Morgunblaðið - 31.10.1996, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 31.10.1996, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 1996 23 LISTIR Sódómska og samkynhneigð Morgunblaðið/Gunnlaugur Ámason JÖKLAKORINN minnist tíu ára afmælis og heldur um þessar mundir tónleika á Snæfellsnesi. Myndin er tekin á tónleikum kórsins i Stykkishólmskirkju sl. sunnudag. Jöklakórinn heldur afmælistónleika Stykkishólmi. Morgunblaðið. Fagnaðar tónleikar í Kópavogi ÞRENNIR tónleikar verða haldnir í Listasafni Kópavogs - Gerðarsafni í tilefni þess, að bæjaryfirvöld hyggjast reisa hús yfir tónlistina í Kópavogi. Tónleikarnir verða á sunnudag, mánudag og þriðjudag og er aðgangur ókeypis. Fjöldi listamanna kemur fram á tónleikunum og verða atrið- in 37 talsins. Þar verður sungið og spilað, allt frá ein- Ieik upp í hljósmsveitir og kóra. Teikningar og líkön af hús- inu verða til sýnis á tón- leikunum. 70. sýningá Þrek og tár SJÖTUGASTA sýning á verki Ólafs Hauks Símonarsonar í Þjóðleikhúsinu er í kvöld fimmtudagskvöld. Þrek og tár var frumsýnt í september í fyrra og gekk fyrir fullu húsi allt síðasta leikár og hefur notið sömu vinsælda nú í haust, en sýn- ingum fer fækkandi. „Þrek og tár er Reykjavík- ursaga frá sjöunda áratugn- um, ljúfsár en iðandi af lífs- gleði, ferðalag um land minn- inganna, skreytt tónlistar- perlum þessa tíma,“ segir í kynningu. Djöflaeyjan keppir um óskarinn ÍSLENSKIR kvikmynda- gerðarmenn tilnefndu á þriðjudagskvöld kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, Djöflaeyjuna, sem framlag íslands til keppni um Óskars- verðlaun, sem afhent verða í apríl á næsta ári. Atkvæði greiddi 91 og segir Karl Pétur Jónsson, kynningarfulltrúi íslensku kvikmyndasamsteypunnar, að Djöflaeyjan hafi fengið 51 tilnefningu, Benjamín dúfa 22 og Agnes 18 at- kvæði. LEIKLIST Thc Dublincr THEIMPORTANCEOF BEING OSCAR Höfundur: Micheál MacLíammóir sem vann sýningarhandrit upp úr verkum Oscars Wildes. Leikari: Martin Tighe. Aðstoðarmaður: Manju Nair. Kynning: Gary Gunning. Þriðjudagur 29. október. OSCAR Wilde var íri sem yfirgaf Dublin til að setjast að í London. Micheál MacLíammóir var Englend- ingur, Alfred Will- more að nafni, sem yfirgaf London til að setjast að í Dublin og gerast íri. Wilde var hampað af ensk- um broddborgurum um árabil en fall hans varð mikið. Hann var dæmdur í fangelsi fyrir sód- ómsku og dó bitur og snauður í París. MacLíammóir yfir- gaf England vegna þess þrönga stakks sem samfélag þeirra tíma sneið honum og sambýlismanni hans, Hilton Ed- wards, og í Irlandi fann hann griðastað. Kona ein í höfuðstað þvísa lands sagðist aldrei hafa séð neitt misjafnt til þeirra; ekki einn einasti kvenmaður hafi heimsótt þá árin sem þeir leigðu hjá henni. Þeir félagar stóðu fyrir frægu leikfélagi, „The Gate“, þar sem Edwards setti verkin á svið en MacLíammóir var í stjörnuhlutverk- inu. Þeir komu James Mason og Orson Welles áleiðis í leiklistinni auk þess sem MacLíammóir samdi og ferðaðist um með einleik um Oscar Wilde, verk hans og örlög. Þessi einleikur, sem hefur verið leik- inn áfram eftir lát MacLíammóirs, m.a. nýlega í London, var á sínum tíma þarft inniegg í þá tíma sem vildu þegja örlög Wildes og hans nóta í hel. Breski höfundurinn Neil Bartlett sótti á sömu mið í nýlegri sýningu sinni, „The Picture of Dor- ian Gray“, þ.e. að blanda saman lífi Wildes og vérkum, en gerði ekki betur en MacLíammóir í einleik þessum. Verkið er mjög haganlega samið og ber af öðrum svipuðum verkum um Gertrude Stein og Karen Blixen sem hafa verið leikin hér á undan- förnum árum. Hér er leikarinn ekki í h'ki Oscars Wildes allan tím- ann heldur les upp ljóð og úr bréf- um og leikur persónur úr þekkt- ustu verkum hans eins og „The Picture of Dorian Gray“, „An Ideal Husband" og auðvitað „The Imp- ortance of Being Earnest“, sem titill verksins vísar í. Texti Wildes fær því að njóta sín óbrenglaður, þó í stuttum þáttum sé, en ekki eins og í áðurtöldum einleikjum þar sem öllu ægir saman og „höfundur- inn“ er látinn mæla allt af munni fram í eigin per- sónu. Það