Morgunblaðið - 31.10.1996, Síða 34
34 FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREIIMAR
Lýðræði og
heilbrigði
TILEFNI þessarar
stuttu athugasemdar
er reglugerð um
skráningu og útgáfu
markaðsleyfa nátt-
úrulyfja frá 7. júní
1996, sem nú liggur
fyrir til samþykktar.
Náttúrulyf
Orðið náttúrulyf er
ný skilgreining kerfis-
ins á efnum úr steina-,
jurta- og dýraríkinu
sem ekki hefur verið
unnið úr lyf. En hvað
er þá lyf? Lyf er fram-
leiðsla lyfjafyrirtækja
sem unnt er að fá einkaleyfi á í
yfir 17 ár og selja þau þannig í
skjóli einkaleyfis með margföldum
ágóða. Ekki er unnt að fá einka-
leyfi á náttúrulyfjum sem ávallt
hafa verið þekkt. Hér er því gerð
tilraun af kerfinu til að stýra hagn-
_2$i af þessum geira heilbrigðismál-
anna til sín á kostnað alls almenn-
ings.
Framleiðendur lyfja bera fyrir sig
að þróunarkostnaður við gerð lyfj-
anna sé hár og þess vegna verði
þeir að verðleggja lyf svo hátt. Hið
sanna í málinu er að markaðskostn-
aður þeirra er tvisvar til þrisvar
sinnum hærri en rannsóknarkostn-
aðurinn. Þannig lækka lyf allt að
80% á markaðnum eftir að einka-
leyfið rennur út og standa þó enn
undir sér.
Lýsi
Þegar spurt er hvers vegna þarf
nú skyndilega að gefa út markaðs-
leyfí fyrir náttúrulyf eins og t.d.
lýsi, sem hingað til hefur verið
eðlilegur hluti fiskvinnslu, þá er
svarið að EES-samningurinn krefj-
ist þess. Lýsi má því hugsanlega,
eftir samþykkt þessarar reglugerð-
ar, eingöngu selja í lyfjabúðum
með til þess gerðum lyijaáletrun-
um um skammta á dag. „Ef sér-
stakar ástæður eru fyrir hendi má
takmarka sölu náttúrulyfja við
lyfjabúðir."
Það þarf ekki að endurtaka sög-
JBtia hér um nýju fötin keisarans.
En jafn augljóst er það og í þeirri
sögu að hér eru hagsmunasam-
steypur lyfjaframleiðenda og rík-
Kjarvalsstaðir
Bækur, kort, plaggöt, gjafavörur.
Opið daglega frá kl. 10-18.
isapparatsins í Evrópu
að gera tilraun til þess
að svipta almenning
sjálfsögðu lýðræði
bæði hér og annars
staðar í Evrópu. Svipta
hann möguleikanum
til þess að velja og
hafna fyrir sitt eigin
heilsufar í samkeppn-
isþjóðfélagi. Hér er
lýðræðið í veði.
Bandaríkin
í Bandaríkjum
Norður-Ameríku er á
hinn bóginn komin á
fót hreyfing sem
krefst frelsis í heilbrigðismálum,
eða „Medieal Freedom". Hún hefur
nú þegar borið nokkum árangur.
Þar getur hver einstaklingur valið
sjálfur hvaða aðferð hann kýs sér
til heilbrigðis og lækninga. New
York-ríki hefur þannig sett lög þar
sem segir að það sem fer fram á
milli læknis og sjúklings sé þeirra
Reglugerðin um
náttúrulyf, segir Einar
Þorsteinn, á eftir að
auka kostnað við heil-
brigðisþjónustuna.
einkamál, þar með taldar allar þær
óhefðbundnu læknisaðferðir sem
nöfunum tjáir að nefna. Og heil-
brigðisstofnun bandaríkjamanna í
Washington hefur nú starfandi
deild (OAM) sem rannsakar lækn-
ingamátt óhefðbundinna lækn-
inga. Sú deild hefur 5 milljón doll-
ara árlega á fjárlögum ríkisins.
