Morgunblaðið - 03.11.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.11.1996, Blaðsíða 20
20 B SUNNUDAGUR 3. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ I I Vínkvöld Alliance Frangaise FLESTU áhuga- fólki um franska menningu og lífs- stíl ætti félags- skapurinn All- iance Fran?aise að vera að góðu kunnur. Á vegum félags- ins er reglulega efnt til menn- ingartengdra þemakvölda af ýmsu tagi. Um síð- ustu helgi var ann- að árið í röð efnt til vínsmökkunar- kvölds þar sem Einar Thor- oddsen læknir leiddi viðstadda örugglega og skemmtilega í gegnum spennandi flóru franskra vína. Smökkuð voru hvítvín frá nokkrum af þekkt- ustu svæðum Frakklands, s.s. Chablis, Sancerre, Elsass og Sauternes og rauðvín m.a. frá Chateauneuf-de-Pape, Péssac- Leognan í Bordeaux og Mereurey í Bourgogne. Að lokum var bragðað á mögnuð- um St. Emilion Grand Cru, víninu La Gaffeliere 1985. Eins og sjá má á meðfylgj- andi myndum Þorkels Þor- kelssonar krafðist þetta mik- illar einbeitni af viðstöddum er farið var í gegnum smökk- unarstigin, horfa, lykta, bragða, njóta. ettir Steingrim Sigurgeirsson Carpaccio-dagar á Argentínu CARPACCIO var þekktur ítalskur málari á endur- reisnarskeiðinu og fyrr á þessari öld var búinn til rétt- ur, honum til heiðurs, á Harr- y’s Bar í Feneyjum. Upphaf- legi rétturinn samanstóð af þunnum, hráum nautakjöts- sneiðum, kryddlegnum í ólívuolíusósu. Yfír þetta sáldra menn gjaman rifnum eða sneiddum Parmigiano- osti. Nú orðið er „carpaccio" hins vegar orðið að samheiti yfír rétti úr hinu margvísleg- asta hráefni er bomir era fram í svipuðu formi, það er flatir og hráir. Grænmeti er þó yfírleitt eldað sé það kennt við málarann. Á veitingahúsinu Argent- ínu hófust á föstudag „carpaccio-dagar" og verða alls þrettán carpaccio-réttir í boði meðan á dögunum stendur, aðallega kjötréttir en einnig úr sjávarfangi (hörpuskel) og grænmeti (tómötum og kúrbít). „Við höfum verið að skoða erlenda matseðla til að fá innblástur og náðum okkur að auki i sérhæfðar carpaccio-bækur,“ segir Ósk- ar Finnsson veitingamaður aðspurður um hvernig hug- myndin hafí komið upp, er hann kynnti réttina sl. fimmtudag. „Markmið okkar er að bijóta upp þetta venju- lega mynstur og bjóða gest- um upp á eitthvað nýtt. Flest veitingahús era komin með einhvem carpaccio-rétt á matseðilinn hjá sér. Við vild- um hins vegar reyna að víkka þetta út því að þessir réttir hafa verið vinsælir alls staðar þar sem þeir hafa verið í boði og þetta form á mat virðist falla vel að smekk ís- lendinga. Markmið okkar er að gera þessa daga að árleg- um viðburði um þetta leyti árs og bæta smám saman við flórana. Auðvitað vonum við líka að við stöndum uppi með einhvetja rétti er líka það vel að þeir verði settir inn á okkar fasta matseðil." Réttirnir era hugsaðir sem forréttir og til að hvetja fólk til að bragða fleiri rétti verð- 'ur boðinn stigvaxandi af- sláttur ef fleiri réttir eru keyptir. Flestir réttirnir eru á bilinu 670-1.070 krónur en langdýrastur er „nauta- lund „Rossini" með gæsalif- ur og trufflusósu" enda hrá- efnið ekki af ódýrara taginu. Aðrir athyglisverðir réttir era „Reyktur hreindýravöðvi með fetaosti“, hreindýra- kjötið léttreykt, osturinn ögn kryddleginn og með þessu balsamic-vinaigrette. „Kálfavöðvi með