Morgunblaðið - 31.10.1996, Side 26
26 ELMMTUDAGUR 31, OKTÓBER 199fi , , .. MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
VIÐ athöfnina á Björgun 96, talið frá vinstri, Bjarni Axelsson
sljórnarmaður Landsbjargar, Jónas Gíslason vígslubiskup, Gunnar
Tómasson forseti Slysavarnafélags Islands, með þeim á myndinni
eru nokkrir björgunarsveitarmenn sem tóku þátt í ráðstefnunni.
Bókagjöf til björgun-
arsveitarmanna
Á RÁÐSTEFNUNNI Björgun 96,
sem haldin var á Hótel Loftleið-
um um sl. helgi og sótt af björg-
unarsveitarmönnum um land
allt, færði Jónas Gíslasonvígslu-
biskup Slysavarnafélagi íslands
og Landsbjörg að gjöf bókina
„Um tilurð böls og þjáningar í
heiminum". Snjóflóðin á Vest-
fjörðum á sl. ári urðu Jónasi til-
efni til þess að festa hugmyndir
um þetta efni á blað og er bókin
gjöf til þeirra rúmlega 500 björg-
unarsveitarmanna sem unnu þar
að björgunarstörfum. Jónas til-
einkar bókina íbúum Súðavíkur
og Flateyrar sem og þeim er
unnu að björgunastarfi þar á
árinu 1995.
Bókin „Um tilurð böls og þján-
ingar i heiminum" er gefin út
af Vídalinssjóði Skálholtsskóla.
Morgunblaðið/Þorkell
Unglist gekk vonum framar
LISTAHÁTÍÐIN Unglist, sem lauk
síðastliðinn sunnudag, gekk von-
um framar og var aðsókn feiki-
góð, að sögn Markúsar H. Guð-
mundssonar aðtoðarforstöðu-
manns hjá Hinu húsinu. Hann kvað
hafa verið fullt út úr dyrum á flest-
um uppákomum hátíðarinnar, auk
þess sem þátttakendur hefðu ekki
verið fleiri í annan tíma.
Unglist hefur verið haldin sex
sinnum í Reykjavík en Akur-
eyringar tóku nú í fyrsta sinn
þátt í hátíðinni. Segir Markús það
einungis fyrsta skrefið en á næsta
ári sé stefnt að því að fá sem flesta
staði úti á landi til Iiðs við hátíð-
ina. Þá sé hugsanlegt að erlendir
Iistamenn verði fengnir til að
troða upp.
Á meðfylgjandi mynd sjást
tveir af fjölmörgum gestum Ung-
listar virða fyrir sér verk á mynd-
listarsýningu í Hinu húsinu.
Morgunblaðið/Kristinn
JÓN Garðar Henrysson: „Útskrift og hamraborg".
UMTALSVERT
MYNPLIST
Hafnarborg
MÁLVERK OG BLÖNDUÐ
TÆKNI
Jón Garðar Henrysson. Opið kl. 12-18
alla daga nema þriðjud. til 4. nóvem-
ber; aðgangur 200 kr. (gildir á báðar
sýningar), sýningarbók 1.200 kr.
HLUTVERK myndlistar er eitt
þeirra umræðuefna sem aldrei verð-
ur tæmt þannig að allir verði sáttir
við niðurstöðuna, og því er við-
fangsefnið dæmt til að koma upp
aftur og aftur og þá um leið lita
alla afstöðu manna til þess með
hvaða hætti ber að nálgast listina.
Skoðanir manna hafa verið eins
fjölbreyttar á þessu sviði og þær
eru margar. Það er rík hefð fyrir
því í sögunni að myndlistin eigi að
vera áróðurstæki - boðberi „réttra“
skoðana í trúarlegum, pólitískum
eða félagslegum skilningi. Önnur
hefð er sú að listin eigi að bjóða
upp á andlega hvíld frá amstri dags-
ins, eða þá að vera almenn skreyt-
ing á umhverfi mannsins. Loks má
nefna þá skoðun að listin eigi ein-
faldlega að helgast sjálfri sér og
engu öðru - hún snerti menn eður
ei alfarið á eigin forsendum.
Á 18. öld (og raunar fyrr) var
nokkur eftirspurn eftir þeirri teg-
und myndlistar, sem var fyrst og
fremst sköpuð sem forvitnilegt
umræðuefni; slík myndlist var
gjarna tengd sögu, og jafnvel unnin
í flokkum mynda, sem gátu vakið
mikið og skemmtilegt umtal fólks
á meðal, og þar með lífgað upp á
samkvæmi, þó sjaldan væru það
æðstu andleg verðmæti, sem þannig
voru tekin fyrir. Er á engan hallað
þó William Hogarth sé nefndur sem
einn helsti meistari þessarar teg-
undar myndlistar, sem gjarna var
tengd heitinu „Conversation Piece“
- listaverk til að tala um.