EES
EES-bandalagið virðist vera að
fara hina leiðina. Leið miðstýringar
og takmörkunar á lýðræði. Auðvit-
að er þetta gert undir básúnum
mjög þunnra röksemda um heill
og heilsu almennings. Helstu rökin
eru þau að almenningur viti ekkert
um lækningar og allt varðandi
heilsu hans eigi að vera erkibis-
kups boðskapur. Er ekki kominn
tími til þess að íslenskur almenn-
ingur hætti að láta teyma sig
áfram á asnaeyrunum í eigin
heilsumálum?
Lyfjanefnd
Það er svo Lyfjanefnd ríkisins
sem á að úrskurða hvað má skrá
sem náttúrulyf og hvað ekki gegn
gjaldi. - í 6. grein reglugerðarinnar
segir: „Gjaldið er óendurkræft þótt
umsókn sé synjað“!! - Lyfjanefnd
er íslensk hliðstæða FDA (Food and
Einar Þorsteinn
Drug Administration) í Washing-
ton, sem er mjög valdamikil stofnun
þar í landi sem kunnugt er. Undan-
farin ár hefur Lyfjanefnd verið
dugleg við að banna innflutning á
ýmsum náttúrulyfjum m.a. frá
Bandaríkjunum. Náttúrulyfjum
sem jafnvel FDA hefur leyft heima
fyrir. Það er þó augljóst að Lyfja-
nefnd hefur ekki fjármuni til að
gera neinar rannsóknir af viti en
dæmir verkefni sín eftir öðrum sjón-
armiðum. Hún hefur til dæmis
bannfært flestar amínósýrur en
gerir hins vegar engar athugasemd-
ir við hið mjög svo umdeilda áspart-
ame-gervisætuefni sem er notað
hér í gosdrykkjum og unnið er úr
amínósýrum. Þar styður hún sig
greinilega við álit FDA. Um það
efni hefur undirritaður undir hönd-
um rannsóknarskýrslu frá óháðri
háskólastofnun í Englandi, sem
ætti að gefa hvaða eftirlitsstofnun
sem er nægjanlegt tilefni til að setja
á laggimar eigin rannsókn. Afrit
af henni hefur verið send til Lyfja-
nefndar ríkisins.
Aukinn kostnaður
Af framansögðu ætti að vera
augljóst að þegar til lengri tíma
er litið á kostnaður við heilbrigðis-
þjónustuna hér á landi enn eftir
að aukast vegna þessarar nýju
reglugerðar. Það kemur og til með
að auka enn á þá tortryggni sem
komin er upp milii almennings og
stjórnvalda vegna undanfarinna
breytinga á heilbrigðiskerfínu.
Heilbrigði er svo samofið venjum
fólks að þessi breyting á eftir að
skapa kreppuástand í þeim málum
í þjóðfélaginu. Hið gráa svæði heil-
brigðismála hér á landi sem hefur
verið látið óátalið, enda ekki greitt
niður af ríkinu, hefur verið sá vent-
ill sem almenningur gat leitað til
þegar allt annað brást. Nú virðast
nokkrir trúboðar akademískrar
læknisfræði, í sannfæringu eigin
trúarsetningar, ætla að þröngva
sínum skoðunum upp á þjóðina
alla. Það verður að stöðva ef ekki
á illa að fara.
Alvarlegt mál
Þetta mál er alvarlegra og snert-
ir fleira en heilbrigði og lýðfrelsi
almennings til eigin kropps. Það
snertir einnig það skynjaða ástand
nútímans, sem nú er að verða
mönnum ljósara og Þjóðveijar hafa
gefið nafnið „Post-Demokratik“-
ástand. Með öðrum orðum erum
við að þokast inn í pólitískt um-
hverfi „eftir-lýðræðis“, sem er ekki
lengur hið gamla, góða lýræði, því
áhrifavaldarnir eru orðnir mun fleiri
en þeir kjömu. Þeir sem ekki em
lýðkjömir nota miskunnarlaust það
vald sem fjármunimir veita til þess
að ráða því sem þeir vilja ráða. í
þessu ástandi er kjósandinn ekki
annað en markaðseining, sem helst
á eingöngu að ferðast milli vinnu-
staðar og sjónvarps en ekki að hafa
skoðun. Reglugerð um náttúralyf
er því miður grein á þessum óhugn-
anlega meiði.
