Morgunblaðið - 31.10.1996, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 31.10.1996, Qupperneq 6
MORGUNBLAÐIÐ 6 FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 1996 FRÉTTIR Fjármálaráðherra leggur fram frumvarp um fjárreiður ríkisins Fj árlög- á rekstrargiTinni FRIÐRIK Sophusson fjármálaráðherra hefur lagt fram að nýju á Alþingi frumvarp til laga um Qárreiður ríkisins. Frumvarp um sama efni var lagt fram á þingi í fyrra en var ekki útrætt þá. Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á frum- varpinu frá fyrri gerð þess. í frumvarpinu er Iagt til að verulegar breyting- ar verði gerðar á framsetningu fjárlagafrum- varps, sem verði framvegis sett fram á rekstrar- grunni í stað greiðslugrunns eins og verið hefur en fjárlög sýni þó jafnframt greiðsluhreyfíngar. Við þessar breytingar verða áætlanir fjárlaga og niðurstöður ríkisreiknings samanburðarhæf- ar. Með lögfestingu frumvarpsins, sem á að öðlast gildi 1. janúar næstkomandi, verða reikn- ingsskil ríkisins að verulegu leyti færð til sama horfs og í fyrirtækjum sem starfa á almennum markaði. Hefur það í för með sér að ráðast verð- ur í miklar endurbætur á gerð íjárlaga og ríkis- reiknings. Meðal breytinga sem frumvarpið felur í sér er að frumvarp tii lánsfjárlaga verður fellt inn í ljárlagafrumvarpið og flokkun ríkisaðila verður endurskoðuð með hliðsjón af alþjóðlegum stöðl- um. Verða fjölmargar stofnanir fluttar úr B- hluta fjárlaga og yfir í A-hluta eða C-hluta, sem tekur til lánastofnana ríkisins. Skýrari reglur og virkara aðhald I greinargerð frumvarpsins segir að kostirnir við framsetningu fjárlaga á rekstrargrunni séu einkum þeir, að heildarumsvif ríkissjóðs komi skýrt fram og mat á langtímaáhrifum ríkisfjár- málanna verður auðveldara. í kafla frumvarpins um framkvæmd íjárlaga er lagt til að settar verði mun skýrari reglur um frávik frá veittum fjárheimildum sem eiga að tryggja virkt aðhald með framkvæmdavald- inu. Settar verði skýrar reglur um heimildir fram- kvæmdavaldsins til ljárráðstöfunar, s.s. greiðslna úr ríkissjóði, heimildir til að takast á hendur skuld- bindingar um ráðstöfun eigna o.s.frv. Þá eru sett- ar nýjar reglur um aukafjárveitingar sem miða m.a. að því að einungis þær fjárráðstafanir sem ekki var hægt að sjá fyrir við afgreiðslu íjárlaga komi fram í ijáraukalögum. Umtalsverðar breytingar eru gerðar í frum- varpinu á skilgreiningu og framsetningu ríkis- tekna. Þannig verða skattafslættir, sem ekki eru útborganlegir, dregnir frá tekjum eins og verið hefur en útborganlega skattaflsætti og bætur, s.s. barnabætur og vaxtabætur, skal framvegis færa til gjalda. Meðal breytinga sem gerðar hafa verið á frum- varpinu frá síðasta þingi er tillaga um að fella niður skyldu ríkisfyrirtækja í B-hluta og lána- stofnana í C-hluta til að afla fyrirfram heimilda til kaupa og sölu ýmissa eigna vegna athuga- semda sem borist höfðu um að fyrri ákvæði gætu skapað óvissu um mikilvæga þætti í starf- semi lánastofnana. Einnig er nú gert ráð fyrir að eðlilegum hluta hagnaðar skuli skila sem arði í ríkissjóð í stað þess að miða við að allur hagnaður verði greidd- ur, þar sem eldra ákvæði þótti of fortakslaust. Þá er lögð enn ríkari áhersla á upplýsingaskyidu íjármálaráðherra um framvindu og uppgjör ríkis- fjármála en var í eldra frumvarpi. Loks hefur efni frumvarps um þjónustusamninga og hag- ræðingu í rikisrekstri, sem íjármálaráðherra lagði fram á síðasta þingi, verið