Morgunblaðið - 03.11.1996, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 03.11.1996, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. NÓVEMBER 1996 B 13 Guðríður fór að Stóra-Lamb- haga og Ásbjörg Gróa að Litla- Lambhaga. Kristbjörg hugðist sjálf hafa þrjú yngstu börnin með sér. Þá tilkynnti einn hreppsnefnd- armannanna að hann myndi sjálf- ur taka Kristbjörgu til sín sem vinnukonu og mætti hún hafa með sér tvö börn. Væri það vel boðið og ætti hún að þakka fyrir slíkan höfðingsskap. Kristbjörg var mjög miður sín við þessi tíðindi öll. Samt herti hún sig upp og tilkynnti hreppsnefnd- armönnunum að hún ætlaði ekki að taka þessu síðasta tilboði. Hún ætlaði sér að fara út á Akranes og tala við vini sína þar. Sá sem bauð henni vistina brást reiður við því hann vissi að Kristbjörg var góður starfskraftur og dugnaður hennar rómaður. Fékk hann aðra hreppsnefndarmenn til að mót- mæla þessari fyrirætlan hennar. Þrátt fyrir mótmæli hreppsnefnd- armannanna hélt hún sínu striki. Fóru þeir við svo búið og þótti mörgum nóg að gert. Kristbjörg sest að á Akranesi Kristbjörg hélt strax út á Akra- nes og leitaði ráða hjá vinum þeirra hjóna sem höfðu reynst henni vel, þeim Ólafi Finsen og Þorsteini á Grund, og tjáði þeim vandræði sín. Þeir sögðu henni að hún þyrfti ekki að hlýða hrepps- nefndinni og gæti komið með tvö yngstu börnin út á Akranes og haft þau hjá sér. Þótti henni nú heldur vænkast ráð sitt og hélt heim við svo búið. Tilkynnti hún hreppsnefndarmönnunum þá ákvörðun sína að flytja með tvö yngstu börnin út á Akranes. Eftir nokkurt þref og þjark hafði hún sitt fram. Til Akraness fór hún reyndar með þijú börn því að Þorkell neit- aði alveg að fara frá móður sinni. Var það mál leyst þannig að hjón- in á Áusturvöllum, Helga og Bjarni tóku hann í tvö ár. Þá var hann sendur að Litlu-Fellsöxl og var þar í eitt ár. En þá gerðist það um vorið þegar börnin voru boðin til vistar að bóndi í nágrenninu bauðst til að taka Þorkel fyrir fjörutíu krón- ur en það var tíu krónum lægra en venja var því að oftast greiddi hreppsnefndin fimmtíu krónur með hveiju barni. Varð hann skelf- ingu lostinn þegar hreppsnefndin tilkynnti að hún tæki þessu lága boði og sparaði sér þannig tíu krónur. Hann yrði að fara þangað. Allir vissu að aðstæður þar voru ömurlegar. Bæði húsakynni, mat- ur og annar aðbúnaður var þannig að ekki þótti bjóðandi. Reyndist vistin í samræmi við væntingar og kvaðst Þorkell varla vilja lýsa því sem hann varð þar að þola. Á fermingardaginn tókst honum að stijúka út á Akranes til móður sinnar og var síðan komið fyrir í Hægindakoti í Reykholtsdal þar sem honum leið vel. Hann átti sér þann draum að verða dýralæknir. Þegar hann dvaldist á Fellsöxl lærði hann að taka á móti lömbum og hjálpa dýrum en húsmóðir hans þar var lærð ljósmóðir. Þótti hann einkar laginn við slík störf. Talfærði Þorkell við húsbændur sína að komast í dýralæknisnám og var honum þá sagt að hugsa ekki um slíka vitleysu. Hann skyldi bará stunda vinnu sína. Fólk með hans uppruna ætti ekki að hugsa um nám. Síðar flutti Þorkell til Reykjavíkur og lærði húsasmíði í Hafnarfirði. OTitill: Æðrulaus mættu þau örlögum sínum — Frásagnir af eftirminnilegum atburðum og skemmtilegu fólki, 237 bls.. Höfundur: Bragi Þórðarson. Útgefandi: Hörpuútgáfan. Leiðbeinandi verð: 3280 kr. Þing Iðnnemasambands íslands Kjaraskerðing iðn- nema verði leiðrétt 54. ÞINGI Iðnnemasambands ís- lands, sem fram fór helgina 25.