Jón Garðar Henrysson skapar
þessa tegund myndlistar, og á þess-
ari fyrstu einkasýningu sinni hefur
hann fyllt aðalrými Hafnarborgar
með vandlega unnum, skipulega
uppbyggðum og umtals-verðum
listaverkum. Hér ber hæst tvær
sögur, annars vegar „Sjóvíti og
sjóskrímsl" og hins vegar söguna
„Hin íslenska sleikjufantasía", sem
einnig hefur verið gefin út á bók í
tilefni af opnun sýningarinnar;
raunar er efni beggja að nokkru
fléttað saman, sem verður þó aðeins
til að auka við margbreytileikann.
Á sýningunni er einnig að fínna
ýmis sjálfstæð smærri verk, sem
sum hver hafa verið sýnd áður á
samsýningum.
Þær myndir sem Jón Garðar
skapar innan þessa ramma eru í
raun sjálfstæð myndverk, sem rað-
ast að þeim efnisþræði, sem finna
má í frásögnunum. í þeim leitar
listamaðurinn fanga annars staðar,
jafnframt því sem hann kynnir eig-
in persónur og leikendur til sögunn-
ar. Þannig er t.d. leitað í smiðju til
Benedikts Gröndals um texta fyrir
„Sjóvíti og sjóskrímsl", þó þar
spinnist einnig fleiri þræðir.
Það hefur verið lögð mikil vinna
í hvert og eitt þessara verka, þykkt
málað og vel til vandað. Raunar
má fremur tala um mörg verk í ein-
um ramma í sumum tilvikum, þar
sem sjómenn, blómabreiður, fegurð-
ardísir, furðufiskar og sjóræningjar
koma fyrir í sömu andránni. Hér
verður ekki lagt upp í að lesa úr
þessum sögum, enda því verki ætlað
að verða undirstaða samræðulistar-
innar hjá þeim sem taka til við lest-'
urinn. Verkið „Útskrift og hamra-
borg“ er þó væntanlega nærtækur
lestur fyrir marga, og gott dæmi
um þá geysilegu vinnu, sem hefur
verið lögð í þessi málverk.
Smáverkin eru mörg hver sjálf-
stæð saga út af fyrir sig, sem hægt
er að lesa og fylgja fram og aftur,
og er innri salurinn fylltur af slik-
um; er gaman að sjá hversu mikið
má fá fram með jafn litlum flötum
og t.d. „Veruleiki og málverk“ og
„Giverny-Akureyri", sem ætti að
gefa þeim sem þekkja listasöguna
enn eitt umræðuefnið.
Ef eitthvað ætti öðru fremur að
segja um þessa fyrstu einkasýningu
Jóns Garðars væri það að hér er
umtals-verð list á ferðinni; lista-
maðurinn hefur lagt mikið í verkin,
bæði hvað varðar efni og innihald,
og uppsker eftir því. Er rétt að
hvetja sem flesta til að leggja leið
sína í Hafnarborg áður en sýning-
unni lýkur.
Eiríkur Þorláksson
Skuggarnir
ídjúpinu
BÓKMENNTIR
Unglingaskáldsaga
ÉG SAKNA ÞÍN
eftir Peter Pohl og Kinna Gieth í þýðingu
Sigrúnar Árnadóttur, Mál og menning,
1996 - 231 bls.
SORGIN hefur verið áleitið umræðuefni hér
á landi að undanförnu eins og margt annað
sem hefur legið í þagnargildi og ekki mátti
tala um áður á mannamótum. Bókin Ég sakna
þin fellur vel inn í þá umræðu. Hún er skáld-
saga sem þó er byggð á raunverulegum at-
burðum, dauða annarrar eineggja tvíburasyst-
ur í bílslysi á unglingsaldri, en sænski rithöf-
undurinn Peter Pohl samdi hana í samvinnu
við hinn tvíburann, Kinna Gieth. Umljöllunar-
efnið og aðferð Pohls hringja strax aðvörunar-
bjöllum enda auðvelt að lenda í ýmsum gild-
rum. Bæði er hætta á að slík bók verði um
of hlaðin persónulegri tilfinningasemi og eins
eru svo hinar öfgarna.r að hún verði of sál-
fræðileg til að hafa nokkurt skemmtigiidi.
