neyð.
Þinn andi, Guð minn, upp mig sifellt lýsi
með orði þínu Ijósi sannleikans
í lífi’ og dauða það mér veginn vísi
til vors hins þráða, fyrir heitna lands.
(V. Briem.)
Margréti Lilju og fjölskyldu
hennar sendi ég mínar innilegustu
samúðarkveðjur.
Guðný E. Eiríksdóttir.
SIGRÚNÁSTA
PÉTURSDÓTTIR
+ Sigrún Ásta Pétursdóttir
fæddist í Reykjavík 27.
febrúar 1941. Hún lést á St.
Jósefsspítala í Hafnarfirði 12.
október síðastliðinn og fór út-
för hennar fram frá Fossvogs-
kirkju 21. október.
Nú hef ég kvatt í hinsta sinn
eina þá stærstu konu sem mér hef-
ur hlotnast að kynnast á lífsleið-
inni. Sía var ekki hávaxin frekar
en systkini hennar, en hún var klett-
urinn í hafinu, staðfastur vinur með
ótakmarkað pláss fyrir aðra í hjarta
sínu. Hún krafðist ekki mikils af
öðrum en hafði ógrynni að gefa.
Sía var ótal sinnum skjól mitt í
æsku og einnig eftir að ég taldist
til fullorðinna. Ég á margar yndis-
legar minningar um samvistir við
hana og þessar minningar eru einn
af mínum stærstu fjársjóðum.
Sía sýndi okkur styrk sinn í lífi,
leik og að lokum í baráttu sinni við
sjúkdóminn sem þó að lokum hafði
betur. Hún var samt sigurvegari
því hún kom meiru í verk á lífsleið
sinni en margur annar. Ég veit að
hún var sátt við lífsstarf sitt og hún
var stolt af því að hafa komið af
stað vakningu innan sinnar starfs-
stéttar þrátt fyrir veikindi sín.
Söknuðurinn er sár, en ekkert
getur tekið minningarnar um þessa
merkilegu konu frá mér og ég veit
að hún vakir yfir okkur öllum.
Elsku Pálmi, Ásta, Ester, Rúnar,
makar og börn, megi guð gefa ykk-
ur styrk í sorg ykkar.
Eg byrja reisu mín,
Jesú, í nafni þín.
Höndin þín helg mig leiði,
úr allri hættu greiði.
Jesú, mér fylgi í friði
með fögru engla liði.
(Hallgr. Pét.)
Guðrún Ben.
í formála minningargreina
um Sigrúnu Ástu á blaðsíðu
36 í Morgunblaðinu sunnu-
daginn 20. október var tilfært
rangt dánarár systur hennar,
Eygerðar Laufeyjar. Hún lést
1989.
Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvu-
sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust
er móttaka svokallaðra ASCll-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin
Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á
netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasíðum.
Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðall-
ínubil og hæfilega línuleng — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar-
nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.