fellt inn í frum- varpið um fjárreiður ríkisins. Afnám línutvöföldunar Ráðherra segir mark- miðum náð ÞORSTEINN Pálsson, sjávarút- vegsráðherra, segir þá reynslu sem fram að þessu hafí fengizt af af- námi línutvöföldunar benda til að markmiðin með reglubreytingunni hafí náðst. Þetta kom fram á Al- þingi í gær, er ráðherrann svaraði fyrirspurn Kristjáns Pálssonar um afleiðingar línutvöföldunarinnar. Þorsteinn vísaði til hagkvæmni- sjónarmiða; þau sýndu, að á þessu fískveiðiári, frá 1. september sl. til 20. október, hefðu 92 bátar veitt 2.200 lestir af þorski á línu, á með- an á sama tíma í fyrra hefðu 172 bátar komið með 1.350 lestir að landi. Þetta sýni glögglega, að auk- in hagkvæmni sé að nást í veiðinni. Morgunblaðið/Kristinn Rjúpna- skytta fyrir slysaskoti Sauðárkróki. Morgunblaðið. ÞAÐ óhapp varð sl. þriðjudag, er þrír ijúpnaveiðimenn frá Sauðár- króki voru við veiðar í Kiðaskarði í Svartárdal, að skot hljóp úr byssu eins þeirra og lenti í fæti hans og varð af verulegt sár. Að sögn eins þeirra félaga lyfti maðurinn byssunni til að skjóta, virt- ist stíga á ísaðan stein og féll við, missti byssuna og hljóp skotið úr henni. Lenti skotið í ofanverðum lærvöðva og tætti hann illa. Þeir félagar gerðu að sárinu, en síðan tóku tveir hinn særða á milli sín og báru að bíl þeirra félaga í u.þ.b. tveggja kílómetra fjarlægð. Tók ferðalagið röskar 40 mínútur. Var farið með hinn slasaða til Sauðárkróks, en síðan til Reykjavík- ur tii frekari aðgerðar. ----» ♦ ♦--- Heimsókn forsetans frestast HEIMSÓKN forseta íslands, herra Ólafs Ragnars Grímssonar, til S- Þingeyjarsýslu, sem átti að standa dagana 1.-3. nóvember nk., hefur verið frestað til vors 1997 vegna veðurútlits. Loksins kom snjórinn Krakkarnir í ísaksskóla kættust nijög þegar snjórinn lét Ioksins sjá sig, þótt foreldrar þeirra og aðrir fullorðnir hafi ef til vill ekki glaðst jafn mikið. í frímínút- um var glatt á hjalla og krakk- arnir fóru strax að hnoða snjó- bolta. Þau Dagbjört Helga Daní- elsdóttir, Alexandra Steinunn Kristjánsdóttir og Haukur Gunn- arsson létu ekki sitt eftir Iiggja. Framkvæmdastj órn ESB telur ríkisstyrki til skipasmíðastöðva vegna smíði fiskiskipa óheimila Gæti bætt stöðu ís- lenzkra skipasmíða Framkvæmdastjóm ESB telur að ríkisstyrk- ur til spænskrar skipasmíðastöðvar vegna endurbóta á togaranum Snorra Sturlusyni RE-219 hafí verið óheimill. Ólafur Þ. Steph- ensen segir þessa niðurstöðu geta bætt sam- keppnisstöðu íslenzkra skipasmíðastöðva. FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópu- sambandsins telur að ríkisstyrkur, sem spænsk stjórnvöld veittu skipa- smíðastöðinni P. Freire SA í Vigo vegna breytinga á togara Granda hf., Snorra Sturlusyni RE-219, sé ekki í samræmi við reglur Evrópu- sambandsins. Spænskum stjórn- völdum hefur verið gefínn frestur til að koma athugasemdum á fram- færi. Verði niðurstaða fram- kvæmdastjórnarinnar að þeim fengnum óbreytt, má gera ráð fyrir að hún hafí fordæmisgildi og bæti þannig samkeppnisstöðu íslenzkra skipasmíðastöðva gagnvart keppi- nautum í ríkjum Evrópusambands- ins. Samkeppnisstaðan könnuð að kröfu Stálsmiðjunnar Breytingar á Snorra Sturlusyni, sem kostuðu um 340 milljónir króna, voru boðnar út í fyrra og hreppti skipasmíðastöðin í Vigo samninginn. Islenzkar og norskar skipasmíðastöðvar buðu einnig í verkið og kærðu Samtök iðnaðar- ins, fyrir hönd Stálsmiðjunnar, málið til fjármálaráðuneytisins síð- astliðið