En Iausn Pohls er hafin yfir slíka gagn-
rýni. Þótt bókin sé úttekt og vangaveltur um
sorgina og fjallað sé um djúpar og sárar tilfinn-
ingar er sagan sögð af næmi og mannskiln-
ingi. Hún er laus við óþarfa tilfinningasemi
og það er rétt sem segir á bókakápu. Hún
lætur engan ósnortinn.
Ef til vill veldur þar einna mestu um sú
meginhugmynd höfundar að veita okkur
snemma í sögunni innsýn í hugarheim og líf
Sillu, tvíburans sem ferst. Hún er þrettán ára
og rétt að hefja það stig þroskans þar sem
barnið er kvatt og kynþroskinn og veröld hinna
fullorðnu taka við og dýpka huga hennar og
lífsreynslu. Hún er að byrja að þroskast frá
tvíburasystur sinni, Tinu, sem fram að þessu
hafði verið nánast hluti hennar svo að oft
gerðu menn ekki greinarmun á þeim. Tína
hefur enn ekki hafið þessa ferð en býr við
sakleysi bernskunnar. Þær fá hins vegar ekki
að þroskast eðlilega hvor frá annarri því að
skyndilega er klippt á strenginn og Tína er
ein eftir með sorg sinni.
Með því að sýna okkur á þennan hátt inn í
hugarheim Sillu veitir Pohl lesanda hlutdeild í
reynslu hennar og lífi þannig að hann samsam-
ar sig meir söguefninu og skynjar sorgina bet-
ur með augum Tínu og skilningi Sillu. Þetta
finnst mér vera einn höfuðstyrkur bókarinnar.
Meginviðfangsefni bókarinnar er þó sorg-
arferlið því eins og segir í upphafi bókar:
„Þetta á ekki að vera spennusaga með útsmog-
inni fléttu sem ekki sér fyrir endann á fyrr en
á síðustu blaðsíðu, heldur fjallar þessi saga
um Tínu sem lifði af og varð að reyna að
harka af sér og spjara sig í lífinu án Sillu.“
Samt ekki aðeins sorg Tínu, heldur einnig fjöl-
skyldu hennar og vina. Þó er Tína ávallt mið-
depillinn og við fylgjum henni frá skilnings-
leysi og taugaáfalli, í gegnum doða, afneitun,
reiði, sektarkennd og endalausan söknuð. Við
hverfum frá djúpum hugsunum og þroska
Sillu til Tínu sem ekki er almennilega farin
að vaxa frá henni, var ekki farin að finna sín
sérkenni en svamlar á yfirborðinu. Við skynj-
um hvernig henni er kastað inn í óstöðvandi
sorgarferli sem steypist um flúðir og boðaföll
uns um hægist og hún finnur sinn hyl með
hjálp vina og sálfræðings til að kafa í og þar
sættist hún við lífið og dauðann og uppgötvar
þá þverstæðu lífsins að í djúpinu finnur hún
til gleðinnar á yfirborðinu: „Það var ekki fyrr
en skuggarnir dimmu í djúpinu voru að því
komnir að kæfa mig sem ég gerði mér ljósa
gleðina sem fólgin er í svifléttum dansi gei-
slaglitsins á gáruðu yfirborðinu.“
Það er þó ekki þar með sagt að sagan sé
öll ein sorgarumfjöllun. Hún er svo margt
fleira. í henni er að finna margvíslegt sögu-
efni sem höfðar vel til unglinga svo sem um
vináttu, ást og kynlíf.
Efnistök höfundar eru afar traust. Hann
hefur gott vald á frásagnartækninni. Textinn
er alla jafnan raunsær, uppfullur af frásagn-
argleði en einnig ljóðrænn og íhugull, hlaðinn
heimspekilegum vangaveltum um h'fið og til-
veruna enda er bókin ætluð hugsandi ung-
mennum. Þannig fléttast inn í söguna hugleið-
ingar um eðli orða, boðskipti milli manna,
sálfræðilegar kenningar, umíjöllun um gildi
listarinnar o.s.frv.
Þýðingin er vandvirknislega unnin á góðu
máli og textinn þægilegur aflestrar svo að
hvergi virðist vera misbrestur á.
Hér er á ferð bók um sorg sem eykur mann-
skilning og þroska en er þó skemmtileg og
kímin á köflum. Raunar hygg ég að hún höfði
ekki síður til fullorðinna en unglinga, ekki
síst þeirra sem umgangast sorgmædda ungl-
inga. En umfram allt er hún góð bók sem
segir áhugaverða sögu og vekur menn til
umhugsunar.
Skafti Þ. Halldórsson