Morgunblaðið - 31.10.1996, Síða 24

Morgunblaðið - 31.10.1996, Síða 24
24 FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Forsenda þess að búa til góða kvikmynd er að vera sannur Bandaríski leikarinn Seymour Cassel kom hingað til lands sem gestur Kvikmynda- hátíðar Reykjavíkur en hann hefur leikið í um það bil 70 kvikmyndum. Einar Örn Gunnars- son hitti hann að máli og forvitnaðist um líf hans og leikferil. HVERNIG kynntist þú John Cassavetes og hvemig hófst samstarf ykkar? „Móðir mín var í skemmtana- bransanum þannig að ég held að þetta hafi verið í_ blóðinu," segir Seymour Cassel. „Á seinni mennta- skólaárum tók ég þátt í leiklist. Það hvarflaði þó ekki að mér að starfa í leikhúsi fyrr en síðar. Ég hafði verið í hemum, ætlaði ekki i' skóla og leitaði mér því að vinnu. Eg kíkti í blöðin og sá auglýsingu frá leik- húsi í Bloomfieldshills Michigan þar boðnir voru leiklistartímar í skiptum- fyrir iærlingsvinnu.- Þar fékk ég vinnu við að byggja leikmyndir, fór á sviðið og komst að því undireins að þetta var það sem ég vildi gera í lífinu. Síðar dreif ég mig til New York og sá þar auglýsingu í fag- blaði sem hét Show Business en þar auglýsti Verkstæði John Cassavetes þrjá námsstyrki. Ég mætti til við- tals hjá honum og sagði hann mér að Burt Lane sæi um alla kennslu því sjálfur væri hann önnum kafínn við að framleiða mynd. Cassavetes var að flýta sér í upptöku og þá spurði ég hvort ég mætti horfa á og hann svaraði því játandi. Eftir einn til tvo tíma sá ég að það var ekki nóg starfsiið til þess að framkvæma hlutina eins hratt og stjómendumir vildu. Ég fór að hjálpa þeim og gerði það það sem eftir lifði nætur. Um morguninn spurði John Cassavetes mig hvað mér fyndist og ég sagði að mér þætti þetta skemmtilegt og spennandi. Ég spurði hann hvenær næsta taka yrði og þá svaraði hann: „í kvöld.“ Þá spurði ég hvort ég mætti koma aftur og tók hann því vel. Upp frá því mætti ég hvað eftir annað. Fyrir mig var þetta tækifæri til að vinna með fólki sem ég kunni vel við. Við John urðum bestu vinir og fyr- ir mér var hann eins og eldri bróðir. Við vorum báðir svolítið geggjaðir með sama skopskyn og sömu sýn á lífið og mann- eskjur. Mig langaði til að vinna með honum við hvað sem var. Cassavetes hefur haft mest áhrif á líf mitt, sérstaklega í þessu fagi, og það var hann sem opriaði augu mín fyrir erlendri kvik- myndagerð. Þegar hann var að taka einhver atriði, vildi hann gjarnan heyra hvað okkur samstarfsmönnum fannst um viðkomandi töku. Hann spurði sí- fellt, ekki vegna þess að hann væri ekki viss um hvað hann væri að gera heldur vegna þess að hann vildi að við værum þátttakendur. Cassavetes bjó aldrei til kvik- myndir í þeim tilgangi að ná að stjórna gerðum fólks heldur til að opinbera fóik hvert fyrir öðru og sýna því að við erum öll eins, þrátt fyrir ólíkan litarhátt og ólíka tungu. Við glímum öll við sömu vandamál- in, sérstaklega hvert gagnvart öðru. Kvikmyndir hans eru alltaf um hin- ar mannlegu hliðar og um hvað fólk er vanhæft til að eiga samskipti á heiðarlegan hátt. Við erum svo vör um okkur og hann kom alltaf að hinni brothættu eða viðkvæmu hlið persónanna. Það sem mér þykir hvað best við myndir Cassavetes er að fæstar þeirra hafa endi en það er einmitt í góðu samræmi við lífið því að það kemur alltaf