Morgunblaðið - 31.10.1996, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 31.10.1996, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 81. OKTÓBER 1996 35 AÐSENDAR GREINAR Þingmenn - stopp! Hugsið - stopp! HLUTVERK Al- þingis íslendinga er mjög skýrt. Því er ætl- að að setja lög og vaka yfir hagsmunum lands og þjóðar. Þeir sem þar sitja eiga að vera eins konar samviska þjóð- arinnar. En stundum bregst þeim bogalistin. Nýlega lögðu sex stjómarþingmenn fram tillögu um breyt- ingar á hámarks- hraðaákvæðum um- ferðarlaga. Þessir þingmenn era: Vil- hjálmur Egilsson, Gunnlaugur Sig- mundsson, Siv _ Friðleifsdóttir, Hjálmar Jónsson, Ami Johnsen og Einar Kr. Guðfinnsson. Þeirra til- laga er þess efnis að hámarkshraði á þjóðvegum með bundnu slitlagi verði 110 km á klukkustund í stað- inn fyrir 90. Rökin era þau að vega- kerfið hafi batnað það mikið og að öryggisbúnaður bíla sé orðinn miklu betri en þegar þessi lög vora sett. Við þessar röksemdir er ýmis- legt að athuga. Um leið og sam- þykkt var að hækka hámarkshrað- ann í 90 km á klukkustund voru sett ákvæði í umferðarlög þess efnis að lögreglu var gefinn kostur á að beita þá sem ekki höfðu bíl- belti spennt viðurlögum. Síðan þá hefur ekkert breyst á vegunum. Að vísu eru svokallaðir loftpúðar (air-bags) í hluta bíla, en langt í frá öllum. Fullyrðingar þingmanna um breyttar forsendur eru al- rangar. Þar við bætist að rann- sóknir víða í heiminum leiða til þeirrar niðurstöðu að bíllinn og vegurinn séu í fæstum tilfellum orsakavaldar í umferðarslysum, heldur er það mannlegi þátturinn sem bregst og manneskjan hefur tekið sáralitlum breytingum til aukins umferðaröryggis. í desembermánuði árið 1987 var hámarkshraði í Michigan-fylki í Bandaríkjunum hækkaður úr um MICRQN 1 TÖLVUR fyrir kröfuharða það bil 90 km hraða í tæplega 110. í saman- burðarrannsókn kom i ljós að þessi breyting hafði í för með sér 28,4% fjölgur. látinna í umferðarslysum og 38,8% fleiri slösuðust alvarlega. (Rannsókn á vegum háskólans í Michigan, kynnt árið 1991.) Það er sárt til þess að vita að þingmenn sem eru fulltrúar kjör- dæma, þar sem bana- Sigurður slys í umferðinni hafa Helgason verið tíð á undanförn- um árum skuli leggja fram tillögu eins og þessa. Arni Johnsen er þingmaður Suðurlands og í því kjördæmi hafa á allra síð- ustu árum orðið fleiri banaslys í umferðinni en á nokkru öðra svæði Hækkun hámarkshraða í 110 km í Michigan- fylki hækkaði slysatíðni verulega, segir Sigurð- ur Helgason, dauða- slysum fjölgaði um 28%. á íslandi. Hjálmar Jónsson sat ásamt undirrituðum á fundi á Sauðárkróki ekki alls fyrir löngu og lýsti hryggð sinni vegna tíðra alvarlegra umferðarslysa á ungu fólki fyrir stórum hópi fólks sem taldi sig þurfa á aðgerðum til auk- ins umferðaröryggis að halda. Þá var hann jafnframt prestur á staðnum og hefði undir eðlilegum kringumstæðum átt að skynja ljós- ar hugsanir og tilfinningar al- mennings og beita sér fyrir hags- munum hans, ekki gegn þeim eins og hann gerir með þessari tillögu. Siv Friðleifsdóttir er varafor- maður heilbrigðisnefndar og hefur látið forvarnir sig varða af heilum hug. Það hryggir mig að sjá hana í þessum hópi. Það væri lengi hægt að halda áfram að nefna mótsagnir og rangtúlkanir þess- arra þingmanna Það er