Morgunblaðið - 23.10.1996, Qupperneq 36
36 MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
ÍSLEIFUR
MAGNÚSSON
+ ísleifur L.
Magnússon
fæddist í Bolungar-
vík 27. mars 1927.
Hann lést á Land-
spítalanum 23.
september síðast-
liðinn. Foreldrar
hans voru Kristín
Lárusdóttir og
Magnús Einarsson.
Systkini ísleifs eru:
Þorbjörg Jónína
(látin), Lárus Guð-
mundur (látinn),
Margrét, Fjóla (lát-
in), Rannveig, Sól-
ey, Lilja, Einar og Magnús
Kristján.
Eiginkona ísleifs var Hall-
dóra Pálína Hall-
dórsdóttir, d. 11.
september 1987.
Þau giftust 18. júlí
1952. Hún var
dóttir hjónanna
Elínar E. Jónsdótt-
ur og Halldórs H.
Kristjánssonar.
Dætur ísleifs og
Halldóru eru Elín
Halldóra, f. 1952,
og á hún eina dótt-
ur; og Kristín, f.
1953, gift Stefáni
Ingólfssyni og eiga
þau þijú börn.
Útför ísleifs var gerð frá
Fella- og Hólakirkju 1. októ-
ber.
Mig langar með nokkrum fá-
tæklegum orðum að minnast bróð-
ur míns ísleifs Magnússonar sem
er látinn. Isleifur var sjöundi í röð
tíu barna Kristínar Lárusdóttur
og Magnúsar Einarssonar. Þar
sem fjölskyldan var stór og lífsbar-
áttan hörð æxluðust mál þannig
að misseris gömlum var ísleifi
komið í fóstur til hjónanna Sigríð-
ar Auðunsdóttur og Jóhannesar
Jónssonar í Reykjavík. Man ég
fyrst eftir ísleifi sex ára gömlum,
en þá fékk hann að koma í heim-
sókn vestur til að hitta okkur
systkinin og foreldra sína. Þetta
átti aðeins að verða stutt heimsókn
en þegar leið að því að ísleifur
færi suður, hafði hann reiknað út
að það væri mikið meira fjör að
vera í Bolungarvík með hinum
stóra systkinahópi og þvemeitaði
að fara aftur. Þar með varð ísleif-
ur fastur meðlimur í þessari stóru
fjölskyldu sem bjó í litlu húsi við
Hafnargötuna í Bolungarvík.
Þó að efnisleg gæði væru af
skornum skammti og húsnæði
þröngt var oft mikið fjör hjá okk-
ur systkinunum og margt brallað.
Við bjuggum samt við aga í upp-
eldinu og hver fjölskyldumeðlimur
hafði sínu hlutverki að gegna.
ísleifur var þar engin undantekn-
ing og fór hann barnungur að
vinna við fiskverkun með föður
sínum, og var það eflaust sá skóli
sem nýttist honum best þegar
fram liðu stundir, en hann var
alla tíð vinnuþjarkur mikill og ein-
stök snyrtimennska var honum í
blóð borin.
Tvítugur fór ísleifur til sjós og
var árum saman á togurum, síld-
ar- og vertíðarbátum með hinum
ýmsu skipstjórum. Árið 1952
kvæntist hann Halldóru Pálínu
Halldórsdóttur og hófu þau búskap
í Tómasarhaga 9 í Reykjavík og
eignuðust dætumar Elínu Hall-
dóru og Kristínu. Ég minnist þess
hve notalegt það var að koma til
þeirra Isleifs og Dúllu og hvað ég
var alltaf innilega velkomin.
Elskulegt og hlýtt viðmótið var
þeim eðlilegt og velferð annarra
var þeim rík í huga.
Vegna vinnu sinnar á sjónum
var ísleifur langdvölum að heiman,
í saltfisktúrum við Grænland eða
í siglingum til erlendra hafna.
Þetta gerði það að verkum að
hann hafði ekki tækifæri til að
taka jafn ríkan þátt í uppeldi
dætra sinna og hann hefði kannski
kosið. ísleifur naut þess hins vegar
mjög að fylgjast með og taka þátt
í uppeldi afabarnanna og langafa-
bams og bar hann þau á höndum
sér og fannst greinilega mikið til
þeirra koma.
