Morgunblaðið - 03.11.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.11.1996, Blaðsíða 10
10 B SUNNUDAGUR 3. NÓVEMBER 1996 MANNLÍFSSTRAUMAR IVIATARLIST /Hvad erbestf MORGUNBLAÐIÐ Frýr skuturinn skriðar? Alands- FUNDI Sjálf- stæðisflokksins, sem haldinn var undir kjörorðun- um „Einstaklingsfrelsi jafnrétti í reynd“ rakti Geir H. Haarde í framsöguræðu alla þá löggjöf sem veitir á pappírnum konum jafnrétti og jafnstöðu við karl- menn í okkar samfélagi og komst að þeirri niðurstöðu að það væru ekki lög og reglur sem hindruðu jafna stöðu heldur væru það viðhorfin í samfélag- inu sem stæðu enn í veginum. Laukrétt! Það kom í ljós undir lok þessa mikla fundar, þar sem greini- lega var þó mikil stemmning fyrir því að leiðrétta það ójafn- ræði sem óneitanlega er hvað varðar tækifæri á vinnumarkaði og einkum í launum og víðar. Það hlýtur að muna um það þegar þessi stærsti flokkur með flestar konur innanborðs leggst svo vel á árar og forustusveitin við stjórnvölinn vill raunveru- lega eyða kynbundnum launa- mismun. Lokanið- urstaðan var afdrátt- arlaus. Val þessa stærsta flokks þjóð- arinnar á jafnréttis- málum sem aðalum- ræðuefni iandsþings síns og það stóra rými sem umræður fengu gaf vissulega miklar vonir. Greini- lega var róið í framstafni - en undir lokin ekki laust við að skuturinn frýði skriðar. Við- horfin dragbíturinn. Þá var kol- felld á allsherjarfundinum til- laga um að jafnræði einstakl- inganna, eigi að gilda í reynd gagnvart sköttum. Semsagt viðhorfm til jafnræðis í launum nái ekki til jafnræðis i sköttum, sem hljóta að vera hluti af af- komujöfnuðinum, ekki satt? Yfírskriftin ein, sem byggir á kjarna sjálfstæðisstefnunnar, „Einstaklingsfrelsi er jafnrétti í reynd“, setur hvern einstakl- ing, konu jafnt sem karl í þá stöðu að velja sjálf sitt líf og þá væntanlega að bera sjálf afleiðingar af valinu. Þar fari saman réttindi og skyldur. Það var þar sem fóru að koma brest- ir í viðhorfín og skuturinn eftir að liggja. Það þótti mér dapur- legt. Eg hefí nefnilega lengi talið að við náum aldrei algerri jafnstöðu fyrr en við konur verðum reiðubúnar til að taka samtímis á okkur sömu skyld- ur, að krefjast ekki í sama orði jafnréttis og forréttinda. Sumir töldu að þetta klúður væru mistök. Jafnréttishópur- inn hafði þetta inni, en féllst á að það ætti betur heima í skattaályktun. Af einhverjum ástæðum kom það svo ekki fram þar. Og þurfti breytingar- tillögu, sem var felld í sal. Ég held að það sem fór fyrir bijóst- ið á sumum í þessum stóra hópi hafi verið setningin: „Við álagn- ingu skatta á einstaklinga skal þess gætt að þeim sé ekki mis- munað eftir hjúskaparstöðu." Þarna gætir misskilnings, sem stafar af því hvemig búið er að koma öllum okkar skatta- lögum í bullandi mismunun, langt út fyrir kynjajafnréttið. „En það þarf að hlynna að fjöl- skyldunni," sögðu einhveijir. Mikið rétt, bama- fjölskyldur þurfa aðhlynningu og þá með bömin í for- grunni. Það má gera á allt annan hátt en þann að fullorðið fólk með engin börn á framfæri greiði lægri skatta en aðrir í samfélaginu, skjóti sér bak við þau. Maður spyr: Af hveiju eiga tvær barnlausar hálaunamanneskjur að fá íviln- un í skatti þó