Morgunblaðið - 31.10.1996, Side 25

Morgunblaðið - 31.10.1996, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 1996 25 Sakamáladrottning dóms málaráðherra Noregs ASUNNUDAGINN lauk 12. bókastefnunni í Gautaborg og fyrir víst ekki hinni síð- ustu. Á blaðamannafundi kom fram að 250 sýningaraðilar hefðu þegar bókað fyrir haustið 1997 og jafn- framt að aðsókn í ár hefði verið ívið meiri en áður, svo lá við að slökkvi- liðsmenn teldu vert að stöðva fólks- strauminn vegna hættu á súrefniss- korti. Eins og áður hefur komið fram tóku íslendingar þátt í pallborðsum- ræðum bókastefnunnar bæði á föstudaginn og laugardaginn. Þeim sem þar fluttu mál sitt var einkar vel tekið, en það voru Björn Bjarna- son menntamálaráðherra, Aðal- steinn Davíðsson cand.mag. og Kristinn Jóhannesson lektor ásamt rithöfundunum Friðriki Erlingssyni og Steinunni Sigurðardóttur. Mál og menning og fleiri forlög kynntu ís- lenska bókaútgáfu á sýningarsvæð- inu og einnig var Norræna félagið með uppiýsingaþjónustu. Laugardagurinn varð einkum dagur sakamálahöfunda, og ekki laust við að austur-evrópskir höfundar m.a. frá Ungveqa- landi, hafi lent í skugga þeirra hvað varðar almenna athygli þann dag. Áð morgni dags bauð for- lagið Bra Böcker til blaða- mannafundar með James Ellroy, frá Los Angeles sem kynnti My Dark Places (Century Books, 1996) og kvað þá bók vera fyrstu skáldsögu sína sem ekki væri skálduð, heldur væri efni hennar byggt á minn- ingum um glæp. í júní árið 1958 var móðir hans myrt. Þá var James Ellroy tíu ára gamall, einkabarn foreldra sem höfðu skilið þegar hann var sex ára. My Dark Places er byggð á leit hans 38 ár aftur í tímann. „Morðingi móður minnar er enn ófundinn en ég hef kynnst lífi hennar gegnum þá rannsókn sem er grundvöllur bókarinnar. Þannig hef ég komist nær henni en áður,“ sagði James Ellory sem á uppvaxtarárunum vissi meira um götu- og undirheimalífið í Los Angeles en um móður sína, en hún hafði verið hjúkrunarkona þar í borg. Ellroy hefur skrifað á annan tug sakamálasagna og býr ekki lengur í Los Angeles heldur í Kansas City. Þegar hann var spurð- ur um álit sitt á öðrum höfundum, svaraði hann því til að hann læsi ekki bækur, heldur hlustaði hann á klassíska tónlist. „Ég skrifa hvort sem er bestu bækurnar,“ segir þessi Á Bókastefnunni í Gautaborg var m.a. fjallað um sakamálahöf- unda. Einn af kunnari sakamálahöfundum Noregs, Anne Holt, birt- ist á stefnunni, en hún hefur tekið sæti dóms- málaráðherra í nýrri ríkisstjóm Noregs. Kristín Bjarnadóttir segir frá þessari „saka- máladrottningu“ og fleiri höfundum saka- málasagna. Anne Holt sérkennilegi hávaxni maður sem ævinlega gerir sig grimman í andlit- inu þegar hann er ljósmyndaður. - „Lastu áður en mamma þín dó?“ datt þá einhvetjum í hug að spyrja. „Já. Þá las ég. Ævintýrabæk- ur... allt mögulegt." Kate Atkinson er eitt af þeim höfundarnöfnum sem ekki varð komist hjá að taka eftir í fjölmiðlum þá daga sem stefnan stóð yfir. Það var hún sem hlaut bresku Whitbread-verðlaunin 1996 fyrir fyrstu skáldsögu sína Behind the Scenes at the Museum. Þar koma þrjár kynslóðir við sögu í hverfi verkafólks í York, sem frá upphafi var heimabær höfundarins, sem nú býr í Skotlandi. Kate Atkinsson hefur helgað sig ritstörfum síðan 1988 og hefur áður hlotið verðlaun fyrir smásögu. Næsta skáidsaga er væntanleg í mars og sú þriðja er í smíðum, auk þess sem hún hefur skrifað leikrit fyrir Edinborgarleikhúsið. Hún segir viðfangsefni sitt vera það að vera skilin eftir, „að skilja sjálfa sig eftir í ástarsambandi, að vera skilin eftir sem barn, hið versta af öllu illu“. „Hæ, ég heiti Anne