Morgunblaðið - 31.10.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 31.10.1996, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 1996 MORGUN3LAÐIÐ FRETTIR Stafræn mynd frá Kodak. AÐALSTEINN Jörgensen og Matthías Þorvaldsson spila við Eddy Manoppo og Henky Lasut í 8-liða úrslitum á Ródos. íslenska liðið úr leik á ÓL í brids Liðið áfram talið í hópi þeirra sterkustu Leiðari Alþýðublaðsins Samstarf við Sjálf stæðisflokk ekki lengur sjálfsagt ALÞÝÐUBLAÐIÐ birtir næstum því heilsíðuritstjórnargrein í gær, undir fyrirsögninni „Sögulegt tækifæri í uppsiglingu“. I forystugrein blaðsins er gerð grein fyrir helstu utanríkisstefnu- málum Alþýðuflokksins á undan- förnum áratugum. Samstarfi Sjálf- stæðisflokks og Alþýðuflokks á við- reisnarárunum 1958 til 1971 er lýst á þann veg að það „skilaði ótrúlegum áföngum til bættra lífskjara í kjölfar þess að hvers kyns viðskiptahöft voru skorin burt.“ Leiðarahöfundur segir að allar götur frá því að sú ríkisstjórn féll árið 1971 hafi „Viðreisnardraumur- inn lifað j btjóstum fijálslyndra manna úr röðum bæði Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks“. Er í framhaldi þessa lýst ríkis- stjórnarsamstarfi þessara sömu flokka frá því vorið 1991 tii vors 1995. „Þegar horft er yfir feril þeirr- ar ríkisstjórnar blasir við, að draum- urinn var í rauninni draugur sögunn- ar,“ segir orðrétt, „Sjálfstæðisflokk- ur nútíðarinnar reyndist hvorki hafa leiðtogana, kjarkinn né hugmynda- þróttinn sem einkenndi Sjálfstæðis- flokk fyrri áratuga." Leiðarahöfundur gerir Landsfund Sjálfstæðisflokksins að umræðuefni og segir m.a.: „Innan Sjálfstæðis- flokksins héldu fijálslyndir menn lengi í vonina um að afstaða foryst- unnar til ofangreindra mála [GATT og ESB], auk grundvaliaratriða á borð við veiðileyfagjald, væri ekki ásetningur heldur pólitískt umferð- arslys ..." TILLAGA til þingsályktunar um aðgerðir gegn kynferðislegri áreitni var tekin fyrir í fyrsta sinn á Al- þingi á mánudag. Flutningsmaður tillögunnar er Guðný Guðbjörns- dóttir, Kvennalista, ásamt sjö öðr- um þingmönnum stjórnarandstöð- unnar. Tillagan gengur út á það, að ríkisstjórninni verði falið að skipa nefnd sem hafl það verkefni að beita sér fyrir að „skipulaga verði brugðizt við málum er varða kyn- ferðislega áreitni í opinberum stofn- unum og á öðrum vinnustöðum" og að skipuleggja fræðslu um slíka áreitni. Tryggt verði að starfs- mannastjórar, trúnaðarmenn, dóm- BISKUP íslands hefur auglýst lausa stöðu sóknarprests á Þingvöll- um í Árnesprófastsdæmi. Séra Hanna María Pétursdóttir, sóknar- prestur og þjóðgarðsvörður, hefur sótt um lausn frá embætti sínu frá og með 1. nóvember nk. Lög um veitingu prestembætta fela kirkjumálaráðherra að veita lausar sóknarprestsstöður og verð- ur svo enn, en jafnhliða prestemb- ættinu er einnig auglýst laus staða staðarhaldara á Þingvöllum og verða störfin veitt einum og sama einstaklingi. landsfund Sjálfstæðisflokksins geti enginn velkst í vafa um eðlisbreyt- ingu flokksins sem formaður þess hafi staðfest í ræðu á fundinum. Í meginatriðum væri stefna flokksins sú að veiðileyfagjald komi ekki til greina, heldur skulu miðin áfram þokast í hendur örfámenns hóps, sem fær ókeypis sérleyíi til að raka saman auði á kostnað fólksins í landinu. Aukin tengsl við Evrópu eru ekki á dagskrá og GATT verður áfram tragikómedía, þar sem hin upphaflegu markmið um lækkun á verðlagi innfluttrar matvöru hafi snúist upp í ranghverfu sína. Bent er á að á sama tíma gerist það að formaður Framsóknarflokks- ins birtir ný viðhorf til veiðileyfa- gjalds