þær búi saman í hjónabandi eða að fijálsu vali? Af hveiju á láglaunafólk að borga fullan skatt í niður- greiðslu fyrir þau? Að miða við óljóst heimilis- hugtak leiðir til misréttis sem er í algerri andstöðu við ein- staklingshugtakið hvað þá jafn- rétti í raun. Nú er komin inn ný tegund sem telst til heimilis gagnvart sköttum, heimili homma og lesbía í vígðri eða yfirlýstri sambúð, og eiga auð- vitað sama rétt og aðrir í slíkri stöðu, hvor einstaklingurinn sem á nú að telja fram karla- megin á framtalseyðublaðinu og fá fjölskyldunúmerið og hvor að fá konuafslátt. En systkini, mæðgin eða feðgin eða bara vinkonur sem ævilangt halda heimili saman eru í óæðri klassa. Þurfa slíkar vinkonur að gefa yfírlýsingu um að þær séu lesbíur til að fá ívilnun í sköttum? Þessi vitleysa verður ekki leiðrétt nema einstakling- arnir standi jafnfætis, bæði í launum og sköttum. Það sló mig dulítið, hve jafn- vel fyrirlesarar að tala fyrir jafnstöðu einstaklinganna, virt- ust skilgreina fjölskyldur þröngt. í hugum sumra virtist fjölskylda bara vera ung hjón með ung börn eða jafnvel ófædd, þar sem faðirinn er til staðar á heimilinu. En hvað með þann þriðjung eða meira af börnum á heimili án föðurins? Allt þetta og margt fleira gár- aði sinnið við að hlera viðhorfin tii jafnréttis á þessari gríðar- stóru samkomu sjálfstæðisfólks úr öllum lögum samfélagsins. En ég fór út með það, að yfír- skrift fundarins með áherslu á rétt og frelsi einstaklingsins, væri í raun eini brúklegi út- gangspunturinn að jöfnum rétti karla og kvenna Hve allt er komið vandræða- lega á skakk við jafnréttisum- ræðuna má m.a. ráða af því að nú er komin fram umræða á alþingi um óréttlætið í því að bótagreiðslur fylgi ekki ein- staklingnum heldur séu skertar eftir hjúskaparstétt. Maureen Reagan, dóttir for- setans og baráttumaður fyrir jafnrétti kynjanna, svaraði kon- um í Ráðhúsinu um að efndir hefðu ekki fylgt væntingum í þessum málum. „Við sögðum aldrei að þið gætuð fengið allt. Við sögðum að þið gætuð feng- ið hvað sem er.“ Og það er kjarni málsins, ekki verður bæði sleppt og haldið. Jöfn réttindi og skyldur fylgjast að. Fyrr verður jöfnuði ekki náð í raun. eftir Elínu Pálmadóttur Hrökkbrauð eða hrökkbrauðl HVER myndi nú ekki falla fyrir þessari auglýsingu? MUNNURINN hefur tveimur lífs- nauðsynlegum hlutverkum að gegna; að borða og að tala. Við erum neytendur af lífsnauðsyn. Það er nú einu sinni þannig að í nútíma- þjóðfélagi er sjálfsþurftarbúskapur upp á gamla mátann afar sjaldgæf- ur og við fáum okkar nauðsynjar í gegnum milliliði - verslanir. Um margt er að velja. Þó maður ætli bara að kaupa banana og hrökk- brauð eða brauð og hveiti, heita þessar vörur ýmsum nöfnum og augiýsingarnar „hjálpa" manni til að velja „rétt“. Auglýsingar geta verið með ýmsu móti; aðlaðandi, sjokk- erandi, ótrúverðv.gar, sannfærandi og jafnvel fráhrindandi. Er ég var stödd í mið-evrópskri borg eitt sinn rakst ég á auglýs- ingaplakat frá samtökum græn- metisæta. A því var mynd af und- urfögrum litlum kálfi sem horfði blíðum og sakleys- islegum augum í linsu myndavélar- innar og skilaboðin voru svo hljóð- andi: „Snitselið þitt hafði líka til- finningar!" Satt