annar dagur. Þó maður fái ekki einhverja lokaniðurstöðu þá er maður reynslunni ríkari." - Hvernig var Cassavetes sem leikstjóri? „Hann leitaði sannleikans í því sem hann var að gera. Kvikmynda- handrit sín skrifaði hann eins og leikrit. Hann gerði sér grein fyrir því að mikilvægt er að taka verk upp í þeirri tímaröð sem það gerist í þvi þannig geta leikararnir fyigt persónunum eftir og þróast með þeim. Cassavetes lagði mikla áherslu á að leikararnir skemmtu sér og nytu þess sem þeir voru að gera. Hvers vegna á maður ekki að njóta þess að gera hluti í leiknum sem maður gæti aldrei komist upp með í eigin lífi? Góður leikari setur tilfínningar sínar í leikinn og því leiðist mér þegar ég sé fólk reyna að leika tilfinningar. Slíkt fólk getur al- veg eins leikið fyrir framan spegil því þar fínnur það þann eina sem nýtur leiksins." - Þú hefur starfað að gerð margvíslegra mynda með óháð- um kvikmyndagerðarmönnum en jafnframt leikið í stórmynd- um á borð við Dick Tracy. Hver er munurinn á að leika í stór- mynd eða mynd gerðri af „óháð- um aðilum"? „Jú ég hef til að mynda leik- ið í Dick Tracy og Ósiðlegu til- boði (Indecent Proposal). Það var gaman að leika í Dick Tracy því það var margvíslega samsettur hópur sem vann að henni. Sérstaklega fannst mér gaman að útliti myndar- innar, búningum, lýsingu ogtímabil- inu sem sagan á að gerast á. Þetta voru langar tökur. Warren Beatty tekur starf sitt alvarlega og er mik- ill nákvæmnismaður. Ég tók ekki þátt í gerð Dick Tracy peningana vegna. Eg kann vel við Robert Redford , og hann bað mig að taka að mér hlutverk í Ósiðlegu tilboði, eftir að hann hafði séð mig í Kaldri hunda- súpu (Cold Dog Soup). Það sem skemmtilegast var að takast á við í Ósiðlegu tilboði var að ég þurfti ekki að segja mikið heldur tjá mig með látbragði. Menn leika í Hollywoodmyndum peninganna vegna en í hinum ánægj- unnar vegna. Ég reyni samt að gera það sem mig langar til þegar ég leik í svona myndum. Það er ekki erfítt að vinna með mér en heldur ekki auðvelt, því ég er ekki tilbúinn að gera hvað sem er. Ég reyni alltaf mitt ýtrasta. Ég skammast mín ekki fyrir að gera hlutina peninganna vegna en i ég geri samt ekki mikið að því. Ég leik í stuttmyndum fyrir útskriftar- nema í USC án þess að taka nokkuð fyrir. Þegar ég leik í slíkum myndum þá fer ég fram á ákveðið frelsi sem leikari og geri það ánægjunnar vegna. Maður verður að miðla af því sem maður hefur lært í þessum bransa. Ég hef komist að þeini niðurstöðu . að forsenda þess að búa til góða kvik- mynd er að vera sannur. Sem áhorf- ‘ andi geri ég miklar kröfur þó ég ) geti sætt mig við að menn geri mis- tök. Ég legg litla áherslu á tæknileg- ar brellur eða einhveija tilbúna feg- urð. Ég þarf ekki að sjá hvað kvik- myndavélin getur gert og hvort mynd er fílmuð í einni lotu og þar með orðin tæknilegt afrek. Þegar ég fer í bíó vil ég að sagan tali til mín, manneskjumar höfði til mín og ég i geti samsamað mig persónunum. Ég segi við unga kvikmyndagerðarmenn: f „Safnið í kringum ykkur hópi manna ) sem þið hafíð trú á og hefur trú á ykkur - fólki sem hefur hugmyndir - og hjálpist að við að búa til mynd.