misskilningur ef þing- menn halda að málflutningur af þessu tagi sé vænlegur til vin- sælda. Almenningur á íslandi er nefnilega vel upplýstur og vill að slysum í umferðinni fækki. Fólk veit að það gerist ekki með því að auka hámarkshraðann. Erfitt er að fullyrða hvers vegna menn ganga fram fyrir skjöldu að algjör- lega óathuguðu máli og leggja fram tillögu eins og þessa. Hlægi- legasta röksemdin er sú að það aki hvort eð allir á þessum hraða. Reynslan segir okkur hins vegar að með því að leyfa þennan hraða eykst meðalhraði á þjóðvegum landsins enn frekar og þykir flest- um nóg um. Boðskapur þing- mannahópsins um stórkostlegar bætur á bíium og vegakerfinu end- urspeglast í þeirri staðreynd að á siðustu árum hafa banaslysin og alvarlegu slysin í umferðinni í auknum mæli verið að færast út fyrir þéttbýli og út á þjóðvegina. Alvarlegustu og ljótustu slysin verða þegar hratt er ekið. Danski umferðannálaráðherrann Jan Tröjborg sagði nýlega að ef allir ökumenn í Danmörku virtu há- markshraðareglur, sem eru lægri en á hliðstæðum vegum á íslandi, myndi alvarlegum slysum og bana- slysum þar í landi fækka um 20%. Á sama tima leyfa íslenskir þing- menn sér að vega að hagsmunum íslenskra vegfarenda og leggja fram ógrundaða tillögu. Að mínu áliti getur aðeins eitt bjargað þeim frá því að verða sér til skammar og það er að draga tillöguna til baka. Höfundur er upplýsingafulltrúi Umferðarráðs og baráttumaður fyrir bættri umferðarmenningu. Tölvu-Pósturinn HámnrksgæS > Lágmarksverð GLÆSIBÆ, ÁLFHEIMUM, SÍMI 533 4600, FAX: 533 4601 WICANDERS GUMMIKORK í metravís • Besta undirlagið fyrirtrégólf og linoleum er hljóðdrepandi, eykur teygjanleika gólfsins. w WICANDERS • Stenst hjólastólaprófanir. • Fyrir þreytta fætur. GUMMIK0RK róar gólfin niður! ÞÞ &CO í rúllum - þykktir 2.00 og 3.2 mm. Þ. ÞORGRÍMSSON & CO ÁRMÚLA 29 • PÓSTHÓLF 8360 • 128 REYKJAVÍK SÍMI 553 8640 568 6100 1, ÍJ tY'j. M, I-U- W0I I ; 1 r 1 W ■j' andíítsfercmi fylgir þessi glæsiíegi feaupaufei* 1 ‘ífKPl UTSÖLUSTAÚÍR Hygea, Krin Sólbaðstofan, Grafarvogi Daghrem ® Rakakrem ® Body lotion • Ilmprufa • 2 varalitir • Takmarkn' masn ibía, Mjódd - Spes, Háaleítisbraut • Sautjárt, Laugavegr ■ udurrresja, Keflavík - Akraness Apótek - Nírrja, Vestmarrnaeyjum ÓTTU ÞESS BESTA í MAT OG DRYKK. ÞAÐ KOSTAR EKKI MEIRA REIAIS & CHATEAUX. RIGGjA RETTA HÁDEGISVERÐURÁ KR BERGSTAÐASTRÆTI 37 SÍMI: 552 57 00, FAX: 562 30 25 I M P E X Sterkf • auðvelt • fljótlegt Hillukerfi sem allir geta sett saman 0DEXION SINDRI -sterkur í verki BORGARTUNI31 ■ SIMI 562 72 22 '<‘L Sértilboð tn Londori 11. nóvember ,17.570 Nú bjóðum við sfðustu sætin á sértilboði þann 11. nóvember, hvort sem þú vilt aðeins flugsæti eða gista á einu vinsælasta hótelinu okkar, Butlins Hotel, einföldu en góðu hóteli skammt frá Oxford-stræti. Öll herbergi með sjónvarpi, síma og baðherbergi. Og að auki getur þú valið um fjölda annarra hótelvalkosta í hjatla London. 17.570 Verð kr.. Flugsæti. Verð með flugvallarsköttum, mánudagur til fimmtudags í nóvember. Síðustu sætin 11. nóvember 20.700 Verð kr. M.v. 2 í herbergi, Butlins hotel með morgunverði, 4. nóv. og 11 nóv., 3 nætur. Skattar innif HEIMSFERÐIR Austurstræti 17, 2. hæð • Sími 562 4600 (1) rR5T
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.