Morgunblaðið - 03.11.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 03.11.1996, Blaðsíða 24
24 B SUNNUDAGUR 3. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNIMA UGL YSINGAR Sjúkrahús og heilsugæslustöð Patreksfirði Læknar Stöður yfirlæknis og læknis við Sjúkrahús og heilsugæslustöð á Patreksfirði eru lausar til umsóknar. Um er að ræða 100% stöður á sjúkrahúsi og heilsugæslustöð. Stöðurnar veitast frá 1. og 15. desember nk. eða eftir samkomulagi. Sérfræðimenntun íheimilislækningum æskileg. Sjúkrahús og heilsugæslustöð á Patreksfirði þjónar íbúum Vesturbyggðar og Tálknafjarð- arhrepps. íbúar eru um 1.700. Laun eru samkvæmt kjarasamningi lausráð- inna sjúkrahúslækna. Fyrir almenna læknis- hjálp veitta á heilsugæslustöð greiðist sam- kvæmt samningi Læknafélags íslands og Tryggingastofnunar ríkisins. Umsóknarfrestur er til 17. nóvember 1996. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf sendist stjórn sjúkrahúss og heilsu- gæslustöðvar Patreksfirði. Nánari upplýs- ingar veitir Jón B.G. Jónsson, yfirlæknir, í síma 456 1110. Öllum umsóknum um stöðurnar verður svarað. Sjúkrahús og heilsugæslustöð Pateksfirði - reyklaus vinnustaður. Sjúkrahús Skagfirðinga, Sauðárkróki Staða yfirlæknis Laus er til umsóknar staða yfirlæknis við sjúkrahúsið. Um er að ræða 75% stöðu. Æskileg sérgrein er almennar skurðlækningar. Hér er um að ræða fjölbreytt og krefjandi starf og er vinnuaðstaða og tækjakostur á stofnuninni mjög góður. í sjúkrahúsinu eru 76 rúm sem skiptast í 16 rúm á sjúkradeild, 4 rúm á fæðingardeild og 56 rúm á hjúkrunar- deildum. Þar fyrir utan er 10 rúma þjónustu- deild rekin í tengslum við sjúkrahúsið. Stofnunin hefur á að skipa góðu og sam- stilltu starfsfólki, sem leggur metnað sinn í að gera gott sjúkrahús betra, en í sjúkrahús- inu er rekin öflug og stöðugt vaxandi starf- semi. Heilsugæslustöð er rekin í starfs- tengslum við sjúkrahúsið en alls starfa 6 læknar við stofnanirnar. Þetta er því kjörið tækifæri fyrir framtaks- sama og metnaðarfulla einstaklinga. Stöðunni fylgir embættisbústaður. Hvernig væri að takast á við ný og spenn- andi verkefni og um leið kynnast Skagafirði og Skagfirðingum af eigin raun? Umsóknarfrestur um stöðuna ertil 1. desem- ber nk., en staðan veitist eftir nánara sam- komulagi. Umsóknir skulu sendast til Birgis Gunnars- sonar, framkvæmdastjóra sjúkrahússins. Upplýsingar veita yfirlæknir og/eða fram- kvæmdastjóri í síma 455 4000. f Skagafiröi búa u.þ.b. 5.000 manns, þar af þúa 2.800 manns á Sauðárkróki. Sauðárkrókur hefur verið í stööugum vexti undanfarin ár og byggir á öflugu og fjölbreyttu atvinnulífi og fjölbreytni í þjón- ustu við íbúa héraðsins. íþrótta- og fólagslíf er hér í miklum blóma. f héraðinu eru tveir framhaldsskólar; á Sauðárkróki er Fjölbrauta- skóli Norðurlands vestra með tæplega 500 nemendur og á Hólum í Hjaltadal er rekinn bændaskóli. Sauðárkrókur liggur vel við sam- göngum og eru þær góðar bæði í lofti og á landi. Skagafjöröur er rómaöur fyrir náttúrufegurð og má segja að þar séu merkir staðir og atburðir úr fslandssögunni við hvert fótmál. Ferðist um heimiim Kerfisverkfræðistofa með GCI marketing Iceland Við. erum leiðandi fyrirtæki í ferðaþjónustu með skrifstofur í Hong Kong, Singapúr, Taflandi, Ástralíu, Taívan og Spáni. Vegna mikillar aukningar í umsvifum óskum við eftir að ráða “sölufulltrúa” til starfa á skrifstofu okkar í Reykjavík með möguleika á starfi á einhverri skrifstofu okkar erlendis. Við bjóðum uppá góða tekju- og framamöguleika fyrir rétt fólk. Við leitum að fólki á aldrinum 21.