best að segja hafði þessi auglýsing talsverð áhrif á mig. í annarri borg á svipuðum slóð- um rakst ég á fleiri veggspjöld, nú frá barnaverndarráði sem fannst greinilega nóg um uppeldisleysi barna þar í landi. Spjöldin prýddu myndir af börnum, en í stað höfuðs hvers barns hafði verið klippt inn í myndina höfuð gæludýrs og skila- boðin voru: „Ég þarf líka ást og umhyggju"! Ansi sláandi ekki satt? Frægt fólk er notað í gríð og erg af augiýsendum til að koma vörum á framfæri og virðist það bera til- settan árangur. Ef Cindy Crawford eða eitthvert annað súpermódel drekkur Pepsi virðist margar millj- ónir manns langa líka í Pepsi. Munnurinn okkar þarf matinn sinn og það notfæra auglýsendur sér óspart með því að láta vöru sína líta sem best út í auglýsingum. En ekki er allt gull sem glóir segir máltækið. Ekki alls fyrir löngu sá ég í sjónvarpinu þátt sem fjallaði einmitt um gerð matarauglýsinga. Ég trúði vart mínum eigin augum. Hvílíkar hundakúnstir, úðabrúsar, lökk, málning, örbylgjuofnar, plat og frat sem þar var í gangi til þess að láta fæðuna líta sem girnilegast út. Ég dáist svo sannarlega að lista- mönnunum sem útbjuggu „tálbeit- umar“, en hefði maður innbyrt eitt- hvað af þeim kræsingum sem aug- lýstar voru þarna, hefði maður þurft að fara beinustu leið upp á Slysó og láta pumpa öllu upp aftur og í sumum tiifellum hefði það vart dug- að. Trúverðugleiki auglýsinga er því umhusunarefni. Lífrænt rækt- aðar matvörur eru yfirleitt besti kosturinn í sambandi við ferskmeti og slík ræktun hefur sem betur fer verið að sækja í sig veðrið víða. Þó svo að grænmetisætan prediki af tilfinningaástæðum gegn snitseláti (en er svo e.t.v. með leðu- ról á úrinu sínu) getur kornið sem hún mælir með verið margskor- dýraeitrað og krabbameinsvald- andi. Það er vandlifað, en við verð- um að reyna að beita heilbrigðri skynsemi þegar við kaupum mat- inn okkar og reyna að kaupa sem hollastan mat með sem fæstum aukaefnum og gildir þá einu hvert merkið er. Nú er nýafstaðin slátur- tíð og margir viðhalda sem betur fer enn þeim gamla sið að taka slátur og svo má náttúrlega kaupa það út úr búð. Ég rakst á, í því merkilega riti Kvennafræðaranum sem út kom árið 1911, uppskrift að slátursúpu sem hér fylgir og er handa 9: 8 pt vatn, 5 tsk. salt, 1 kv. engifer, slátur úr kind, 60 kv. mjöl, 20 kv. söxuð hvönn. Þegar búið er að búa til slátrið, er það ásamt saltinu látið ofan í vatnið, þegar sýður. Þegar suðan er komið vel í aftur, er mjölið látið út í, einnig engiferið. Hvönnin er soðin í 5 mín. Eftir hér um bil 1 ‘/2-2 mín. tíma suðu, eða þegar hnífur hreinsar sig í blóðmörnum, er maturinn búinn. Hve lengi þarf að sjóða slátrið fer eftir stærð kepp- anna. í ljósi skuldastöðu heimilanna get ég ekki stillt mig um að vitna aftur í sama merka ritið, og nú í kafia sem ber heitið Að hafa gát á efna- hag sínum: „Frá unga aldri er nauðsynlegt að venja sig á, að eyða aldrei meiru en efnin leyfa. Hver einstakur ætti að að setja sér fyrir fasta reglu, að reyna að komast af með það sem hann hefir, éh'hteypa sér—ekki í——J skuldir, að eins til þess, að berast eins mikið á og þeir, sem meira hafa.