Holt, saka- málahöfundur og dómsmálaráðherra Noregs." - Þannig kynnti hún sig, sagði Kerstin Ekman, sem á bók í haustbókaflóðinu Gör mig ievande igen (Albert Bonniers 1996). Og þetta var ekki tilvitnun í bók eftir Jan Guillou, sem reyndar hefur skap- að sögupersónu að nafni Anna Holt! heldur að sjálfsögðu haft eftir dóms- málaráðherranum í hinni nýju ríkis- stjórn Noregs, Anne Holt. Titillinn dómsmálráðherra var óvænt auglýs- ing fyrir sakamálahöfundinn sem var mætt til að kynna skáldsögur sínar með lesbísku lögguna Hanne Wilhelmsen í aðalhlutverki. Og að rjúka á bókastefnu í vikulokin reynd- ist þjóðráð að fá athygli fjölmiðla. í sjónvarpsviðtali á laug- ardagskvöldið var Anne Holt spurð hvort dómsmálaráð- herrann myndi hafa eitthvert gagn af sakamálahöfuridin- um. Hún taldi að svo myndi ekki vera en hins vegar gæti sakamálahöfundurinn haft gagn af dómsmálaráðherra. Jan Guillou, einn þekkt- astu sakamálahöfundur Svía, var þátttakandi í sama við- tali og var fljótur til að vara hana við því ef samstarfs- menn hennar í ríkisstjórn myndu hafa í huga að hún ætlaði að taka þátt í samtali um norskar sakamálasögur ásamt Kim Smaage og Gunnar Staa- lesen, sem hún og gerði. í kynningu forlagsins Norstedts, sem nú gefur út þriðju bók hennar Demonens död í sænskri þýðingu, segir að Anna Holt sé Sjöwall-Wahlöö Noregs, byggi á hefð sem þau sköpuðu á sama tíma, með samfélagsádeilu í spennusagnaforminu og að reyndar hafi Maj Sjövall verið hvað fyrst Svía til að átta sig á höfundinum. Fyrri bækur hennar er Blind Gud- inna og Saliga áro de som törsta. Seinasta bókin Demonens död, fjall- ar um rétt barna í samfélaginu og hefur selst í meira en 100 þúsund eintökum í Noregi, einnig fært höf- undinum verðlaun og stundum titil- inn „Sakamáladrottning“. Því má bæta við að á íslensku er nýkomin út bók eftir Anne Holt: Sælir eru þeir sem þyrstir. Söng- og danssýning með erlendri og íslenskri dægurlagatónlist fyrri tíma Hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar leikur fyrir dansi eftir sýningu. iVEITINGAHUSINU STAPA Flytjendur eru: RúnarJúlíusson. Fyrsti kossinn, Hey hey, Ufsgleöi... Helga Möller. Reykjavikurborg, Ort í sandinn, Fever... Jóhann Helgason. Söknuöur, Yilli og Lúlla, Hcartbeat... Rut Rcginalds. Það er tóm vitleysa að reykja, Ríver deep mountain... Guömundur Hermannsson. Mustang Sally, Léttur i lundu... Hallberg Svavarsson. I feel good, Kecp a knocking... Magnús Kjartansson. Skólaball, Sólarsamba, Great balls of fire... Ásamt hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar og dönsurum frá Jóni Pétri og Köru. Stjóm uppsetningar: Helena Jónsdóttir og Magnús Kjartansson. Hugmynd: Kristján Ingi Helgason ,* HÁtidmWoi' Frumsýning 2. nóvcmbcr - 2. sýning 9. nóvcmoer 3. sýning 16. nóvember ■ 4. sýning 23. nóvember Upplýsinsar, miöa- . og borðapantanir í símum 421 2012 05 421 2526 Husið opnar sýninsardaga kl. 19:30 Sjóðið feúskúsið cftir leiðkciningum takka með túrmeric kryddinu, kælið. Fínsaxið icebergið, agúrkuna, tómatana og steinseljúna. Rífeð |)ví næst lambkagasalatið. Blandið öllu grænmotinu saman ásamt rækjunum og bnetunum. L Að endingu er kúskúsinu I og Newmans :anch Jressing bellt yfir. KARL K. KARLSSON EHF. Úmbo&aðili fýrir Ncwman's Own vöcur á íslandi BIANDAÖ UKÆjNML 1 ISöAIAi með rækjum, caslicw bnetuin, kúskús og Newman's Own Rancli dressing * Hráefni: 150 gj rækjur 2 bollar kúskús 1/2 bolli ristaðar caskew-knetur 1 vöndur lamkkagasalat 1/2 icekergköfuð steinselja 1 sítróna 1/2 agúrka 2 tómatar 1/2 tsk tiirmeric Newman's Own Ranck dressing

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.