Morgunblaðið - 03.11.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.11.1996, Blaðsíða 2
2 B SUNNUDAGUR 3. NÓVEMBER 1996 MORGTJNBLAÐIÐ Fólk stækkaði við sig, stofnaði fyr- irtæki og sló lán til vinstri og hægri. Guðmundur og samstarfsmaður hans neyddust til að flytja verslun- ina og festu kaup á plássi í Borgar- kringlunni. Þegar litið er til baka hefði það betur verið látið ógert. Vandræðin byrja Mörg fyrirtæki voru andvana fædd í Borgarkringlunni á sínum tíma. Ekki skal út í það farið nán- ar, en Herradeild P&Ó rann þar sitt skeið á enda. Eigendumir töp- uðu öllu sínu og „við vorum bara á götunni með dætumar þijár,“ segir Guðmundur. Við tóku 6-8 mánuðir i atvinnu- leysi- og atvinnuleit á meðan tengdaforeldramir skutu skjólshúsi yfir fjölskylduna. Kona Guðmundar missti einnig flugfreyjustöðu hjá Atlantsflugi sáluga. „Það var helv... erfitt að kyngja þessu öllu, en það var sem betur fer til í mér baráttuandi og ég ein- setti mér að gefast a,ldrei upp og fjölskyldan stóð saman um það. I maí 1993 hljóp á snærið. Við hjón- in fengum bæði vinnu hjá Atlanta sem var að ná stórverkefnum í Arabalöndum. Konan mín skyldi vera flugfreyja og ég í flugumsjón. Fyrst um sinn var eiginkonan með miðstöð í Túnis, Guðmundur í Jeddah. En í ágúst, er kom að svo- kölluðu „kennaraflugi" frá Saudi- Arabíu til Kairo, þá þurfti ég að halda til í Kaíró meðan verkefnið stóð yfir. Ég var ánægður með það og hlakkaði til að sjá Egyptaland og þá sérstaklega pýramídana," segir Guðmundur. Guðmundur bjó á hóteli sem var aðeins í um klukkustundar aksturs- fjarlægð frá hinum frægu pýramíd- um og hann nýtti sér það til hins ýtrasta, naut „dulúðar þeirra,“ eins og hann orðar það. En dag einn, er hann gerði sér enn ferð þangað, knúðu forlögin dyra. „Við vorum fímm saman, áttum frí og vorum á vappi f bænum. Þræddum fyrst markaði, en nokkru fyrir myrkur vorum við komin að hestaleigu og ætluðum okkur að pýramídunum. Þetta voru alls konar hestar sem við fengum, minn var stór, mikill og skapmikill eftir því. Svo var einhver fiðringur í honum og var ég því beðinn um að ríða aðeins á eftir hópnum svo hann léti merarnar í hópnum í friði. Ég gerði þetta og dróst svo enn aftur úr vegna þess að ég fór að taka myndir þama í fallegri kvöldbirt- unni. Ég var rétt búinn að átta mig á því að ég var kominn í hvarf við hópinn þegar ég heyrði hófadyn fyrir aftan mig.“ Lífgjöf að handan? „Ég leit við er ég heyrði hófadyn- inn og sá þá eitthvert lið á harða- spretti í áttina til mín. Síðan sá ég að þetta voru einhverjir arabar, en ég á ekki gott með að rifja upp hversu margir þeir vom, kannski 6, kannski 10, en það skiptir í sjálfu sér ekki öllu máli, því þennan hóp bar að á feikiferð og áður en ég vissi þustu þeir að og einhveijir í hópnum fóru að beija bæði mig og hrossið með svipum. Ég mun aldrei fá að vita hvort þetta átti að vera einhvers konar hrekkur eða hvort þama voru á ferðinni einhveijir ofsatrúarmenn sem þola ekki að sjá vestur- landabúa, því þessir menn hurfu jafnskjótt og þeir birtust. En hrossið sem ég sat trylltist gersamlega við atlöguna