og skapar snertiflöt milli jafn- aðarmanna og sjálfs sín. Þessi við- horf auk ummæla um myntsamstarf Evrópulanda hafi flutt Framsóknar- flokkinn til á hinu pólitíska landa- korti, í gagnstæða átt við Sjálfstæð- isflokkinn. Leiðarahöfundur telur einsýnt að Sjálfstæðisflokkurinn sé „ekki leng- ur hinn sjálfsagði samstarfsflokkur jafnaðarmanna". Hann telur að samvinna Framsóknarflokksins og jafnaðarmanna sé líklegri til að geta af sér breytingar í átt til auk- ins fijálsræðis og heilbrigðrar sam- keppni. Hnykkt er á þessu í lok leiðarans. „Þróun síðustu missera og sú geijun sem virðist í uppsiglingu kann nú loks að skapa jarðveg fyrir ríkis- stjórn, þar sem helsti stjórnarand- stæðingurinn verður Sjálfstæðis- flokkur sérhagsmunanna." arar og lögfræðingar eigi kost á slíkri fræðslu. Til að svo megi verða óska tillöguflytjendur eftir því, að komið verði á fót fræðslukerfi fyrir starfsmenn ríkisins, þar sem þeir læri hvernig bregðast skuli við kyn- ferðislegri áreitni komi hún upp á vinnustað eða í trúnaðarsambandi í opinberri stofnun. Kynferðisleg áreitni var gerð refsiverð samkvæmt íslenzkum lög- um árið 1992, en hún getur sam- kvæmt 198. gr. hegningarlaga varðað allt að tveggja ára fangelsi. Nánari skilgreiningu á kynferðis- legri áreitni er þó ekki að finna í lögunum. Flutningsmenn tillögunn- ar vilja að úr þessu verði bætt. Starf staðarhaldara felst einkum í umsjón með fræðlustarfi á Þing- völlum, móttöku hópa og gesta, auk þess sem staðarhaldari sinnir fræði- störfum, er tengjast sögu og nátt- úru Þingvalla. Umsóknir berist biskupi íslands fyrir 30. nóvember nk. En nánari upplýsingar um störf staðarhald- ara veitir Sigurður Oddsson, fram- kvæmdastjóri Þingvallanefndar, og tekur hann einnig á móti umsókn- um um starf staðarhaldara enda er ráðið í þá stöðu af Þingvalla- nefnd. Það voru vonsviknir Islendingar sem urðu að játa sig sigraða í 8 liða úrslitum Ólympíumóts- ins í brids á þriðjudag. Guðmundur Sv. Hermannsson fylgdist með viðureigninni við Indónesíu. ÞAÐ var greinilegt frá upphafi leiksins, að nokkuð skorti á venju- lega baráttugleði íslenska liðsins. Til þessa geta Iegið ýmsar ástæð- ur, enda má oft lítið út af bregða til að menn missi einbeitingu. Og svo virtist að skellur, sem íslending- arnir fengu gegn Rússum í næstsíð- ustu umferð riðlakeppninnar á mánudag, sæti nokkuð í spilurun- um, hefði áhrif á sjálfstraustið og yki á taugaspennuna. Þetta var að minnsta kosti skoð- un Kanadamannsins Erics Kokishs, sem þjálfaði íslenska liðið í sumar en hann hefur einnig þjálfað það indónesíska. „íslendingar voru sterkari á pappírnum og ég taldi raunar fyrir- fram að þeir væru líklegir til að vinna mótið. En þeir virðast ekki hafa átt góðan leik á meðan Indó- nesíumenn spiluðu vel. Liðsformið sveiflast alltaf eitthvað upp og nið- ur í löngu móti. íslendingar voru óheppnir að því leyti að niðursveifl- an virðist hafa byijað síðasta dag riðlakeppninnar og haldið áfram í 8-liða úrslitunum. Ég bjóst við að Indónesarnir myndu spila vel úr spilunum, en íslendingarnir hafa yfirburði í sögnum. Mér sýndust hins vegar að nokkrar slemmu- sveiflur lenda Indónesíu-megin og því virðast sagnkerfi íslendinganna ekki hafa nýst þeim sem skyldi,“ sagði Kokish. Hann sagði að íslenska liðið þyrfti ekki að leggja árar í bát. „Ég tel að liðið ætti að halda saman því efniviðurinn er mjög góður og öll vinnan hefur stefnt í rétta átt. Lið- ið er tvímælalaust í hópi þeirra sterkustu," sagði Kokish. Tap í fyrstu lotu Það má segja, að leikurinn við Indónesíu hafi tapast