Morgunblaðið - 31.10.1996, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 1996 15
LANDIÐ
Atvinnumál í brennidepli á aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum
Miðstöð allra flugsamgangna
verði byggð á Keflavíkurflugvelli
SKORAÐ var á samgönguráð-
herra á 19. aðalfundi Sambands
sveitarfélaga á Suðurnesjum
(SSS), sem haldinn var í Sand-
gerðisbæ um helgina, að beita sér
fyrir stofnun starfshóps til að
móta tillögur um framtíðarstefnu-
mótun í flugsamgöngum á íslandi.
í ályktun aðalfundarins sagði
að eðlilegra væri að styrkja fram-
tíðarhlutverk Keflavíkurflugvallar
en að kosta til dýrum endurbótum
á Reykjavíkurflugvelli. Atvinnu-
mál voru í brennidepli á aðalfund-
inum en einnig voru samþykktar
ályktanir um vegamál, fíkniefna-
vandann og niðurfellingu gjalda á
slökkvi- og björgunarbúnaði.
A seinni degi fundarins voru
flutt fjölmörg erindi undir yfir-
skriftinni Atvinnumál á Suðurnesj-
um - horft til framtíðar. Guðjón
Guðmundsson, framkvæmdastjóri
SSS, segir að umræður hafi verið
þróttmiklar, raktir hafi verið
möguleikar í atvinnuuppbyggingu
á svæðinu og samkeppnisstaða
Suðurnesja metin. „Mönnum
finnst vera viss þáttaskil í atvinnu-
málum um þessar mundir og telja
heldur bjartari tíma vera framund-
an. Þannig eru vonir bundnar við
að við séum að komast upp úr dal
atvinnuleysis sem við höfum vissu-
lega verið í,“ sagði Guðjón.
Sem dæmi um möguleika í at-
vinnumálum nefnir Guðjón
hugsanlega byggingu magnesíum-
verksmiðju en búist sé við frum-
niðurstöðum um hana í byijun
næsta árs. Þá væri unnið að at-
hyglisverðri nýsköpun i Vogum
þár sem verið væri að gera tilraun-
ir með sæsniglaræktun. Þar væri
stefnt að því að framleiða útflutn-
ingsvöru til útflutnings á markaði
í austur-Asíu.
Tvöföldun Reykjanes-
brautar efst á blaði
Samþykkt var ályktun um for-
gangsröðun verkefna í vegamálum
á Suðumesjum til næstu ára. Efst
á blaði er tvöföldun Reykjanesbraut-
ar. í öðru lagi er lagt til að lokið
verði lýsingu við Reykjanesbraut
að Flugstöð, afleggjara að Vogum,
Reykjanesveg að Sorpeyðingarstöð
og Garðveg. Einnig er lagt til að
nýir yegir verði lagðir annars vegar
frá Ósabotnum að Stafnesi og hins
vegar frá Bláa lóninu til Grindavík-
ur. í þriðja lagi er lagt til að hafist
verði handa við lagningu Suður-
strandarvegar frá Reykjanesi um
Grindavík til Þorlákshafnar. Loks
er óskað eftir því að tveir vegir,
Grindavíkurvegur og Sandgerðis-
vegur, verði lýstir upp.
Aðalfundurinn skoraði á stjórn-
völd í annarri ályktun að koma til
móts við sveitarfélög sem end-
urnýja þurfi slökkvi- og björgunar-
búnað, með þvi að endurgreiða
virðisaukaskatt og fella niður önn-
ur opinber gjöld. í greinargerð
með ályktuninni segir að frá því
að lög um virðisaukaskatt hafi
tekið gildi árið 1988 hafi aðflutn-
ingsgjöld af slíkum búnaði ekki
fengist felld niður. Aðalfundurinn
telur í hæsta máta óeðlilegt að
ríkið skattleggi öryggisþjónustu
sveitarfélaga með þessum hætti.