-40 ára, áhugasömum og opnum einstaklingum með góða framkomu. Reynsla af sölustörfum er æskileg, en þó ekki skilyrði Aðalatriðið er að viðkomandi hafi löngun til að ná árangri í starfi. Allar upplýsingar veitir Helga Guðmundsdóttir í síma 581 3666 á milli kl. 09.00-12.00. Um nokkur störf er að ræða svo vinsamlega hafið hraðaxm á og sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. Skeifunni 19,108 Reykjavík merktar “Sölufulltrúi 540” fyrir 8. nóvember n.k. Associated offices: Australia Hong Kong Singapore Spain Tkiwan Thailand GCI -—^-« markcting lceland Verkfræðistofnunar Háskóla íslands Hefur þú áhuga á að vinna að spennandi rannsóknarverkefni í samhentum hópi tölv- unarfræðinga og rafmagnsverkfræðinga í samvinnu við íslenska og erlenda aðila? Kerfisverkfræðistofa óskar eftir að ráða starfskrafta, sem hafa lokið námi í verkfræði eða tölvunarfræði, í eftirfarandi verkefni: Flugumferð á Norður-Atlantshafi með tilkomu nýrrartækni Framfarir á sviði staðsetninga- og fjarskipta- tækni munu hafa mikil áhrif á stjórnun flugum- ferðar íframtíðinni. Verkefnasvið starfsmanns er gagnatúlkun, hermun og gagnaúrvinnsla. Lifandi veðurvarp Veðurupplýsingum, meðal annars frá veður- athugunarstöðvum, flugvélum og skipum, verður safnað saman og þær gerðar að- gengilegar í rauntíma. Verkefnasvið starfs- manns er gagnatúlkun, hönnun og uppsetn- ing gagnagrunns og viðmótshönnun. Líkansauðkenning og stýringar á járnblendiof num Reiknilíkan af járnblendiofni, sem hefurverið byggt á og sannreynt með mælingum, er notað til hönnunar og prófunar stýringa fyrir slíkan ofn. Verkefnasvið er hermun, hönnun og prófun stýringa. Gagnvirk margmiðlun til heimila yfir háhraðanet Nú fer senn að líða að því að AMUSE (Ad- vanced MUItimedia SErvices for residential users) verkefnið hefji tilraunir með gagnvirka margmiðlun yfir ATM net til heimila í Reykja- vík. Verkefnasvið starfsmanns snertir hug- búnaðargerð, viðmótshönnun, margmiðla, gagnsöfn og net. ****** Kerfisverkfræðistofa er tengd neti Háskóla íslands og unnið er í Unix og Windows um- hverfi. Umsóknum, sem tilgreini menntun og fyrri störf, ásamt Ijósritum af prófskírteinum, skal skila til afgreiðslu Mbl., merktum: „KVS - 863“ eigi síðar en 15. nóvember. Nánari upplýsingar veitir Ebba Þóra Hvann- berg, Háskóla íslands, í síma 525 4702 eða í tölvupósti: ebba@kerfi.hi.is. Verkfræði- stofnun virðir jöfn réttindi allra umsækjenda. Ffc ROLF JOHANSEN & COMPANY SÖLUFULLTRUI HARGREIÐSLUVORU ROLF JOHANSEN & CO ehf. óskar eftir að ráða sölufulltrúa í hárgreiðsluvörudeiid fyrirtækisins. Starfið felst í ráðgjöf við val á hárgreiðsluvöru, kynningu og sölu. Sölufulltrúi fer í vitjanir til hárgreiðslustofa í Reykjavík og nágrenni sem og á landsbyggðinni. Fyrirtækið leggur til bifreið. Hæfniskröfur eru að umsækjendur sér faglærðir á sviði hárgreiðslu, hafi gaman af að umgangast fólk og séu gæddir góðum söluhæfileikum. Ahersla er lögð á sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð, frumkvæði, snyrtimennsku og lipurð í mannlegum samskiptum. Umsóknarfrestur er til og með 8. nóvember n.k. Ráðning verður sem allra fyrst. Umsóknareyðublöð eru fyrirliggjandi á skrifstofunni sem opin er frá kl.10-16, en viðtalstímar eru frá kl.10-13. STRA GALLUP STARFSRAÐNINGAR Mörkinni 3,108 Reykjavík Sími: 588 3031, bréfsími: 588 3044 ! Guðný Harðardóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.