haust. Ráðuneytið vísaði því áfram til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA), sem vísaði því til fram- kvæmdastjórnar ESB. ESA og ís- lenzk stjómvöld fóru fram á að málið yrði skoðað með tilliti til þess hvaða áhrif ríkisstyrkurinn hefði á innbyrðis samkeppnisstöðu skipa- smíðastöðva í aðildarríkjum Evr- ópska efnahagssvæðisins. Framkvæmdastjórnin óskaði upplýsinga frá spænskum stjórn- völdum og kom meðal annars fram af þeirra hálfu að styrkurinn, sem nam 4,5% af andvirði samnings skipasmíðastöðvarinnar við Granda, hefði verið veittur sam- kvæmt reglum ESB og spænskum reglum, sem frarnkvæmdastjórnin hefði samþykkt. Að mati spænskra stjórnvalda rúmast styrkurinn inn- an þess ramma, sem settur er í svokallaðri sjöundu tilskipun ESB um skipasmíðar, en í henni er leyft að veita styrki til skipasmíðastöðv- ar, sem nemur allt að 4,5% af and- virði samninga um einstök verk- efni. Tilskipunin var tekin upp í EES-samninginn á síðasta ári og gildir því einnig á íslandi og í Nor- egi. Styrkurinn fari til útgerðar, ekki skipasmíðastöðvar Framkvæmdastjórnin er hins vegar þeirrar skoðunar að hvort sem um skip úr fiota ESB-ríkis eða annars EES-ríkis sé að ræða, sé ekki heimilt að veita ríkisstyrk til skipasmíðastöðvar vegna smíði fískiskips. Þvert á móti eigi ríkis- styrkurinn að ganga til eiganda skipsins, þó að því tilskildu að starf- semi útgerðarinnar falli undir hina sameiginlegu sjávarútvegsstefnu sambandsins. Það sé síðan útgerð- arinnar að velja skipasmíðastöð. „Að þessu gefnu, getur fram- kvæmdastjórnin ekki fallizt á að skipasmíðastöðinni, sem um ræðir í þessu máli, sé veittur ríkisstyrkur, vegna þess að fijálst val um skipa- smíðastöð er ekki tryggt,“ segir í tilkynningu framkvæmdastjórnar- innar, sem birt er í Stjórnartíðindum ESB fyrr í þessum mánuði. Framkvæmdastjórnin hefur, í samræmi við grein 93(2) í Rómar- sáttmálanum, ákveðið að gefa spænskum stjórnvöldum mánaðar- frest til að koma skýringum á fram- færi. Komist hún að því loknu að þeirri niðurstöðu, að ríkisstyrkurinn samrýmist ekki reglum um innri markaðinn, getur hún ákveðið að Spánn hætti stuðningnum eða breyti honum. Málarekstur fyrir Evrópudómstóli hafði áhrif Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins hafði málarekstur fyrir Evrópudómstólnum í máli hol- lenzkrar útgerðar áhrif á afstöðu framkvæmdastjórnarinnar. Útgerð- in, Ijssel-Vliet Combinatie, sótti um ríkisstyrk til að smíða úthafsveiði- togara til hollenzka efnahagsmála- ráðuneytisins, en fékk synjun. Evr- ópudómstóllinn staðfesti ákvörðun hollenzkra stjórnvalda hinn 15. þessa mánaðar. Að sögn Guðlaugs Stefánssonar, hagfræðings hjá ríkisstyrkjadeild ESA, mun það hafa jákvæð áhrif á samkeppnisstöðu íslenzkra skipa- smíðastöðva gagnvart skipasmíða- iðnaðinum í ESB ef ekkert kemur fram í málinu af hálfu spænskra stjórnvalda, sem breytir afstöðu framkvæmdastjórnarinnar. „Ef ég þekki sjónarmið skipasmíðaiðnaðar- ins rétt, munu menn verða ánægðir með þessa niðurstöðu þar,“ segir hann. Að sögn Guðlaugs á Grandi hf. engan rétt á ríkisstyrk, þótt fram- kvæmdastjórnin segi að útgerðinni beri styrkurinn, en ekki skipasmíða- stöðinni. Grandi fellur að sjálfsögðu ekki undir fískveiðistefnu ESB. Guðlaugur segir að EFTA-ríkjun- um hafi hingað til fundizt reglur ESB um ríkisstyrki til skipasmíða óskýrar. „Vonandi verður þetta til að skýra málið,“ segir hann.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.