Morgunblaðið - 08.11.1996, Side 4
4 FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Strandríkin stefna að framlengingu síldarsamningsins
Reynt að semja við ESB
fyrir ársfund NEAFC
STRANDRÍKIN fjögur, sem einkum
hafa stundað veiðar á norsk-íslenzku
síldinni stefna að framlengingu sam-
komulags síns frá í vor um stjórnun
síldveiðanna og skiptingu kvóta á
ársfundi Norðaustur-Atlantshafs-
fiskveiðinefndarinnar (NEAFC) í
London 20.-22. þessa mánaðar. Áður
stefna strandríkin að því að efna til
fundar með Evrópusambandinu og
reyna að fá það til að gerast aðili
að samkomulaginu.
Samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins er stefnt að fundi Is-
lands, Noregs, Færeyja og Rúss-
lands með fulltrúum Evrópusam-
bandsins 18.-19. þessa mánaðar.
Evrópusambandið fékkst ekki til
þess að gerast aðili að samkomulagi
því, sem strandríkin gerðu með sér
í maí síðastliðnum og ákvað sér ein-
hliða 150.000 tonna síldarkvóta.
Skip sambandsins hafa hins vegar
farið langt framúr þeim kvóta og
hafa nú tilkynnt tæplega 200.000
tonna afla til NEAFC.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins telja strandríkin hins vegar
að Evrópusambandinu beri tæplega
nema um 10.000-40.000 tonna kvóti,
miðað við að heildarkvótinn sé um
1.100 þúsund lestir eins og í ár.
ísland leggur áherzlu
á aukið eftirlit
ísland mun á fundinum með
strandríkjunum og ESB og á
NEAFC-fundinum leggja mikla
áherzlu á bætt eftirlit með veiðum
úr stofnum, sem heyra undir
NEAFC, bæði karfanum á Reykja-
neshiygg og síldinni í Síldarsmug-
unni. Þannig verði tryggt að einstök
ríki eða ríkjasambönd fari ekki fram-
úr kvóta sínum og að hentifánaskip
stundi ekki rányrkju á miðunum.
Meðal annars er rætt um gervi-
hnattaeftirlit og herta tilkynninga-
skyldu í þessu sambandi.
ísland hefur áður gagnrýnt að
mikill misbrestur sé á aflatilkynning-
um skipa Færeyja og Evrópusam-
bandsins á Reykjaneshrygg og að
ESB veiti hentifánaskipum þjónustu
í höfnum sínum. Gera má ráð fyrir
að ísland leggi til að ýtarlegri ákvæði
um þessi atriði verði sett í samkomu-
lag NEAFC um karfaveiðar á
hryggnum, sem að öllum líkindum
verður endumýjað á ársfundinum.
Utanríkisráðherrar
Islands o g Rússlands
ræddu stækkun NATO
Ekki
minnzt á
einstök
ríki
HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis-
ráðherra segir að ekki hafí verið
rætt um aðild einstakra rikja að
Atlantshafsbandalaginu (NATO) er
hann ræddi um stækkun bandalags-
ins við Jevgení Prímakov, utanríkis-
ráðherra Rússlands, fyrr í vikunni.
„Ég lýsti því sjónarmiði íslands
að við styddum stækkunarferilinn.
Við værum hins vegar andvígir því
að ný landamæri sköpuðust í Evrópu.
Stækkuninni væri ekki beint gegn
neinu ríki, heldur ætti hún að auka
stöðugleika í Evrópu, sem væri öllum
þjóðum til góðs,“ segir Halldór.
Ekki rætt um
Eystrasaltsríkin og NATO
Hann segir Prímakov ekki hafa
rætt um stöðu Eystrasaltsríkjanna í
þessu sambandi. „Hann lýsti stöðu
Rússlands og sagði mikilvægt að
Rússar tækju þátt í og hefðu eðlileg
áhrif á framtíðaröryggiskerfi Evr-
ópu. Rússarnir gera sér grein fyrir
að þeir munu ekki geta komið í veg
fyrir stækkun Atlantshafsbanda-
lagsins, en vilja tryggja sér nauðsyn-
leg áhrif í framtíðinni," segir Hall-
dór. „Þetta er það, sem menn eru
að reyna að finna flöt á og koma
til móts við Rússa í þessu sambandi.”
