Morgunblaðið - 03.11.1996, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 03.11.1996, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. NÓVEMBER 1996 B 17 KVIKMYNDIR KVIKMYNDAHÁTÍÐ Reykjavíkur lýkur formlega í dag og hafa þá verið sýn- dar á sjötta tug bíómynda hvaðanæva úr heiminum. Urval mynda hefur sjaldan ef nokkurn tíma verið jafn- fjölbreytt á kvikmyndahátíð hér og kemur m.a. til af því að kvikmyndahúsin í Reykjavík taka þátt í há- tíðarhöldunum með sínum eigin listrænu myndum en líka af því vel tókst til með val á hátíðarmyndum á veg- um sjálfrar Kvikmyndahá- tíðar. Eins og búast mátti við var Brimbrot eða „Breaking the Waves“ eftir Lars von Trier ein af bestu myndun- um ef hún hreinlega var ekki sú besta. Gagnrýn- endur hér tóku henni fagnandi svosem eins og víðast hvar annar- staðar enda stóð hún mjög undir væntingum þeim sem gerðar voru til hennar. Önn- ur mynd og af allt öðrum toga var líka sannkallaður hátíðarmatur. Hún kom frá Iran en þaðan kemur kannld ein mynd á tuttugu ára fresti hingað norðureftir. Hvita blaðran var lítil og sáraeinföld mynd um sam- eftir Arnald Indriðason ■ Tvær nýlegar pólskai' bíómyndir hafa verið á Kvikmyndahátíð Reykjavfkur. Önnur er Hringrás tímans eftir Andrzcj Kondratuik en hin Krákur eftir Dorota Kedzierzwska, sem sýnd var á kvikmynda- hátíðinni í Cannes árið 1994. Önnur mynd frá fyrrum kommúnistaríki sem vakið hefur athygli á hátíðinni er Koyla“ frá Tékklandi eftii' Jan Sverák. ■ Fjöldi frægra leikara austan hafs og vestan fer með hlutverk í Shake- spearemynd Kvik- myndahátíðar, Ríkharði III, sem Richard Lonc- raine stýrii*. Má þar nefna Maggie Smith, Nighel Hawthorne, Ian McKellen, sem fer á kostum i hlutverki Rík- harðs, Kristin Scott- Thomas, Annette Ben- ign og Robert Downey. ■ Þeir sem höfðu ánægju af sjónvarps- þáttunum Hroka og hleypidómum er byggð- ust á sögu Jane Austen kættust á Kvikmynda- hátíð því tvær nýjar myndir byggðar á sögum skáldkonunnar voru í boði. Önnur er Fortölur og fullvissa eftir Roger Michell og hin Emina eftir Douglas McGrath. Hún er öllu þekktain og hefur gert stjörnu úr ugri leikkonu að nafni Gwyneth Paltrow, sem fer með titilhlutverkið. ■ Heyrst hefur að Disney-fyrirtækið hafi keypt kvikmyndaréttinn á nýjustu skáldsögu Michael Crichtons á litl- ar 10 milljónir dollara sem er metupphæð fyrir bók. Reyndar verður allt sem Crichton snertir að gulli svo sjálfsagt tapar Disney-félagið ekki á kaupunum. GESTUR frá íran; litla stúlkan í Hvítu blöðrunni. Góð hátíð kvödd viskusama unga stúlku sem týndi peningum mömmu sinnar og gat ekld snúið heim án þeirra en varð að reiða sig á miskunnsama samveija. Myndin hefði getað orðið ljótur tryllir hvenær sem var en sem bet- ur fer fjallaði hún ekki hvað síst um náungakærleika. Auðvelt var að hrífast af Gérard Depardieu í hlut- verki mannsins sem sneri heim úr stríðinu í Chabert ofursta en franski stórleik- arinn var talsvert áberandi á hátíðinni. Önnur frönsk mynd eftir gest hátíðarinn- ar, Claire Denis, var kald- ranaleg lýsing á sambands- leysi og biturð milli systk- ina. Norsku myndimar voru misjafnar að gæðum. Stór- myndin um Kristínu Lafranzdóttur eftir Liv UU- man var einskonar norskt þjóðleikhús en betri var sál- fræðitryllirinn Núll á kelvin um innilokunaræði í vísinda- og veiðistöð undir Græn- landsjökli. Fjöldi leikinna mynda var gerður í nokkurskonar heimildarmyndastíl. Þýska myndin Örlög var nöturleg 16 mm lýsing á útigangs- fólki í stórborg; Litla systir frá Hollandi sagði sögu tveggja systkina, eins Nenette og Boni eftir Denis. Allar og fleiri voru teknar með handvirkri myndavél sem gefur svipmót frétta- mynda og flytur kannski áhorfandann nær persón- unum eða svalar gægjufýsn hans eftir hvernig á það er litið en þessi frásagnar- háttur er mjög að ryðja sér til rúms. Allt var þetta það sem kalla má dæmigerðar hátíðarmyndir. Það var auðvitað ekki vin- nandi vegur að sjá nema brot af því sem fyrsta Kvik- myndahátíð Reykjavíkur hafði