Morgunblaðið - 31.10.1996, Side 50
50 FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
Ókeypis lögfræðiaðstoð
í kvöld milli kl. 19.30 og 22.00
í síma 551 1012.
Orator féiag laganema.
Jóga gegn kvíða
Helgamámskeið í Reykjavík dagana 9. og 10. nóvember
(iaugardag kl. 9-15 og sunnnudag kl. 9-14.30).
Námskeið fyrir þá sem eiga við kvíða og fælni að
stríða og/eða eru að ganga í gegnum miklar breytingar
í lífinu. Kenndar verða leiðir til að slaka á og öðlast
aukið frelsi og ltfsgleði. Engin reynsla eða þekking
á jóga nauðsynleg.
Leiðbeinandi: Asmundur Gunnlaugsson.
Ásmundur verður með fyrirlestur og kynningu
föstudaginn 8. nóv. kl. 20. Fjallað verður um
kvíða, fælni og streitu. Aðgangseyrir kr. 500.
YOGA
STUDIO
i
Hátúni 6A, 105 Reykjavík, sími 511 3100.
Eigum laus kvöld eftir áramót. umboassími 892 8683.
Fitubrennslunámskeió:
6 vikur (4. nóv. - 13. des.)
þriðjud. og fimmtud. kL 10:00 Veró: 6500 (Kennari: Nonni)
máit, miðv. og föst kl 19:00 Verð: 7500 (Kennari: Védis)
Mappa með fróðleik • Kynningarfundur • Rtumælingar • Vigtun
Óvæntir glaðningar • Mikið aðhald • Bamagæsla meó morguntima
Karlanámskeið:
6 vikur (5. nóv. • 13. des.)
þriójud, fimmtud. kL 20:00 \ Verð: 7500
og föstudaga. kL 19:30 / (Kennarar Nonni og Bjargey)
Súperbrennsla:
6 mánuðir (4. nóv. • 4. maí '97)
mánud. og miðv, kL 20:30 Veró: 20.000 (Kennari: Védis)
Hugsað fyrir þá sem hafa verið á filubrennslunámskeiðum
eða annari líkamsþjálfun og þurfa aðhald.
Mætt, vigtað, fræósla, mjólkursýru-, blóóþrýstings- og fitumælingar,
Hópurinn mætir alllavega 3x I viku, 2x I hópum og 1x I aðra opna tima
(Fylgst með mætingum).
Skráðu þig strax í síma
561-3535
Aukakílóin j fjúka af i
AUKaKIIOin j TJUK
txþ
ÍDAG
Með morgunkaffinu
TM Rag. U.S. PM. OH. — M Hghti rawbMd
(c) 1996 Ltw AngMM TlmM SyvxfcMc
MÖMMU langar í bað
áður en hún fer í háttinn.
COSPER
ÞAÐ varst þú sem vildir hafa djúpt og niðurgrafið
baðkar i húsinu.
VELVAKANDI
Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16
frá mánudegi til föstudags
Netfang: laugaÞmbl.is
Fleygsími?
LAGT er til að íslenska
nafnið á GSM-sínia verði
fleygsími. Nafnið fleyg-
sími vísar til þrefaldrar
merkingar orðsins fleyg-
ur.
a) Fleygsíminn hefur
svipaða lögun og fleygur.
b) Fleygsíminn er
geymdur á svipaðan hátt
og vínfleygur.
c) Boð fleygsímans eru
fleyg, þ.e. berast þráð-
laust (fljúga).
Loftur A. Þorsteinsson
Laugarásvegi 4,
Reykjavík.
Tapað/fundið
Vetrardekk
töpuðust
VETRARDEKK undir
Toyotu hurfu úr bílskýli
við Dalsel 10, líklega fyr-
ir u.þ.b. mánuði. Sé ein-
hver með þessi dekk er
hann beðinn að skila
þeim á sama stað aftur.
Úlpa
í óskilum
GÓÐ barnaúlpa var skil-
in eftir fyrir utan Leifs-
götu 10 fyrir nokkru.
Upplýsingar eru veittar
í síma 552-1068.