Aðspurður hvort hann hefði lýst
sérstökum stuðningi íslands við
NATO-aðild Eystrasaltsríkjanna
segir Halldór: „Það var ekki sérstak-
lega rætt um Eystrasaltsríkin eða
neitt eitt ríki nefnt fremur öðru í
þessum samtölum."
Gerði grein fyrir deilum
Rússa og Eistlendinga
Halldór segir að Prímakov hafi
gert sér grein fyrir viðræðum sínum
við utanríkisráðherra Eistlands fyrr
í vikunni, landamæradeilum Eist-
lands og Rússlands og stöðu rúss-
neska minnihlutans. „Við lögðum
áherzlu á að þessi deilumál yrðu
tekin upp á réttum vettvangi, sem
er Öryggis- og samvinnustofnun
Evrópu," segir Halldór. „Ef um
mannréttindabrot væri að ræða,
ætti að sjálfsögðu að taka þau upp
á þeim vettvangi. Ég lýsti hins veg-
ar þeirri skoðun minni að ekki væri
rétt að taka þetta mál upp á vett-
vangi Sameinuðu þjóðanna, sem
hefur verið í umræðunni. Það yrði
til þess að setja málin í verri farveg."
Fáklædd í glugga
Morgunblaðið/Ásdís
LIFANDI gína i útstillingarglugga undirfata-
verslunar gladdi augu vegfarenda um Laugaveg
í gær. Vakti hún að vonum töluverða athygli,
enda ekki á hveijum degi sem fáklædd snót spók-
ar sig á svo áberandi stað í nýjustu tísku á þessu
sviði nærklæða.
Morðið á íslénskri
konu í Sviss
Réttar-
höld
hófust
í gær
Zíirich. Morgunblaðið.
RÉTTARHÖLD vegna morðs-
ins á Vivan Hrefnu Óttarsdótt-
ur, sem var myrt á heimili sínu
í Genf 9. september 1995,
hófust í Sviss í gær.
Hinn seki bar sig aumlega
og sagðist lítið muna frá nótt-
inni þegar hann myrti Vivan
á hroðalegan hátt. Þegar hann
var beðinn um skýringu á því
sem hann gerði sagðist hann
enga skýringu geta gefið.
Hann hefur verið í varðhaldi
í 13 mánuði. Dómur verður
kveðinn upp í dag, föstudag.
Læknir, sálfræðingur og
fólk sem hitti Vivan og hinn
ákærða morðnóttina var kallað
sem vitni í gærmorgun. Gunn-
ar Snorri Gunnarsson, sendi-
herra, og þijár íslenskar vin-
konur Vivan í Genf báru einn-
ig vitni. Roland Niklaus, lög-
fræðingi fjölskyldu Vivan á
íslandi, þótti mikilvægt að það
kæmi fram í réttarhöldunum
hversu sérstök og lífsglöð kona
Vivan var.
Einkadóttir Vivan, 16 ára,
bar vitni fyrir luktum dyrum.
Hún vaknaði þegar móðir
hennar var myrt og morðing-
inn misþyrmdi henni einnig
kynferðislega. Hún kallaði á
hjálp hjá nágrönnum og þeir
hringdu í lögregluna. Lög-
fræðingur hennar og Niklaus
tóku til máls í gær auk sak-
sóknara og veijanda hins
ákærða.
Dómur væntanlegur
í dag
Kviðdómur kveður upp dóm
í dag. Sálfræðingur sagði að
hinn ákærði hefði verið mis-
notaður kynferðislega sem
barn og það væri möguleiki
að mótspyrna Vivan hefði kall-
að fram í honum óviðráðanleg-
an ofsa. Sálfræðingurinn segir
hann þó heilan á geðsmunum.
