Morgunblaðið - 08.11.1996, Síða 9

Morgunblaðið - 08.11.1996, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 1996 9 FRÉTTIR Breytingar á stjórnsýslu hjá Reykjavíkurborg Kjörmr fulltrúar fari með pólitíska valdið í BÓKUN borgarráðsfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins, sem lögð hefur verið fram í borgarráði, er lýst yfir stuðningi við hugmyndir um rammaáætlanir fyrir málaflokka og stofnanir borgarinnar. Bent er á að í tillögum sjálfstæðismanna í borg- arstjórn sé lögð áhersla á að borgar- fulltrúar sinni pólitískum þætti stefnumótunar áður en starfsáætl- anir borgarstofnana séu samþykkt- ar. í bókun Reykjavíkurlistans seg- ir að engum megi blandast hugur um að kjörnir fulltrúar fari með hið pólitíska vald, setji þjónustunni markmið, ákveði þjónustustig og forgangsraði verkefnum. Misskilnings gætt I bókun sjálfstæðismanna kemur fram að pólitísk markmiðssetning og forgangsröðun í þjónustu sé forsenda rammaáætlunar, sem for- stöðumenn beri síðan ábyrgð á að framfylgja. Þeim sé hins vegar gefið aukið svigrúm til að nýta þær leiðir, sem þeir telji bestar til að ná markmiðunum. Þá segir, „Nokkuð hefur borið á að misskiln- ings gæti um þetta hjá hinum kjörnu nefndum og forstöðumönn- um. Virðist sumum vera óljóst orð- ið hvor hópurinn fer með hið póli- tíska vald, markmiðssetningu og forgangsröðun þjónustu, embætt- ismenn eða kjörnir fulltrúar. Þenn- an misskilning þarf að leiðrétta strax og hefja vinnu nefndanna sjálfra við markmiðssetningu áður en starfsáætlanir stofnana eru samþykktar nánast umyrðalaust. Ef svo fer sem horfir stuðla hug- myndir um aukið sjálfstæði stofn- ana að „embættismannastjórn". Því eru sjálfstæðismenn algerlega mótfallnir." Þjónusta en ekki sljórnvald í bókun borgarráðsfulltrúa Reykjavíkurlista segir að unnið hafi verið að margvíslegum breyt- ingum í stjórnsýslu og starfshátt- um borgarinnar, sem miði að því að færa þau nær nútímalegum vinnubrögðum. Markmiðið sé að gera borgina að þjónustufyrirtæki fremur en stjórnvaldi. Þá segir, „Skýrari verkaskipting milli stjórn- málamanna og embættismanna er liður í þessu og þ.a.l. skýrari ábyrgðartilfinning. Hingað til hef- ur hvoru tveggja verið nokkuð óljóst. Það má hins vegar engum blandast hugur um varðandi rammaáætlun að kjörnir fulltrúar fara með hið pólitíska vald, setja þjónustumarkmið, ákveða þjón- ustustig og forgangsraða verkefn- um. Það er aftur á móti á ábyrgð forstöðumanna að leggja tillögu sem rúmast innan rammans fyrir kjörnar nefndir sem eftir atvikum geta síðan gert breytingar á þess- um tillögum." Húsnæðisnefnd Reykjavíkur Rúmar 167,2 millj. fyrir 23 íbúðir BORGARRÁÐ hefur samþykkt til- lögu stjórnar Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar um kaup Hús- næðisnefndar Reykjavíkur á 23 íbúðum fyrir rúmar 167,2 milljónir króna. í erindi Húsnæðisnefndar til Inn- kaupastofnunar er lagt til að fram- kvæmdaheimild fyrir 23 íbúðir, sem ónýttar væru frá árinu 1995, yrði nýtt með samningum við tvo aðila. Samþykkt var að semja við Tré- smiðju Snorra Hjaltasonar hf. um kaup á 14 íbúðum við Gullengi 37-39 fyrir um 95,5 milljónir og við Kirkjutún sf. um kaup á 9 íbúð- um fyrir rúmar 67,7 milljónir. Aðrir sem buðu voru Á.H.Á. byggingar, Gissur og Pálmi hf., Mótás hf., Fróðengi hf. Bygginga- félag Gylfa og Gunnars hf., Angan- týr Vilhjálmsson, Eykt hf., Skeifan fasteignasala og Húsverk hf., sem átti þijú tilboð. Fram kemur að Húsnæðisnefnd- in ætlaði sér að nýta þessar 23 heimildir til að kaupa notaðir íbúð- ir á almennum markaði. Auglýst var tvisvar á árinu í hverfum með póstnúmer 104, 105 og 108. Ekki fengust tilboð, sem féllu undir viðmiðunarmörk Húsnæðisstofnun- ar, auk þess sem þau voru hærri en verð nýrra íbúða sem stofnunin er að selja. íslandsklukkan fyrir jólin til ættingja og vina erlendis co -p • 11. EBfiS Qjqfavörur LAUGAVEGI 103 • SÍMI 551 5517 Fræðslumiðstöð Reykjavíkur Tölvu- og hus- búnaður keyptur fyrir 31 millj. BORGARRAÐ hefur samþykkt með þremur atkvæsum