Morgunblaðið - 03.11.1996, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 03.11.1996, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. NÓVEMBER 1996 B 33 Athugasemd frá sljórn Jafnaðar- mannafélags Hafnarfjarðar AÐ gefnu tilefni vill stjórn Jafnað- armannafélags Hafnarfjarðar taka eftirfarandi fram: I fréttaflutningi Stöðvar 2, og í kjölfarið nokkurra annarra fjöl- miðla, af stofnfundi félagsins 26. október sl. mátti skilja að félagið væri stofnað utan um hugsanlegt framboð Guðmundar Árna Stef- ánssonar í sæti formanns Alþýðu- flokksins. Þetta er alrangt. Til stofnunar félagsins er fyrst og fremst boðað til að skerpa á umræðunni um sameiningarmál jafnaðarmanna, bættan hag alþýð- unnar og ekki síður þá pólitísku gíslingu einkahagsmuna sem bæj- aryfirvöld í Hafnarfirði virðast vera komin í. Félaginu er þannig ætlað að vekja athygli á þörfínni fyrir öflugt samstarf jafnaðar- manna allra flokka og gera borgar- ana pólitískt og siðferðilega með- vitaða um það hörmunarástand sem ríkir í velferðarmálum þjóðar- innar. Hugsanleg framboð Guð- mundar Árna Stefánssonar, Sig- hvatar Björgvinssonar eða annarra koma stofnun félagsins nákvæm- lega ekkert við. Er enda viðbúið að félag sem telur á þriðja hundrað félaga og vinnur samkvæmt leik- reglum lýðræðis, rúmi nokkuð skiptar skoðanir í þeim málum sem öðrum. Stjórnin óskar hinsvegar frambjóðendum til formanns í Al- þýðuflokknum allra heilla og vænt- ir þess að hver sem valinn verður muni af heilindum og krafti vinna að sameiningarmálum jafnaðar- manna, jafnt í landsmálum sem í sveitarstjórnarmálum, þjóðinni til heilla. Fyrir hönd stjórnar Jafnaðar- mannafélags Hafnarfjarðar, Ólafur Sigurðsson, formaður. Roger Larsson ■ SÆNSKI predikarinn Roger Larsson heldur samkomur í Reykjavík dagana 5.-10. nóvem- ber. Verða samkomur á hverju kvöldi kl. 20 í Fíladelfíu dagana 5.-9. nóvember, sunnudaginn 10. nóvember verður samkoma kl. 11. í Herkastalanum og lokasam- koman sama dag í Fíladelfíu kl. 16.30. Hjálpræðisherinn stendur fyrir þessum samkomum. ■ HÁDEGISVERÐARFUNDUR Presta verður haldinn í Bústaða- kirkju mánudaginn 4. nóvember frá kl. 12. STÓLPI fyrir Windows er samhæfður Word og Excel. Sveigjanleiki í fyrirrúmi. gl KERFISÞROUN HF. Fákafeni 11 - Sími 568 8055 Nýkomin ódýr náttfatnaður, leikfóng oggjafavara. Hcmmepjan ' leiðinni GLesiba, s. 553 3305 SbmoUi liúíýöýti v. - m- • pi [ r H | f§§ i - RAD4 UGL YSINGAR Samtök heilbrigðisstétta Er heilbrigðiskerfið á vegamótum? Ráðstefna á vegum Samtaka heilbrigðis- stétta í Norræna húsinu þriðjudaginn 5. nóv. 1996 kl. 16.30-19.00. Erindi flytja; Davíð Á. Gunnarsson, ráðuneyt- isstjóri í heilbrigðisráðuneytinu; Sighvatur Björgvinsson, alþingismaður; Ásta Möller, formaður Félags íslenska hjúkrunarfræðinga; Bjarni B. Arthursson, framkvæmdastjóri Sjúkrahúss Suðurlands og Einar Oddsson, sérfræðingur í lyflækningum. Ráðstefnan er öllum opin. Gjald kr. 500. Til sölu 113 fm einbýlishús, ásamt 38 fm bílskúr, við Sunnubraut 9, Gerðahreppi. Mjög falleg staðsetning og rólegur staður. Upplýsingar í símum 483 4544 og 892 0388. Eignaskipti möguleg. Raðhús til leigu í Vogahverfi (104 Reykjavík). Leigutími til 1. júní 1997. íbúðin er laus nú þegar. Nánari upplýsingar í síma 562-6789 eftir kl. 19.00. Vantar - vantar - vantar Vegna mikillar eftirspurnar eftir leiguíbúðum vantar okkur flestar stærðir leiguíbúða á skrá. Með einu símtali er íbúðin komin á skrá hjá okkur og um leið ertu komin(n) í samband við fjölda leigjenda. Árangurinn mun ekki láta á sér standa og það besta er að þetta er þér að kostnaðar- lausu! L “I EIGULISTINN Skráning i sfma 511 1600 Skipholti 50B, 105 Reykjavík. Styrktarsjóður ísleifs Jakobssonar veitir iðnaðarmönnum styrki til náms í iðngrein sinni erlendis. Umsóknir um styrk úr sjóðnum berist til iðnaðarmannaféiagsins í Reykjavík.Hall- veigarstíg 1, eigi síðar en 30. nóvember nk., ásamt sveinsprófsskírteini og staðfestingu um skólavist. Stjórnin. Forsetabókin - heillaóska- skrá opin til 8. nóvember Bókin Forseti íslands er nú á lokastigi. Þeir sem ekki hefur náðst í en hafa hug á að vera á heillaóskaskrá, sem birt verður í bókinni, eru vinsamlegast beðnir um að hafa sam- band í síma 800 66 33 fyrir föstudaginn 8. nóvember næstkomandi. Félag um forsetaframboð Ólafs Ragnars Grímssonar. Kaupi gamla muni S.s. skrautmuni, bækur, bókasöfn, myndir, málverk, silfur, silfurborðbúnað, jólaskeiðar, Ijósakrónur, bollastell, gömul póstkort, íslensk spil og húsgögn, stór og smá. Upplýsingar í síma 567 1989. Geymið auglýsinguna. Málverkauppboð Gallerí Borg heldur málverkauppboð í Gull- hömrum, húsi Iðnaðarmannafélagsins,- Hall- veigarstíg 1, sunnudaginn 10. nóvember kl. 20.30. Þeir, sem vilja koma málverkum á uppboðið, hafi samband sem fyrst. BORG sími 552 4211. K ..

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.