Mývatnssveit
Útför
Jónasar á
Helluvaði
Mývatnssveit. Morgunblaðið.
Útför Jónasar Sigurgeirssonar á
Helluvaði var gerð frá Skútu-
staðakirkju laugardaginn 26.
október að viðstöddu miklu fjöl-
menni.
Sóknarpresturinn séra Öm
Friðriksson flutti minningarræðu
og jarðsöng. Kór kirkjunnar söng
og organisti var Sólveig Anna
Jónsdóttir. Baldvin Kr. Baldvins-
son söng einsöng. Samleik á org-
el og fiðlu léku Herdís Jónsóttir
og Sólveig Anna Jónsdóttir.
Jónas á Helluvaði fæddist 4.
desember 1901. Hann lést á
Húsavík 18. október síðastliðinn.
Foreldrar hans voru Sigurgeir
Jónsson og Sólveig Sigurðardótt-
ir. Eiginkona Jónasar var Hólm-
fríður ísfeldsdóttir, hún lést 22.
ágúst síðastliðinn. Þau eignuðust
fímm börn sem öll eru á lífi.
Fjölmenni kynnti sér Veljum íslenskt á Selfossi
Morgunblaðið/Sig.
FRÁ framleiðslusýningunni á Selfossi um helgina.
Jóns.
Ný íslensk rúta vakti
mesta athygli
Selfossi - Sýning á framleiðsluvör-
um nokkurra fyrirtækja á Selfossi
var haldin um síðustu helgi í tilefni
átaksins „Veljum íslenskt", sem fyr-
irtæki á Suðurlandi tengdu eigin
átaki undir heitinu „Veljum sunn-
lenskt".
Á sýningunni var kynnt fram-
leiðsla þriggja kjötvinnslustöðva,
tveggja pizzustaða, Guðnabakarí
kynnti brauðmeti, Set hf. sýndi
röraframleiðslu, Plastiðjan fram-
leiðslu á gosdryklgaflöskum, Fönd-
urskúrinn steyptar keramikstyttur,
Lyngholt kynnti Okkar krydd, MBF
mjólkurvörur, Trésmiðja KÁ kynnti
skrifstofuhúsgögn og fjölmiðlafyr-
irtæki og auglýsingastofur kynntu
starfsemi sína.
Sýningin var fjölsótt og sér-
staka athygli vakti ný hópferða-
bifreið frá Guðmundi Tyrfings-
syni hf. sem smíðuð var á Sel-
fossi. Bifreiðin tekur 30 farþega,
er búin salerni og þess gætt að
vel fari um farþegana.
Góð afkoma bæjarsjóðs Akraness
Tekjur hafa
aukist um 10%
Akranesi - Allt bendir til að fjár-
hagsafkoma Akraneskaupstaðar
verði mun betri en áætlanir gerðu
ráð fyrir á þessu ári og ljóst er
að þessi bati hjálpar til að skuldir
bæjarsjóðs verða greiddar hraðar
niður en gert var ráð fyrir. Þá
má einnig búast við að meiru fjár-
magni verði veitt til framkvæmda
á næsta ári.
Átta mánaða uppgjör bæjar-
sjóðs sem kynnt var fyrir skömmu
gefur til kynna að afkoman verði
mun betri en gert var ráð fyrir.
Tekjur á árinu hafa aukist um
10%, sem lætur nærri að vera um
50 milljónir króna og á móti kem-
ur að gjöld hafa einungis aukist
um 2% eða um 10 milljónir króna.
Að sögn Gísla Gíslasonar bæjar-
stjóra er þessi bati einkum til kom-
inn vegna góðs atvinnuástands í
kaupstaðnum sem vonir standa til
að verði viðvarandi. Gísli segir að
ljóst sé að hægt verði að greiða
eitthvað hraðar niður skuldir og
miðað við þriggja ára fjártiagsáætl-
unina líti þetta mjög vel út. „Við
reiknum einnig með því að geta
eitthvað aukið framkvæmdir á
næsta ári og þá verður mjög líklega
fyrst hugað að sorpmálum bæj-
arbúa, sem hafa verið í nokkrum
ólestri í kaupstaðnum,“ sagði Gísli.
