Morgunblaðið - 03.11.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.11.1996, Blaðsíða 1
Dúfnaveisla Nei, við sálma- skáldið vonim sjaldan sammála 8 SUNNUDAGUR SUNNUDAGUR 3. NÓVEMBER 1996 jitoyflwttftfaftift BLAÐ B Hvert er eg eiginlega að fara? Þegar tekið er hús á Guðmundi Blönd- al á heimili hans í Þingholtunum er tekið á móti manni með opnu fasi og bros á vör. Lífsorkan innandyra gefur ekki tilefni til að ókunnugur taki eftir því að maðurinn gengur við hækju og stingur illa við. Guðmundur Guðjónsson vissi hins vegar að margslungin og erfíð lífsreynsla sú sem nafni hans Blöndal hefur hlotið síðustu þrjú árin hefði bug- að marga sálina. G Morgunblaðið/Þorkell. UÐMUNDUR Blöndal er ungur maður, rétt rúmlega fertugur. í vöggugjöf frá almættinu fékk hann, auk góðrar greindar og gjörvileika, feikna dugnað og vinnuþrek. Það svo, að honum lá óskaplega á sem ungum manni, framtíðin blasti við með öll- um sínum fögru fyrirheitum. Nú hefur Guðmundur róast, tilneyddur mætti óhikað segja. Á meðan skólasystkinin úr MR röðuðu sér í hina ýmsu framhalds- skóla, eða fengu sér vinnu á meðan þau könnuðu landið, var Guðmund- ur að sjálfsögðu með aðrar hug- myndir. Hann var búinn að ..byggia" °S keypti fljótlega við annan mann rótgróna verslun í gamla miðbænum, Herradeild P og 0, „allt frá hatti oní skó - Herra- deild P&Ó!" Guðmundur giftist menntaskólakærustunni, samheldni þeirra var rómuð og börnunum fór fjölgandi. Fyrirtækið gekk vel og boginn spenntur hátt. Einbýlishús í Arnarnesinu var næst á dagskrá. Það voru uppgangstímar í þjóðfé- laginu. Alþekkt og viðsjárvert hugtak, „góðæri" var þá mikið notað. SJÁ NÆSTU SÍÐU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.