Eftir að ísleifur hætti á sjónum
starfaði hann um tíma hjá Skelj-
ungi. Seinna hóf hann rekstur
sendibfls og var það lifíbrauð hans
til margra ára.
ísleifur var mikið prúðmenni og
vel liðinn meðal vinnufélaga hvort
sem var til sjós eða lands enda
hægur og stilltur maður að eðlis-
fari. Hann hafði góða kímnigáfu
þegar því var að skipta og áttum
við systkinin góðar stundir saman,
en því miður of fáar.
ísleifur veiktist af krabbameini
fyrir tveimur ámm og bar sjúkdóm
sinn í hljóði og með þeirri karl-
mennsku og æðruleysi sem ein-
kenndi hann, allt til hinstu stund-
ar.
Ég kveð þig, minn elskulegi
bróðir, með söknuð og trega í
hjarta en með þakklæti í huga fyr-
ir þær samverustundir sem við átt-
um saman.
Ég berst fyrir bylgjum og stormi
frá landi til lands.
Ég bið ekki Iýðinn um lof
eða lárviðarkrans.
Ég þrái að vera með vinum,
og þó er ég alls staðar einn,
alls staðar útlendingur,
alls staðar fórusveinn.
Kvæði mín eru kveðjur.
Brimið brotnar við naust.
Ég kom að sunnan í sumar
og sigli í haust.
(Davíð Stef.)
Sóley Magnúsdóttir.
JOHANN SVANUR
YNGVINSSON
+ Jóhann Svanur Yngvins-
son fæddist í Reykjavík 30.
maí 1977. Hann lést á Sjúkra-
húsi Reykjavíkur 14. október
síðastliðinn og fór útför hans
fram frá Grafarvogskirkju 21.
október.
Það var ákveðinn ungur maður
sem hóf nám í Iðnskólanum í
Reykjavík í haust. Markmið hans
var skýrt, nú skyldi námið tekið
föstum tökum. Námið sóttist hon-
um vel, Jóhann Svanur stefndi
að ágætis einkunnum í öllum
greinum og hefði eflaust lokið
námi með góðum vitnisburði.
Hann var staðráðinn í að leggja
sitt af mörkum til að svo yrði.
Það dugir þó skammt þegar hinn
mikli sláttumaður kemur og vitjar
manns eins óvænt og raun bar
vitni.
Við munum minnast Jóhanns
Svans sem góðs félaga í dagsins
önn. Aðstandendum sendum við
samúðarkveðjur.
Kennarar við grunndeild
málmidna IR.
íslendingar
1 hópi efstu þjóða
BRIPS
Ródos, Grikkland!
ÓLYMPÍUMÓTIÐ
Ólympíumótið í brids er haldið dag-
ana 19. október til 2. nóvember.
Upplýsingar um árangur íslenska
liðsins eru í textavarpi Sjónvarps-
ins, bls. 246, og á heimasíðu Bridge-
sambands Islands: http://www.is-
landia.is/isbridge/ Einnig eru upp-
lýsingar um mótið á heimasíðu Al-
þjóðabridssambandsins:
http://wbf.bridge.gr/Rhodes.96/
rhodes.htm
ÍSLENSKA ólympíuliðið hefur fikr-
að sig jafnt og þétt upp eftir stiga-
töflunni og var í 4. sæti í sínum
riðli eftir 9. umferðir en datt í 5.
sætið eftir 10. umferð. Alls eru
spilaðar 35 umferðir í undankeppn-
inni og fjórar efstu þjóðirnar í riðlin-
um komast í úrslitakeppnina sem
hefst á þriðjudag í næstu viku.
íslendingar töpuðu öðrum leik
sínum á mótinu gegn ísraelsmönn-
um í 7. umferð á mánudag, 17-32
í impum eða 12-18 í vinningsstig-
um. Það má segja að leikurinn hafi
tapast á einu spili, þegar Sævar
Þorbjömsson og Jón Baldursson
spiluðu 1 grand redoblað á hætt-
unni og fóm 3 niður eða 1.600. Á
þessu spili græddu ísraelsmennimir
16 impa.