Reykjavíkurlista að heimila kaup á nýjum hús- og tölvubúnaði fyrir Fræðslumiðstöð Reykjavíkur í Miðbæjarskólanum. Áætlaður kostnaður er um 31 millj. Gert er ráð fyrir að tilboða verði aflað í tölvubúnaðinn. í fyrri bókun borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins er bent á að aðgerðir R-listans við breytingar á Miðbæjarskólanum í embættis- mannaskrifstofur hafi kostað borg- ina á annað hundrað milljónir. Frá upphafi hafi R-listinn mótmælt því að breytingar kalli á kaup á nýjum húsgögnum og tækjabúnaði. Nú komi í ljós að kostnaður nemi sam- tals 31 millj. Sjálfstæðismenn telji að þessum ijármunum hefði verið mun betur varið til grunnskólanna, til aukinnar kennslu og búnaðar- kaupa. Furðuleg bókun I bókun borgarráðsfulltrúa Reykjavíkurlista segir að bókun D- listans sé vægast sagt furðuleg. Tölvu- og búnaðarkaup stofnunar hljóti að vera óháð því hvar og í hvaða húsi hún er staðsett. Grónar stofnanir borgarinnar hafi að und- anförnu verið að tölvuvæða sínar skrifstofur með sambærilegum hætti án þess að borgarráðsmenn D-list- ans hafi verið því mótfallnir enda tilgangurinn að bæta þjónustuna. I ljósi þessarar bókunar D-lista manna væri fróðlegt að heyra rök þeirra fyrir þeim hundruðum millj. króna sem varið var til húsbúnaðar og tækjakaupa í Ráðhúsi Reykjavík- ur þegar flutt var milli húsa. Aldrei blekkt borgarbúa I síðari bókun sjálfstæðismanna segir að sjálfstæðismenn hafi aldrei blekkt borgarbúa með fullyrðingum um að húsbúnaður í nýbyggingu Ráðhúss yrði nýttur úr leiguhúsnæði borgarinnar þar sem borgarskrif- stofu voru. R-listinn hafi hins vegar horft á kostnaðinn vaxa vegna ákvörðunar um að gera Miðbæjar- skólann að skrifstofu. Til að afsaka þennan mikla kostnað hafi verið gefið í skyn að húsgögn og búnaður myndu nýtast áfram. Jólaföt fyrir sanna Islendinga íslensku þjóðbúnmgavestin - einlit, köflótt og teinótt. # Islensku þjóðbúningaskyrturnar með hálsklút. sfc Hnélmxur, pokabuxur, síðar l»uxur. íslensk hönnun, íslensk framleiðsla, Tslensk verslun. Ps. Mikið úrval aí' fallegum jólakjóluin EN&LABÖRNÍN Bankastræti 10, sími 552 2201 MARBERT dagar föstudag og laugardag Glæsileg svört hliðartaska fylgir með 50 ml. kremum. M 1 §-7S55£EE * ti'wL. mmn' Snyrlivönwmlunin SANÐRAr-~S Reykjavíkurvegi 50, sími 555 3422 Kasmír stuttfrakkar Kasmír jakkar Stærðir 38-48 Opið laugardaga frá kl. 10-14. Ný sending Vandaður þýskur kvenfatnaður Stærðir 36 — 52 tyá*£ýGafiihitöi Engjateig 5 • 105 Reykjavík • Sími 581 2141 Við erum 5 ára og af því tilefni bjóðum við 20% f afslátt af kápum í dag, föstudag - laugardag - mánudag - þriðjudag. (OiVl ; ^JJJ avation rmdemniselle kvenfataverslunin, Laugarvegi 97, sími 551-7015 Fólk er alltaf að vinna íGullnámunni: 90 milljónir Vikuna 31. okt. - 6. nóv. voru samtals 90.032.593 kr. greiddar út í happdrættisvélum um allt land. Þetta voru bæöi veglegir Silfurpottar og fjöldinn allur af öörum vinningum. Silfurpottar í vikunni: Dags. Staöur Upphæö kr. 31.okt. Háspenna, Laugavegi....... 118.499 l.nóv. Glaumbar...................... 117.685 l.nóv. Spilast., Geislag., Akureyri. 281.979 l.nóv. Rauða Ijónið................... 69.169 1. nóv. Háspenna, Laugavegi....... 74.020 2. nóv. Keisarinn..................... 80.467 2. nóv. Mónakó....................... 139.089 3. nóv. Catalina, Kópavogi............ 86.606 3. nóv. Háspenna, Laugavegi...... 52.018 3. nóv. Háspenna, Hafnarstræti... 127.917 4. nóv. Hótel Saga.................... 78.307 4. nóv. Ölver......................... 74.199 4. nóv. Ölver........................ 137.679 4. nóv. Háspenna, Kringlunni..... 62.329 5. nóv. Háspenna, Laugavegi....... 127.176 % 6. nóv. Feiti dvergurinn.............. 128.688 6. nóv. Háspenna, Hafnarstræti.... 106.556 e < Q Staöa Gullpottsins 7. nóvember, kl. 8.00 var 7.300.000 krónur. Silfurpottarnir byrja ailtaf í 50.000 kr. og Gullpottarnir í 2.000.000 kr. og hækka síöan jafnt og þétt þar til þeir detta.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.