Héraðsdómur Reykjavíkur í máli gegn Kaupþingi og Landsbankanum
Sýkn af kröfu vegna
riftunar kaupsamníngs
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hef-
ur sýknað Kaupþing hf. og Lands-
banka íslands af kröfu konu um
tæplega 4,3 milljóna kr. greiðslu
vegna riftunar á kaupsamningi
vegna húseignar sem konan keypti
af áðurnefndum aðilum.
Konan krafðist þess að fá endur-
greidda rúmlega 1,5 milljónir kr.
sem hún hafði innt af hendi vegna
kaupanna við undirritun kaupsamn-
ings og tæplega 1,8 milljónir kr.
vegna framkvæmda sem hún hafði
unnið á eigninni. Jafnframt krafðist
konan einnar milljónar kr. í skaða-
bætur.
Kaupþing og Landsbankinn eign-
uðust umrædda húseign á nauðung-
aruppboði sem fram fór í desember
1992. í janúar 1993 gerði stefnandi
kauptilboð í húseignina og 29. mars
gerðu aðilar með sér samning um
kaup stefnanda á eigninni, en kaup-
verðið var 8,5 milljónir króna. f
dómnum kemur fram að í kaup-
samningnum var ákvæði um að
kaupandi húseignarinnar sam-
þykkti að láta kaupin ganga til
baka án þess að krefjast endur-
greiðslu af innborguðu fé ef van-
skil á greiðslum samkvæmt samn-
ingnum færu tveim mánuðum fram
yfir umsamda gjalddaga.
í dómnum kemur fram að stefn-
andi innti ekki af hendi greiðslur
sem greiðast áttu 1. maí 1993 og
20. júlí sama ár létu stefndu þing-
lýsa á eignina yfirlýsingu um rift-
un, sem birt var stefnanda 11. nóv-
ember. Stefnandi mótmælti riftun-
inni viku síðar, en þann 14. febrúar
1994 kröfðust stefndu útburðar
stefnanda úr húsnæðinu. Með
úskurði Héraðsdóms Reykjavíkur
25. mars 1994 var útburðarkröf-
unni hafnað, en með dómi Hæsta-
réttar 29. apríl 1994 var útburður
heimilaður. Kaupþing seldi um-
rædda eign með kaupsamningi dag-
settum 27. febrúar 1995 og var
umsamið kaupverð tæplega 8,5
milljónir króna.
Gekk til samningsgerðar af
fúsum og fijálsum vilja
Sem fyrr segir krafðist stefnandi
þess í málssókn sinni að fá endur-
greiðslu á því sem hann hafði greitt
við undirrtiun kaupsamnings, end-
urgjald fyrir viðskeytingu og vinnu
sem lögð var í eignina og skaðabæt-
ur, en Héraðsdómur hafnaði þess-
um kröfum. I niðurstöðum dómsins
kemur fram að af hálfu stefnanda
hafi verið sóst eftir þessum viðskipt-
um og telja verði að stefnandi hafi
gengið til samningsgerðar af fúsum
og fijálsum vilja og án allrar nauð-
ungar eða blekkingar af hálfu
stefndu. Því verði að telja stefnanda
bundinn af vanefndaákvæði kaup-
samningsins. Þá hafi stefnandi ekki
haft haft samráð við stefndu vegna
framkvæmda á eigninni enda þótt
umsamdar greiðslur væru í vanskil-
um og mest allar framkvæmdirnar
unnar eftir að heimilt var að rifta
samningnum samkvæmt vanefnd-
arákvæðinu. Því verði að telja að
framkvæmdir þessar hafi stefnandi
látið framkvæma á eigin áhættu
og jafnframt verði að telja að stefn-
andi hafi ekki verið í góðri trú við
framkvæmdirnar.