Morgunblaðið - 03.11.1996, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 03.11.1996, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. NÓVEMBER 1996 B 27 ATVINNUA UGL YSINGA R Leikskólar Reykjavíkurborgar Óska að ráða eftirtalið starfsfólk í neðan- greinda leikskóla: Stuðningsstarf Laufskálar/Laufrima Leikskólakennarar eða þroskaþjálfar óskast í tvær 50% stöðurfyrir hádegi, vegna stuðn- ings við einhverf börn. Upplýsingar gefur leikskólastjóri, Lilja Björk Ólafsdóttir, í síma 587 1140. Dagvist barna, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími 552 7277. MYLLAN Fyrirtækið var stofnað 1959 og er í dag eitt stærsta matvælafyrir- tæki landsins, þar sem starfsmannafjöldi er um 300. Fyrirtækið á og rekur fjölda brauðbúða og eitt af markmiðum þess er að koma vörunni nýrri og ferskri til neytendans. Hagur neytandans er hafður í fyrirrúmi og mikil áhersla lögð á ítrasta hreinlæti og hollustu. Myllan er reyklaus vinnustaður. Myllan Brauð hf. óskar eftir að ráða bakara Starfið felst í bakstri o.fl. því er tengist um- sjón og framsetningu á vörum Myllunar í þrauðbúðum. Starfið krefst þess að viðkomandi eigi gott með að vinna með öðrum og sé þægilegur í umgengni. Umsóknum á að skila til starfs- mannastjóra eigi síðar en föstudaginn 8. nóv. nk. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu Myllunnar, Skeifunni 19. Hörðuvellir, Hafnarfirði Leikskólakennari, eða starfsmaður með aðra uppeldismenntun, óskast nú þegar. Upplýsingar gefur leikskólastjóri í síma 555 0721. Eskifjarðarkaupstaður Tæknimaður/ byggingarfulltrúi Eskifjarðarkaupstaður auglýsir laust til um- sóknar starf tæknimanns/byggingarfulltrúa. Starfssviðið er blandað milli byggingarfull- trúastarfa og almennra tæknistarfa. Starfsmaður verður m.a. yfirmaður áhalda- húss kaupstaðarins. Starfssviðið er mjög víðtækt og gerir miklar kröfur til skipulagshæfileika og víðtækrar þekkingar. Umsækjendur skulu uppfylla kröfur bygging- arreglugerðar um menntun byggingarfull- trúa. Umsóknum skal skila á skrifstofu Eskifjarðar- kaupstaðar og skulu vera ítarlegar upplýs- ingar um menntun, starfsferil og meðmæl- endur umsækjenda. Umsóknarfrestur er til mánudagsins 11. nóv- ember nk. Eskifjarðarkaupstaður er kröftugt og umsvifamikið sjávarpláss með liðlega 1.000 ibúum. Mikil uppbygging sjávarútvegsfyrirtækja hefur verið í plássinu á síðustu misserum. ( bænum er boðið upp á alla nauðsynlega þjónustu. Rétt við bæjar- dyrnar er eitt besta skíðasvæði landsins og inn af bænum er frá- bær 9 holu golfvöllur auk annarrar hefðbundinnar afþreyingar. Bæjarstjóri veitir allar frekari upplýsingar í síma 476 1170. Bæjarstjórinn á Eskifirði. Rektor Norræna blaðamannaskólans Norræni blaðamannaskólinn (NJC) í Árósum auglýsir stöðu rektors lausa til umsóknar frá 1. september 1997. Norræni blaðamannaskólinn er stofnun á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar. Aðalmarkmið skólans er að vekja og efla áhuga norrænna fjölmiðla á samkennd Norðurlandabúa og sam- eiginlegum menningararfi þeirra og er það gert með námsskeiðum, málþingum og annarri starfsemi. Norræni blaðamannaskólinn er opinn fréttamönnum á dagblöðum, hljóðvarpi og sjónvarpi og eru námsskeiðin ýmis haldin á Norðurlöndunum fímm, Eystrasaltsríkjunum eða NV- Rússlandi. Starfsmenn norræna