Morgunblaðið - 31.10.1996, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 1996 19
UR VERIIMU
Fjölmenni á opnum fundi um veiðileyfagjald
Réttlætisrökin
vega mjög þungt
MEÐ þingsályktunartillögu jafnað-
armanna um veiðileyfagjald er fyrst
og fremst verið að láta reyna á
pólitískan vilja alþingismanna í
garð veiðileyfagjalds þar sem bund-
ið er í stjórnarskrána að fiskimiðin
séu sameign þjóðarinnar og myndi
gjald af afnotaréttinum staðfesta
þá þjóðareign. Tillagan miðar að
gjaldtöku í tengslum við úthlutaðar
veiðiheimildir og er hún óháð fisk-
veiðistjórnunarkerfinu, sagði Agúst
Einarsson, þingmaður, á opnum
umræðufundi um veiðileyfagjald
sem haldinn var í gær á vegum
Njarðar, félags meistaranema í
sjávarútvegsfræðum við Háskóla
íslands. Asamt honum var Vil-
hjálmur Egilsson, þingmaður, einn-
ig frummælandi og talaði gegn
veiðileyfagjaldi.
„Ríkisvaldið úthlutar takmörkuð-
um gæðum með fiskveiðistjórnun-
arkerfinu. Ekki verður hjá því kom-
ist að stýra veiðunum með einhverj-
um hætti. Það er gert með úthiutun
veiðiheimilda, sem er tímabundinn
afnotaréttur útgerðarmanna til að
draga fisk úr sjó. Þessum heimild-
um er úthlutað ókeypis, eins og
menn vita, en þessar heimildir
ganga hinsvegar kaupum og sölum
milli aðila. Það er ósanngjamt og
særir réttlætistilfinningu mjög
margra í þessu þjóðfélagi. Réttlæt-
isrökin vega, að okkar mati, mjög
þungt og finnst okkur að menn
verði að fara að gera það upp við
sig hvort þeim finnist núverandi
kerfi vera réttlátt í eðli sínu.“
Ágúst sagði íslendinga eiga langt
í land með að vera komna að endi-
mörkum þess að nýta auðlindina á
sem hagkvæmastan máta þó víst
sé að miðað hafi fram á veginn síð-
ustu 10-15 ár. Innan fiskihagfræð-
innar væri gjarnan talað um svo-
kallaðan fiskveiðiarð, sem myndað-
ist við útgerð, og lægju fyrir áætl-
anir vísindamanna um að þessi arð-
ur gæti numið allt frá 15 til 30
milljörðum næðum við að byggja
hér upp kjörstöðu. Í augnablikinu
væmm við mjög fjarri þeirri stöðu
þar sem fiskveiðiarður af útgerð
væri talinn nema innan við fimm
milljörðum nú. „Aftur á móti getur
vaxandi fiskveiðiarður skapað efna-
hagsleg vandamál. Uppsveifla get-
ur mjög líklega knúið á um hækkun
raungengis í okkar umhverfí sem
síðan gerir það að verkum að aðrar
atvinnugreinar munu eiga erfitt
uppdráttar. Við höfum átt við þetta
efnahagslega vandamál að glíma
um áratuga skeið í íslensku þjóðfé-
lagi sem leitt hefur til þess að erf-
itt hefur reynst að byggja upp aðra
atvinnuvegi við hliðina á sjávarút-
vegi. Umræðuna um veiðileyfagjald
verður hinsvegar að skoða í nýju
efnahagsumhverfi, sem við tókum
upp eftir 1990 þegar við hurfum
frá verðbólgudansi og gengisfell-
ingum og hófum að festa stöðug-
leikann í sessi. Hluti af því að halda
þessum stöðugleika hér í efnahags-
lífinu er að halda núverandi stöðu
raungengis sem er hagkvæmt fyrir
sjávarútveginn og annan sam-
keppnisiðnað í iandinu."