Höfundur er hönnuður og
pistlahöfundur.
’ Ný sending fi Dragtir, blús: síðir og stuttir fi & 'á Libra sur, 'akkar.
BTfDarion |
Opið á laugardögum frá kl. 10 til 16. Reykjavíkurvegi 64, sími 565 1147
Eilífa lífið
HJARTA yðar
skelfist ekki. Trúið á
Guð og trúið á mig. í
húsi föður míns eru
margar vistarverar.
Veginn þangað sem
ég fer þekkið þér ...
Ég er vegunnn sann-
leikurinn og lífið. Eng-
inn kemur til föðurins
nema fyrir mig. Já . ..
Sá sem heyrir stroms-
ins hörpuslátt
sá sem heyrir barnsins
andardrátt
sá sem heyrir sínum
himni frá
hvert hjartaslag þitt
jörðu á.
Hann hinn lifandi Guð og faðir
gefur lífið og hefur vald til að taka
það aftur. En hann sem jafnvel
telur höfuðhárið meðan við lifum,
hann gleymir okkur ekki í dauðan-
um. Við getum öragg dáið treyst
honum. Verið óhrædd. Var ekki
kveðjan á hinum fyrstu kristnu
páskum einmitt sú að við ættum
að vera óhrædd. „Verið óhræddar
þér leitið að hinum krossfesta.
Hann er ekki hér, sjá þarna er stað-
urinn sem þeir lögðu hann. Hann
er ekki hér. Hann er upprisinn.“
Hér er allt sagt sem segja þarf
Kristur er upprisinn ... _
Hvað veldur því að við íslending-
ar látum ekki duga hina kristnu
von, bænina og þá vitnesju að allt
er í hendi Guðs og hann lætur ekki
aðstoð sína bresta? Við leitum um
víðan völl, og göngum svo langt að
álíta að kenningin um endurholdgun
tilheyri kristinni trú. Erfitt er að
svara af hveiju þessar kenningar
og aðrar nái svo til Islendinga.
Þekkingarleysið getur orðið svo
mikið að forystumenn safnaða og
prestar era spurðir um það hvort
þeir trúi að líf sé eftir dauðann,
og er þá jafnvel búist við því af
sumum, að svarið sé neikvætt. Líf-
ið er eilíft Jesús Kristur, sigur hans
yfir dauðanum er sú vitneskja sem
brúað hefur heimana. Hinn ósýni-
lega og þann hin sýnilega.
Hið eilífa líf, sem kristinn maður
á, byijar hér og nú, ekki þarf að
bíða eftirþví að himin ogjörð farist.
Jesús Kristur sem opinberar guð
hefur með upprisu sinni leitt í ljós
líf og óforgengileika. Hans leið lá
í gegnum dauðann.
Leyndardómur:
Ávallt er því þó þannig farið að
þegar við stöndum frammi fyrir
stærstu spurningum lífsins, tilver-
unni þá kemur upp í hugann, að
allt sé tengt leyndardómnum.
Sköpunin sjálf er leyndardómur,
fræið sem vex upp og verður að
feiknarstóru tré hvar fuglar himin-
ins geta hreiðrað sig í, felur í sér
leyndardóm, leyndardóm lífsins.
Albert Einstein sem við öll tengj-
um fyrst og síðast tölur, mál og
vog. Sem við tengum fyrst og síð-
ast við sjálfa eðlisfræðina, enda var
hann eðlisfræðingur, stærðfræð-
ingur og einstakur vísindamaður.
