Morgunblaðið - 31.10.1996, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 31.10.1996, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 1996 19 UR VERIIMU Fjölmenni á opnum fundi um veiðileyfagjald Réttlætisrökin vega mjög þungt MEÐ þingsályktunartillögu jafnað- armanna um veiðileyfagjald er fyrst og fremst verið að láta reyna á pólitískan vilja alþingismanna í garð veiðileyfagjalds þar sem bund- ið er í stjórnarskrána að fiskimiðin séu sameign þjóðarinnar og myndi gjald af afnotaréttinum staðfesta þá þjóðareign. Tillagan miðar að gjaldtöku í tengslum við úthlutaðar veiðiheimildir og er hún óháð fisk- veiðistjórnunarkerfinu, sagði Agúst Einarsson, þingmaður, á opnum umræðufundi um veiðileyfagjald sem haldinn var í gær á vegum Njarðar, félags meistaranema í sjávarútvegsfræðum við Háskóla íslands. Asamt honum var Vil- hjálmur Egilsson, þingmaður, einn- ig frummælandi og talaði gegn veiðileyfagjaldi. „Ríkisvaldið úthlutar takmörkuð- um gæðum með fiskveiðistjórnun- arkerfinu. Ekki verður hjá því kom- ist að stýra veiðunum með einhverj- um hætti. Það er gert með úthiutun veiðiheimilda, sem er tímabundinn afnotaréttur útgerðarmanna til að draga fisk úr sjó. Þessum heimild- um er úthlutað ókeypis, eins og menn vita, en þessar heimildir ganga hinsvegar kaupum og sölum milli aðila. Það er ósanngjamt og særir réttlætistilfinningu mjög margra í þessu þjóðfélagi. Réttlæt- isrökin vega, að okkar mati, mjög þungt og finnst okkur að menn verði að fara að gera það upp við sig hvort þeim finnist núverandi kerfi vera réttlátt í eðli sínu.“ Ágúst sagði íslendinga eiga langt í land með að vera komna að endi- mörkum þess að nýta auðlindina á sem hagkvæmastan máta þó víst sé að miðað hafi fram á veginn síð- ustu 10-15 ár. Innan fiskihagfræð- innar væri gjarnan talað um svo- kallaðan fiskveiðiarð, sem myndað- ist við útgerð, og lægju fyrir áætl- anir vísindamanna um að þessi arð- ur gæti numið allt frá 15 til 30 milljörðum næðum við að byggja hér upp kjörstöðu. Í augnablikinu væmm við mjög fjarri þeirri stöðu þar sem fiskveiðiarður af útgerð væri talinn nema innan við fimm milljörðum nú. „Aftur á móti getur vaxandi fiskveiðiarður skapað efna- hagsleg vandamál. Uppsveifla get- ur mjög líklega knúið á um hækkun raungengis í okkar umhverfí sem síðan gerir það að verkum að aðrar atvinnugreinar munu eiga erfitt uppdráttar. Við höfum átt við þetta efnahagslega vandamál að glíma um áratuga skeið í íslensku þjóðfé- lagi sem leitt hefur til þess að erf- itt hefur reynst að byggja upp aðra atvinnuvegi við hliðina á sjávarút- vegi. Umræðuna um veiðileyfagjald verður hinsvegar að skoða í nýju efnahagsumhverfi, sem við tókum upp eftir 1990 þegar við hurfum frá verðbólgudansi og gengisfell- ingum og hófum að festa stöðug- leikann í sessi. Hluti af því að halda þessum stöðugleika hér í efnahags- lífinu er að halda núverandi stöðu raungengis sem er hagkvæmt fyrir sjávarútveginn og annan sam- keppnisiðnað í iandinu." Vísvitandi ósannindi Ágúst sagði að jafnaðarmenn og Kvennalistinn væru þeir tveir flokk- ar á þingi sem væru fylgjandi veiði- Sjávarútvegurinn þarfnast starfs- friðs frá um- ræðunni leyfagjaldi og heilir í afstöðu sinni til þess. Andstöðuna væri að fmna í Sjálfstæðisflokknum nær alfarið að undanskildum Pétri Blöndal og í meirihluta þingflokks Alþýðubanda- lagsins. „Þetta er nefnilega pólitískt mál og menn þurfa að taka afstöðu á grunni þess. Við teljum að veiði- leyfagjald sé réttlátt, efnahagslega skynsamlegt og það tryggi stöðug- leika, en andstaðan er fyrst og fremst byggð á því að menn eru að gæta sérhagsmuna, sem eingöngu er byggðir á pólitískum forsendum og engu öðru. Við teljum að það sé mjög brýnt að taka upp umræðu um veiðileyfajgjald á málefnalegan hátt,“ sagði Agúst og beindi gagn- rýni að bæði forsætisráðherra og sjávarútvegsráðherra. „Við höfum verið að ræða veiðileyfagjald í þijá daga á Alþingi sem er rétti vettvang- urinn vegna þess að þetta er þing- mál, en hvorugur þessara ráðherra hefur séð ástæðu til þess að fylgja eftir skoðunum sínum sem þeir tjáðu sig um í upphafi landsfundar síns flokks fyrir nokkrum vikurn." Ágúst sagði að oft væri uppi ýmis misskilningur í umræðunni og hún rekin á mjög yfírborðskenndan hátt. „Sá, sem