og í stað þess að ijúka af stað, pijónaði það svo rosalega að það féll aftur fyrir sig. Ég var fastur í ístöðunum og auk þess gerðist þetta svo hratt að það var ekkert svigrúm. Ég varð því undir 600 kílógramma hrossinu. Það lenti ofan á vinstri hliðinni á mér og það fyrsta sem ég fann var að ég missti andann og barðist við að ná honum aftur. Hrossið spratt strax á fætur og til allrar hamingju höfðu fætur mín- ir losnað úr ístöðunum, annars þyrfti ekki að spyija að leikslokum því dýrið hentist í burtu. Þetta var djöfulleg tilfínning, kvalirnar hellt- ust yfir mig, ég barðist við að ná andanum og mér fannst eins og ég væri límdur við sandinn. Það dreif þarna strax að eitthvað Morgunblaðið/Þorkell. af fólki og patið var mikið. Sumir vildu velta mér eitthvað til, aðrir reisa mig upp, en öskrin í mér komu í veg fyrir að nokkur þyrði að gera nokkuð. Samferðafólk mitt bættist nú í hópinn og reyndi að banda fólki frá. Þá gerðist nokkuð skrítið sem ég hef oft velt fyrir mér síðan. Allt í einu stóð þarna ljósklædd kona. Hún sagði einhver deili á sér, sagð- ist vera amerísk og vera taugasér- fræðingur. Undir hennar leiðsögn var einhvers konar hurð eða fleki grafin i sandinn og mér síðan slak- að ofan á. Hún sá til þess að tekið var á mér á réttan hátt, síðan bjó hún um mig. Ég var með meðvitund allan tíman, en skyndilega var þessi kona horfin. Hún var ekki sjáanleg þessa tuttugu mínútna göngu frá pýramídunum þangað sem sjúkra- bíllinn beið og hún fór ekki með mér í bílnum á sjúkrahúsið. Ég hef mikið spurt um þessa konu en eng- in svör fengið. Ég hef skoðað mynd- ir sem teknar voru á vettvangi, en konuna er hvergi að sjá. Þetta er allt svo dularfullt. Nú er ég ekki viss hvort hún hefur verið af þessum heimi.“ Guðmundur er dáinn Eftir mikið skak var Guðmundur borinn inn á sjúkrahús sem varla stóð undir nafni. Hann var lagður á gamalt járnrúm innan um formal- ínskrukkur með óútskýrðu innihaldi og skoðaður af lækni sem aðeins yppti öxlum. Hann vissi ekki hvers eðlis meiðslin voru og hafði ekki tæki til að komast að því. Guðmund- ur fékk ekki einu sinni kvala- stillandi lyf, var mokað aftur út í sjúkrabíl og ekið á annað sjúkra- hús. Það sem læknarnir sáu í sneið- myndatækinu varð til þess að þeir hristu höfuðið, sjúklingurinn var dauðvona. Þannig barst fregnin einmitt út. Eiginkonan í Túnis fékk þær fréttir að Guðmundur hefði orðið fyrir slysi. Hann væri að deyja. Fjöl- skyldan heima á íslandi fékk þau tíðindi að hann væri dáinn. Hrygg- urinn var mölbrotinn neðarlega, nokkrir hryggjarliðir beinlínis mol- aðir. Þá voru flest rifbeinin vinstra megin mölbrotin. Guðmundur hafði engan mátt í fótunum. En þótt seinna sjúkrahúsið væri betur tækjum og mannskap búið en það fyrra, þá réðu læknar þar heldur ekki við slys af þessari gráðu. Það eina sem þeir sáu í stöð- unni var að senda sjúklinginn til Lundúna. Björn Stefánsson fylgdi Guð- mundi til Lundúna og telur Guð- mundur að Birni hafi sennilega lið- ið verr en honum sjálfum. Björn hafi setið hjá honum alla leiðina, vætt varir hans með rökum klút og gefið honum hálfa