Vísvitandi ósannindi
Ágúst sagði að jafnaðarmenn og
Kvennalistinn væru þeir tveir flokk-
ar á þingi sem væru fylgjandi veiði-
Sjávarútvegurinn
þarfnast starfs-
friðs frá um-
ræðunni
leyfagjaldi og heilir í afstöðu sinni
til þess. Andstöðuna væri að fmna
í Sjálfstæðisflokknum nær alfarið
að undanskildum Pétri Blöndal og í
meirihluta þingflokks Alþýðubanda-
lagsins. „Þetta er nefnilega pólitískt
mál og menn þurfa að taka afstöðu
á grunni þess. Við teljum að veiði-
leyfagjald sé réttlátt, efnahagslega
skynsamlegt og það tryggi stöðug-
leika, en andstaðan er fyrst og
fremst byggð á því að menn eru að
gæta sérhagsmuna, sem eingöngu
er byggðir á pólitískum forsendum
og engu öðru. Við teljum að það sé
mjög brýnt að taka upp umræðu
um veiðileyfajgjald á málefnalegan
hátt,“ sagði Agúst og beindi gagn-
rýni að bæði forsætisráðherra og
sjávarútvegsráðherra. „Við höfum
verið að ræða veiðileyfagjald í þijá
daga á Alþingi sem er rétti vettvang-
urinn vegna þess að þetta er þing-
mál, en hvorugur þessara ráðherra
hefur séð ástæðu til þess að fylgja
eftir skoðunum sínum sem þeir
tjáðu sig um í upphafi landsfundar
síns flokks fyrir nokkrum vikurn."
Ágúst sagði að oft væri uppi
ýmis misskilningur í umræðunni og
hún rekin á mjög yfírborðskenndan
hátt. „Sá, sem keyrt hefur um þver-
bak í málflutningnum er núverandi
forsætisráðherra, sem sagði í upp-
hafi landsfundar sjálfstæðisflokks-
ins að rugludallamir, sem töluðu
fyrir veiðileyfagjaldi, ætluðu að
skattleggja sjávarútveginn um
30-40 milljarða. Annað hvort vissi
maðurinn ekki hvað hann var að
tala um eða hann laug vísvitandi.
Eftir seinni viðbrögðum varðandi
þetta mál, er ég á þeirri skoðun að
hann hafi vísvitandi farið með
ósannindi." Ágúst sagði að þó sjálf-
stæðisflokkurinn hafi múrað sig al-
veg inn í hom varðandi umræður
um veiðileyfagjald, hafí opnun á
málinu komið úr mjög óvæntri átt
þegar Halldór Ásgrímsson, utanrík-
isráðherra, hefði lýst því yfir að
kerfið gæti verið breytingum undir-
orpið sem væri mjög óvanaleg yfír-
lýsing frá manninum sem hefði búið
kerfíð til. Og hann hefði líka gefið
það út að frekari gjaldtaka af sjávar-
útvegi gæti vel komið til greina er
fram liðu stundir.
Sem mestur arður
„Það er mín skoðun, eins og fram
kemur í lögum um stjóm fiskveiða,
að fiskimiðin séu sameign þjóðar-
innar. í því tel ég að felist að Al-
þingj tekur í sínar hendur réttinn
til að ákveða leikreglur um nýtingu
auðlindarinnar. Það þýðir líka að
breytingar á þessum leikreglum
eiga ekki að hafa neinar eignarétt-
arlegar afleiðingar fyrir þá, sem eru
í sjávarútvegi," sagði Vilhjálmur
Egilsson og hann bætti við að spyija
mætti síðan hvert markmið leik-
reglnanna eigi að vera. „Það sem
mér finnst að ég eigi að hafa í
huga sem alþingismaður þegar ég
set leikreglur um nýtingu fískimið-
anna er að þær skili þjóðinni sem
allra mestum arði, þ.e.a.s. að nýt-
ingin leiði til hagkvæms rekstrar í
sjávarútvegi og þannig njóti þjóðin
best þessara auðlinda."