Barnastígvél
tapaðist
GLÆNÝTT stígvél, ræki-
lega merkt Valdísi Ösp,
var tekið í misgripum
sunnudaginn 20. október
í Boltalandi í Ikea. Annað
eldra stígvél, ómerkt, var
skilið eftir, og eru þau
bæði á sama fót. Móðir
Valdísar heyrði hjá
konunum í Ikea að þær
séu með heila dyngju af
óskilafatnaði sem aldrei
sé spurt um. Kannist ein-
hver við að vera með stíg-
vél Valdísar er hann vin-
samlega beðinn að
hringja í síma 555-2020.
Ermahnappur
tapaðist
GYLLTUR ferkantaður
ermahnappur tapaðist í
eða við Sjúkrahús
Reykjavíkur í Fossvogi
þriðjudaginn 22. október
sl. Skilvís fínnandi vin-
samlega hafi samband í
síma 551-3554.
Hjól tapaðist
RAUTT 19,5“ hjól af
gerðinni Treck 830 SHX
hvarf frá Grensáskirkju
sl. föstudagskvöld. Viti
einhver um hjólið er hann
beðinn að hringja í síma
553-6441.
(
I
Farsi
Víkverji skrifar...
VAXANDI áhuga gætti meðal
fólks eftir því sem lengra leið
á riðlakeppni Ólympíumótsins í
brids. Fólk var farið að tala um
Ólympíugull og Bermúdaskálar og
stoltið gerði vart við sig hjá ýmsum,
sem varla spila Olsen, Olsen við
börnin sín. Er fréttir fóru að berast
á þriðjudag um erfiða stöðu í átta
þjóða úrslitum gegn Indónesíu fóru
að heyrast aðrar raddir og neikvæð-
ari.
Staðreynd málsins er hins vegar
sú að 5.-8. sæti á alþjóðlegu stór-
móti eins og Ólympíumóti í brids
er glæsilegur árangur. Það er því
miður ekki oft sem íslendingar ná
svo langt á Ólympíu- eða heims-
meistaramótum og fólk getur verið
stolt af bridslandsliðinu.
xxx
YND á baksíðu Morgunblaðs-
ins fimmtudaginn fyrir viku
af tveimur strákum með reiðhjólin
sín vakti athygli. í fyrirsögn mynd-
artexta sagði: „Tveir vinir og annar
með hjálm“. Allir eiga að vita að
hættulegt er að hjóla án þess að
hafa hjálm á höfðinu og er brýnt
fyrir hjólreiðafólk að nota þetta ein-
falda öryggistæki. I klausu sem
fylgdi myndinni kom fram að annar
drengjanna væri við öllu búinn, en
hinn hefði eflaust bara gleymt
hjálminum heima í þetta skiptið.
Forystumaður um öryggismál
sjómanna hafði samband við blaðið
í framhaldi af þessari myndbirtingu
- sem hann þakkaði. Hann benti á
að sama dag hefði birst í blaðinu
önnur mynd af tveimur strákum
að leik niður við höfn. Hann sagði
að á þeirri mynd hefði verið æp-
andi að hvorugur drengjanna var í
björgunarvesti. Sagði maðurinn, að
börn ættu ekki að vera að leik við
bryggjur landsins án þess að nota
öryggisbúnað. Alltof mörg slys
hefðu orðið við sjóinn og brýnt
væri að fólk yrði meðvitað um
hætturnar sem þar leyndust ekki
síður en á reiðhjólum.
LÍTIL en athyglisverð frétt birt-
ist nýlega á forsíðu Kópa-
vogstíðinda, þar sem fjallað var um
hina miklu Ijölgun íbúa í Kópavogi
á liðnum árum og áratugum. Þar
segir að gert sé ráð fyrir að íbúar
bæjarfélagsins verði um 18.500 um
næstu áramót og fjölgi um 6-800
á þessu ári.
Til gamans er svo sagt frá því
að þegar Kópavogur fékk kaupstað-
arréttindi fyrir liðlega 40 árum
hafí íbúarnir verið um 3.500 og
hafi því fjölgað um 15.000 á þessu
tímabili. Því láti nærri að íbúum
hafi ljölgað um einn á dag þessi
liðlega 40 ár. Kópavogur er næst
stærst sveitarfélaga á landinu á
eftir höfuðborginni og þenslan þar
hefur verið með ólíkindum á síðustu
árum. Skrifara finnst einnig að vel
hafi tekist til með þessa uppbygg-
ingu og það er gaman að koma í
nýju hverfin í Kópavoginum og sjá
gróskuna og kraftinn sem einkenn-
ir þau.