Haukur rakari fluttur
Borgarnesi - Rakarastofa
Hauks rakara Gíslasonar er
flutt af „Rakarahorninu“ á
neðstu hæð verslunarhúss
Kaupfélags Borgfirðinga við
Egilsgötu.
Nýlega flutti Haukur rakari
Gíslason starfsemi sína úr hús-
inu á mótum Egilsgötu, Brákar-
brautar og Borgarbrautar, yfir
á jarðhæð verslunarhúss
Kaupfélagsins við Egilsgötu.
Kvaðst Haukur vera ánægður
með breytinguna og taldi hana
hafa góð áhrif á viðskiptin.
Fólk sem ætti erindi í kaupfé-
lagið rækist inn, fólk sem ann-
ars hefði ekki komið til hans á
gamla staðnum.
Svo skemmtilega vildi til að
Einar málari Ingimundarson
var fyrsti viðskiptavinur Hauks
á nýju stofunni en hann var það
einnig þegar Haukur opnaði á
„Rakarahorninu“ fyrir 35 árum.
Mikilvægt að efla
félagsstarf unglinga
Hvolsvelli - Skólaskrifstofa Suð-
urlands hefur undanfarið gengist
fyrir fræðslufundum fyrir foreldra
og skólafólk á Suðurlandi. Þórólf-
ur Þórlindsson og Finnur Gunnars-
son fjölluðu um gengi sunnlenskra
nemenda á samræmdum prófum,
vímuefnaneyslu, forvarnastarf og
fleira á fundi sem haldinn var í
Félagsheimilinu Hvoli í síðustu
viku.
Kom fram í máli þeirra að eitt
það mikilvægasta til að halda
unglingum frá vímuefnum væri
að efla félags- og tómstundastarf.
Samvinna foreldra og vitneskja
um að þeir hafi áhrif með því að
skipta sér af hlutunurn. Þá taldi
Þórólfur að fijálslyndi íslendinga
gagnvart áfengi og tóbaki væri
allt of mikið því neysla allra ungl-
inga hæfist á þessum efnum og
því ættum við ekki að líta á það
sem sjálfsagðan hlut að krakkar
byijuðu að neyta þeirra.
I könnun sem gerð hefur verið
á áfengisneyslu unglinga kemur
fram að sunnlenskir unglingar
neyta að meðaltali ekki meira
áfengi en aðrir unglingar, hins
vegar kemur í ljós að þeir sem
það gera neyta áfengis oftar en
aðrir.
Morgunblaðið/Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir
FRÁ fræðslufundi Skólaskrifstofu Suðurlands á Hvolsvelli.
Einnig kom fram í máli þeirra
að stórefla þurfi verkmenntun á
Islandi og einnig að mjög minnk-
andi aðsókn í raungreinar í Há-
skólanum sé áhyggjuefni. Er jafn-
vel talið að samræmdu prófin eigi
stóran þátt í þessu og kom fram
á fundinum bæði meðal fundar-
gesta og fyrirlesara að það form
sem nú sé á samræmdu prófum
þarfnist endurskoðunar og sé í
raún ekkert sem réttlæti það að
aðeins sé prófað í þeim greinum
sem nú er gert. Það mætti bæði
fjölga þeim eða fækka því vægi
þessara greina sé orðið of mikið
á kostnað annarra námsgreina.
Kemur það meðal annars fram
í því að framhaldsskólarnir taki
minna tillit til skólaeinkunna í
öðrum fögum þegar þeir velji
nemendur inn í skólana.
Morgunblaðið/Theodór
HAUKUR rakari Gíslason snyrtir hár og skegg Einars málara
Ingimundarsonar, fyrsta viðskiptavinarins á nýrri rakarastofu
Hauks í kaupfélaginu.