Vilhjálmur minntist á grein innan
hagfræðinnar sem fjallaði um ríkið
sem framleiðanda laga enda hefðu
lög og reglur töluverð áhrif á fram-
leiðni í atvinnulífínu, en þessi fræði-
grein fjallaði í viðum skilningi um
skipan eignaréttarins. „Þá vaknar
sú spurning hvort ríkið eigi sem
framleiðandi laga að rukka sérstak-
lega fyrir hver þau lög, sem sett
eru ef þau verða til þess að auka
framleiðni í einhverri atvinnu-
grein."
Hann dró sömuleiðis í efa að þó
veiðileyfagjald yrði lagt á sjávarút-
veginn, yrði það hann sem bæri
hann á endanum. Veiðileyfagjald
lyti nákvæmlega sömu lögmálum
og aðrir skattar. Þeir, sem kæmu
til með að borga skatta, hlytu alltaf
að leitast við að velta þeim af sér
yfír á einhverja aðra.
„Sjávarútvegurinn hefur verið að
breytast mjög mikið á síðari árum.
Eg tel að það séu mörg tækifæri
til staðar í sjávarútveginum og horfi
fram á hann sem mikilvæga at-
vinnugrein, en að mínu mati er
nauðsynlegt að gefa sjávarútvegin-
um starfsfrið frá þessari urnræðu,"
sagði Vilhjálmur.
HYunoni
RENAULT
(sroiðsfu/vjiir li/ a//l aá ííi mánaða án áitbarísunar
■UM
GÓÐIR NOTAÐIR BILAR
Suzuki Vitara JLX 1600, árg.
sjálfsk., 5 d., hvítur, ek. 90 þús. km.
Verö kr. 1.370 þús.
Hyundai Pony LS 1300, árg. '93,
5 g., 4 d., grár, ek. 23 þús. km.
Verö kr. 680 þús.
uadiiac Ueville 4900, árg. '91,
sjálfsk., 4 d., blár, ek. 47 þús. km.
Verö kr. 2.450 þús.
Renault 19 GTS 1400, árg.
5 g., 5 d., Ijósbrúnn, ek. 99 þús km.
Verö kr. 600 þús.
Mercedes Benz 280 GE, árg. '87,
sjálfsk., 5 d., grár, ek. 187 þús. km.
Verökr. 1.650 þús.
Nissan Sunny STW4x41600, árg. '93,
5 g., 5 d., blár, ek. 110 þús. km.
Verökr. 1.050 þús.
Renault Ciio RT1400, árg. ‘93,
5 g., 5 d., grænn, ek. 55 þús. km.
Verö kr. 790 þús.
Toyota HiLux SR-5 D/C2400, árg.
5 g., 4 d., rauður, ek. 131 þús. km.
Verökr. 1.490 þús.
Hyundai Elantra 1600, árg. '93,
sjálfsk., 4 d., vínrauöur, ek. 54 þús.
km. Verö kr. 940 þús.
Volvo 850 station 2000, árg. '93,
sjálfsk., 5 d., vínrauður, ek. 50 þús. km.
Verö 2.280 þús.
Nissan Sunny SLX1600, árg. '92,
5 g., 4 d., grár, ek. 59 þús. km.
Verö 850 þús.
Hyundai Sonata 2000, árg. 96,
sjálfsk., 4 d., grænn, ek. 10 þús. km.
Verö 1.680 þús.
Toyota Corolla XL11300, árg. '95,
5 g., 4 d., grænn, ek. 27 þús. km.
Verö 1.180 þús.
BMW520ÍA 2000, árg. 91,
sjálfsk., 4 d., vínrauður, ek. 58 þús. km.
Verö 1.880 þús.
Renault 19 RT1800, árg. '96,
5 g., 5 d., blár, ek. 20 þús. km.
Verö 1.230 þús.
Nofaðir bíljar
if 14 Armúla 13
Mikið úrval
nýlegra
uppítökubíla
SuSurkmdsbraut