Einstein skapaði með fræðum sín-
um og kenningum nýjar víddir og
nýja hugsun.
Einstein sagði eitt sinn: Fegursta
og djúptækasta kennd sem unnt
er að finna, er að skynja leyndar-
dóminn. Leyndardómurinn er upp-
spretta sannra vísinda. Sá sem
þekkir ekki þá kennd, sá sem getur
ekki undrast og orðið gagntekinn
af lotningu, sá maður má heita
dauður, þó með öðrum
formerkjum en við
fjöllum um dauðann
út frá hinum kristna
trúarskilningi.
Að vita að það sem
oss er óskiljanlegt er
samt í raun og veru,
opinberast sem hin
æðzta vizka og ólýs-
anleg fegurð, sem tak-
mörkuð skynjun vor
getur aðeins höndlað í
einfaldasta formi, sú
vissa, sú tilfinning er
kjarninn í allri trú.
Eilífa lífið er leynd-
ardómur. Þar skiptir
þekkinginn ekki meg-
inmáli, heldur hugur og hjarta.
Lúther orðaði það þannig að við
vitum jafnlítið um það og bam
veit um framtíð sína.
Samkvæmt hinum biblíulega
skilningi ber ekki að líta á manninn
sem tvo aðskilda verandarþætti, sál
og líkama, heldur í raun tvo þætti
sem eru tengdir saman órjúfanleg-
í upprisu frelsarans,
segir Yigfús Þór Árna-
son í þessari síðari grein
sinni, fælist sigur lífsins
yfír dauðanum.
um böndum. Biblían lítur á mann-
inn sem eina heild. Þess vegna fel-
ur lífið við endurkomu Krists í sér
upprisu holdsins, upprisu mannsins
ekki aðeins upprisu sálarinnar. Líf-
ið sjálft og dauðinn tengist mannin-
um öllum. Sú kenning er undirstrik-
uð í kenningunni um ódauðleikann.
Ódauðleikinn í ritningunnu felur
ekki í sér líf sem engan enda hefur
líf sem lýkur ekki, heldur felur hún
í sér frelsun frelsi frá sjálfum dauð-
anum.
Frá dauðanum því að þetta hið
forgengilega á að íklæðast ófor-
gengileikanum og þetta hið dauð-
lega að íklæðast óforgengileikan-
um, en hefir nú birst við opinberun
frelsara vors Jesú Krists með dauð-
ann afmáði, en leiddi í ljós líf og
óforgengileika með fagnaðarerind-
inu (2. Tímóteusrbréf 1.10).
Guð einn hefur falinn í sér
ódauðleika. Hann sem einn hefir
ódauðleika, sem býr í ljósi, er eng-
inn fær til komist, sem enginn
maður leit né litið getur, honum
sé heiður og eilífur máttur Amen.
I. Tímóteusarbréf 6,16.
í raun eiga hér við orð þýzka
guðfræðingsins Hans Kung, orðin
hans ágætu er segja: Við erum
með boðuninni um að lífið sé eilíft
að sameinast um það að Jesú Krist-
ur verði með veru sinni, orðum og
athöfnum sem og örlögum, hveij-
um manni, hveijum einstökum
manni og öllu samfélaginu. Tilboð
þ.e. þú mátt. Tilkall, þú skalt. Eggj-
un, þú getur.
Við erum með boðuninni um hið
eilífa líf, sem einnig er lífið sem
við lifum nú að leita að farvegi svo
að Kristur Jesús megi verða fyrir-
mynd um lífsveg, nýjan lífsveg, lífs-
hátt og lífstilgang.
Því sjá hann gerir alla hluti nýja.
Höfundur er sóknarprestur i
Grafarvogsprestakalli.
Vigfús Þór
Árnason
Brúðhjón
Allm boröbiíndður Glæsilccj ojafavara Bníðarhjóna lislar
VERSLUNIN
Lnngavegi 52, s. 562 4244.