““ I - Vissirðu eitthvað um íslenska kvikmyndagerð áður en þú komst hingað? „Já, ég er í nefnd sem íjallar um tilnefningar erlendra kvikmynda til Óskarsverðlauna og_ hafði því séð i Börn náttúrunnar. Ég hitti Friðrik f Þór Friðriksson í Los Angales en * mynd hans hafði þá verið tilnefnd. ) Mér þykir vænt um að vera í þess- ari Óskarsverðlaunanefnd því þannig gefst mér tækifæri til að sjá myndir sem ég annars myndi ekki sjá og fæ jafnframt tækifæri til að fara á kvik- myndahátíðir." KVIKMYNPIR Rcgnboginn EINSTIRNI ★ ★ ★ V2 SÖGUMAÐURINN flinki, John Sayles, fer á kostum í myndinni Einstirni (Lone Star), sem hefur alla burði til þess að ganga ekki síður vel á almennum sýningum en á hátið- um. Efnið er beinskeytt morðrannsókn en Sayles kryddar hana með fjölda litrikra per- sóna sem allar hafa sína sögu að segja og tengjast málinu á einn eða annan hátt - og allar leiknar af sterkum skapgerðarleikurum. Tvær kynslóðir Bandaríkjamanna og mexíkó- skra innflytjenda í Frontera, bæ á mörkum Texas og Mexíkó, koma við sögu. Einstirni hefst á beinafundi og ryðbrunn- inni fógetastjörnu. Sam Deeds (Chris Coo- per) lögreglustjóri telur að hér séu fundnar líkamsleifar Charlie Wade (Kris Kristoffer- son), óvinsæls lögreglustjóra sem hvarf á sjötta áratugnum, en getgátur hafa jafnan verið uppi um afdrif hans og er nafn lögreglu- Syndir feðranna mannsins, föður Deeds, gjaman nefnt í því sambandi. Deeds leitar sannleikans og finnur hann að lokum. Sayles tengir saman persónurnar og tíma- skeiðin á þann hátt að hvergi sést nálarfar á frá- sögninni, þetta verður ekki betur gert. Myndin er einnig sögustund í sambúð ólíkra kynþátta við landamæri sem aðskilja ríka og snauða, og hvernig fortíðin getur sett mark sitt á samtímann ef hróflað er við henni. Sayles er hér með sína langbestu mynd og aðgengilegustu, sem á örugglega eftir að auka mikið við aðdáendahóp þessa snjalla kvikmyndagerðarmanns sem er lítt með hug- ann við miðasöluna. Allir leikararnir standa sig frábærlega, Kristofferson er skemmtilega illkvittinn skratti, Elizabeth Pena, Cooper, Frances McDormand og Joe Morton, öll setja þau svip sinn á þessa einföldu en þó margsl- ungnu söguskoðun. -r/ / / Rcgnboginn miwmwwip \íT *p. ASTIN ER KALDARI EN DAUÐINN ★ ★ 'h 24.oktdber - 3-nóvember 1996. TYRKLAND er Ianda- mæraríki í fleiri en einum skilningi, liggur á mörkum Asíu og Evrópu og heims múslima og kristinna manna. I aug- um fjölda Evrópumanna nær Tyrkland ekki prófí sem siðmenntað ríki, einkum vegna aft- urhaldssamra trúmála sem varpa skugga á ímynd landsins. Astin er kaldari en syndin bætir hana ekki, þetta er mynd byggð á sönn- um atburðum sem gerðust fyrir skömmu. Aðalpersónan, söngkonan Belgin (Bennu Ge- red), naut mikilla vinsælda, en afbrýðisamur og mislukkaður fyrrum eiginmaður hennar myrti hana með köldu blóði - og hlaut fyrir þriggja mánaða dóm. Miðaldamyrkrið sem virðist ráða í tyrk- nesku þjóðlífí og réttarfari skapar hyldýpi sem erfítt er að brúa. Hún hlýtur að vera stremb- in og illa þokkuð vinnan brúarsmiðanna - Canan Gerede leikstjóra myndarinnar og ann- ars, hugrakks fólks sem vill sjá mennskar aðstæður í þessu ríki karlrembunnar en rekur sig einkum á vegg trúarofstækis. Ástin... lýs- ir ástandinu að mörgu leyti vel, að lokinni sýningu hefur áhorfandinn fengið innsýn í framandi þjóðfélag þar sem konan er einskis metin, barátta hennar fyrir jafnrétti lífshættu- leg. Tyrkland gæti verið á annarri plánetu. Fjarlægur