keyrt hefur um þver- bak í málflutningnum er núverandi forsætisráðherra, sem sagði í upp- hafi landsfundar sjálfstæðisflokks- ins að rugludallamir, sem töluðu fyrir veiðileyfagjaldi, ætluðu að skattleggja sjávarútveginn um 30-40 milljarða. Annað hvort vissi maðurinn ekki hvað hann var að tala um eða hann laug vísvitandi. Eftir seinni viðbrögðum varðandi þetta mál, er ég á þeirri skoðun að hann hafi vísvitandi farið með ósannindi." Ágúst sagði að þó sjálf- stæðisflokkurinn hafi múrað sig al- veg inn í hom varðandi umræður um veiðileyfagjald, hafí opnun á málinu komið úr mjög óvæntri átt þegar Halldór Ásgrímsson, utanrík- isráðherra, hefði lýst því yfir að kerfið gæti verið breytingum undir- orpið sem væri mjög óvanaleg yfír- lýsing frá manninum sem hefði búið kerfíð til. Og hann hefði líka gefið það út að frekari gjaldtaka af sjávar- útvegi gæti vel komið til greina er fram liðu stundir. Sem mestur arður „Það er mín skoðun, eins og fram kemur í lögum um stjóm fiskveiða, að fiskimiðin séu sameign þjóðar- innar. í því tel ég að felist að Al- þingj tekur í sínar hendur réttinn til að ákveða leikreglur um nýtingu auðlindarinnar. Það þýðir líka að breytingar á þessum leikreglum eiga ekki að hafa neinar eignarétt- arlegar afleiðingar fyrir þá, sem eru í sjávarútvegi," sagði Vilhjálmur Egilsson og hann bætti við að spyija mætti síðan hvert markmið leik- reglnanna eigi að vera. „Það sem mér finnst að ég eigi að hafa í huga sem alþingismaður þegar ég set leikreglur um nýtingu fískimið- anna er að þær skili þjóðinni sem allra mestum arði, þ.e.a.s. að nýt- ingin leiði til hagkvæms rekstrar í sjávarútvegi og þannig njóti þjóðin best þessara auðlinda." Vilhjálmur minntist á grein innan hagfræðinnar sem fjallaði um ríkið sem framleiðanda laga enda hefðu lög og reglur töluverð áhrif á fram- leiðni í atvinnulífínu, en þessi fræði- grein fjallaði í viðum skilningi um skipan eignaréttarins. „Þá vaknar sú spurning hvort ríkið eigi sem framleiðandi laga að rukka sérstak- lega fyrir hver þau lög, sem sett eru ef þau verða til þess að auka framleiðni í einhverri atvinnu- grein." Hann dró sömuleiðis í efa að þó veiðileyfagjald yrði lagt á sjávarút- veginn, yrði það hann sem bæri hann á endanum. Veiðileyfagjald lyti nákvæmlega sömu lögmálum og aðrir skattar. Þeir, sem kæmu til með að borga skatta, hlytu alltaf að leitast við að velta þeim af sér yfír á einhverja aðra. „Sjávarútvegurinn hefur verið að breytast mjög mikið á síðari árum. Eg tel að það séu mörg tækifæri til staðar í sjávarútveginum og horfi fram á hann sem mikilvæga at- vinnugrein, en að mínu mati er nauðsynlegt að gefa sjávarútvegin- um starfsfrið frá þessari urnræðu," sagði Vilhjálmur. HYunoni RENAULT (sroiðsfu/vjiir li/ a//l aá ííi mánaða án áitbarísunar ■UM GÓÐIR NOTAÐIR BILAR Suzuki Vitara JLX 1600, árg. sjálfsk., 5 d., hvítur, ek. 90 þús. km. Verö kr. 1.370 þús. Hyundai Pony LS 1300, árg. '93, 5 g., 4 d., grár, ek. 23 þús. km. Verö kr. 680 þús. uadiiac Ueville 4900, árg. '91, sjálfsk., 4 d., blár, ek. 47 þús. km. Verö kr. 2.450 þús. Renault 19 GTS 1400, árg. 5 g., 5 d., Ijósbrúnn, ek. 99 þús km. Verö kr. 600 þús. Mercedes Benz 280 GE, árg. '87, sjálfsk., 5 d., grár, ek. 187 þús. km. Verökr. 1.650 þús. Nissan Sunny STW4x41600, árg. '93, 5 g., 5 d., blár, ek. 110 þús. km. Verökr. 1.050 þús. Renault Ciio RT1400, árg. ‘93, 5 g., 5 d., grænn, ek. 55 þús. km. Verö kr. 790 þús. Toyota HiLux SR-5 D/C2400, árg. 5 g., 4 d., rauður, ek. 131 þús. km. Verökr. 1.490 þús. Hyundai Elantra 1600, árg. '93, sjálfsk., 4 d., vínrauöur, ek. 54 þús. km. Verö kr. 940 þús. Volvo 850 station 2000, árg. '93, sjálfsk., 5 d., vínrauður, ek. 50 þús. km. Verö 2.280 þús. Nissan Sunny SLX1600, árg. '92, 5 g., 4 d., grár, ek. 59 þús. km. Verö 850 þús. Hyundai Sonata 2000, árg. 96, sjálfsk., 4 d., grænn, ek. 10 þús. km. Verö 1.680 þús. Toyota Corolla XL11300, árg. '95, 5 g., 4 d., grænn, ek. 27 þús. km. Verö 1.180 þús. BMW520ÍA 2000, árg. 91, sjálfsk., 4 d., vínrauður, ek. 58 þús. km. Verö 1.880 þús. Renault 19 RT1800, árg. '96, 5 g., 5 d., blár, ek. 20 þús. km. Verö 1.230 þús. Nofaðir bíljar if 14 Armúla 13 Mikið úrval nýlegra uppítökubíla SuSurkmdsbraut
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.