Morgunblaðið - 03.11.1996, Blaðsíða 4
4 B SUNNUDAGUR 3. NÓVEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
Hvert er ég
eiginlega
aðfara?
steðjaði af stað á hækjunum út í
slyddu og hálku þótt ég hefði enga
burði til þess. Ég var að leita að
sjónum þegar frændfólk mitt rakst
á mig fyrir tilviljun, tók mig í hús,
þurrkaði mér og gaf mér heitt að
drekka. Þama sat ég lengi og við
ræddum saman.
Ég náði áttum á ný, en fljótlega
heyrði ég aftur frá konu minni, hún
hringdi þá og sagðist vera að fara
til langdvalar til Arabalanda á veg-
um Atlanta og dætur okkar færu
með.
„Ég tók þarna slæma dýfu,
hætti að borða og sinnti litlu í 2-3
mánuði. Vonleysið náði völdum um
tíma. Það var elskuleg hjúkka á
Grensási sem stappaði manna best
í mig stálinu og dreif mig í gang
á ný með þeim árangri, að í júní
var ég útskrifaður. Að vísu var ég
máttlítill, fölur og ræfilslegur á
tveimur hækjum, en ég varð að
standa mig.“
Á Spðni með sjálfum sér
Með hjálp góðra manna fékk
Guðmundur tækifæri til þess að
eyða sumrinu í sumarhúsi á Spáni.
Hann segir það hafa verið ómetan-
legt, einveran hafi verið „fín“ og
hann hafði tækifæri til að „spá í
sjálfan sig“, þ.e.a.s. hvemig fram-
tíðin horfði við honum.
„Ég kom heim um haustið allt
annar maður, breyttur og betri.
Bjartsýnni og sáttari við lífið og
tilvemna. Ég hafði fljótlega sam-
band við tengdaforeldra mína, fór
til þeirra og hitti þá óvænt dætur
mínum sem þar vom í pössun. Þær
voru þá sjálfar nýlega komnar heim
KVÖLDVERÐUR hjá Guðmundi á sjúkrahúsinu í Lundúnum.
ásamt móður sinni frá Túnis. Þarna
urðu fagnaðarfundir, en stelpumar
áttu jafnframt dálítið erfítt, enda
ungar og viðkvæmar sálir," segir
Guðmundur. Æ síðan hefur hann
unnið að því að fá formlegan um-
gengnisrétt gagnvart dætmm sín-
um , með tilheyrandi viðtölum við
barnavemdarnefndir Reykjavíkur
og Garðabæjar, lögmenn og félags-
málayfirvöld. Niðurstaðan er að
honum beri „ríflegur réttur" vegna
mikilla tilfinningatengsla hans og
dætranna.
Frá því í nóvember 1994 hefur
hann þó fengið að hafa dætur sínar
aðra hveija helgi að jafnaði, en
beðið er endanlegs úrskurðar sýslu-
manns um hvað verður í framtíð-
inni.
Og áður en ég vissi
þustu þeir að og ein-
hverjir í hópnum fóru
að berja bæði mig og
hrossið með svipum
Keppt um athygll
„Það tók verulega á að sjá við-
brögð dætra minna þegar ég fór
að fá þær heim helgi og helgi.
Fyrstu helgina kepptu þær svo
ákaft um athyglina í bílnum, að þær
vom strax famar að rífast. Síðan
vildu allar sofa við hliðina á mér,
en þar sem ég hef bara tvær hliðar
varð úr að sú yngsta svaf ofan á
mér. Þegar þær vom sofnaðar læddi
ég mér síðan undan og lagðist sjálf-
ur til fóta. Ekki mátti ég fara í
annað rúm, því þær vöknuðu stöð-
ugt og gáðu að mér. Ef ég var ekki
í rúminu var ég sóttur. Þegar ég
keyrði þær heim grétu þær síðan
alla leiðina, en sjálfur var ég í
molum. Þetta hefur lagast með tím-
anum, en eimir þó enn sterklega
eftir af því.
En það er gaman að fylgjast með
því hvemig þær vilja hafa hlutina
þegar þær eru hjá mér. Það er sof-
ið fram eftir. Það er ekki farið úr
náttfötunum fýrr en einhvern tíman
í eftirmiðdaginn. Helst vilja þær
ekkert fara út, bara slæpast heima.