hugsunarháttur og stirður leikur deyfir að vísu áhrifin, þau eru næg samt. Gerede er með í bígerð mynd um hið hörmu- lega mál Sophiu Hansen. Sæbjörn Valdimarsson Skoplegar þversagnir KVIKMYNPIR Rcgnboginn ÁHUGAMAÐURINN ★ ★ ★ ÁHUGAMAÐUR er betri myndin af tveimur sem gestur Kvik- myndahátíðar Reykjavíkur, óháði bandaríski leikstjórinn Hal Hartley, hafði með sér í farteskinu. I henni koma fram bestu höfundareinkenni þessa lúmska húmorista. Myndin er kómedía þversagna og persónur hennar hafa einhvern veginn misst tökin á tilverunni. Áhugamaður er fyndin og skemmtileg mynd með dularfuliu spennuplotti, sem minnir á Hitehcock, en hefur svipaðan hú- mor gagnvart dauðanum og finnst í myndum Coen-bræðra (Fargó). Eins og í bestu myndum Hartleys er þessi ekki síst fyndin vegna þess hve leikstjórnin er hófstillt og leik- stíllinn lágstemmdur og eðiilegur, sama á hveiju gengur. Persónusafnið er venju fremur fjölskrúðugt og undirstrikar hinar skoplegu þversagnir sem allstaðár fyrirfinnast í myndinni. Isabelle Hubbert leikur jómfrú sem þó er með brókarsótt, Martin Donovan (sem leikur mikið fyrir Hartley) er sagður dauður en lifir (minnislaus reyndar), leigumorðingi og sadisti sem kemst í tæri við þau af ástæðum sem of langt mál er að rekja, hann er hagfræðingur. Þetta er eins og með floppídiskana, sem alltaf er verið að tala um í myndinni og skipta svo miklu máli; eitthvert erlent risa- fyrirtæki hefur morðingja á sinni launaskrá. Fyrir það fyrsta eru þeir ferkantaðir en ekki disklaga og svo er ekkert floppí við þá heldur eru þeir gijótharðir. Ur þessu semur Hartley oft frá- bærlega fyndna en líka alvörugefna kómedíu um fólk í leit að sjálfu sér fyrst og fremst. Leikurinn er allur mjög góður. Og myndin er eðalfín skemmtun. Rcgnboginn ALDINGARÐURINN EDEN ★ ★ STRAUMUR ólöglegra innflytj- enda til Bandaríkjanna frá Mexíkó er mikill. Sögusvið mexíkósku mynd- arinnar Aldingarðurinn Eden eftir Maríu Navaro er landamærabærinn Tijuana, en margra mílna stálveggur skilur á milii hans og Bandaríkjanna. Við stálvegginn bíður fjöldi Mexí- kóbúa og leitar færis að sleppa í gegn- um gæslu Bandaríkjamanna. Hand- ansveggjarins liggur fyrirheitna land- ið. Á skilti er skrifað: Áf hveiju stend- ur þessi veggur ennþá nú þegar Ber- línarmúrinn er fallinn? Fylgst er með ungum Mexíkóbúa sem ætlar yfir, ungri bandarískri stúlku sem hann kynnist, bróður hennar og fjölda annarra, en helsti gallinn við annars mjög athyglis- verða mynd er sá að það vantar í hana kjölinn. Hún leitar svolítið stefnulaust út og suður í einlægri frásögn af voninni um að komast yfír en líka tætingslega sjálfsmynd Mexíkóbúa sem á einhvern hátt hef- ur tapast niður þarna við landamær- in; tengslin við söguna, menningar- arfinn og þjóðarstoltið. Arnaldur Indriðason Stjörnu- gjofm Aldingarðurinn Eden ★ ★ Ameríka ★ ★ ★ ★ Áhugamaðurinn ★ ★ ★ Ástin er kaldari en dauðinn ★ ★ 'h Brimbrot ★★★'/! Chabert ofursti ★ ★ ★ lh Daður ★ ★ Dauður ★ ★ 'h Einstirni ★ ★ ★ 'h Fortölur og fullvissa ★ ★ ★ Heima er verst ★ ★ 'h Hringrás tímans ★ ★ Hvíta blaðran ★ ★ ★ V2 Kolya ★ ★ ★ Kristín Lafranzdóttir ★ ★ Kyrrstaða ★ 'h Litla systir ★ ★ Nanette og Boni ★ ★ Núll á kelvin ★ ★ ★ Tvær ástfangnar stúlkur ★ ★ Örlög ★ ★ \ ! i i \ 1 i I i I

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.