strax í fyrstu lotunni af fjórum, þegar Indónes- arnir náðu 30 stiga forskoti. Það má segja, að fyrsta spil leiksins hafi gefið tóninn. Norður gefur, enginn á hættu Norður ♦ - ♦ 6432 ♦ KG1095 + G843 Vestur Austur ♦ 973 ♦ ÁKDG104 ♦ D5 ♦ G8 ♦ D643 ♦ Á72 ♦ D952 + 107 Suður + 8652 ♦ ÁK1097 ♦ 8 + ÁK6 Við annað borðið sátu Guðmund- ur Páll Arnarson og Þorlákur Jóns- son AV og Danny Sacul og Franky Karwur NS: Vestur Norður Austur Suður GPA DS ÞJ FK pass 1 spaði 2 hjörtu 2 spaðar 4 hjörtu 4 spaðar 5 hjörtu pass pass dobl// Á þennan eða mjög svipaðan hátt gengu sagnir í öðrum leiknum í 8-liða úrslitum, bæði í opnum flokki og kvennaflokki. En allir sagnhafar fengu a.m.k. 11 slagi í hjartasamningi með því að svína tígli og trompa 3 spaða í blindum. Það gerði Karwur og fékk 650 fyr- ir. Þetta voru ekki góð úrslit fyrir ísland en við hitt borðið var upp- skera Jóns Baldurssonar og Sævars Þorbjörnssonar einnig rýr. Þeir sátu NS gegn Henky Lastut og Eddy Monoppo. Vestur Norður Austur Suður EM JB HL SÞ pass 1 lauf 1 hjarta dobl 3 hjörtu 3 spaðar// AÐALFUNDUR Landssambands íslenzka útvegsmanna verður haldinn í 57. sinn í dag. Rúmlega 200 fulltrúar, flestir af lands- byggðinni, sækja fundinn. Helztu málefni fundarins verða afkoma og afkomuhorfur sjáv- arútvegsins, veiðistjórn á úthöf- unum, menntun og réttindi skip- stjóra og vélstjóra, „eftirlitsiðnað- urinn“, sjávarútvegsfyrirtæki á hlutabréfamarkaði, kvótakerfið Nú opnaði Lasut á sterku laufi, þótt hápunktarnir uppfylltu ekki alveg venjuleg skilyrði. Venjulega er reynt að trufla sagnir andstæð- inganna sem mest, eftir að þeir hafa opnað á kröfusögn, og því gat Sævar átt mun en hann átti. 3 hjörtu Jóns voru hindrun og Sævar veðjaði á að þessar sagnir hefðu sett AV út af laginu og passaði því 3 spaða. Og það gerði Jón einnig, eftir umhugsun. Lasut fór aðeins 1 niður á 3 spöðum og Indónesía græddi 12 stig. Lokatölur Ieiksins voru 180-115, Indónesíu í vil. Of miklir peningar! Brids er mjög vinsæl íþrótt í Indónesíu, og kemur þar næst á eftir babminton, að sögn Bert Toar Polii, framkvæmdastjóra indónes- íska bridssambandsins. Vel er fylgst með afrekum indónesísku spilar- anna í þarlendum fjölmiðlum og 5 blaðamenn fylgdu liðinu til Ródos. Samt eru ekki nema um 5.000 skráðir keppnisspilarar í landinu, eða álíka margir og á íslandi, og um 50 þeirra þykja nægilega sterk- ir til að koma til greina í landsliðið. Polii sagði að núverandi forseti bridssambandsins hefði gerbreytt aðstöðu spilara á síðustu tveimur árum, með því að afla fjárstuðnings frá fyrirtækjum. „Við höfum raunar of marga kostunaraðila þessa stundina," sagði Polii og brosti. Vegna þess hefur indónesíska bridssambandið getað tekið lands- liðsspilara á launaskrá, og liðs- mennirnir á Ródos hafa því stundað brids allt þetta ár á fullum launum, ferðast um heiminn og tekið þátt í mótum. í liðinu á Ródos eru þrír gamal- reyndir spilarar, sem hafa verið fastamenn í indónesískum landslið- um í 25 ár, en hinir þrír eru korn- ungir. og auðlindaskattur. Þá flytja Þorsteinn Pálsson sjáy- arútvegsráðherra og Halldór Ás- grímsson utanríkisráðherra ávörp á fundinum. Fundurinn er haldinn á Hótel Sögu og hefst hann klukk- an 14 í dag, fimmtudag. Fundað verður til kvölds og hafizt handa á ný að morgni föstudags. Fundin- um lýkur þá síðdegis með stjórnar- kjöri. Leiðarahöfundur áiyktar að eftir Aðgerðir gegn kynferðislegri áreitni Ríkisstarfsmenn sæki námskeið Þingvallaprestakall laust til umsóknar Aðalfundur LÍÚ í dag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.