-27. október, var slitið á sunnudagskvöld- inu eftir að ályktanir höfðu verið afgreiddar og ný stjórn kjörin. Yfir- skrift þingsins var: Iðnnám til nýrrar aldar - breytt umhverfi iðnnema með tilliti til nýrrar vinnulöggjafar og nýrra framhaldsskólalaga. Af helstu ályktunum sem voru samþykktar á þinginu má nefna heim- ild til sambandsstjómar um að endur- skoða aðild einstaka iðnnemafélaga að sveinafélögum og samþykkti þing- ið að heimila stjóminni að segja ein- staka samningum upp fyrir hönd iðn- nemafélaga, telji hún það skynsam- legt. Einnig krafðist þingið þess að í næstu kjarasamningum verði leiðrétt sú kjaraskerðing sem hófst þegar hlutfallstenging kauptaxa iðnnema við kauptaxa sveina var afnumin 1986, en skerðingin er um 30%. Þing- ið krefst þess að taxtar iðnnema verði aftur tengdir við taxta sveina auk þess að orlofs- og desemberuppbætur iðnnema verði þær sömu og hjá öðmm launamönnum, en desemberuppbót iðnnema hefur lækkað úr 7i í tæpa 7» af desemberuppbót annarra lands- manna. Þingið samþykkti ályktun um Lánasjóð íslenskra námsmanna og krefst þess að greiðslubyrði náms- lána verði lækkuð úr 7% í hámark 4% af útsvarsstofni. Þingið mót- mælti einnig að með tilkomu nýrra laga um framhaldsskóla væri nú búið að binda í lög mismunun milli bóknámsnema annars vegar og iðn- og starfsnámsnema hinsvegar varð- andi efnisgjöld, en iðn- og starfs- námsnemar bera mun hærri kostnað vegna slíkrar gjaldtöku, segir í fréttatilkynningu. Nýr formaður Iðnnemasambands íslands er Drífa Snædal úr tækni- teiknunardeild Skólafélags Iðnskól- ans í Reykjavík, varaformaður er Gunnar Andri Gunnarsson frá Iðn- nemafélagi Borgarholtsskóla og rit- stjóri Elsa Þóra Eggertsdóttir úr byggingadeild Skólafélags Iðnskól- ans í Reykjavík. Fræðslustjóri var kosinn Bjarni Þorkell Jónsson úr sambandsstjórn INSÍ. 18 manna sambandsstjórn kaus síðan úr eigin röðum í stöður framkvæmdastjómar. -ættarmot - ættarmot - ættarmot - ættarmot - ættarmot Skipuleggjendur ættarmóta athugið! / Hólar í Hjaltadal er tilvalinn staður fyrir ættarmótin ykkar. / Friðsæll staður í fögru umhverfi. / Gisting við allra hæfi: Tjaldstæði - svefn- pokapláss - uppábúin rúm - sumarhús. / Veitingasala - vínveitingaleyfi. / Leiðsögn um Hóladómkirkju og hina athyglisverðu vatnalífssýningu. / Veiði - hestaleiga - minigolf - sund. / Bjóðum upp á hátíðarkvöldverð á afar hagstæðu verði. / Getum verið innan handar við að skipuleggja dagskrá fyrir alla fjöldkylduna. Verið velkomin „Heim að Holum" Upplýsingar í síma 453 6300 (Guðrún Þóra). loujJBuæ - iQLUjeuæ - lOLUjejjæ - loiujeuæ - looueuae- Til SÖIll Econoline 4x4 ek. 87 þús. km 4 captain stólar og bekkur, Warn spil og stuðari, Benz fjaðrir og stýristjakkur, 35" dekk og álfelgur, soðinn dúkur á gólfi. Bíllinn er mjög vel farinn og lítur vel út. Verð aðeins 1.990 þús. kr. Upplýsingar í síma 567 4426 og e.kl. 16 í síma 554 5639. Litir: Svart, brúnt, blátt, grænt, vínrautt, gult. Olíuborið leður Stærð 35-39 kr. 5.990,- Stærð 40-46 kr. 6.500,- Frábær verð: Póeteendu samdasgurfi SKÓUERSLUN KDPAVOGS HAMRAB0RE 3 • SÍMI SS4 17S4 smáskór Barnainniskór St. 20-27 3 aðrar geröir SMÁSKÓR í bláu húsi vi<3 Fákafen, Suðurlandsbraut 52, sími 568 39 19. Who% hewlett mLtíM PACKARD PRENTARAR OG SKANNAR Geriö verðsamanburo Tölvu-Pósturinn Híimnrksgæði Uigmarksvcrö GLÆSIBÆ, ÁLFHEIMUM, SÍMI 533 4600, FAX: 533 4601 SMIÐJUVEGUR 1 • 200 KOPAVOGUR SÍMI: 554 3040 Líkamsrækt SMIÐJUVEGI 1 • 200 KOPAVOGI SIMI: 554 3040 Með fullkomnum tækjasal, hjól, hlaupabretti, sttgvélar! Þolfimi pallar fyrir alla aldurshópa. Opin fitubrennsla mánaðarkort: kr. 4.500,- 6 vikna lokað fitubrennslunámskeið 4. nóv. 1996 fyrir þá sem vilja strangt aðhald! Matarlisti, vigtun, mæling og annar fróðleikur. 6 vikur kr. 9.500,- Frábærir unglingatímar, mánaðarkort: kr. 3.500,- Yoga, kínverskar teygjur, Tae kwondo með aðgang að tækjasal, barnagæsla, ljós. Opnunartími: kl. 7.00 - 22.00 virka daga, Föstud. kl. 7.00 - 20.00, Laugard. os sunnud. kl. 10.00 -16.00

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.