teskeið af vatni endrum og eins. Þegar Björn skilaði Guðmundi af sér í Lundún- um segist Guðmundur minnast þess hvernig svitinn hafi sprottið út af Birni, skyrtan hreinlega blotnað á augabragði og hendurnar farið að titra. Eiginkonan og vinnuveitandinn tóku á móti honum í Lundúnum og hann var færður á mjög góðan spít- ala. Guðmundi var loks gefið kvala- stillandi lyf en sagt að ekki væri hægt að gera aðgerð strax vegna þess hve miklar bólgur væru um meiðslin. Á endanum leið vika frá slysinu þar til að fyrsta aðgerðin var gerð. „Eftir fyrstu aðgerðina var mér sagt að aðgerðin hefði tekist vél, en hryggurinn verið illa brotinn. Þeir hreinsuðu brotin og settu sam- an eins og hægt var. Þeir sögðu það öruggt að fleiri aðgerðir myndu fylgja í lq'ölfarið en óvíst hvort ég myndi nokkru sinni ganga aftur. Það væri raunar nánast kraftaverk ef af því yrði,“ segir Guðmundur og gat hann velt þeim tíðindum fyrir sér þar sem hann lá spenntur við sjúkrarúmið næstu vikurnar. Hvert er ég eiginlega aðfara? Morgunblaðið/Þorkell. Á GÓÐRI stund með dætrum sínum, f.v. er íris 11 ára, Rebekka 8 ára, Guðmundur og Ingunn 10 ára. Ég hef aldrei séð annað eins Ijós, það var eins og krystall í öllum litum og ég fylltist einhverri hlýju og vellíðan. Það var eins og Ijésið væri ómældur kærleikur og tæki utan um mig, faðm- aði mig að sér. Þetta var ólýsanlegt. Ég man að ég hugsaðl: Hvert er ég eig- inlega að fara? Talað vlð Guð „Tíminn var lengi að líða og þó ég fengi heimsóknir og væri í sjúkraþjálfun þá var ég einn. Þá fann ég betur en áður hvað trúin getur hjálpað manni. Fyrst sóttu á mig spurningar á borð við „Why me, Lord?“ og svoleiðis. Síðan fór ég að tala við Guð á raunhæfari nótum, spennti greipar og bað. Það var margt sem við skröfuðum þess- ar vikur og ég þurfti m.a. oft að segja við hann: „Segðu mér hvað ég á að gera næst“. En loksins var stóra stundin runnin upp, ég átti að fá að setjast upp. Það var rosalega vont fyrst, ég svitnaði allur og ekki var það betra þegar ég var látinn standa í fæturna í fyrsta sinn. En þetta var ótrúlegt, allt starfsfólkið var þarna komið til að hvetja mig þegar rúm- ið var reist upp, mér var hjálpað í gönguvagninn og ég tók fyrstu skrefm. Það kom kökkur í hálsinn, ég var langt á undan áætlun. Það var samdóma álit lækna. Ég grét af gleði lengi á eftir, enda gaf þetta mér aukna von um að ég yrði ekki rúmfastur eða bund- inn við hjólastól það sem eftir lifði ævinnar. Eftir þetta var sjúkraþjálf- unin aukin og sjálfur gat ég ekki á mér setið og vildi ganga á fimm mínútna fresti,“ segir Guðmundur. Guðmundur var í Lundúnum í þijá mánuði, en í millitíðinni flutti eiginkonan heim með börnin. Hann segir að það hafi verið „sjokk“ að koma á Grensás, það hafi minnt á fangabúðir við hliðina á aðbúnaðin- um í Lundúnum. Starfsfólkið hefði hins vegar bætt það upp og vel það, sjúkraþjálfunin hélt áfram og Guðmundur fór „langt fram úr sjálfum sér“ eins og hann orðar það. Bakslag í seglin En slæm tíðindi voru á næsta leiti. Það var farið að losna um

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.