Ég má ekki taka til, ekki vaska upp
og helst vera alltaf í sjónmáli."
„Eftir að þessi regla kom á um-
gengni mína við stelpurnar eftir
skilnaðinn hefur auðvitað rifjast
upp fyrir mér það sem ég sagði við
sjálfan mig og Guð minn í Lundún-
um forðum: „Ég skal, ég skal . . ■
þeirra vegna.“ Þannig voru það þær
sem veittu mér kraft, kapp og
þijósku til að sigrast á vandanum."
Meðal þess sem brennur á Guð-
mundi Blöndal þessa dagana er
hvort hann eigi að gangast undir
nýja aðgerð. Að fá stálið fjarlægt
þar sem brotið er endanlega gróið.
Læknir hans segir hann ráða því
alfarið, en það sé sín skoðun að það
skipti engu máli til eða frá hvort
hann gangi með stálið í bakinu eða
ekki. Ungur maður, Þorsteinn John-
sen, sem deildi um tíma herbergi
með Guðmundi á Grensási var með
illa brotinn hrygg eftir slys á skíða-
slóðum. Þótt ekki liti vel út fékk
hann fullan bata og á endanum lét
hann sig hafa eina aðgerð enn til
að fá stálið fjarlægt. Guðmundur
segir þennan vin sinn hæstánægðan
og líðanin sé betri. „Ég er ákveð-
inn, þó ekki væri nema vegna þess
að mér líður illa með þetta stál í
bakinu í kuldanum hér á landi. Að
vísu verð ég frá í 3 mánuði, en mér
þykir það lítið miðað við ávinning-
inn.“
Staddur í klrkju
„Það hafa margir rétt mér hjálp-
arhönd. Ungi maðurinn sem ég var
að tala um var mjög langt niðri
þegar hann kom á Grensás og hann
var settur í herbergi með mér í
þeirri von að ég gæti hresst hann
eitthvað. Ég tel að það hafi gengið
eftir og eins hjálpaði hann mér er
frá leið. Raunar hefur hjálp borist
úr ýmsum áttum og sumum óvenju-
legum og óvæntum.
Eitt sinn er ég lá á Borgarspítal-
anum, frá mér af kvölum eftir að-
gerð, gerðist það allt í einu að ég
er staddur inni í kirkju en ekki í
sjúkrarúminu. Þijár verur stóðu
yfir mér og fóru um mig höndum.
I 'f 1 * *
Lifeyrissjodi
sisa*
■ A
■
%
Ódýrari tryqqinq
Með skylduaðild og samtryggingu, bjóða sameignarsjóðimir sjóð-
félögum sínum langtum ódýrari tryggingu en hægt er að fá annars staðar.
Verðtryggður ellilífeyrir til æviloka.
Ororkulífeyrir, svo lengi sem orkutap varir.
Makalífeyrir sem tryggir velferð
fjölskyldunnar.
Barnalífeyrir samhliða örorku- og makalífeyri.
Sðmtryqqing borqarsiq!
Samband almennra lífeyrissjóða
$
Landssamband lífeyrissjóða
U áM li CJI? I hársnyrtistofa í Mjódd
11 ll lk lA IAIA 2. hæð, sími 557 9266
Tilboð á permanenti og lit
20% afslátturtil 10. nóvember.
VI/M
lí )At ,.S
itn*
m.
nttumst
RFINU VESTURBÆR
. Alþingismenn og borgarfulltrúar
Sjálfstæðisflokksins fyrir Reykjavík
eru með viðtalstíma í hverfum
borgarinnar á mánudögum.
Á morgun verða
INGAJÓNA
ÞÓRÐARDOTTIR
borgarfulltrúi
&
LÁRA MARGRÉT
RAGN ARS DÓTTIR
alþingismaður
Gallerí Borg, Aðalstræti 6
(gamla Morgunblaðshúsinu)
kL 17-19.
Þetta er kjörið tækifæri fyrir alla Reykvíkinga
að ræða málin og skiptast á skoðunum
við kjöma fulltrúa Sjálfstæðisflokksins.
Hafðu áhrif og láttu þínar skoðanir heyrast.
|5 .
liMtlTltBUflftWKtHIINH
VÖRÐUR- FULLTRÚARÁÐ SJÁLFSTÆÐISFÉLAGANNA í REYKJAVÍK