er vel til fundið að setja þennan einleik upp í húsnæði írsku kráarinnar „The Dubliner". And- rúmsloftið nær því að vera nokkuð írskt: Guinness- bjór á borðum, leiksýningin byij- aði ekki fyrr en hálftíma of seint og undirritaður var snuðaður um af- ganginn er miðar voru greidair. Uppi á lofti er bekkjum raðað fyrir framan grænmálaðan vegg, stólum og borði komið fyrir auk nauðsynlegustu leikmuna og þar leikið. Gary Gunning kynnti Oscar Wilde snarplega fyrir áhorfendum, að vísu ekki fyrr en í lok hlés. Martin Tighe fór með textann, en naut auk þess dyggrar aðstoðar Manju Nair með Ijós og leikmuni. Martin hefur til að bera hljóm- mikla rödd og góða framsögn og þónokkra útgeislun á sviði. Hann fer vel með textann þrátt fyrir tölu- verð mismæli en hann er óþarflega stífur á sviðinu. Þegar hann sagði frá eða las upp færði hann sig úr einni stellingunni í aðra, af stólnum yfir á bekkinn og til baka. Þarna hefði örlítil leikstjórn annars aðila komið sér vel til að láta þáttinn renna betur og sníða af leiknum helstu agnúana. En textinn stend- ur alltaf fyrir sínu og Tighe náði að koma honum skammlaust frá sér í öllum hans krúsindúllum og margbreytileika. Fyrir þetta ber að þakka. Sveinn Haraldsson FYRIR tíu árum var stofnaður kór sem hlaut nafnið Jöklakór- inn. Hann samanstendur af fé- lögum úr 4 kirkjukórum á norðanverðu Snæfellsnesi. Upp- hafið var það að kirkjukór Stykkishólmskirkju fékk boð um að taka þátt í ferð til ísraels til að syngja við jólamessu í Betle- hem. Kórinn bauð öðrum kirkju- kórum á norðanverðu Snæfells- nesi að taka þátt í ferðinni og mynda einn kór. Jöklakórinn söng síðan í Betlehem á jólum árið 1986. Góð tengsl sköpuðust við undirbúning ferðarinnar og í ferðinni sjálfri og þau hafa haldist síðan. Jöklakórinn hefur starfað flest árin síðan, komið saman, æft og haldið tónleika. Þetta er gott dæmi um samstarf á milli nálægðra byggðarlaga sem færir íbúa nær hvor öðrum Ljóðakvöld á Súfist- anum í KVÖLD, fimmtudag 31. október, verður efnt til ljóða- kvölds í Súfistanum, bóka- kaffinnu í Bókabúð Máls og menningar að Laugavegi_ 18. Þar lesa þau Óskar Árni Ósk- arsspn, Linda Vilhjálmsdótt- ir, Árni Ibsen, Jónas Þor- bjarnarson og Gylfi Gröndal úr nýjum ljóðabókum. Upplestrarkvöldið hefst kl. 20.30 og stendur til 22. Að- gangur er ókeypis og öllum heimill. og leiðir af sér önnur sambönd. Til að minnast 10 ára afmælis- ins hefur kórinn æft í haust ný og gömul verkefni og efnir nú til fernra tónleika á Snæfells- nesi. Fyrstu tónleikar kórsins voru í Stykkishólmskirkju sunnu- daginn 27. október. Efnisskráin var fjölbreytt, bæði kirkjuleg verk og léttari sönglög. Kórinn var skipaður um 100 söngmönn- um og skilaði vel söng sínum. Stjórnendur kórsins eru söng- stjórar krikjukóranna, Friðrik V. Stefánsson, Grundarfirði, Kay W. Lúðvíksson, Hellissandi, Kjartan Eggertsson, Ólafsvík og Sigrún Jónsdóttir, Stykkishólmi. Næstu tónleikar verða í Grundarfjarðarkirkju 1. nóv. kl. 21, Röst á Hellissandi laugardag- inn 2. nóv. kl. 16 og í Ólafsvíkur- kirkju þá um kvöldið kl. 20. Ljóðakvöld á Kaffi Puccini KAFFI Puccini á Vitastíg lOa held- ur ljóðakvöld í kvöld, fimmtudag 31. október. Ljóðskáld dagsins er borgarskáldið Tómas Guðmunds- son. Jón Júlíusson leikari les úr verk- um Tómasar og tónlist við ljóð hans mun hljóma í húsakynnum staðarins frá kl. 20. Dagskráin hefst kl. 22 en staður- inn er opinn virka daga til kl. 23.30 og til kl. 1 um helgar. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis. „Stefnt er að því að hafa dag- skrár af menningarlegum toga á staðnum með reglulegu millibili,“ segir í kynningu. MARTIN Tighe í hlut- verki sínu í einleik Mic- heáls MacLíammóirs um Oscar Wilde. Nýir verðbréfasjóðir Kaupþings í Lúxemborg hafa fengiö frábærar undirtektir. Vegna mikiltar eftirspurnar verðum við í símafæri ti klukkan tíu og veitum íslenskum sparifjáreígendum allar nánari upplýsingar um nýjar og spennandi leiðir til öruggrar ávöxtunar. Njóttu islenskrar leiðsagnar um aiþjöðlegan fjármálaheim
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.