“ Seinna í sama kafla: „Það eftir Álfheiði Hönnu Friðriksdóttur LÆKNISFRÆDlÆn/ til margar teg- undir aflifrarbólgu og hvemig smitastpcerf Lifmrbólga MARGAR tegundir eru til af lifrarbólgum og orsakast flestar þeirra af veirum. Sumar tegundir smitast með óhreinu vatni eða matvælum, sumar smitast á svipaðan hátt og alnæmi og enn aðrar eru hitabeltissjúkdómar sem moskítóflugur bera á milli manna. Sumar lifrarbólgur eru tiltölulega vægir sjúkdómar en aðrar eru mjög hættulegar og dánartíðni af þeirra völdum há. Sumar lifrarbólgur geta haft alvarlegar afleiðingar ef einstakl- ingur smitast á fósturskeiði. Eins og með flesta veirusjúkdóma er fátt um lyf sem gera gagn eftir að sýking hefur átt sér stað en nú er hægt að bólu- setja við sumum þessara sjúkdóma. Alltaf er til bóta að þekkja hættur og smitlfeiðir þannig að hægt sé að gera ráðstafanir sem minnka hættu á smiti. Algengustu orsakir lifrarbólgu eru veirur, áfengi og lyf. Lífr- arbólguveirum er skipt í nokkra flokka og þær helstu eru kallaðar A, B, C og D. Þar að auki má nefna veiruna sem veldur mýgulusótt (yellow fever). Lifrarbólga A eða smitgula er algengur sjúkdóm- ur og margir fá hann án þess að veikjast að ráði. Talið er að meira en helmingur fólks í Evrópu og Norður-Ameríku hafi fengið smitgulu. Allir geta smitast nema þeir hafi áður fengið sjúkdóm- inn eða verið bólusettir. Þeir sem fá þennan sjúkdóm verða jafngóðir og enginn verður smitberi til lang- eftir Magnús Jóhonnsson LIFRIN er mikilvægt líffæri. frama. Sumir fá sjúkdóminn án þess að veikjast og gildir það einkum um börn. Smit verður með þeim hætti að veirur berast úr saur sjúklings með sjúkdóminn, í matvæli eða drykkjarvatn. Veirurnar eru í saur sjúklingsins í u.þ.b. 3 vikur, í 2 vik- ur áður en hann veikist og eina viku eftir að sjúkdómseinkennin koma fram. Til að forðast smit verður að gæta ýtrasta hreinlætis, m.a. með tíðum handþvotti, og gæta þess hvað borðað er og hvar. Nú er hægt að fá ágæta bólusetningu sem endist árum saman eða jafnvel ævilangt og er það besta vörnin fyrir þá sem ferðast til svæða þar sem smitgula er landlæg. Sjúkdómseinkennin koma 2-6 vikum eftir smit, fyrst þreyta, lystarleysi, sótthiti, maga- verkir, niðurgangur og uppköst, síð- an dökklitað þvag og að lokum gula. Gula sést best í hvítu augnanna en einnig á húðinni. Fyrir þá sem veikj- ast er engin meðferð önnur en rúm- lega, sjúkdómurinn gengur yfir á fáeinum vikum og sjúklingurinn verður jafngóður eftir. Lifrarbólga B, sem stundum er kölluð sermigula eða blóðvatns- gula, smitast á svipaðan hátt og alnæmi, þ.e. einkum með nálum og kynmökum. Sermigula er algeng meðal sprautufíkla, samkynhneigðra karlmanna og sjúklinga í gervinýra. Talið er að um helmingur þeirra sem smitast fái sjúkdómseinkenni en þau eru þreyta, lystarleysi, uppköst, sótt- hiti, dökkt þvag, gula og ljósar hægðir. Sjúkdómseinkennin koma oftast fram 2-3 mánuðum eftir smit. Sermigula getur verið alvarleg- ur sjúkdómur sem leggur fólk stund- um í rúmið vikum saman og ein- staka sjúklingur losnar ekki við veir- una og verður smitberi jafnvel það sem eftir er ævinnar. Þeir sem bera veiruna í sér langtímum saman eru

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.