Morgunblaðið - 31.10.1996, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 1996 49
BREF TIL BLAÐSINS
Beðið eftir bótunum
Frá Maríu Gabríellu Urbena:
ÞEGAR ég kom til íslands hlýnaði
mér um hjartarætur er ég sá græn-
ar hlíðar landsins, en því miður sá
ég allt of lítið af þessu yndislega
landi.
Þremur dögum eftir að ég kom
til íslands frá Ítalíu lenti ég í um-
ferðarslysi í rútu sem ég ferðaðist
með. Ég gleymi aldrei hávaðanum
þegar gler og járn í rútunni brotn-
aði. Það var hræðileg reynsla, sem
varð þó til þess að ég kynntist
nokkrum íslendingum og voru það
sannarlega góð kynni.
Þegar hinum hræðilegu látum
linnti opnaði ég augun og sá að ég
gat mig hvergi hreyft, því umhverf-
is mig var allt fullt af glerbrotum.
Þá kom til mín maður, sem ég veit
því miður ekki hvað heitir og hjálp-
aði hann mér að komast _ út um
brotinn glugga rútunnar. Ég grét
mikið og gat því ekki greint andlit
mannsins, en samt minnist ég hans
eins og ljóss í hjarta mínu. Kærar
þakkir til allra sem komu og réttu
okkur hjálparhönd. Ég get ekki
dæmt bílstjórann, enda sat ég ekki
undir stýri þegar slysið varð. Ég
held þó að þessi ferð hafi ekki ver-
ið skemmtileg fyrir hann fremur
en okkur hin.
Ég var lögð inn á sjúkrahúsið á
Blönduósi vegna beinbrots og
starfsfólk, læknar og hjúkrunar-
fólk, sá til þess að mér leið ekki
90-110 hug-
leiðingar um
áhrif aukins
ökuhraða
Frá Jóni Baldri Þorbjörnssyni:
UNDANFARIÐ hafa í fjölmiðlum
birst fréttir af tillögu sex stjórnar-
þingmanna um breytingar á um-
ferðarlögum til aukningar á leyfi-
legum hámarkshraða ökutækja ut-
an þéttbýlis. í DV 23. október sl.
er getið álits tveggja sýslumanna
að landsbyggðinni, sem telja að
greinilegt samband sé á milli öku-
hraða og alvarleika umferðarslysa.
Sýslumennirnir hafa rétt fyrir
sér. Skýringarinnar er hins vegar
ekki að leita í beinu, eðlilegu sam-
bandi milli hraðaaukningar og um-
fangs slysa. Ástæðan fyrir því
hversu augljóst og órofa þetta sam-
band er, er fólgin í eðlisfræðilegri
mögnun við aukinn hraða. Þetta
má útskýra á eftirfarandi hátt:
Hreyfiorka hluta, sem mestu veldur
um hversu alvarleg umferðarslys
verða, vex ekki línulega heldur í
öðru veldi með auknum hraða. Við
tvöföldun ökuhraða, t.d. úr 50
km/klst. í 100 km/klst., tvöfaldast
því ekki hreyfiorkan heldur fjórfald-
ast. 110 km/klst. hraði er 22%
meiri hraði en 90 km/klst. Við þann
hraðamun má aka 22% lengri leið
á sama tíma. En hreyfiorkan, sem
í raun ræður umfangi slysa þegar
þau verða, hefur ekki aukist um
rúm 20% heldur tæp 50% lengri
stöðvunarvegalengd, 50% meira
högg sem ökutæki veldur eða verð-
ur fyrir og líkur á 50% meiri meiðsl-
um þeirra sem fyrir verða þegar
eitthvað ber út af í akstrinum.
Að teknu tilliti til raunhraða í
umferðinni, sem við góðar aðstæður
liggur oftast a.m.k. 10 km/klst.
yfir lögbundum hámarkshraða
(hver sem hann er); að teknu tilliti
til akstursaðstæðna á íslandi, þ.e.
tiltölulega mjórra vega, fjölda ein-
breiðra brúa og krefjandi veðurfars;
og síðast en ekki síst að teknu til-
liti til eðlisfræðinnar, tel ég að að
svo stöddu sé óráðlegt að grípa til
aðgerða sem hvetja til aukins um-
ferðarhraða á íslenskum vegum.
JÓN BALDUR ÞORBJÖRNSSON,
bíltækniráðgjafi og dipl.ing.
(FH) í bíltækni,
Fögrubrekku við Vatnsenda.
illa og fannst ég ekki vera einmana,
heldur umvafin hlýju. Þetta sama
kvöld fékk ég ferðatöskuna mína
aftur, en hún hafði orðið eftir í
Amsterdam á leið minni til íslands.
Mér finnst ég standa í þakkarskuld
við ítalska ræðismanninn á íslandi
og einnig starfsfólk ferðaskrifstofu,
sem reyndist mér afar vel.
9. nóvember 1994 hittumst við,
sem vorum lögð inn á sjúkrahús, í
Genóa. Þar var einnig íslenskur
fararstjóri okkar og skáluðum við
fyrir lífinu sjálfu. Meðan ég var á
sjúkrahúsinu á Blönduósi sagði mér
einhver að við fengjum ferðalagið
bætt. Sumir sögðu að við fengjum
aðra íslandsferð okkur að kostnað-
arlausu og vona ég sannarlega að
það verði niðurstaðan.
Itölsku ferðaskrifstofurnar sem
eiga í hlut hafa bætt okkur hluta
tjónsins og fyrir hver jól fáum við
sendingu frá þeim, bók, dagatal eða
annað í þeim dúr. Tryggingafélagið
sem tryggði rútuna bað aðeins um
persónulegar uppiýsingar, nöfti, fæð-
ingardaga og heimilisföng okkar.
Við vitum að skriffinska tekur
tíma og langan tíma getur tekið
að fá tjón bætt hjá tryggingafélög-
um, en eftir nærri tvö ár spyijum
við okkur hversu lengi við eigum
að bíða. Tvö ár til viðbótar, þijú
eða fjögur?
MARÍA GABRIELLA URBENA
Ville delle Vigne, 71
0137 Rinciglione (Viterbro)
Ítalíu.
þíf/jyMKT/AURHKT
^TjÖRNUR HAUSTSIN^
Gréta Boða,
förðunarmeistari, kynnir
nýju haust- og vetrarlitina
í dag og á morgun.
G lœsilegir litir • Frábœr tilboð
Hægt er að panta tíma í förðun
^erið velkomirf
V i h y r i i v f) t ii '
i' Mjódd
Stór og sterkur
konungur í ríki sínu
rið 1989, þartn 1. mars, komu lítil Ijón til landsins.
Þau náðu miklum vinsældum og þekktust á því að vera
aldrei færri en sex saman á ferð sinni um ríkið.
Nú hafa Ijónin stækkað en halda þó enn hópinn
á ferðum um ríki sitt á vit ni/rra ævintýra.
Þú getur nálgast Ijónin í ríki sínu eða fræðst um þau á vefsíðunni:
http://www.this.is/lowenbrau
LOWENBRAU LETTOL
ESt