íslendingamir létu þetta áfall
ekkert á sig fá og unnu tvo næstu
leiki með yfirburðum. Fyrst Slóven-
iu í 8. umferð 23-7 (60-25), og síð-
an Máritaníu 25-0 (85-8). Aðal-
steinn Jörgensen og Matthías Þor-
valdsson spiluðu báða þessa leiki,
þann fyrri með Guðmundi Páli Am-
arsyni og Þorláki Jónssyni, og þann
síðari með Jóni og Sævari.
Hraktir í alslemmu
í 10. umferð spiluðu íslendingar
við Tyrki, sem hafa verið í efstu
sætum riðilsins frá upphafi. Þetta
var nokkuð köflóttur leikur. Tyrk-
irnir fóru m.a. í alslemmu þar sem
bæði vantaði trompásinn og ÁK í
öðmm lit. En á móti komust þeir í
tvö heppnisgeim sem unnust og
þeir sluppu vel í þessu spili:
Vestur gefur, allir á hættu.
Norður
♦ KD10852
1104
♦ Á83
♦ Á5
Vestur
♦ 94
VG
♦ 76
♦ KDG87632
Suður
♦ 3
♦ ÁKD98632
♦ 105
♦ 109
Við annað borðið voru sagnir
skrautlegar:
Vestur Norður Austur Suður
SÞ JB
4 lauf 4 spaðar pass 5 hjörtu
pass 6 spaðar dobl 6 grönd
pass pass dobl 7 hjörtu
pass pass dobl//
Opnun Sævars var annaðhvort
hindrun með langan lauflit eða 7-8
slaga hönd með hjartalit. Þetta setti
Tyrkina út af laginu því þegar suð-
ur vildi sýna góðan hjartalit með 5
hjörtum þá hélt norður að sögnin
sýndi fyrirstöðu og stuðning við
spaðann. Þess vegna stökk hann í
6 spaða og eftir það doblaði Jón
allt sem sást.
Með tígli út er alslemman tvo
niður því þá getur austur tekið tíg-
ulslag þegar hann kemst inn á
spaðaás. En Sævar spilaði út laufa-
kóng og nú slapp sagnhafi einn
niður með því að fría spaðalitinn;
spaðanía kom önnur frá vestri og
tromptían var innkoma í blindan.
Við hitt borðið opnaði vestur á 3
laufum en síðan tóku Guðmundur
og Þorlákur við og enduðu í 6 hjört-
um í suður. En nú fann vestur tígul-
útspilið og slemman fór 1 niður.
Island græddi samt 3 impa en leikn-
um lauk með jafntefli, 44-43 eða
15-15.
Eftir 10 umferðir voru íslending-
ar í 5. sæti með 193 stig. Efstir
voru ítalir með 219 stig, þá ísraels-
menn með 207,5 stig, síðan Ástral-
ir með 205_stig og Júgóslavar með
198 stig. í næstu sætum á eftir
Islendingum voru Tævanbúar með
192,5 stig, Norðmenn með 187 stig,
Bretar með 186 stig og Indveijar
með 181. í 10. sæti voru Tyrkir
me_ð 176 stig.
í hinum riðlunum voru Frakkar
efstir með 215 stig en næstir komu
Pólveijar með 203 stig, Spánveijar
með 201 stig og Nýsjálendingar
me_ð 200 stig.
í kvennaflokki spila 44 þjóðir í
tveimur riðlum. Eftir 7 umferðir
voru Svíar og Danir efstir í öðrum
riðlinum en í hinum ísraelsmenn
og Bandaríkjamenn.
3 grandafórn
Hollendingum hefur gengið allt
í mót það sem af er Ólympíumót-
inu. Þeir mættu íslendingum í töflu-
leik á mánudag og leiknum lauk
með sigri íslendinga, 21-9. íslend-
ingarnir voru mun beittari eins og
þetta spil sýnir.