truffluvina- igrette", einföld útfærsla er ýtir fram meyrleika kjötsins er rennur saman við Parmig- iano-ostinn og truffluolíuna. „Lambavöðvi fennel- og sin- nepsleginn, með Gorgonz- ola“, er sýnir vel að íslenska lambið þarf ekki að kvíða samkeppni sé rétt með það farið. Ósturinn bragðmikill en það góður og bragðskilin það skýr að maður skoppar auðveldlega á milli osts og lambs. En eins og áður sagði er carpaccio ekki lengur not- að yfir kjöt einvörðungu. „Hörpuskel með hindbeija- vinaigrette" er dæmi um hvernig hægt er að nota sjávarfangið í þessum til- gangi. Þunnt sneidd hörpu- skelin sýgur hratt í sig kryddlöginn, og samlagast honum fullkomlega. Dúfnaveisla Á JÓNATAN LIVINGSTONE MÁVI Nautavöðvi með sítr- ónu, pipar og parmesan. Reyktur hreindýravöðvi með fetaosti. FJÖGUR ár eru síðan Úlfar Finnbjörns- son, veitingamaður á Jónatan Living- stone mávi við Tryggvagötu, hóf að setja dúfur á matseðilinn hjá sér. Þær hafa vakið mikla athygli gesta og nú hyggst hann kóróna dæmið með því að efna til mikillar dúfnaveislu. Hún hófst sl. föstudag og mun standa eins lengi og dúfurnar endast. „Við erum með fímm dúfnaforrétti og sex aðalrétti meðan dúfnaveislan stendur við hlið- ina á villibráðarmatseðlinum okkar,“ segir Úlfar. „Þetta er Ijórða árið sem ég býð upp á dúfur og hefur hlutur þeirra farið stigvax- andi. Nokkrar ástæður eru fyrir því. Aðstæð- ur til dúfnaræktar era orðnar betri og ákveðnir aðilar era famir að rækta dúfur fyrir mig sérstaklega. Ég er það heppinn að vera ennþá einráður á markaðnum og hef fengið allar dúfurnar er ræktaðar hafa verið. Það voru vissulega dúfnaréttir á villibráðar- seðlinum en við ákváðum að taka þær út sérstaklega vegna góðra undirtekta gesta.“ Dúfurnar er Úlfar kaupir eru stórar, sér- aldar bréfdúfur og koma fyrst og fremst frá Akranesi og Hornafírði og eru þær aldar á sérstaklega keyptu fóðri, blöndu átta korn- tegunda. Aðspurður um hvernig hann meti íslensku dúfurnar í samanburði við dúfur á megin- landi Evrópu segir hann að sér hafí fundist erlendu dúfumar bragðsterkari en ekki bragðbetri. „Bragð þessara íslensku dúfna er milt og kjötið mjög meyrt. Það hentar jafnt til léttsteikingar sem í mjög soðna rétti upp á gamla mátann, til dæmis í uppskriftina fyrir hana í víni.“ Viðskiptavini sína segir hann yfírleitt ekki vera hikandi við að reyna dúfu í fyrsta skipti en oft sé þetta fólk er hafí bragðað dúfu erlendis og sé því alveg fordómalaust. „Ég held að dúfan eigi góða framtíð í vændum og er er handviss um að bændur og fleiri aðilar muni leggja meiri áherslu á ræktun þeirra í framtíðinni. Ég hef því lúmskan grun um að ég verði ekki einráður á dúfnamark- aðnum í mörg ár í viðbót." Líkt og áður sagði hófst. „dúfnaveislan" sl. föstudag og mun hún að sögn Úlfars standa að minnsta kosti fram yfir næstu helgi. Meðal rétta á dúfnaseðlinum má nefna „dúfuseyði með myrkilsveppum“, „dúfulæri og snigla með blaðlauk og rauðvínssósu", „villisvepparisotto með dúfnalærum“, „dúfna-confít á salati með ólívum, sólþurrk- uðum tómötum og fetaost í balsamic-vinaig- rette“, „dúfnalifur á volgu salati með trufflu- vinaigrette" og „dúfa með kóríanderkrydd- aðri tórnatsósu". Hörpuskel með hind beijavinaigrette. Morgunblaðið/Árni Sæberg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.