Morgunblaðið - 03.11.1996, Blaðsíða 6
6 B SUNNUDAGUR 3. NÓVEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
„Móðir mín vildi að
ég gæti lesið vegna
þess að hún geymdi
bunka af bréfum frá
pabba sínum, sem
hún vonaðist til að
geta einhvern tíma
fengið lesin fyrir sig.
Og hún gat ekki les-
ið á skiltin til að vita
hvað búðirnar seldu
þegar við fórum í
bæinn, sem við mátt-
um ekki nema fá
leyfí föður míns.
Morgunbl aðið/Goll i
WANG Zhi Lan gerir „tai ji“-æfingar sínar á hverjum morgni. Þótt kominn sé svalur vetur fer
hún bara í íslenska lopapeysu.
II orunm
NÚ ER Wang Zhi Lan komin til
íslands til Jia sonar síns, sem var
atvinnumaður í blaki og kom hingað
til að þjálfa blaklið fyrir 10 árum,
en rekur nú Kinversku nuddstofuna.
Við sitjum yfir tei á heimili hans
og Rannveigar Hallvarðsdóttur i
Skeijafirðinum og samtalið verður
dálítið flókið, því hann verður að
túlka yfir á ensku eða íslensku.
Wang Zhi Lan lætur þau orð falla
að viðmælandinn haldi sér svona vel
af því að hafa búið á þessu góða
landi íslandi, meira hefði mætt á í
Kína. Og það er orð að sönnu að
líf kvenna á íslandi og Kína hefur
á okkar æviskeiði verið tvennt ólíkt.
Hún skrifar nafnið sitt hægt og
vendilega með kínverskum táknum
þegar hún er beðin um að skrifa
nafn sitt svo ekki verði misskilning-
ur um svo framandi stafsetningu
og segir að þegar hún var að alast
upp í Lioning-héraði í norðurhluta
Kína hafí ekki þótt við hæfi að stúlk-
ur fengju að læra að lesa eða skrifa.
Samkvæmt erfðavenjum var það
óhæfa og litið niður á þá sem sendu
dóttur í skóla. Þótt íjölskylda henn-
ar ætti töluvert undir sér giltu þar
sömu lögmál. Móðir hennar sýndi
henni þó skilning og lokaði augun-
um fyrir því þegar allir voru að
heimta að hún bannaði henni það.
„Móðir mín vildi að ég gæti lesið
vegna þess að hún geymdi bunka
af bréfum frá pabba sínum, sem hún
vonaðist til að geta einhvern tíma
fengið iesin fyrir sig. Og hún gat
ekki lesið á skiltin til að vita hvað
í fjörunni í Skerjafirði má sjá aldna kín-
verska konu að gera „taiji“-æfíngar sínar
eins og heima í Kína. Elín Pálmadóttir
sá í hve góðu formi hún er. Lífið hefur þó
ekki leikið Wang Zhi Lan létt, enda hefur
hún lifað allar þær miklu byltingar sem
orðið hafa í landi hennar, sem hún er fámál
um. Fyrri maður hennar barðist með
Chang Kai-Shek og sá síðari með Maó
formanni. Sjálf varð hún þekktur nála-
stungu- og grasalæknir.
búðirnar seldu þegar við fórum í
bæinn, sem við máttum ekki nema
fá leyfí föður míns.
Faðir hennar var þekktur læknir
í Norður-Kína. Kínverskur læknir,
áréttar hún, í hinni ævafornu kín-
versku iæknislist. En hann hafði
líka ungur lært anatómíu hjá Rúss-
um, sem á þeim tíma voru með fjöl-
mennan her á heimaslóðum henn-
ar. Afi hennar, sem líka var lækn-
ir, fyrirleit soninn af því að hann
hafði einnig lagt fyrir sig þessa
vestrænu læknisfræði. Og umg-
ekkst að auki sjómenn og aðra út-
lendinga, þar sem konur hlupu um
og léku tennis.
Með reyrða fætur
Pabbi hennar átti þijár konur.
Þær kölluðu hveija aðra systur.
Fyrsta konan, mamma hennar, var
elsta systir. Sú yngsta þriðja systir.
Þær hjálpuðust að og voru ekkert
að metast. Mamma hennar setti að
hefðbundnum sið gulllokk í eyra
hennar þegar hún var 4 ára. En sjö
ára vildi hún fara að vefja á henni
fætuma. Ein þjónustustúlkan hafði
það hlutverk að þrífa og vefja fæ-
turna á systrunum. En þriðja
mamma, sú yngsta, sem var læs og
þótti vænt um hana, skipti sér af
því og lét alltaf losa um umbúðim-
ar, svo hún er enn með óskaddaða
fætur. Elsta systir hennar af fjórum
grét af sársaukanum. Það blæddi
úr fótunum á henni og gröftur kom
í sárin. Hún grátbað systur sína um
að hjálpa sér til að fyrirfara sér, svo
sárt var það. En móðir hennar sagði
að það væri viðtekið að karlmaður
fyrirfæri sér, en ef kona gerði það
væri það játning um að hún hefði
sofið hjá karlmanni eða verið nauðg-
að. Hún segir að amma sín hafi
verið með svo litla fætur að þeir
hafí ekki verið nema um 10 sm lang-
ir. Og bætir við að ófrískar konur
með reyrða fætur hafí verið svo
valtar á fótunum að þær urðu að
ganga með veggjum og styðja sig
til að halda jafnvæginu. Sjálf slapp
hún frá þessu eftir tvö ár. Þá höfðu
Japanir ráðist inn í landið og her
þeirra komið í staðinn fyrir Rúss-
ana. Þeir breyttu öllum siðum og
hótuðu að skjóta alla þá sem reyrðu
fæturnar á stúlkubömum.
Faðir hennar var venjulega aðeins
heima yfír nóttina. Tvö eldhús voru
á heimilinu, annað og betra fyrir
föður hennar, afa og einkaritarann
sem sá um fjármálin. Frá 12 ára
aldri sat hún við að lesa fyrir kon-
umar í fjölskyldunni og þjónustu-
fólkið. Ef faðir hennar kom heim
undraðist hann að sjá allt fólkið sitj-
andi hljótt i stofunni, sem venjulega
var notuð til veisluhalda. Þá hafði
bókin verið falin.
Til liðs við þjóðernissmna
Hún kveðst hafa verið gift 17 ára
gömul. Það var mikil veisla, notaðir
fjórir stórir svartir Dodge-bílar, sem
var einsdæmi, þar sem varla vom
til bílar. Samkvæmt kínverskri sið-
venju vissi hún ekkert hver yrði
maðurinn hennar, kveið því að hann
yrði kannski ljótur og bólugrafinn.
Hún sá hann ekki fyrr en brúð-
kaupskvöldið. Hann hafði heldur
ekki séð hana fyrr og þau voru svo
feimin hvort við annað að þau hvísl-
uðust á. Hann var háskólagenginn,
hafði numið vélfræði og stundaði
blómleg viðskipti.
Hann hafði lært í Japan og talaði
japönsku, en hann hataði Japani og
Rússa jafnt, því hann vildi þá ekki
í landi sínu. Þjóðernisflokkurinn