uppá að bjóða enda samanstóð úi’valið af yfir fimmtíu bíómyndum. Það jók mjög vigt hennar að hún fór fram í öllum kvikmynda- húsum borgarinnar og sýn- ingarnar voru fleiri en nokkru sinni áður. Margar myndanna eiga vel heima á almennum sýningum kvik- myndahúsanna eins og ít- alska myndin Ameríka, sem fjallar, þótt nafnið bendi til annars, um Albaníu. Að endingu er ekki eftir nema að þakka fyrir sig. Kvik- myndahátíðin telst einn af merkari menningarvið- burðum ársins. Sjáumst aft- ur að ári. I BIO l^jöflaeyjan eftfr ■^Friðrik Þór Friðriksson og komp- aní hefur hleypt nýju lífi í aðsókn á íslenskar bíómyndir svo um munar, jafnvel svo að leita verður aftur til árdaga kvikmynda- vorsins eftir öðru eins. Mefra en 40.000 manns hafa keypt sig inná hana á nokkrum vikum og enn er glimrandi góður gangur á mynd- inni. Hún hefur náð að snei-ta við fólki og að vera ein af þessum sjaldgæfu myndum, sem fólk telur nauðsyn- legt að sjá. I rauninni er ekki að vita í hvaða tölu hún endar. SumarsmeUurinn Þjóðhátíðardagm- virðist óvinnandi vígi, um 70.000 manns hafa séð hann, en það yrði saga til næsta bæjar ef Djöflaeyjunni tækist að slá honum við. Og skemmtileg saga það. FORRÆÐISDEILA; Martin Donovan og Ian Hart í The Hollow Reed”. FLOKNAR FJÖLSKYLDUERJUR IÝ bresk mynd hefur vakið nokkra athygli í heima- landi sfnu. Hún heitir The Hollow Reed” og er eftir Angelu Pope en meðal leikara í henni eru Martin Donovan, Joely Richardson og Ian Hart. Fjallar myndin, sem er ein- skonar tryllir, um samkyn- hneigð, misnotkun, skilnað og ofbeldi. Fjölskyldufaðir yfirgefur eigin- konu sína og son og byrjar að búa með öðrum karlmanni. Eiginkonan fer í rusl. Hún fær yfirráðarétt yfir drengnum þeirra og kynnist stjómsömum manni sem lemur drenginn þegar aðrir sjá ekki til. Strákurinn veit ekki í hvom fótinn hann á að stíga yfir öllu saman, móðirin þykist ekkert vita hvað fram fer en faðirinn reynir hvað hann getur að fá yfirráðaréttinn til sín og vemda þannig drenginn. Leikstjórinn Pope þykir fara vel með viðkvæmt efnið og leikumm er hrósað mjög. Er myndin enn eitt dæmið um kröftuga og áhugaverða breska kvikmyndagerð sem lítið hefur borið á fyrr en nú á síðustu misserum. 40.000 HÖFÐU SÉÐ DJÖFLAEYJUNA Alls höfðu lið- lega 40.000 manns séð Djöfla- eyjuna eftir Friðrik J Þór Friðriksson eftif síðustu helgi í Háskólabíói og víðar. Þá höfðu 21.000 manns séð Klikkaða prófessorinn í Háskólabíói, tæp 4.000 spen- nutryllinn Inn- rásina, 6.200 manns höfðu séð Jerúsalem og 6.200 Hunangs- flugumar. Næstu myndir Háskólabíós em m.a. Blue Juice” með Ewan McGregor (‘Trainspotting”), Vemdar- englamir, sem er franskur SVNDÍ ærslaleikur með Gérard Depardieu, “Spacetrackers” og þegar lengra líður frá TVÆR AST- FANGNAR STÚLKUR IYNDIR um samkyn- hneigða hafa orðið æ meira áberandi hin síðari ár meðal óháðra kvikmynda- gerðarmanna í Banda- ríkjunum. Tvær slíkar hafa verið sýndar á Kvikmyndahá- tíð Reykjavíkur, Lie Down With Dogs” eftir Wally White og The Incredibly True Adventures of Two Girls in Love” eða Tvær ást- fangnar stúlkur eftir Maríu Maggenti, sent hlaut lof mik- ið á síðustu Sundance-kvik- myndahátíðinni, Mekku óháðra kvikmyndagerðar- manna vestra. Tvær ástfangnar stúlkur er með Laurel Holloman og Nicole Parker í aðalhlut- verkum og segir af ástum tveggja stúlkna og hvemig samband þeirra þróast. Önnur á í sambandi við sér eldri konu, sem er gift, og vinnur á bensínstöð en kynnist ungri, fallegri og ríkri blökkustúlku koma myndir eins og Dreka- hjarta, Jack og Gosi og síðar “Sleepers”, Portrait of a Lady” eftir Jane Campion og loks Leyndarmál og lygar eftir Mike Leigh. sem keyrir inn á stöð- ina dag einn og við tekur fjömgt tilhugalíf. Leikstjórinn Maggenti fær prik fyrir raun- sæja og gamansama mynd um lesbíur sem er laus við að fjalla urn samkynhneigð sem vandamál eða gera úr henni stórfeng- legt melódrama. SAMKYNHNEIGÐ; úr myndinni Tvær ástfangnar stúlkur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.