blaðamannaskólans eru þrír, en rektor ber ábyrgð á rekstri og innihaldi starfseminnar. Norræna ráðherranefndin ræður rektor að undangengum meðmælum skóla- stjómar, en þar sitja m.a. fulltrúar hagsmunasamtaka fjölmiðla á Norðurlöndum. Launakjör samkvæmt nánara samkomulagi. Ráðningartími er fjögur ár en hann má framlengja I önnur fjögur ár. Auk víðtækrar reynslu af blaðamennsku, þarf umsækjandi að hafa þekkingu á norrænum og evrópskum þjóðfélagsháttum og mynda góð tengsl við fjölmiðla og stjómmálamenn á Norðurlöndum. Auk þess mun umsækjandi hafa góða reynslu af stjómsýslu og mannafor- ráðum. Norræna ráðherranefndin vill stuðla að jafnri kynskiptingu. Nánari upplýsingar um ráðningarkjör veitir formaður skólastjórnar, Svein DÓvle Larssen ritstjóri í síma +47 - 33 08 11 11 eða Audun Bakke rektor í síma +45 - 86 18 45 44. Þá má fmna upplýsingar á heimasíðu skólans en veffang hans er: http://www.nmr.dk/njc/ C Umsóknir sendist til: Styrelsen for Nordisk Journalistcenter, Vennelystparken, DK-8000 Arhus C. Umsóknarfrestur rennur út 20. nóvember 1996. Fræðslumiðstöð Reykjavíkur auglýsir lausar stöður við grunnskóla Reykjavíkur: Kennarar Vegna forfalla vantar kennara í eftirtalda skóla nú þegar: Breiðagerðisskóla: Kennara í fullt starf, æskilegt að viðkomandi geti kennt mynd- og handmennt. Sfmi 553 4908. Hólabrekkuskóla: Kennara í 1. bekk vegna barnsburðarleyfis, 23 stundir á viku árdegis. Sími 557 4466. Vesturbæjarskóla: % staða við kennslu nýbúa til loka skólaárs. Simi 562 2296. Upplýsingar gefa skólastjórar og aðstoðar- skólastjórar viðkomandi skóla. Umsóknir berist til þeirra eða til Ingunnar Gfsladóttur f starfsmannadeild Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur, Tjarnargötu 12. 1. nóvember 1996. Fræðslustjórinn í Reykjavík. íslenskar sjávarafurðir hf er ört vaxandi þjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í öflun, dreifingu og markaðssetningu sjávarafurða á heimsmarkaði. Hjá fyrirtækinu starfa í dag 109 starfsmenn. Vöruflutningar eru viðamikill þáttur í starfsemi íslenskra sjávar- afurða, árlega flytur fyrirtækið vel á annað hundrað þúsund tonn af sjávarafurðum landa á milli, þar af rúm 70.000 tonn frá íslandi. Við leitum að Flutningastjóra fyrir íslenskar sjávarafurðir hf. ► Flutningastjóri Starfið er ábyrgðarmikið og krefjandi stjórnunarstarf sem felst í yfirumsjón með flutningakerfi íslenskra sjávarafurða hf. Helsta starfssvið: ► Greining og skipulagning flutninga. *- Dagleg stjórnun. »- Samningagerð og mat tilboða vegna flutninga. Við leitum að starfsmanni með: »- Góða menntun og reynslu af flutningastjórn. ► Mjög góða skipulagshæfileika. ► Góða cnskukunnáttu og tölvukunnáttu. Æskilegt er að viðkomandi hafi þekkingu á sjávarút- vegi. Viðkomandi þarf að hafa til að bera frumkvæði og metnað, reynslu af sjálfstæðum vinnubrögðum og lipurð í mannlegum samskiptum. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf fljótlega en beðið verður eftir réttum manni. Nánari upplýsingar aðeins veittar hjá Benjamín Axel Árnasyni ráðningastjóra Ábendis. Farid verdur með allar umsóknir og fyrirspumir sem trúnaðarmál. Vinsamlegast sækið um sem fyrst, en í síðasta lagi fyrir hádegi 11. nóvember, á eyðublöðum sem liggja frammi á skrifstofu okkar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.