Suður gefur, enginn á hættu
Norður
♦ 105
¥ÁG53
♦ K743
♦ DG9
Vestur Austur
♦ Á42 ♦ K7
¥ KD ¥ 10987
♦ ÁG10982 ♦ D65
♦ 102 ♦ 7653
Suður
♦ DG9863
¥643
♦ --
♦ ÁK84
Við annað borðið sátu Jón og
Sævar AV en Westerhof og Jansen
NS:
Vestur Norður Austur Suður
JB Westerh. SÞ Jansen
pass pass 3 spaðar
3 grönd//
Hindrun Jansens í 3. hendi er
ekki hefðbundin en þessi staða býð-
ur gjarnan upp á slíkt. Jón átti
ekki mikið fyrir 3 granda sögninni
og fór raunar tvo niður eftir að
norður spilaði út spaðatíu. En það
var ágætis fórn, hvort sem var fyr-
ir spaðabútinn eða geimið sem Guð-
mundur Páll og Þorlákur sögðu við
hitt borðið. Þeir sátu NS en Wobbo
de Bauer og Bauke Muller AV:
Vestur Norður Austur Suður
BM GPA WdB ÞJ
1 tígull pass 1 spaði
2 tíglar pass pass 4 spaðar/
Guðmundur fann opnun á norð-
urspilin og eftir það fór Þorlákur
eðlilega í 4 spaða. Vestur spilaði
út hjartakóng og nú gat vörnin
þrætt spilið niður. Vestur tekur
fyrsta spaðann á ás, tekur hjarta-
drottningu og fær síðan hjarta-
stungu þegar austur fer inn á
spaðakóng. En vestur reyndi of
fljótt að taka tígulásinn og þá slapp
Þorlákur heim með 10 slagi og 8
impa til íslands.
Aldrei að hætta
„Við hættum aldrei að segja fyrr
en við erum doblaðir," sögðu
Bandaríkjamennirnir Larry Robbins
og Jerry Goldfein í samtali við
ólympíumótsblaðið á Ródos. Til
sannindamerkis var þetta spil úr
leik Bandaríkjanna og Tælands birt:
Norður gefur, enginn á hættu.
Norður
♦ K8764
¥ K
♦ KD9842
♦ 8
Vestur Austur
♦ ÁG ♦ D953
¥ D109752 ¥ 643
♦ Á5 ♦ 106
♦ KG6 ♦ D1075
Suður
♦ 102
¥ ÁG8
♦ D73
♦ Á9432
Robbins átti greinilega enga opn-
unarsögn í kerfinu sínu á norður-
spilin því hann byijaði á passi en
náði sér svo vel á strik:
Vestur Norður Austur Suður
LR JG
pass pass 1 lauf
dobl 1 tígull pass pass
1 hjarta 1 spaði 2 hjörtu pass
pass 2 spaðar pass 3 tíglar
3 hjörtu 4 tiglar pass 5 tíglar
dobl///
Það getur enginn láð vestri
lokadoblið en þessi samningur
vannst þegar spaðaásinn lá rétt og
sagnhafi fékk að trompa tvo spaða
í borði með sjöunni og drottning-
unni.
Guðm. Sv. Hermannsson
auglýsingor
TIL SÖLU
Persnesk kisa
Til sölu silfurpersi (læða).
Upplýsingar í síma 421 5268.
FELAGSLIF
I.O.O.F. 7 = 1781023872 =
□ Glitnir 5996102319 III - 1
Hörgshlíð 12
Boðun fagnaðarerindisins.
Bænastund í kvöld kl. 20.00.
Skyggnilýsingafundur
Bjarni Kristjánsson, miðill verður
með skyggnilýsingafund mið.
23. okt. kl. 20.30 i Sjálfeflissaln-
um við Nýbýlaveg 30, Kópavogi.
(Ath. gengið inn frá Dalbrekku).
□ Helgafell 5996102319 IV/V 2
Frl.
SAMBAND ÍSLENZKRA
'*$!&!' KRISTNIBOÐSFÉLAGA
Háaleitisbraut 58-60
Samkoma ( kvöld kl. 20.30
í Kristniboössalnum. Ræðumað-
ur: Sr. Magnús Guðjónsson.
Allir hjartanlega velkomnir.
Hvítasunnukirkjan
Ffladelfía
Safnaðarfundur í kvöld kl. 19.00.
Safnaðarmeðlimir eru hvattir til
að mæta vel.
Austur
♦ ÁG76
¥75
♦ KDG942
♦ 4