Morgunblaðið - 03.11.1996, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.11.1996, Blaðsíða 18
MORGUNBLAÐIÐ 18 B SUNNUDAGUR 3. NÓVEMBER 1996 JUNGLE • TECHNO BALLOÐUR • STANSLA PÁLL Óskar Hjálmtýsson er eins og kötturinn sem fer sínar eign leiðir; hann gerir það sem hann lang- ar þegar hann langar án tillits til þess hvað aðrir segja og hugsa. Fyrir vikið hefur hann náð almenn- ari vinsældum en dæmi eru um í seinni tíð, en líka ögrað fólki og storkað og heldur áfram sömu leið á væntanlegri breiðskífu sinni, „Seif“. Þar undirstrikar Páll Óskar að hann er stjarna nýrra tíma á íslandi, stjama nýrrar kynslóðar. Plötuna tók hann upp að hluta hér á landi með ýmsum ungum tónlist- armönnum og lagasmiðum, en hélt síðan til Bretlands að leggja síð- ustu hönd á verkið, dvaldi í því fræga Jacobs-hljóðveri með upp- tökustjóranum kunna Ken Thomas og fleiri aðstoðarmönnum í tvo mánuði til að ljúka'verkinu. Jacobs-hljóðverið er skammt fyrir utan Lundúnir, tveggja tíma lestarferð frá Waterloo, í grænni sveit og kyrrlátri. Hljóðverið skipt- ist í tvennt, minna hljóðver og stærra, og Páll Óskar og félagar eru í minna verinu, voru í því stærra meðan þess gerðist þörf. í stærra verinu er hljómsveit frá Manchester sem vill verða fræg eins og Oasis og leggur hart að sér til þess. Páll segir þá sögu að hljómsveitarmenn séu búnir að vera í stofufangelsi í Jacobs í á þriðja mánuð, alltaf að taka upp á milli þess sem þeir hlusta bara á Bítlana og Oasis, en á upptöku- borðinu er handbók sem rekur í smáatriðum hvernig Bítlarnir hög- uðu sér í hljóðveri. „Þeir eru hér á vegum umboðsmanns hjá Polyd- or,“ segir Páll Óskar mér, „og hann kemur reglulega hingað í sveitina á nýja BMW-inum sínum til að segja þeim að allt sé ómögu- legt og þeir þurfi að byija upp á nýtt.“ Sá umboðsmaður lét söngv- arann líka fara í lýtaaðgerð til að laga á honum nefið, en fyrir vikið breyttist röddin svo líklega þarf að reka hann úr sveitinni. Við komum okkur fyrir inni í setustofu sem er áföst matsalnum, en þar inni er stórt sjónvarp og hrúga af myndböndum með hal- lærislegum bíómyndum og söng- kvennatónlistarmyndböndum, en Páll Óskar segist háður halíæris- legum kvikmyndum og þá sérstak- lega tónlistinni í þeim. Hann segist horfa á þær til að dreifa huganum ef stund gefst milli stríða í hljóð- verinu. Úrval úr úrklippubókinni Spjall okkar hefst á vangavelt- um um það af hveiju Páll sé að snúa aftur í danstónlistina, en eins og menn muna hóf hann sólóferil sinn þar með diskóplötunni Stuði. Hann segist og lengi hafa gengið með þessa hugmynd, hafí reyndar haft þessa plötu á bak við eyrað síðan Stuð kom út, en „Seif“ er fyrsta frumsamda platan sem hann gerir síðan þá. „í millitíðinni hef ég verið í æfingabúðum að syngja lög hvaðanæva að úr heiminum, að þjálfa sjálfan mig sem skemmtikraft og söngvara, þá sem upptökustjóra og núna sem útsetjara," segir Páll Óskar og bætir við að hann hafi ekki talið sjálfan sig neinn sér- stakan texta- eða lagahöfund, „þetta hefur verið létt minni- máttarkennd hjá mér. Ég hef þó verið með litlar melódíur og litlar textapælingar á bak við eyrað, og þegar fyrsta platan sem ég stýrði upptökum á sjálfur, Pallaplatan frá í fyrra, gekk svona vel kom ég fílelfdur í þetta verkefni. Nú treysti ég sjálfum mér í raun í alla þætti sem viðkom plötuútgáfunni, allt frá því að ráða fólk í vinnu og að líma miðana á plötuna sjálfur.“ Páll Óskar segist hafa ákveðið að setja saman dansplötu þegar „Palli“ kom út á síðasta ári og strax byrjað að undirbúa hana, að leita að grunnhugmynd og sú kom úr óvæntri átt. „Þá var það að ég sat heima að raða inn í úrklippubókina mína, en ég safna öllu sem kemur um mig í blöðunum, alveg sama hvort það er illt eða gott umtal, meðal annars vegna þess hve það er hollt sálinni. Sem ég klippti, raðaði og límdi fór ég að lesa úrklippurnar; það sem skrifað hafði verið um mig og öll viðtölin og fór að hugsa um það. Stundum er ég svolítið yfirlýsingaglaður, sem er reyndar hið besta mál, og ég fór að hugsa um það að ef ég gæti tekið þessi viðtöl og yfirlýsingar allar og búið til texta úr þeim væri ég kominn með grunnhugmyndina að næstu plötu og kominn rosalega nálægt sjálfum mér.“ Rangt að gera upp á milli tónlistarstefna Eins og áður er getið hefur Páll Óskar farið eigin leiðir og verið ófeiminn við að vaða úr einu í annað eftir hentugleika. Hann segist líka verða var við að fáir viti hvar þeir hafi hann; diskóplata einn daginn, mambóverkefni næsta dag og svo kemur ballöðu- plata þann þriðja. „Ég er með til- gátu að skýringu á því,“ segir Páll eftir smá þögn. „Ef þú rúllar yfir allar plöturnar, öll mín verk- efni á síðustu fimm árum, held ég þú eigir auðvelt með að sjá eitt ákveðið þema úr þessum verkefn- um; ég er fyrst og fremst skemmti- kraftur. Mér finnst rangt að gera upp á milli tónlistarstefna, og þó einhver finni sig í einhverri ákveð- inni stefnu þarf það ekki að þýða að það fari honum illa að syngja jassslagara eða þungarokk eða hvaðeina. Það þarf ekki endilega Páll Óskar Hjálmtýs- son er stjama nýrrar kynslóðar og blæs í herlúðra með nýrrí plötu sinni þar sem kveður við nýjan tón í íslenskrí dægurtón- list. Árni Matthías- son hitti Pál Óskar í Jacobs-hljóðverinu í sveitarsælunni skammt utan við Lundúnir og komst að því að hann á sér aukasjálf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.